Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1320

30.12.2002

BÆJARSTJÓRN

1320. fundur.

Ár 2002, mánudaginn 30. desember kl. 18:00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 23. desember sl.

Liðir voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2650. fundur frá 16. desember sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2651. fundur frá 27. desember sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" 6. gr. samkomulags Hitaveitu Suðurnesja og ÞV dags. 18.12. 2002 fær ekki staðist 8. gr. stofnsamnings Þróunarfélags Vestmannaeyja sem hljóðar svo:

"" Samningi þessum getur hver félagsaðili sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og skal uppsögn miðast við áramót. Verði félaginu slitið á þennan hátt skulu reikningar gerðir upp við áramót og eignum skipt milli félagsaðila. Eigi félagið ekki fyrir skuldum skal það sem á vantar greitt af félagsaðilum í hlutfalli við eignarhlut, jafnskjótt og reikningsskilum er lokið.

Ef þeim sem eigi hafa sagt upp samningnum vilja halda starfseminni áfram skal þeim heimilt að taka við starfseminni eins og hún er með eignum og skuldum samkvæmt framangreindum efnahagsreikningi og halda henni áfram með sama firmanafni, gegn því að greiða þeim sem upp hefur sagt hlut hans samkvæmt efnahagsreikningnum innan eins árs frá lokum reikningsskilanna.""

Það er óásættanlegt að Bæjarsjóður Vestmannaeyja taki á sig frekari ábyrgðir en orðið er vegna óráðsíu í rekstri Þróunarfélags Vestmannaeya undanfarin misseri. Í reynd gerir samkomulagið ráð fyrir því að félagið verði lagt niður, í samræmi við 8. gr. stofnsamnings, með því að ætla að heimila Hitaveitu Suðurnesja að ganga útúr félaginu og á þann hátt losna við tugmilljóna ábyrgðir vegna skulda þess sem Vestmannaeyjabæ er ætlað að taka yfir. Stofnsamningurinn gerir ráð fyrir að allir eigendur þess séu ábyrgir fyrir skuldum í samræmi við stofnsamning félagsins. Það er því eðlilegt þegar ljóst er að einn eigendanna vill losna út úr félaginu að félagið verði lagt niður og það gert upp í samræmi við ákvæði stofnsamnings."

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Arnar Sigurmundsson og Selma Ragnarsdóttir vísuðu í bókanir Andrésar Sigmundssonar og Guðjóns Hjörleifssonar í málinu.

Liðurinn var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans gerðu grein fyrir atkvæði sínu með vísan í bókanir í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúar meirihlutans gerðu grein fyrir atkvæði sínu með vísan í bókanir í bæjarráði.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Lúðvík Bergvinsson og Stefán Jónasson tóku undir bókun Guðrúnar Erlingsdóttur í málinu.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Upplesið.

3. mál.

Reglugerð um holræsagjald í Vestmannaeyjum:

- Síðari umræða –

Reglugerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Í lok fundarins þakkaði forseti bæjarfulltrúum, bæjarstjóra og bæjarritara fyrir samstarfið á árinu og árnaði mönnum heilla á nýju ári.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.00.

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Andrés Sigmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Lúðvík Bergvinsson

Ingi Sigurðsson