Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1317

31.10.2002

BÆJARSTJÓRN

1317. fundur.

Ár 2002, fimmtudaginn 31. október kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar, Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 7. október sl.

Liðir 1-2 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 3. október sl.

Liðir 1-20 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2640. fundur frá 7. október sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2641. fundur frá 14. október sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Upplesið.

c) 2642. fundur frá 21. október sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Í greinargerð Jóhanns Péturssonar hdl. kemur hvergi fram að Vestmannaeyjabær eigi ekki að samþykkja samning Vegagerðar og Samskipa. Þá kemur hvergi fram að Vestmannaeyjabær eigi ekki rétt á því að fá samning um Herjólf. Því ítreka fulltrúar V-listans bókun Lúðvíks Bergvinssonar í bæjarráði dags. 21. október og leggur því til vegna neitunar Vegagerðarinnar að afhenda samninginn að bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við úrskurðarnefnd upplýsingamála um að bæjaryfirvöldum verði afhentur samningurinn.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst varðandi 5. mál fundargerðarinnar:

“Í framhaldi af 7. máli bæjarráðs frá 21. október sl., 5. mál í fundargerð húsnæðisnefndar frá 8. október sl., samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að vísa málinu til umræðu í bæjarráði um hvernig staðið skuli að vali í starfshóp um málefni félagslegra íbúða og að tilnefnt verði í hann á næsta fundi bæjarstjórnar.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan að öðru leyti samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

d) 2643. fundur frá 28. október sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Fulltrúar V-listans líta svo á að starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum eigi fyrst og fremst að vera í þágu almennings og rekin af bæjarfélaginu. Enn fremur er nauðsynlegt að bæjaryfirvöld fari að þeim leikreglum sem gilda við rekstur fyrirtækja í samkeppnisrekstri á hverjum tíma. Því harmar V-listinn að bæjaryfirvöld hafi virt að vettugi niðurstöðu samkeppnisráðs frá árinu 1996. Rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar verður að taka mið af þessu. Með vísan til þessa telja fulltrúar V-listans rétt að í viðræðum íþrótta- og æskulýðsráðs muni þessi sjónarmið verða höfð að leiðarljósi.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

4. liður: Samþykkt að fresta málinu með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Fulltrúar V-listans telja rétt á þessu stigi að fresta frekari umræðu um skýrslu skoðunarmanna Vestmannaeyjabæjar vegna ársreiknings Þróunarfélags Vestmannaeyja fyirr árið 2001. Fulltrúar V-listans telja að umræðan geti ekki skilað því sem hún á að skila fyrr en fundur hefur verið haldinn með fyrrverandi og núverandi framkvæmdastjórum. Auk þess er nauðsynlegt að stjórnarformaðurinn, Guðjón Hjörleifsson, skili fyrir fundinn skýrslu og skýringum vegna athugasemda skoðunarmanna.

Þetta er lagt til á þessu stigi vegna þess að skýrslan dregur fram í dagsljósið atriði, sem brýn þörf er á að skoða nánar. Þá hefur stjórn félagsins ekki enn undirritað reikningana og því ekki mögulegt að leggja þá formlega fyrir bæjarstjórn. Til að undirrita þetta frekar bendum við á eftirtalin atriði.

1) Í skýrslunni er m.a. bent á að hvergi finnist í fundargerðum félagsins upplýsingar um hvernig sú ákvörðun var tekin að veita sex milljóna króna framlag til Skúlason ehf. auk þess sem ekkert liggur fyrir um hvers virði það framlag er í dag. Ekkert liggur fyrir í reynd hvað varð um þessa fjármuni.

2) Þá kemur fram í skýrslunni að það vanti fundargerðir vegna nokkurra funda félagsins þ.á.m. ársfund fyrir árið 2000.

3) Þá verður að skýra hvernig þrjár möppur með bókhaldsgögnum glötuðust og að ekkert bókhald var fært fyrir árið 2001 fyrr en á árinu 2002. Hið sama á við um færslu bókhalds vegna ársins 2002.

4) Kalla verður fram frekari skýringar á því hvers vegna laun og launatengd gjöld þrefölduðust á rekstrarárinu 2001 miðað við árið 2000, auk þess sem annar rekstrarkostnaður þ.á.m. ferða- og risnukostnaður hækkaði um 284%.

5) Þá verður að gefa frekari skýringar á því hvers vegna bankainnistæður sem voru 6,4 milljónir í ársbyrjun 2001 voru aðeins 646 þúsund í árslok, en nefna má að á árinu 2001 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð kr. 11,5 milljónir. Enn fremur eru ýmis fleiri atriði tilgreind í skýrslunni sem nauðsynlegt er að fá frekari skýringar á áður en málefni Þróunarfélagsins verða tekin til umræðu á fundi bæjarstjórnar.

Að öllu þessu virtu telja fulltrúar V-listans rétt að fresta umræðu að sinni.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Stefán Jónasson (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og 1. mál fundargerðarinnar var samþykkt með áorðnum breytingum sem Selma Ragnarsdóttir gerði grein fyrir.

16. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn vísar 12. máli í fundargerð félagsmálaráðs frá 23. október sl. til Starfsmenntunarsjóðs STAVE, en umrædd umsókn fellur ekki að reglum um námsstyrki til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem samþykktir voru í bæjarstjórn í ágúst sl. Samkvæmt þeim reglum er heimilt að endurskoða þær á 3ja ára gildistíma þeirra með hliðsjón af aðstæðum og þörfum bæjarfélagsins. Að framansögðu er ekki hægt að verða við erindinu. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn fundargerðina.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Þegar fulltrúar V-listans í bæjarstjórn samþykktu umræddar úthlutunarreglur vöruðu þeir eindregið við því að fólki yrði mismunað eftir eðli náms. Tillaga meirihlutans ber þess merki að aðvörunarorð fulltrúa V-listans áttu fullan rétt á sér. Því hvetjum við til þess að reglurnar verði endurskoðaðar svo skjótt sem verða má.

Við sitjum hjá við tillöguna en samþykkjum fundargerðina að öðru leyti.”

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá, en fundargerðin að öðru leyti var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.10.

Selma Ragnarsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Lúðvík Bergvinsson

Andrés Sigmundsson

Arnar Sigurmundsson

Björn Elíasson

Guðjón Hjörleifsson

Páll Einarsson