Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1322

20.02.2003

Bæjarstjórn

1322. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Jóhann Pétursson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar frá 4. febrúar sl.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Legg til að 1. máli í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar verði vísað aftur til nefndarinnar þar sem nýr flötur er að finnast í málinu.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

1. – 10. liðir samþykktir með 7 samhl. atkv.

2. mál.

a) Bæjarráð nr. 2656 frá 3. febrúar sl.

1. mál. Upplesið.

2. mál. Upplesið.

3. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. mál. Svohljóðandi bókun barst:

“Teljum það brýnt að bæjaryfirvöld hafi samráð við félagasamtök áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á húsnæðismálum þeirra.”

Vestmannaeyjum 20. febrúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Í þessu máli er bókun V listans algjörlega óþörf. Bæjarstjórn mun í samvinnu við Taflfélag Vm. finna farsæla lausn á málinu.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Í bókun okkar gagnrýnum við vinnubrögð bæjaryfirvalda og teljum fulla þörf á bókuninni.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu eru í alla staði eðlileg.”

Andrés Sigmundsson (sign.)

Samþykkt með 7 samhl. atkv.

6. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. mál. Upplesið.

8. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. mál. Upplesið.

10. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. mál. Svohljóðandi tillaga barst:

“Í tilefni 30 ára goslokaafmælis samþykkir bæjarstjórn að fela menningarmálanefnd að leita samstarfs við þjóðhátíðarnefnd um nokkurs konar “Eyjavision” sönglagakeppni við val á þjóðhátíðarlagi 2003. Slík keppni myndi auðga menningar- og tónlistarlíf bæjarins.

Vestmannaeyjum 20. febrúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Jóhann Ó. Guðmundsson (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst:

“Legg til að tillögunni verði vísað til menningarmálanefndar.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv., svo og fundargerðin í heild.

13. mál. Samþ. með 6 atkv., 1 fjarverandi.

b) Fundargerð 2657. fundar 10. febrúar sl.

1. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. mál. Svohljóðandi tillaga barst:

Afgreiðslutillaga.

“Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. mál. Svohljóðandi bókun barst:

“Í framhaldi af staðhæfingu Guðrúnar Erlingsdóttur “um rangfærslur” bæjarstjóra í bréfi til félagsmálaráðaneytisins, óska ég eftir að bæjarstjóri fái skriflega greinargerð frá Guðrúnu Erlingsdóttur um málið.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

“Vísa í svör V-listans til ráðuneytisins þar kemur fram sá ágreiningur sem er um svör V-listans og svör bæjarstjóra sem meirihlutinn gerði ekki athugasemdir við.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

Skrifleg greinargerð barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:

“Fyrir liggur að farið var yfir drög að svari bæjarstjóra til félagsmálaráðuneytisins í bæjarráði 3. febrúar sl. Bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra yfirfóru þau drög og gerði bæjarfulltrúi V-listans ýmar athugasemdir sem tillit var tekið til svo sem eins og með feril árreiknings félagsins v/ársins 2001 ofl. Það var síðan leiðrétt. Margt annað var ekki tekið til greina svo sem mappa með fylgiskjölum v/ferðamála sem tapaðist. Drög að svari frá 3. febrúar og svar til ráðuneytisins segja til um þær athugasemdir sem tekið var tillit til og hefur bæjarstjóri þau gögn. Svör bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans til ráðuneytisins liggja einnig fyrir, en þar koma þau atriði sem bæjarfulltrúar telja að ekki hafi komið fram eða túlkað á annan hátt en bæjarfulltrúar V-listans geta sætt sig við. Vísa ég því í áður nefnd gögn máli mínu til stuðnings.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

“Vísa í svör V-listans til ráðuneytisins, þar kemur fram sá ágreiningur sem er um svör V-listans og svör bæjarstjóra sem meirihlutinn gerði ekki athugasemdir við.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Svör fulltrúa V-listans eru ekki í samræmi við það sem beðið var um þ.e. að Guðrún Erlingsdóttir hefur borið á bæjarstjóra að í bréfi hans til félagsmálaráðuneytisins sé um rangfærslu að ræða og eru því einungis útúrsnúningar og yfirklór.

Guðrún væri kona að meiru að biðja bæjarstjóra afsökunar á ummælum sínum.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir óskaði eftir fundarhléi. Var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Vísa aftur í þau gögn sem fyrir liggja, svo sem svör undirrituð af bæjarstjóra til félagsmálaráðuneytisins og svör V-listans til sama ráðuneytis. Þar sem fram kemur að bæjarfulltrúar V-lista telja svör meirihluta bæjarstjórnar misvísandi og ekki að öllu leyti í samræmi við staðreyndir.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

Jóhann Ó. Guðmundsson (sign.)

3. mál. Upplesið.

4. mál. Upplesið.

5. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. mál Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. mál. Samþ. með 4 atkv. 3 sitja hjá.

Gert er fundarhlé að ákvörðun forseta bæjarstjórnar.

Svohljóðandi bókun barst:

“Sitjum hjá við afgreiðslu málsins þar sem við teljum eðlilegast að Westmar ehf. hefði

fjármagnað þessi kaup sjálft.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ó. Guðmundsson (sign.)

11. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. mál. Þegar afgreitt.

c) Fundargerð 2658. fundar frá 17. febrúar sl.

1. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. mál. Tilnefning í nefnd til undirbúnings byggingar menningarhúss.

Frá meirihluta eru tilnefndir Guðjón Hjörleifsson og Andrés Sigmundsson, ásamt bæjarstjóra sem er formaður nefndarinnar.

Frá minnihluta er tilnefndur Ragnar Óskarsson.

Tilnefningin samþ. með 7 samhl. atkv.

Málið samþ. að öðru leyti með 7 samhl. atkv.

4. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. mál.

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vilja minna á mikilvægi samgangna við uppbyggingu ferða- og atvinnumála. Við minnum á niðurstöður borgarafundar um samgöngumál, þar sem skýr krafa um tvær ferðir á dag alla daga vikunnar var samþykkt. Það er nauðsynlegt að þessi skilaboð verði ávallt höfð til hliðsjónar þegar unnið er að uppbyggingu atvinnu- og ferðamála í Vestmannaeyjum.”

Vestmannaeyjum 20. febrúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Óskar Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. mál. Upplesið.

7. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. mál. Tillaga um breytingu á heiti á dagskrárlið.

“Fyrir lá bréf Lúðvíks Bergvinssonar f.h. Vestmannaeyjalistans dags. 7. feb. sl. til félagsmálaráðuneytisins varðandi Þróunarfélag Vestmannaeyja.”

Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. mál.

Svohljóðandi bókun barst:

“Teljum eðlilegt að Lúðvík Bergvinsson láti af störfum sem aðalmaður í bæjarráði þar sem hann hefur ekki sinnt því starfi sem skyldi, aðeins mætt á 12 fundi af 34, en þegið þóknun sem bæjarráðsmaður.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé sem var veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Teljum bókun meirihlutans lágkúrulega. Með stífni sinni tókst þeim ætlun sín að gera eina þingmanni Vestmannaeyinga illmögulegt að sækja fundi bæjarráðs. Bendum á að ekki hafa allir fundir verið kl. 16.15 á mánudögum eins og meirihlutinn lagði mika áherslu á og var óbreytanlegt sl. vor.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ó. Guðmundsson ( sign.)

Samþ. með 7 samhl. atkv.

Tillaga barst um breytingu í nefndum v/brottflutnings Hafdísar Eggertsdóttur.

Samþ. með 7 samhl. atkv.

Jafnréttisnefnd aðalmaður, Svanhildur Guðlaugsdóttir.

Félagsmálaráð varamaður, Víkingur Smárason.

Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

17. mál. Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans, hafnarsjóðs, félagslegra íbúða og sorpeyðingarstöðvar.

- fyrri umræða –

Ingi Sigurðsson bæjarstjóri hafði framsögu og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar í greinargerð.

Var nú gengið til atkvæða í málinu.

1. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2003:

Niðurstaða reksturs kr. 1.727.366.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 106.742.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 72.834.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 33.423.000
Gjöld alls kr. 1.834.108.000
Tekjur alls kr. 1.834.593.000
Tekjur umfram gjöld kr. 485.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 123.515.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

2. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2003:

Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 157.830.000
Gjöld kr. 141.635.000
Heildarniðurstaða kr. 451.585.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

3. Fjárhagsáætlun félagslegra íbúða 2003:

Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 19.185.000
Gjöld kr. 13.568.000
Heildarniðurstaða kr. 80.268.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

4. Fjárhagsáætlun sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2003:

Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 59.163.000
Gjöld kr. 56.363.000
Heildarniðurstaða kr. 59.163.000

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 22.40.

Selma Ragnarsdóttir

Andrés Sigmundsson

Stefán Ö. Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Guðrún Erlingsdóttir

Jóhann Guðmundsson

Ingi Sigurðsson