Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1325

26.03.2003

BÆJARSTJÓRN

1325. fundur.

Ár 2003, miðvikudaginn 26. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Þórsheimilinu.

Forseti bæjarstjórnar Guðjón Hjörleifsson stjórnaði fundi í upphafi fundar en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá kosningu í ýmsar nefndir og starfsnefndir skv. lista.

Var það samþykkt með 7 samhl. atkv. og verður tekið fyrir sem 17. – 23. liður undir máli 3.b.

Í upphafi fundar las Lúðvík Bergvinsson upp yfirlýsingu er varðar meirihlutasamstarf en það er ástæða þess að þessi fundur er haldinn:

Hér með vilja fulltrúar V-lista og fulltrúar B-lista í bæjarstjórn Vestmannaeyja gera grein fyrir og lýsa yfir því að þeir munu frá og með þessum degi hafa með sér meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja sbr. samstarfsyfirlýsingu þar um dags. 24. mars sl., sem liggur frammi hér í bæjarstjórn Vestmannaeyja og fylgir með yfirlýsingu þessari.

Vestmannaeyjum 26. mars 2003.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Samstarfsyfirlýsing

Vestmannaeyjalista og fulltrúa B-lista og óháðra um meirihlutasamstarf í

bæjarstjórn Vestmannaeyja.

1. Ofangreindir stjórnmálaflokkar lýsa yfir því að þeir eru sammála um að hefja

meirihlutasamstarf í bæjarsjórn Vestmannaeyja út þetta kjörtímabil. Við erum sammála um að þróun samfélagsins hér í Vestmannaeyjum undanfarin misseri hafi ekki verið því til heilla. Vegna þess hversu slit á samstarfi fyrrverandi meirihluta bar brátt að eru aðilar sammála um það að gefa sér a.m.k. tvo mánuði til að vinna að frekari tillögum og hugmyndum um stefnumótun til framtíðar. Við erum sammála um að leita til einstaklinga og annarra aðila sem við teljum að geti orðið að liði við slíka stefnumótun. Við erum sammála um að reyna að virkja sem flesta til þessarar vinnusamfélaginu til heilla.

2. Við erum sammála um að setja á laggirnar a.m.k. einn starfshóp einstaklinga

sem komi sem víðast að úr samfélaginu. Þeir fái það verkefni að leggja fram mótaðar

hugmyndir um hvernig koma megi atvinnu- og menningarlífi bæjarins á skrið á nýjan

leik. Það er mikilvægt við þá vinnu að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem að

þessum málum hafa lengi starfað. Við erum sammála um að það sé mikilvægt að

virkja sem flesta til þessarar vinnu sem vilja láta til sín taka og gott af sér leiða við

endurreisn samfélagsins.

3. Við erum sammála um að endurskipuleggja stjórnsýslu ráðhúss bæjarins. Við

erum sammála um að kynna fljótlega nýtt skipurit fyrir ráðhúsið og helstu stofnanir

bæjarins.

4. Við erum sammála um að taka upp viðræður við eigendur Þróunarfélags Vestmannaeyja. Við erum sammála um að stefna að því að félagið verði lagt niður en í stað þess komi Nýsköpunarmiðstöð í atvinnu- og ferðamálum, sem sett verði á laggirnar í samstarfi við menntastofnanir og ferðamálasamtök og taki við verkefnum Þróunarfélagsins.

5. Við erum sammála um að fram fari sjálfstæð úttekt á fjárhagsstöðu bæjarins og

stofnana hans, sem verði kynnt almenningi. Ennfremur erum við sammála um að leita

allra leiða til að nýta þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru sem best, án þess að það komi

niður á almennum starfsmönnum og/eða þjónustu við almenning.

6. Núverandi bæjarstjóri var ráðinn að kröfu Sjálfstæðisflokksins í samstarfi hans

og Framsóknarflokks. Við erum sammála um að hefja nú þegar viðræður við hann

um hans framtíð. Í þeim efnum munum við skoða sérstaklega mjög svo sérstæðan

samning sem við hann var gerður í upphafi og hvernig hagsmunum bæjarins verði

best borgið. Á meðan viðræður fara fram gera flokkarnir ráð fyrir því að

núverandi bæjarstjóri haldi áfram störfum, nema þær leiði til annars. Það skiptir

miklu að skilyrðislaust traust ríki milli hins nýja meirihluta og framkvæmdastjóra

bæjarins. Það þjónar hagsmunum Vestmannaeyinga.

Vestmannaeyjum 24. mars 2003.

F.h. Vestmannaeyjalistans

Með fyrirvara um samþykki Vestmannaeyjalistans. Bæjarfulltrúi B-listans.

Lúðvík Bergvinsson (sign.) Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir þrátt fyrir breytingar á meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja þá verði Ingi Sigurðsson áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum til loka kjörtímabils 2006 eins og kemur skýrt fram í ráðningarsamningi hans.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Greinargerð:

Þar sem yfirlýsingar forystumanna nýs meirihluta í fjölmiðlum og í viljayfirlýsingu milli Andrésar Sigmundssonar og fulltrúa V-listans eru mjög óljósar varðandi stöðu Inga Sigurðssonar bæjarstjóra, þá er þessi tillaga flutt. Ingi Sigurðsson er óflokksbundinn bæjarstjóri sem hefur skapað sér traust meðal allra bæjarbúa og unnið gott og markvisst starf fyrir Vestmannaeyjabæ. Hann hefur tekið að sér forystu í ýmsum mikilvægum málum og má þar nefna, samgöngu-, atvinnu- menningar- og byggðamál. Það er ólíðandi að þröngur hópur einstaklinga sem ekki er með meirihluta kjósenda á bak við sig geti staðið í vafasömum samningum með störf í bæjarfélaginu þegar þeir komast til valda og því er þessi tillaga flutt.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun og frávísunartillaga barst:

“Ingi Sigurðsson var ráðinn bæjarstjóri samkv. ákvörðun fyrrverandi meirihluta til loka

kjörtímabils 2006.

Engar breytingar hafa verið gerðar á ráðningarsamningum og því er tillaga minnihlutans

algerlega óskiljanleg og því er lagt til að henni verði vísað frá”.

Andrés Sigmundsson (sign.), Lúðvík Bergvinsson (sign.), Guðrún Erlingsdóttir (sign.),

Stefán Óskar Jónasson (sign.).

Svohljóðandi bókun barst:

“Vegna atburða innan bæjarstjórnar Vestmannaeyja undanfarna daga gefa fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúar Framsóknar og óháðra út eftirfarandi yfirlýsingu:

Andrés Sigmundsson var formaður bæjarráðs og átti sem slíkur að hafa forgöngu um vinnu í ýmsum málum m.a. við gerð fjárhagsáætlana, yfirferð á skipuriti bæjarins og sat í stjórn Þróunarfélags Vestmanneyja og átti þar að vinna að ákveðnum verkefnum. Sem formaður bæjarráðs átti hann að undirbúa og stjórna fundum bæjarráðs og leiða starf við undirbúning bæjarráðsfunda.

Undanfarnar vikur hefur Andrés dregið úr störfum sínum í bæjarmálum og ekki sótt fundi sem hann var boðaður á og mætti ekki við undirbúning bæjarráðs. Við töldum þetta vera hluta af breyttum aðstæðum hans. Við töldum eðlilegt að hann tæki sér frí frá bæjarmálum um skeið, en rétt eins og við aðrar ákvarðanir þá tók hann ekki tillit til skoðana okkar.

Eina málið sem Andrés beitti sér fyrir á fundum okkar upp á síðkastið var að hann vildi hækka laun bæjarfulltrúa.

Framangreint nýtti Lúðvík Bergvinsson sér og tók upp viðræður við Andrés persónulega án þess að hafa nokkurt samráð við fulltrúa Framsóknarflokks né óháðra. Andrés hafði ekki stuðning Framsóknarflokks né óháðra við myndun meirihluta með Lúðvík og V-listanum.

Ljóst er að meirihluti bæjarstjórnar nýtur ekki stuðnings meirihluta kjósenda í Vestmannaeyjum, forfallist Andrés er meirihlutinn kominn í minnihluta. Stjórn bæjarins er í sjálfheldu. Í samræmi við framangreint hefur hagsmunum bæjarins verið fórnað fyrir persónulega hagsmuni fárra manna.

Á bæjarstjórnarfundi þann 12. júní 2002 var Ingi Sigurðsson ráðinn bæjarstjóri af meirihluta bæjarstjórnar þmt. Andrési, frá 1. ágúst 2002 til loka kjörtímabils 2006, engar athugasemdir komu fram við ráðningarsamninginn, en fundinn sátu allir fulltrúar V-listans þar á meðal Lúðvík Bergvinsson alþm.

Ingi Sigurðsson hefur starfað að heilhug sem bæjarstjóri allra Eyjamanna. og staðið sig einkar vel í starfi og notið trausts bæjarbúa. Af ummælum er ljóst að Lúðvík og Andrés hyggjast segja Inga upp störfum, en hafa ekki kjark til þess að ganga til þess verks fyrr en að loknum kosningum til Alþingis 10. maí nk.

Samstarf okkar hefur verið gott á kjörtímabilinu og hefur fullur trúnaður ríkt okkar á milli. Eina undantekningin er framkoma Andrésar Sigmundssonar á síðustu vikum.

Við munum áfram vinna saman í minnihluta eða meirihluta, allt eftir því hvernig mál þróast og munum áfram sem hingað til hafa hagsmuni Vestmannaeyinga að leiðarljósi í okkar störfum.”

Vestmannaeyjum 25. mars 2003

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks Fulltrúar B-lista Framsóknar og óháðra

Guðjón Hjörleifsson (sign) Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign) Sigmar G. Sveinsson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign) Víkingur Smárason (sign)

Elliði Vignisson (sign) Sigurður Páll Ásmundsson (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign) Ágústa Kjartansdóttir (sign)

Helgi Bragason (sign) Sigurður Friðbjörnsson (sign)

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign) Særún Eydís Ásgeirsdóttir (sign)

Helga Björk Ólafsdóttir (sign) Jóhann Þorvaldsson (sign)

Stefán Friðriksson (sign)

Frávísunartillagan var síðan samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

1. mál. Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara:

a) Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs:

Andrés Sigmundsson hlaut 4 atkvæði en 3 seðlar vorur auðir. Var hann því réttkjörinn forseti, þakkaði það traust sem sér hafði verið sýnt og tók við stjórn fundarins.

b) Kosning 1. og 2. varaforseta til eins árs:

Guðrún Erlingsdóttir hlaut 4 atkvæði, 3 seðlar auðir, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar. Guðrún Erlingsdóttir er því réttkjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Arnar Sigurmundsson hlaut 2 atkvæði, Guðjón Hjörleifsson eitt atkvæði, 4 seðlar voru auðir, í kosningu til 2. varaforseta. Arnar Sigurmundsson er því réttkjörinn 2. varaforseti.

c) Kosning ritara til eins árs.
Aðalmenn: Varamenn:
Stefán Óskar Jónasson Lúðvík Bergvinsson
Selma Ragnarsdóttir Arnar Sigurmundsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Kosning í bæjarráð til eins árs.
Aðalmenn: Varamenn:
Guðrún Erlingsdóttir Lúðvík Bergvinsson
Stefán Óskar Jónasson Björn Elíasson
Arnar Sigurmundsson Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Kosning í nefndir.

a) Kosning í nefndir til eins árs.

Íþrótta- og æskulýðsráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Björn Elíasson Smári Jökull Jónsson
Jóhann Freyr Ragnarsson Sigríður Bjarnadóttir
Georg Skæringsson Jóna Björk Grétarsdóttir
Elliði Vignisson Jóhann Þorvaldsson
Helga B. Ólafsdóttir Elsa Valgeirsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Menningarmálanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara:

Aðalmenn: Varamenn:
Sigríður Bjarnadóttir Óðinn Hilmisson
Sigurður Vilhelmsson Andrés Sigmundsson
Selma Ragnarsdóttir Ágústa J. Kjartansdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Nefnd um málefni ungs fólks: 3 aðalmenn
Aðalmenn:
Smári Jökull Jónsson
Hjalti Einarsson
Einar Hlöðver Sigurðsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Samgöngunefnd: 3 aðalmenn
Aðalmenn:
Andrés Sigmundsson
Valgeir Jónasson
Elliði Vignisson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Starfskjaranefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Lúðvík Bergvinsson Stefán Óskar Jónasson
Arnar Sigurmundsson Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Lífeyrissjóðs: 2 aðalmaður og 1 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Andrés Sigmundsson Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Sparisjóðs Vm.: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Ragnar Óskarsson Stefán Óskar Jónasson
Arnar Sigurmundsson Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þróunarfélag Vestmannaeyja: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Björn Elíasson Guðrún Erlingsdóttir
Andrés Sigmundsson Sigurður Gunnarsson
Helgi Bragason Elsa Valgeirsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Kosning í nefndir til fjögurra ára:
Almannavarnanefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Bjarni Sighvatsson Eiríkur Þorsteinsson
Adolf Þórsson Sigurður Þ. Jónsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Félagsmálaráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Steinunn Jónatansdóttir Svavar Valtýr Stefánsson
Svava Bogadóttir Auður Einarsdóttir
Sigrún Gísladóttir Eygló Harðardóttir
Elsa Valgeirsdóttir Helga Björk Ólafsdóttir
Ágústa J. Kjartansdóttir Bergþóra Þórhallsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands: 1 aðalmaður og 1 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Guðrún Erlingsdóttir
Stefán Óskar Jónasson Skæringur Georgsson
Guðjón Hjörleifsson Selma Ragnarsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Hafnarstjórn: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Hörður Þórðarson Svavar Valtýr Stefánsson
Valmundur Valmundsson Ásþór Jónsson
Skæringur Georgsson Hörður Rögnvaldsson
Stefán Friðriksson Viðar Elíasson
Sigmar G. Sveinsson Jóhann Þorvaldsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Húsnæðisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Valtýsdóttir Svavar Valtýr Stefánsson
Hörður Rögnvaldsson Sæmundur Ingvarsson
Sigurður Friðbjörnsson Bergþóra Þórhallsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnréttisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:
Gylfi Sigurðsson Guðný Bjarnadóttir
Þórunn Engilbertsdóttir Sigrún Gísladóttir
Jóhanna K. Reynisdóttir Sveinn Magnússon
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Kjörstjórn: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Jóhann Pétursson Guðbjörg Karlsdóttir
Ólafur Elísson Hörður Óskarsson
Jón Ingi Hauksson Björgvin Magnússon
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
Undirkjörstjórn 1(1. kjördeild): 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eggertsdóttir Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir
Einar Bjarnason Ingibjörg Finnbogadóttir
Þuríður Helgadóttir Hörður Þórðarson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Undirkjörstjórn 2 (2. kjördeild): 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Valtýsson Anna Friðþjófsdóttir
Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir
Kristín Haraldsdóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Landnytjanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:
Páll Scheving Ingvarsson Jón Ingi Hauksson
Benedikt Frímannsson Hörður Rögnvaldsson
Ómar Garðarsson Sigurður Páll Ásmundsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Friðbjörn Ólafur Valtýsson Baldvin Kristjánsson
Stefán Óskar Jónasson Lúðvík Bergvinsson
Skæringur Georgsson Hallgrímur Rögnvaldsson
Helgi Bragason Sigurður Páll Ásmundsson
Stefán Þór Lúðvíksson Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skólamálaráð: 5 aðalmenn og 5 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Jóhann Ólafur Guðmundsson Kristín Valtýsdóttir
Ragnar Óskarsson Bjarni Ólafur Magnússon
Þórunn Engilbertsdóttir Ómar Reynisson
Guðríður Ásta Halldórsdóttir Arnar Sigurmundsson
Bergþóra Þórhallsdóttir Elliði Vignisson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skólanefnd framhaldsskóla: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Svava Bogadóttir Guðrún Anna Valgeirsdóttir
Friðrik Friðriksson Helga B. Ólafsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Umhverfisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Steinunn Jónatansdóttir Margrét Lilja Magnúsdóttir
Hallgrímur Rögnvaldsson Skæringur Georgsson
Sigurður Páll Ásmundsson Einar Steingrímsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands: 1 aðalmaður og 1 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Selma Ragnarsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skoðunarmenn: 2 aðalmenn og 2 til vara.
Aðalmaður: Varamaður:
Jón Ingi Hauksson Laufey Konný Guðjónsdóttir
Hörður Óskarsson Andrea Atladóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þjónustuhópur aldraðra: 2 aðalmenn
Aðalmaður:
Hera Ósk Einarsdóttir
Lea Oddsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Aðrar nefndir og starfsnefndir:
Stjórn Gjaldheimtu: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmaður: Varamaður:
Guðrún Erlingsdóttir Kristján Bjarnason
Hjálmfríður R. Sveinsdóttir Stefán Óskar Jónasson
Drífa Kristjánsdóttir Guðríður Ásta Halldórsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands: 3 aðalmenn og 3 til vara:
Aðalmaður: Varamaður:
Margrét Lilja Magnúsdóttir Lúðvík Bergvinsson
Eygló Harðardóttir Sæmundur Ingvarsson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Magnús Jónasson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Umsjónarnefnd Stafkirkjunnar í Vestmannaeyjum: 1 aðalmaður og 1 til vara:
Aðalmaður: Varamaður:
Kristín Ellen Bjarnadóttir Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Samstarfsnefnd Lögreglunnar í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar
Aðalmaður:
Lúðvík Bergvinsson
Hera Ósk Einarsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Nefnd til að móta tillögur til að minnast 30 ára gosloka
Aðalmaður:
Páll Scheving Ingvarsson
Andrés Sigmundsson
Arnar Sigurmundsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Viðræðunefnd er ræði við ráðuneyti um fjárhagsleg samskipti þjóðhátíðar
Aðalmaður:
Stefán Óskar Jónasson
Lúðvík Bergvinsson
Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Nefnd til undirbúnings byggingar menningarhúss:
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.
Andrés Sigmundsson
Lúðvík Bergvinsson
Guðjón Hjörleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Er hér var komið las Andrés Sigmundsson svohljóðandi yfirlýsingu:

Vestmannaeyjum 26. mars 2003.

Yfirlýsing

Í ljósi yfirlýsinga 2. manns á B-lista Framsóknarflokks og óháðra og með vísan til

22. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar og að B-listinn var borinn fram að tveimur flokkum í síðustu bæjarstjórnarkosningum, tilnefni ég Andrés Sigmundsson aðalmaður B-listans í bæjarstjórn Vm. Skæring Georgsson fyrrverandi formann Framsóknarfélags Vm. sem minn 1. varamann í bæjarstjórn Vm.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Arnari Sigurmundssyni:

“Liggur fyrir samþykkt félagsmálaráðuneytis, sem fer með sveitarstjórnarmál, hvort

löglegt sé að Andrés Sigmundsson bæjarfulltrúi B-lista tilnefni Skæring Georgsson sem

skipar 12. sæti B-lista Framsóknar og óháðra, sem varafulltrúa sinn í bæjarstjórn

Vestmannaeyja?

Óskað er eftir að skriflegt álit félagsmálaráðuneytisins verði lagt fram sem allra fyrst og

eigi síðar en á þarnæsta fundi bæjarráðs.”

4. mál. Fundargerð bæjarráðs:

a) 2663. fundur frá 24. mars sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

"Undirritaður leggur til að bæjarstjórn afturkalli afgreiðslu á skýrslu samgönguhóps samgönguráðherra um samgöngur milli lands og Eyja frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Jafnramt legg ég til að Ingi Sigurðsson bæjarstjóri verði fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í vinnuhóp embættismanna sem fer yfir lokaskýrslu starfshóps samgönguráðherra og meti tillögur hans, sbr. bréf samgönguráðherra. Mikilvægt er að hraða þessari vinnu embættismannahópsins og að tillögum þeirra verði lokið fyrir 20. apríl nk.

Þegar þær niðurstöður liggja fyrir mun málið sértaklega verða tekið fyrir í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Pólitískur skollaleikur má ekki verða til þess að svo mikið hagsmunamál geti orðið til þess að framtíðarákvörðun í samgöngumálum okkar Eyjamanna frestist um nokkur ár .

Með frávísunartillögu bæjarfulltrúa V-listans og Andrésar Sigmundssonar, sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi, er verið að fresta öllum rannsóknum og hafna samvinnu við samgönguyfirvöld. Ef tillaga mín verður felld áskil ég mér rétt til að vinna áfram í þessum málum til þess að tryggja það að rannsóknarvinnu á Bakkafjöru verði haldið áfram svo og að tryggt verði fjármagn til botnsrannsókna v/hugsanlegrar vegtengingar upp á kr. 6.000.000 en þessar rannsóknir eiga að fara fram í sumar. Jafnframt að vinna áfram í þeim áherslumálum er fram komu á afgreiðslu tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta bæjarstjórnarfundi þ.m.t. lækkun flugfargjalda, frekari fjölgun ferða Herjólfs, ný flugstöð á Bakkaflugvelli og klæðning slitlags á vegi að Bakkaflugvelli árið 2004."

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Lagt er til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.), Guðrún Erlingsdóttir (sign.), Andrés Sigmundsson (sign.),

Stefán Óskar Jónasson (sign.).

Afgreiðslutillagan var samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 6 atkv. 1 fjarv.

13. liður: Samþ. með 6 atkv. 1 fjarv.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.00

Arnar Sigurmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Lúðvík Bergvinsson

Andrés Sigmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Ingi Sigurðsson