Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1315

05.09.2002

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1315. fundur.

Ár 2002, fimmtudaginn 5. september kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði

Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að gera þá breytingu á dagskrá að 1. mál í fundargerð 2635. fundar bæjarráðs verði tekið á dagskrá sem síðasta mál í fundargerðinni.

Samþ. með 7 samhl. atkv.

1. mál. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar:

a) fundur haldinn 30. júlí sl.

Liðir 1-11 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

2. mál. Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2632. fundur frá 29. júlí sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

b) 2633. fundur frá 13. ágúst sl.

1. liður: Guðrún Erlingsdóttir og Stefán Jónasson tóku undir bókanir Lúðvíks Bergvinssonar í málinu.

Svohljóðandi tillaga barst:

Í ljósi þess að í vinnureglum þeim sem hér er lagt til að verði samþykktar er lagt til að ftr. V-listans verði meinað að leggja fram tillögur á fundum bæjarráðs teljum við undirritaðir bæjarftr. rétt, áður en lengra er haldið að meirihluti bæjarstjórnarinnar leiti enn á ný til félagsmálaráðuneytis og fái umsögn þess áður en samþykktar verða svo harkalegar tillögur, sem hvorki standast bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar né sveitarstjórnarlög.

Stefán Jónassson

Guðrún Erlingsdóttir

Lúðvík Bergvinsson

Tillagan var felld með 4 atkv., 3 með.

Síðan var gengið til atkvæða um málið.

Samþykkt með 4 atkv., 3 á móti.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

c) 2634. fundur frá 26. ágúst sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Nú er ljóst að vetraráætlun Herjólfs er sú sama og var í fyrravetur þrátt fyrir 13% hækkun fargjalda. Í málefnasamningi íhaldsins og Andrésarlistans segir um samgöngumál “unnið verði markvist að varanlegum fjölgun ferða með MS/Herjólfi sem taki við þegar sumaráætlun skipsins lýkur í byrjun sept. Samkvæmt auglýsingu frá Samskip er ekki nein fjölgun ferða í vetraráætluninni frá því sem áður var.”

1) Hvenær má vænta efna fyrrnefnds málefnasamnings þar sem nú er komin septembermánuður?

2) Í bæjarráði 26. ágúst sl. var áfangasigri fagnað, hvenær mega bæjarbúar vænta þess að þeir njóti árangursins?

Guðrún Erlingsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Stefán Jónasson

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að boða til fundar með bæjarbúum þar sem

fjallað verður um skýrslu samgönguhóps samgönguráðuneytisins, en ráðuneytið telur rétt að um þessa skýrslu sé fjallað sem víðast.”

5. sept. 2002 Guðrún Erlingsdóttir, Stefán Jónasson og Lúðvík Bergvinsson.

Fram kom tillaga um að samþykkja tillöguna og að henni yrði vísað til samgönguhóps Vestmannaeyjabæjar.

Samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi tillaga barst:

" SASS hefur samþykkt að boða til samgönguþings fljótlega með sveitarstjórnum og þingmönnum Suðurlands. Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir því við SASS að fá að taka þátt í þinginu."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

Tillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

" Bæjarfulltrúar V-listans leggja til að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði ágóðahlutdeild Brunabótafélags Íslands sem greidd verður árið 2003 notuð í sérverkefni fyrir ungt fólk annars vegar og í fjarmenntun hins vegar."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.

Var það samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að falla frá forkaupsrétti á Björgu VE-5, en skipið er selt án aflahlutdeildar og aflamarks.”

Guðjón Hjörleifsson

Tillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

" Fulltrúar V-listans harma þá afleiðingu núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis að einhverjir sjái sig knúna til að hætta rekstri og skip séu seld úr byggðalaginu með tilheyrandi fækkun starfa."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Undir þessum lið lagði Guðjón Hjörleifsson, formaður stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja, fram umbeðin svör.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. liður: Fram kom tillaga um að tillögunni í málinu yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.

Selma Ragnarsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt. Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Var nú gengið til atkvæða um afgreiðslutillöguna hér að ofan.

Afgreiðslutillagan var samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

" Tillagan gengur út á að bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur pólitíska ákvörðun um að stofna sjóð til að styðja við bakið á íbúum Vestmannaeyja sem vilja stunda endur- og símenntun með fjarnámi, einstaklingum og bæjarfélaginu til heilla. Að vísa þessu til gerðar fjárhagsáætlunar felur í sér að tillögunni um stofnun sjóðs fyrir hinn almenna bæjarbúa í þessum tilgangi er hafnað.

V-listinn harmar þá afgreiðslu."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

16. liður: Undir þessum lið voru lögð fram svör við fyrirspurn í málinu.

Liðurinn var síðan samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

17. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

18. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

d) 2635. fundur frá 2. september sl.

1. liður: Verður tekið fyrir sem síðasta mál í fundargerðinni skv. ákvörðun í upphafi fundar.

2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Tillaga lögð fram af ftr. V-listans í bæjarstjórn 5. sept. 2002.

Að gefnu tilefni vilja fulltrúar V-listans minna á, að kjörnir endurskoðendur bæjarins fyrir árið 2002 þeir Jón Hauksson hdl. og Arnar Sigurmundsson sem situr nú sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins guldu varhug við erlendri lántöku og aukinni skuldsetningu þann 20. apríl sl. í greinargerð sem þeir skiluðu til bæjarstjórnar um stöðu fjármála bæjarins en þar segir m.a. með leyfi forseta: “Þrátt fyrir að styrking á gengi íslensku krónunnar undanfarna mánuði hafi leitt til þess að gengismunur á þessum lánum hafi minnkað umtalsvert þá teljum við mikið álitamál fyrir sveitarfélög sem hafa allar sínar tekjur í íslenskum krónum að taka erlend lán vegna þeirrar gengisáhættu sem þeim fylgir.”

Tilvitnun lýkur. Og áfram segir í sömu greinargerð: “Við bendum á að mjög varlega verður að fara í nýjar lántökur og auka skuldsetningu á vegum bæjarsjóðs á næstu árum.”

Tilvitnun lýkur. Vegna þessara athugasemda leggja undirritaðir bæjarfulltrúar V-listans til að fenginn verði sjálfstæður og óháður endurskoðandi til að fara yfir fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og stofnana hans, stöðu skulda og líklega þróun í þeim efnum og skili nákvæmri greinargerð um það efni til bæjarstjórnar sem fyrst.”

Lúðvík Bergvinsson

Guðrún Erlingsdóttir

Stefán Jónasson

Tillagan ver felld með 4 atkv., 3 með.

Liðurinn var síðan samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

3. liður: Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Liðurinn var samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

" Samþykkjum tillöguna sem við lítum á sem örlítið skref í rétta átt og með þá von í brjósti að settar verði samskonar reglur um stuðning við fólk sem hefur áhuga og vilja til annars konar náms."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Vinnubrögð meirihlutans við ráðningu framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins eru fyrir neðan allar hellur. Við teljum það vanvirðingu við umsækjendur að ráða engan þeirra en ráða þess í stað annan tímabundið sem ekki sótti um stöðuna."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Er hér var komið vék Guðjón Hjörleifsson af fundi og Elliði Vignisson tók sæti hans. Guðrún Erlingsdóttir, annar varaforseti, tók við stjórn fundarins.

Var nú 1. mál í fundargerð bæjarráðs frá 2. september tekið fyrir.

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Um leið og við tökum undir bókanir Guðrúnar Erlingsdóttur í bæjarráði 2. sept. sl. lýsum við undrun okkar á því að flokksbundinn framsóknarmaður, sem hefur setið í nefndum og ráðum flokksins á Suðurlandi og unnið að framboðsmálum flokksins þar, skuli vera látinn vinna málið í félagsmálaráðuneytinu og rita undir úrskurðinn.

Það er bjargföst skoðun fulltrúa V-listans að fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi ráðgjafi hafi átt að víkja sæti við afgreiðslu málsins á umræddum bæjarstjórnarfundi 12. júní sl. og þar með hefði tillaga meirihlutans um ráðgjafalaun honum til handa fallið á jöfnum atkvæðum.

Við fögnum því að meirihlutinn sé að læra sína lexíu, sem birtist í því að Guðjón Hjörleifsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls nú."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

" Hörmum bókun V-listans þar sem vikið er með ósmekklegum hætti að meintum stjórnmálaskoðunum starfsmanns í félagsmálaráðuneytinu sem fékk það verkefni að úrskurða í kærumáli V-listans."

Arnar Sigurmundsson (sign), G. Ásta Halldórsdóttir (sign)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Vísum bókun meirihlutans á bug sem óviðeigandi dylgjum. Við teljum mikilvægt að í svona máli sé niðurstaða hafin yfir allan vafa."

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign)

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

3. mál. Breytingar á 57. gr. samþykkta um stjórn Vestmannaeyjabæjar og

fundarsköp bæjarins.

- síðari umræða –

Í framhaldi af síðasta fundi bæjarstjórnar barst svohljóðandi afgreiðslutillaga:

“Bæjarstjórn samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd um málefni ungs fólks í

Vestmannaeyjum. Nefndin starfi sem undirnefnd fyrir íþrótta- og æskulýðsráð

bæjarins og verði fundargerðir nefndarinnar lagðar fyrir ráðið til staðfestingar.

Æskilegt er að nefndina skipi eingöngu ungt fólk á aldrinum 16-30 ára.

Kosið verði í nefndina á næsta fundi bæjarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð setur frekari reglur um starfsemi nefndarinnar.”

Guðrún Erlingsdóttir Selma Ragnarsdóttir

Lúðvík Bergvinsson Stefán Jónasson

G. Ásta Halldórsdóttir Elliði Viginsson

Arnar Sigurmundsson

Afgreiðslutillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

Næst var gengið til atkvæða um tillögu Arnars Sigurmundssonar og Andrésar Sigmundssonar sbr. 1. mál bæjarráðs frá 15. júlí, með þeirri breytingu að brott falli í:

A) 2. “og forvarnir í vímuefnamálum” og “Fyrir liggur að æskulýðsstarfsemi......... og æskulýðsráði falin verkefnin.”

Samþykkt með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af því að breytingar á 57. gr. samþykkta um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar hafa verið samþykktar við síðari umræðu, samþykkir bæjarstjórn að tilnefna fulltrúa í nefndirnar á næsta bæjarstjórnarfundi.

Arnar Sigurmundsson

G. Ásta Halldórsdóttir

Selma Ragnarsdóttir

Elliði Vignisson

Var tillagan samþ. með 7 samhl. atkv.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 00.45.

Selma Ragnarsdóttir Guðrún Erlingsdóttir

G. Ásta Halldórsdóttir Stefán Ó. Jónasson

Arnar Sigurmundsson Ingi Sigurðsson

Elliði Vignisson Lúðvík Bergvinsson