Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1326

16.04.2003

BÆJARSTJÓRN

1326. fundur.

Ár 2003, miðvikudaginn 16. apríl kl. 18.00 var aukafundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Andrés Sigmundsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Tilefni fundarins er bréf bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dagsett 7. apríl sl. þar sem óskað er eftir aukafundi í bæjarstjórn Vestmannaeyja, svarbréf Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra, dags. 8. apríl og 9. apríl sl. og tölvupóstur frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins dags. 9. apríl sl.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða til þess að taka fundargerð landnytjanefndar frá 10. apríl sl. á dagskrá.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar lýsa vonbrigðum að það skuli taka níu sólarhringa að verða við óskum okkar um aukafund í bæjarstjórn til þess að ræða um atvinnu- og samgöngumál.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

1. og 2. mál. Atvinnu- og samgöngumál:

Bæjarfulltrúar ræddu atvinnu- og samgöngumál undir þessum lið, fóru yfir stöðu þessara mála núna og ræddu framtíðarhorfur.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja óskar eftir svari við því frá Vegagerð ríkisins, hvort það sé rétt mat hjá bæjarstjórn að m.s. Herjólfur sé þjóðvegur milli lands og Eyja.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

Tillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun meirihluta bæjarstjórnar vegna atvinnumála í Vestmannaeyjum

lögð fram á bæjarstjórnarfundi 16. apríl 2003.

Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að nýr meirihluti tók við í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Í þrettán ár þar á undan fór Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í bæjarstjórn. Þar af í tólf ár var hann einn í meirihluta og í tæpt eitt ár í samstarfi við aðra. Það er því ekki djúpt í árinni tekið að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft mikil áhrif á þróun samfélagsins í Vestmannaeyjum undanfarin misseri. Enn fremur hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn Íslands samfellt frá árinu 1991. Það er því mikill áfellisdómur á störf flokksins undanfarin ár, að um leið og nýr meirihluti tekur við í bæjarstjórn Vestmannaeyja, óskar flokkurinn eftir neyðarfundi í bæjarstjórninni vegna atvinnumála. Það segir meira en mörg orð um viðskilnað flokksins. Það er nýjum meirihluta á hinn bóginn bæði ljúft og skylt að verða við beiðni Sjálfstæðisflokksins um að halda slíkan fund.

Meirihluti V-lista og B-lista í bæjarstjórn Vestmannaeyja lítur núverandi ástand í atvinnumálum alvarlegum augum. Hann mun, vonandi í samstarfi við alla bæjarstjórnina, leita allra leiða til að bregðast við þessu ástandi svo Vestmannaeyjar megi eflast og vaxa að styrk á nýjan leik. Meirihlutinn gerir sér grein fyrir því að bregðast verður við aðsteðjandi vanda hvorttveggja með skammtímaaðgerðum og um leið að horfa til lengri tíma. Það verður m.a. gert með því að virkja fólk til starfa í bænum og hvetja það til þess að þau tækifæri sem eru til staðar verði nýtt. Það skiptir því miklu að bjartsýni og kraftur fái á ný einkennt samfélagið eftir nokkur döpur ár.

Meirihlutinn leggur áherslu á að Vestmannaeyjar fái notið nálægðar við auðlindir sjávar eins og kostur er. Til þess að svo geti orðið verður að koma til breyting á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er óásættanlegt að sjávarbyggðir fái ekki notið nálægðar við auðlindina, sem þó var rót þess að þessar byggðir urðu til.

Þær ráðstafanir sem bæjarstjórn Vestmannaeyja mun ráðast í á næstunni eru m.a. þær að reynt verður að koma fiskréttaverksmiðju Westmars í gang sem fyrst. Ráðist verður í atvinnuátak fyrir ungt fólk í sumar. Þá er verið að vinna í fleiri málum sem vonandi geta vegið þungt í þeim skammtímaaðgerðum sem við teljum nauðsynlegt að ráðast í.

Auður Vestmannaeyja felst í fólkinu. Auðurinn felst í þekkingu þess og krafti, sem Eyjamenn eru þekktir fyrir. Af þeim sökum m.a. höfum við ákveðið að koma á fót starfshópi í atvinnumálum þar sem m.a. verður reynt að leysa þennan kraft og þessa þekkingu úr læðingi, bæjarfélaginu til heilla. Við höfum væntingar til starfa þessa hóps. Við höfum kallað til starfa fólk án tillits til pólitískra skoðana, en því miður hafa slík sjónarmið einkennt verk og störf Sjálfstæðisflokksins undarnfarin misseri. Við teljum að það þjóni ekki hagsmunum Eyjanna að gera þau að alfa og omega alls starfs sem fram fer

Það er markmið nýs meirihluta að vinna að öllum málum í samstarfi við bæjarbúa. Meirihlutinn mun reyna að vinna að hagsmunum almennings í Vestmannaeyjum. Það mun verða leiðarljós nýs meirihluta þar sem reynt verður að virkja tækifæri sem eru til staðar og veita öllum jöfn tækifæri.

Guðrún Erlingssdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

3. mál. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 8. apríl sl.

Liðir 1 – 16 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

4. mál. Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2664. fundur frá 31. mars sl.

1. liður: Upplesið.

Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn samþykkir að heimila bæjarfulltrúa B-listans Andrési Sigmundssyni setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt samkvæmt 44. gr. Samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Óska eftir því að fram komi að bæjarfulltrúinn Andrés Sigmundsson kemur ekki til með að fá þóknun fyrir setu sína í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi samkvæmt framkomnum upplýsingum frá Guðrúnu Erlingsdóttur.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Það hefur aldrei komið til umræðu að greitt yrði fyrir setu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.), Stefán Óskar Jónasson (sign.), Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillagan var síðan samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþ.. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá Elsu Valgeirsdóttur sem Andrés Sigmundsson gerðist meðflutningsmaður að:

“Leggum til að Lúðvík Bergvinsson bæjarfulltrúi og Ingi Sigurðsson bæjarstjóri verði tilnefndir sem fulltrúar Vestmannaeyja í embættismannahóp sem samgönguráðherra hefur óskað eftir að bæjarstjórn tilnefni í.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.), Andrés Sigmundsson (sign.)

Tillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Upplesið

11. liður: Upplesið.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Upplesið.

14. liður: Upplesið.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

17. liður: Upplesið.

18. liður. Samþ. með 7 samhl. atkv.

19. liður: Upplesið.

20. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

21. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

b) 2665. fundur frá 7. apríl sl.

1. liður: Liðurinn, með þeirri breytingu að nafn Stefáns Óskars Jónassonar fellur brott, var samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi tilnefningar bárust:

Tillaga að skipan vinnuhóps um atvinnumál.

Stefán Jónasson Páll Scheving Ingvarsson

Ingi Sigurðsson Ómar Garðarsson

Kristín Valtýsdóttir Egill Arngrímsson

Stefán Jónsson Frosti Gíslason

Eyþór Harðarson Sigurður Óskarsson

Jóhann Jónsson Georg Eiður Arnarsson

Ásmundur Friðriksson Hjörtur Kristjánsson

Guðni Valtýsson Eygló Harðardóttir

Kristján Bjarnason Eva Káradóttir

Þröstur Johnsen Jóhann Ólafur Guðmundsson

Guðmundur Elíasson Viktor Ragnarsson

Sigurmundur Einarsson Valgeir Arnórsson

Jósúa Steinar Óskarsson Ragnar Guðmundsson

Sigmar Gíslason Helgi Bragason

Selma Ragnarsdóttir Arnar Hjaltalín

Vilborg Þorsteinsdóttir

Lúðvík Bergvinsson (sign.) Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.) Arnar Sigurmundsson, (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.) Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Lagt er til að Páll Scheving Ingvarsson verði formaður og leiði starf hópsins.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

“Tökum undir bókun Arnars Sigurmundssonar.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.), Bergþóra Þórhallsdóttir (sign.)

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Jafnframt var samþykkt að taka 4. mál í fundargerð menningarmálanefndar frá 3. apríl sl. til síðari umræðu í bæjarstjórn.

16. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

c) Fundargerð landnytjanefndar frá 10. apríl sl.

Samþ. með 7 samhl. atkv. og þá jafnframt þær breytingar sem Bændasamtök Íslands lögðu til að gerðar yrðu á samþykktum um búfjárhald.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.55.

Arnar Sigurmundsson Stefán Ó. Jónasson

Elsa Valgeirsdóttir Guðrún Erlingsdóttir

Andrés Sigmundsson Bergþóra Þórhallsdóttir

Lúðvík Bergvinsson Ingi Sigurðsson