Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1321

30.01.2003

BÆJARSTJÓRN

1321. fundur.

Ár 2003, fimmtudaginn 30. janúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerðir hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 14. janúar sl.

Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 23. janúar sl.

Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 7. janúar sl.

Samþykkt var að fresta 1. máli með 7 samhljóða atkvæðum þar sem það væri í vinnslu.

Liðir 2-9 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 22. janúar sl.

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans lýsa yfir óánægju sini með boðun og tímasetningu kynningar á aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar þar sem vitað var að meginþorri aðal- og varabæjarfulltrúa höfðu ekki tök á að mæta.

Vestmannaeyjum 30. janúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Fundargerðin var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2652. fundur frá 7. janúar sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Guðrún Erlingsdóttir, Stefán Jónasson og Jóhann Ólafur Guðmundsson tóku undir bókanir Lúðvíks Bergvinssonar í málinu.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir skriflegum skýringum frá KSÍ, varðandi það hvað hefur breyst frá því snemma í sumar þegar lofað var að framkvæmdir þær sem þá voru gerðar myndu duga til að halda keppnisleyfi næstu 5 ár.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2653. fundur frá 13. janúar sl.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að vinna að stofnun frumkvöðlaseturs í Vestmannaeyjum með stuðningi ríkisvaldsins með nýsköpun og atvinnuþróun að leiðarljósi. Þjónusta við Eyjamenn í þessum efnum er minni en víða annarstaðar og hljótum við að gera þá kröfu að sambærileg þjónusta verði til staðar í Vestmannaeyjum til þess að stuðla að frumkvöðlastarfi og frekari nýsköpun í byggðarlaginu.

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Jóhann Ólafur Guðmundsson sat hjá í þessu máli.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins:

“Með hliðsjón af erindi Karató ehf.- Hallarinnar- til heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 27. janúar sl. og svari nefndarinnar frá 29. janúar sl. og væntanlegri heimsókn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Eyja í næstu viku samþykkir bæjarstjórn að beina þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðisnefndar að frestað verði tímabundið ráðstöfunum sem miða að því að takmarka starfsemi Hallarinnar.

Jafnframt skorar bæjarstjórn á forráðamenn Karató ehf. –Hallarinnar- að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum sem miða að því að draga út meintri hljóðmengun vegna starfsemi fyrirtækisins.

Ný og breytt framkvæmdaáætlun fyrirtækisins verði lögð fyrir heilbrigðisnefnd Suðurlands í beinu framhaldi af heimsókn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins til Eyja og miði hún að því að nauðsynlegum verkþáttum vegna endurbóta á húsnæðinu verði lokið á fyrrihluta þessa árs.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Þar sem fyrir liggur að framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands er væntanlegur innan nokkurra daga samþykkjum við þessa tillögu að því gefnu að sjónarmið beggja aðila verði virt á meðan á framkvæmdum stendur.

Bæjarstjóra verði falið að vera milligöngumaður í því máli.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Andrés Sigmundsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

c) 2654. fundur frá 20. janúar sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Svohljóðandi bókun barst:

Vekjum athygli á því að samstarfsmaður Guðjóns Hjörleifssonar, Andrés Sigmundsson, tekur ekki þátt í bókunum hans, enda fer forseti bæjarstjórnar niður á ansi lágt plan.

Vestmannaeyjum, 30. janúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþykkt var að taka þetta mál fyrir í lok fundarins á lokuðum fundi.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefji nú þegar undirbúning að stofnun félags sem hafi það að markmiði að byggð verði jarðgöng milli lands og Eyja.”

Greinargerð:

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve samgöngur skipta Vestmannaeyinga miklu máli. Það er ekki ólíklegt að næstu skref í tíma verði einhverskonar endurbætur á Herjólfi, eða annað skip leysi af hólmi. Það er þó ekkert öruggt í þeim efnum. Það breytir ekki því að huga verður að næstu skrefum. Nú hefur ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lagt fram samgönguáætlun sína til næstu 12 ára, þar sem ekkert er að finna um samgöngubætur við Vestmannaeyjar. Alþingi á eftir að afgreiða áætlunina og þær hugmyndir sem þar er að finna og vonandi tekst að ná fram breytingum á þeim í meðförum Alþingis.

Það er skoðun fulltrúa V-listans að við eigum að draga lærdóm af fortíðinni og huga strax að næstu skrefum í hugsanlegum samgöngubótum við Eyjarnar. Herjólfur kom í gagnið 1992. Þá strax hefði verið rétt að huga að næstu skrefum. Það var því miður ekki gert. Við teljum því nauðsynlegt að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi frumkvæði að því nú að stofnað verði félag sem hafi það að markmiði að hefjast þegar handa við undirbúning að byggingu jarðganga milli lands og Eyja. Það er mikilvægt að leitað verði liðsinnis hjá sem flestum sem vilja leggja málinu lið.

Það þarf ekki mörg orð um það hvílík lyftistöng slíkt mannvirki yrði samfélaginu í Vestmannaeyjum.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónsson (sign.)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Leggjum til að tillögunni verði vísað til samgöngunefndar Vestmannaeyjabæjar”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Andrés Sigmunsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

16. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

d) 2655. fundur frá 28. janúar sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

9. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

10. liður: Samþykkt að taka þetta mál fyrir í lok fundarins á lokuðum fundi.

11. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Vísum í bókun bæjarfulltr. Vestmannaeyjalistans frá bæjarráði 28. jan. sl. Teljum að samkvæmt 6. gr. stofnsamnings ÞV sé ekki heimilt að leysa aðra eigendur undan skuldbindingum á þann hátt sem meirihlutinn leggur til og munum við því greiða atkvæði á móti samkomulaginu.

Vestmannaeyjum 30. janúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir(sign)

Stefán Jónasson (sign)

Jóhann Ólafur Guðmundsson(sign)

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Óskum eftir svörum við því hvers vegna ársreikningur Skúlason ehf. hefur ekki verið lagður fram, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um.

Vestmannaeyjum 30. janúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir(sign)

Stefán Jónasson (sign)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign).

Samþ. var með 7 samh. atkv. að vísa fyrirspurninni til stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja.

Liðurinn var síðan samþ. með 4 atkv. , 3 á móti.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu atkvæði með vísan í bókun sína.

12. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Teljum að samkvæmt stofnsamningi ÞV sé ekki heimilt að leysa aðra eigendur undan skuldbindingum á þann hátt sem meirihlutinn leggur til og munum við því greiða atkvæði á móti samkomulaginu. Einnig lýsum við undrun okkar á því að samkomulög við HÍ og hafnarstjórn skuli koma til afgreiðslu bæjarstjórnar án þess að það hafi verið tekið fyrir í stjórn ÞV.

Vestmannaeyjum 30. janúar 2003.

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign).

Liðurinn var síðan samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Samkvæmt sveitarstjórnarlögum 61. gr. er lokafrestur til þess að leggja fram fjárhagsáætlun sveitarfélaga lok janúarmánaðar ár hvert. Í dag er síðasti bæjarstjórnarfundur í þessum mánuði og ekkert bólar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Því er spurt:

a) Hvers vegna er fjárhagsáætlun ekki lögð fram og afgreidd eins og sveitarstjórnarlög kveða á um? Eða ræður núverandi meirihluti ekki við þetta verkefni?

b) Hefur verið sótt um frest til félagsmálaráðuneytisins?

c) Ef svo er á hvaða forsendum var sótt um frest?

Svör óskast á þessum bæjarstjórnarfundi.

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign)

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

17. liður: Upplesið.

18. liður: Upplesið.

Er hér var komið var fundi lokað og mál tekin fyrir sem frestað hafði verið fyrr á fundinum.

a) 11. mál frá 2654. fundi bæjarráðs.

Samþ. með 7 atkv. að fresta málinu.

b) 10. mál frá 2655. fundi bæjarráðs.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Varðandi 1. mál samninganefndar leggum við til að farið verði í samningaviðræður við bréfritara varðandi launakjör og fundið verði starfsheiti til þess að miða við í framtíðinni”.

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Jóhann Ólafur Guðmundsson (sign).

Tillagan var felld með 4 atkv., 3 með.

1. mál í samninganefnd var samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

2. – 3. mál voru samþ. með 7 samhl. atkv.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 23.15.

Selma Ragnarsdóttir

Andrés Sigmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Jóhann Guðmundsson

Stefán Ö. Jónsson

Arnar Sigurmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Ingi Sigurðsson