Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1324

20.03.2003

BÆJARSTJÓRN

1324. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 20. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 4. mars sl.

Guðrún Erlingsdóttir og Lúðvík Bergvinsson tóku undir bókun fulltrúa V-listans í 7. máli fundargerðarinnar.

Liðir 1-19 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2660. fundur frá 3. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafnar rökstuðningi Hafrannsóknastofnunar varðandi kvótasetningu á löngu, keilu, kolmunna og skötusel og skorar á Hafrannsóknastofnun að taka til endurskoðunar mat sitt á þessum stofnum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarráði að ganga frá greinargerð sem mun verða send til Hafrannsóknastofnunar.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Lúðvík, Guðrún og Stefán óskuðu eftir því að gerast meðflutningsmenn að tillögunni og var það samþykkt.

Tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Upplesið.

14. liður: Upplesið.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Upplesið.

17. liður: Upplesið.

18. liður: Upplesið.

19. liður: “Undir þessum lið kom fram tillaga um ályktun “Bæjarráð samþykkir fundargerðina.”

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

20. liður: Undir þessum lið kom fram tillaga um ályktun “Bæjarráð samþykkir fundargerðina.”

Samþykkt með 7 samhljóð atkvæðum.

b) 2661. fundur frá 10. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vilja vekja athygli á því að 1.200.000.- kr. samningur félagslega íbúðakerfisins við Þróunarfélagið árið 2001 er ekki til eins og fram kemur í svari Guðjóns Hjörleifssonar. Samkvæmt fundargerðum húsnæðisnefndar árin 2001, 2002 og 2003 var ekki fjallað um framlög úr félagslega íbúðakerfinu til Þróunarfélagsins vegna þessara ára. En öll árin var gert ráð fyrir 1200 þúsunda króna framlagi til félagsins. Að auki er rétt að nefna að hvergi í fundargerðum nefndarinnar vegna áranna 2001-03, kemur fram að fjallað hafi verið um fjárhagsáætlun félagslega íbúðakerfisins í nefndinni. V-listinn telur að endurskoða verði þessi vinnubrögð.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Svohljóðandi tillaga barst varðandi 1. mál frá fundi landnytjanefndar frá 6. mars.

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísa málinu á ný til landnytjanefndar, þar sem fyrir liggur að landnytjanefnd hefur samþykkt þann framgangsmáta. Kemur þetta til í ljósi þess að landnytjanefnd mun skýra frekar þær forsendur sem nefndin miðar við í tillögum sínum.”

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Upplesið.

c) 2662. fundur frá 17. mars sl.

1. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Í framhaldi af bréfi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra dags. 20. mars 2003 samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að Ingi Sigurðsson bæjarstjóri verði fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í vinnuhópi embættismanna sem fer yfir lokaskýrslu starfshóps samgönguráðherra og meti tillögur hans.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að taka skýrslu samgönguhóps ráðherra og niðurstöður framangreinds vinnuhóps til afgreiðslu þegar frekari niðurstöður vinnuhópsins liggja fyrir.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja styður tillögur heimamanna í starfshópi um fjölgun ferða Herjólfs og tekið verði sérstakt tillit til ferðafjölgunar á álagstímum til þess að koma í veg fyrir að biðlistar myndist.

Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á að skoðað verði sérstaklega með útboð á flugleiðinni VEY-REK þar sem grunnurinn í tilboðsgögnum verður þak á flugfargjald á flugleiðinni og grunnfjöldi ferða.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur áherslu á að rannsóknum verði flýtt sem mest til að tryggja að framtíðarákvörðun í samgöngumálum Eyjamanna verði jafnvel tekin á fyrri hluta árs 2005.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinnu embættishópsins verði lokið fyrir 20. apríl nk.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst við ofangreinda afgreiðslutillögu:

“Leggjum til að afgreiðslutillögunni verði vísað frá og tillaga Andrésar Sigmundssonar og Stefáns Jónassonar frá því í bæjarráði 17. mars sl. verði samþykkt og hún send samgönguráðherra.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.)

Síðari afgreiðslutillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Með vísan til 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, en þar segir: “Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins” er ljóst að sú ábyrgð sem bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 25. júlí 2001 vegna áður gefinna loforða Byggðastofnunar um kaup á 60 milljóna króna hlut í Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja, fær ekki samrýmst ofangreindu ákvæði sveitarstjórnarlaga. Þegar af þeirri ástæðu er Vestmannaeyjabær ekki bundinn af ábyrgðaloforði því sem bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 25. júlí 2001. Bréf Eignahaldsfélags Vestmannaeyja dags. 6. mars 2003 til bæjarstjóra verður því að skoða í þessu ljósi.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson óskaði að bóka að hann tæki heilshugar undir þau sjónarmið sem fram komu í ofangreindri bókun.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15.

Selma Ragnarsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Lúðvík Bergvinsson

Andrés Sigmundsson

Ingi Sigurðsson

Stefán Ó. Jónasson

Guðjón Hjörleifsson

Elliði Vignisson