Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1316

03.10.2002

BÆJARSTJÓRN

1316. fundur.

Ár 2002, fimmtudaginn 3. október kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka sem 4. mál á fundinum kosningar í íþrótta- og æskulýðsráð og nefnd um málefni ungs fólks.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnframt var leitað afbrigða til þess að taka sem 5. mál fyrri umræðu um tillögu að samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum sbr. 2. mál í fundargerð landnytjanefndar frá 12. sept. sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 10. september sl.

Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja felur Þróunarfélagi Vestmannaeyja að ræða við hagsmunaaðila og hafnarstjórn Vestmannaeyja um möguleika á að sameinast um sameiginlega sýningaraðstöðu á næstu sjávarútvegssýningu sem haldin verður hér á landi.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi breytingartillaga barst:

“Í ljósi þess að starfsemi Þróunarfélagsins hefur verið í lamasessi undanfarið ár leggjum við til að í stað Þróunarfélagsins komi hafnarstjórn.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Jafnframt barst svohljóðandi fyrirspurn:

“Óskum eftir skýringum á því hvers vegna Vestmannaeyjabær hafði ekki frumkvæði af því að taka þátt í nýliðinni Sjávarútvegssýningu þar sem kynna hefði mátt það sem höfnin hefur uppá að bjóða og þjónustu henni tengdri.”

3. október 2002.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Gengið var til atkvæða um breytingartillöguna.

Var hún felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Síðan var gengið til atkvæða um fyrstu tillöguna.

Var hún samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Leggjum til að fundargerðir Þróunarfélagsins verði lagðar fyrir bæjarráð frá ársbyrjun 2002 og áfram.”

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Fram kom tillaga um að vísa ofangreindri tillögu til bæjarráðs.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-4 í fundargerð hafnarstjórnar voru loks samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 3. september sl.

Liðir 1-8 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2636. fundur frá 9. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2637. fundur frá 16. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að freista þess að endurnýja samninga við rekstraraðila sorpeyðingarstöðvar og sorphirðu í Vestmannaeyjum fyrir 31. mars 2003 um framlengingu gildandi rekstrarsamnings, sem að óbreyttu rennur út 31. desember 2003, enda náist viðunandi niðurstaða fyrir báða aðila.”

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Fram kom tillaga um að vísa ofangreindri tillögu til bæjarráðs.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Upphaflega tillagan hér að ofan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var svo samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Bæjarstjóri lagði fram svör á fundinum.

Svohljóðandi tillaga barst:

" Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindi íbúa við Bessahraun ásamt upplýsingum um kostnað við Kleifahraun og Fífilgötu til gatnagerðaráætlunar 2003."

Arnar Sigurmundsson (sign)

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 fjarverandi.

12. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi að undanskildu 2. máli fundargerðarinnar sem verður tekið fyrir sem 5. mál hér síðar á fundinum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Upplesið.

c) 2638. fundur frá 24. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn skorar á samgönguráðherra að standa nú þegar við loforð sem hann gaf um fjölgun ferða og tryggja nauðsynlegt fjármagn til þess.”

3. október 2002.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

" Legg til að tillögunni verði vísað frá þar sem hún er óþörf vegna þess að samgönguráðherra hefur tryggt fjármagn í viðbótarferðir.

Skora jafnframt á samningsaðila að tryggja það að vetraráætlun geti hafist næsta sunnudag, hvort sem samningar hafi náðst eða ekki, enda verði um afturvirkni að ræða á greiðslu fyrir þær ferðir."

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

" Það liggur fyrir að Alþingi hefur ekki samþykkt viðbótarfjármögnun vegna fjölgunar ferða Herjólfs. Hörmum því máttleysi meirihlutans gegn ríkisstjórninni og afgreiðslu meirihlutans á nauðsynlegri tillögu.

Tökum á hinn bóginn undir seinni hluta tillögunnar um að ný áætlun taki gildi n.k. sunnudag."

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Liðurinn var upplesinn.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans endurflytja tillögu sína frá bæjarstjórnarfundi nr. 1293, 8. febrúar 2001, en hún var svohljóðandi:

“Bæjarstjórn samþykkir að staðfesta fyrirliggjandi yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag.”

3. október 2002.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Er hér var komið vék Arnar Sigurmundsson af fundi og tók Elliði Vignisson sæti hans.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Bæjarstjóri lagði fram umbeðin svör á fundinum.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman yfirlit yfir allar tillögur og fyrirspurnir sem samþykktar hafa verið í bæjarráði og bæjarstjórn frá kosningunum 25. maí og leggi fram skýrslu um viðbrögð, svör og fyrirhugaðar aðgerðir fyrir næsta bæjarstjórnarfund, þ.e.a.s. staða hvers máls fyrir sig.”

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með höfundi skýrslunnar um stoðgreinar útgerðar og fiskvinnslu auk annara fagaðila. Fundur þessi verði haldinn í Vestmannaeyjum og á hann verða boðaðir auk bæjarfulltrúa og bæjarstjóra hagsmunaaðilar. Má þar nefna fulltrúa fiskverkenda, útgerðarmanna, netagerðarmanna, stéttarfélaga, Rannsóknarsetursins og Framhaldsskólans. Ennfremur verður fundurinn auglýstur þannig að allir áhugamenn geti mætt.

3. október 2002.

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Liðurinn var upplesinn að öðru leyti.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

" Bæjarstjórn samþykkir að auglýstir viðtalstímar bæjarfulltrúa verði mánaðarlega á fimmtudögum kl. 17.00-18.30 í Ráðhúsinu. Miðað er við að tveir bæjarfulltrúar verði til viðtals hverju sinni, einn frá meirihluta og einn frá minnihluta, og beri viðtalstíma ekki upp á fundardaga bæjarstjórnar.

Fyrsti auglýsti viðtalstími verði fimmtudaginn 17. október 2002.

Gildir þetta fyrirkomulag til reynslu til vorsins 2003."

Ingi Sigurðsson (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

" Bæjarstjórn samþykkir ályktun bæjarráðs og hvetur olíufélögin til að bregðast við svo skjótt sem auðið er."

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Upplesið.

d) 2639. fundur frá 30. september sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum með ályktuninni: “Bæjarráð samþykkir fundargerðina.”

4. mál.

Kosning í íþrótta- og æskulýðsráð og nefnd um málefni ungs fólks.

a) Íþrótta- og æskulýðsráð:

Fram komu tilnefningar um:

Aðalmenn: Elsa Valgeirsdóttir og Jóhann Freyr Ragnarsson.

Varamenn: Bergþóra Þórhallsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum, en auk þessa voru kosnir þrír aðalmenn og þrír til vara, á fundi bæjarstjórnar 12. júní sl.

b) Nefnd um málefni ungs fólks:

Fram komu tilnefningar um Smára Jökul Jónsson, Hjalta Einarsson og Einar Hlöðver Sigurðsson.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. mál.

Samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum, sbr. 2. mál í fundargerð landnytjanefndar frá 12. september sl.

- Fyrri umræða –

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.50.

Lúðvík Bergvinsson

Guðrún Erlingsdóttir

Stefán Ó. Jónasson

Selma Ragnarsdóttir

Elliði Vignisson

Ingi Sigurðsson

Andrés Sigmundsson

Guðjón Hjörleifsson