Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1314

25.07.2002

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1314. fundur

Ár 2002 fimmtudaginn 25. júlí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar Guðjón Hjörleifsson, stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Páls Einarssonar, setts bæjarstjóra, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fyrir var tekið:

1. mál. Fundargerðir hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 27. júní sl.

Liðir 1-9 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

b) Fundur haldinn 19. júlí sl.

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Á síðasta fundi bæjarstjórnar lýsti fulltrúi meirihlutans því yfir að stór hluti lánsins sem þá var leitað samþykkis fyrir myndi renna til framkvæmda á vegum hafnarstjórnar. Enn fremur var því lýst yfir að mun hagkvæmara væri að taka lánið í einum "pakka" því þá fengi hafnarsjóður betri kjör. Af fundargerð má ráða að ekkert af umræddu láni, 150 millj., sem meirihlutinn samþykkti að taka á síðasta fundi bæjarstjórnar hafi runnið í hafnarsjóð.

Nú kemur í ljós að þessar yfirlýsingar eiga ekki við rök að styðjast. Við lítum það mjög alvarlegum augum ef ekki er hægt að treysta orðum meirihluta bæjarstjórnar."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Andrés Sigmundsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðani bókun barst:

" Bæjarfulltrúar meirihlutans óska bókað:

Við vísum á bug ósmekklegri bókun fulltrúa V-listans en á síðasta bæjarstjórnarfundi var eftirfarandi bókun gerð vegna lántöku bæjarsjóðs og stofnana hans á árinu 2002, en þar var bókað:

" "Til skýringa á lántökum sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir 2002 er sérstaklega bent á kaflann um sjóðstreymi, framkvæmdir við hafnarmannvirki og stækkun Hamarsskóla á þessu ári." "

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun og tillaga barst:

" Við teljum mikilvægt að meirihlutinn kynni sér sínar eigin bókanir og taki mark á eigin málflutningi ef þeir ætlast til þess að aðrir geri það. Í ljósi þess að meirihlutinn vill ekki við orð sín kannast þá leggja fulltrúar V-listans til að fundum bæjarstjórnar verði útvarpað svo bæjarbúar geti fengið orðræðuna milliliðalaust til sín. Leitað verði samstarfs við ÚV. Að öðru leyti er bókunum meirihlutans vísað á bug."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Andrés Sigmundsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

" Leggjum til að tillögunni verði vísað frá en bendum á að ef fjölmiðlar vilja gera bæjarstjórnarfundum skil geta þeir sótt um það skriflega til forseta bæjarstjórnar."

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Frávísunartillagan varð samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

Var nú gengið til atkvæða um málið.

Liðir 1-5 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

Bæjarfulltrúar V-listans greiddu atkvæði með vísan í bókanir sínar.

2. mál. Fundargerð skipulags og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 20. júní sl.

Liðir 1-14 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

3. mál. Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2625. fundur frá 19. júní sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Bæjarfulltrúar V-listans greiddu atkvæði með vísan í bókanir sínar.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

Bæjarfulltrúar V-listans greiddu atkvæði með vísan í bókun í bæjarráði.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

17. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

18. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

19. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

20. liður: Upplesið.

21. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

b) 2626. fundur frá 24. júní sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Fram komu tilnefningar um Arnar Sigurmundsson, Andrés Sigmundsson og

Pál Scheving í nefnd varðandi 30 ára goslok á næsta ári.

Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 4 atkv. 3 á móti.

Tillaga í málinu um fasta viðtalstíma við bæjarfulltrúa var samþ. með 7 atkv., til

reynslu í 1 ár og var því vísað til bæjarráðs að móta tillögur um fyrirkomulag og

skipulagningu.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir fyrir sitt leyti leyfi til reksturs gistiheimilis á Prófastinum með þeim fyrirvara að aðrir sem um slík leyfi eiga að fjalla samþykki það einnig.”

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir fyrir sitt leyti sömu skilmála, sem settir hafa verið af Sýslumanninum í Vestmannaeyjum á liðnum árum, varðandi veitingaleyfi í bakgarði Prófastsins.”

Andrés Sigmundsson (sign), Guðjón Hjörleifsson (sign), Helgi Bragason (sign) og

Selma Ragnarsdóttir (sign).

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Tillagan varð samþykkt með 4 atkv., 3 sátu hjá.

Svohljóðandi bókun barst:

" Þar sem engin gögn liggja fyrir bæjarstjórn um það hvort öll skilyrði séu uppfyllt eða afstaða nábúa til umsóknar tökum við fulltrúar V-listans ekki afstöðu til málsins að svo stöddu."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

c) 2627. fundur frá 25. júní sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

d) 2628. fundur frá 1. júlí sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

" Breytingar munu eiga sér stað er ný kjördæmaskipan verður við næstu Alþingiskosningar.

Suðurlandskjördæmi mun stækka verulega og verða að suðurkjördæmi og tekur yfir það svæði er nær frá Reykjanesi til Hafnar í Hornafirði. Á þessu svæði eru nú starfandi tvö sambönd sveitarfélaga, annarsvegar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, hinsvegar Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfn í Hornafirði er í samtökum sveitarfélaga á Ausurlandi.

Nokkur mál er varða fjárhagsleg samskipti bæjarins við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, S.A.S.S., eru enn óleyst og óljóst með hvaða hætti þau verða leyst. Í ljósi þessa teljum við því ekki tímabært að óska eftir inngöngu í Samtök sunnlenskra sveitarfélaga."

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Afgreiðslutillagan var samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

" Hörmum afstöðu fulltrúa B og D lista að vilja ekki samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurlandi.

Við teljum að þessi einangrunarstefna sem í þessari afgreiðslutillögu birtist sé Vestmannaeyjum ekki til framdráttar."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

4. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

" Bæjarstjórn Vestmannaeyja er einhuga um að takist ekki samningar utan réttar um að bænum verði boðinn forkaupsréttur að aflaheimildum og skipinu verði höfðað mál til ógildingar kaupsamningnum."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Tillagan varð samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Upplesið.

17. liður: Upplesið.

18. liður: Upplesið.

e) 2629. fundur frá 8. júlí sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Bæjarfulltrúar V-listans greiddu atkvæði með vísan í bókun í bæjarráði.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Fram komu tilnefningar um Guðjón Hjörleifsson, Arnar Sigurmundsson og

Stefán Óskar Jónasson.

Voru þessar tilnefningar samþykktar með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður:

(1) Gengið var fyrst til atkvæða um 1. tillögu.

Samþ. með 7 samhl. atkv.

(2) Varðandi 2. tillögu kom fram svohljóðandi frávísunartillaga:

“Í framhaldi af 11. máli bæjarráðs liður 2, frá 8 júlí sl. leggum við til að tillögunni verði vísað frá þar sem málið er í vinnslu hjá skipulagsnefnd og heilbrigðiseftirliti Suðurlands.”

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign) og Helgi Bragason (sign).

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkv., 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

" Það er ljóst að lög og reglur um skipulags- og byggingarmál voru brotin, bæði gagnvart Hallareigendum og íbúum í nágrenni byggingarinnar.

Því eru allar líkur á því að bæjarsjóður beri bótaábyrgð vegna framkvæmdanna. Þar sem lögsókn er hugsanlega í uppsiglingu teljum við hagsmunum bæjarins best borgið með því að hefja viðræður strax við nágranna og Hallareigendur."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Helgi Bragason bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Bæjarfulltrúar meirihlutans óska bókað:

Bókunin lýsir ábyrgðaleysi V-listans að fullyrða það nú að lög hafi verið brotin og hvetja menn í skaðabótamál gagnvart bænum. Rétt er að vekja athygli á því að einn fulltrúi V-listans sem skrifar undir bókunina hefur setið í skipulags- og byggingarnefnd undanfarin 4 ár og samþykkti flest af því sem snýr að þessu máli. Bókunin er jafnframt vantraust á fyrri fulltrúa V-listans í bæjarstjórn og skipulagsnefnd en tveir þeirra skrifa nú undir þessa bókun.

Það er ábyrgðarleysi að samþykkja mál í gær og vera svo á móti á morgun."

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Tillaga V-listans felur í sér að fulltrúar hans eru tilbúnir að axla ábyrgð vegna mistaka í fortíðinni. Í því felst ekki vantraust á fulltrúa V-listans eins og meirihlutinn bókaði.

Þess í stað lýsum við yfir fullu trausti á störf þeirra í fortíðinni. Það er hvimleitt að fulltrúar meirihlutans, einkum D-listans, skuli ætíð reyna að skáka í því skjóli að ábyrgð á eigin mistökum hvíli einnig, og ekki síður, á herðum minnihlutans. Þeir verða að fara að axla sína ábyrgð.

Hér er ekki verið að hvetja til lögsóknar. Þess í stað var tillagan lögð fram til að koma í veg fyrir hana.

Að öðru leyti er bókun meirihlutans í besta falli kjánaleg."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Svohljóðandi bókun barst:

“Við vísum til fyrri bókana okkar.”

Guðjón Hjörleifsson(sign), Andrés Sigmundsson(sign), Helgi Bragason(sign),

Selma Ragnarsdóttir(sign).

(3) Varðandi 3. tillögu kom fram svohljóðandi viðaukatillaga:

" Í slíkum viðræðum verði reynt að tryggja að 16 manns verði í áhöfn a.m.k. yfir sumartímann svo skipið fái leyfi til að flytja 500 manns og tryggt að efri salur verði opinn meðan á ferðum skipsins stendur."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Í framhaldi af 11. máli bæjarráðs liður 3, frá 8 júlí sl. ásamt viðauka. samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja til að tillögunni verði vísað til samgönguhóps sem skipaður var af bæjarstjórn Vestmannaeyja. “

Guðjón Hjörleifsson(sign), Andrés Sigmundsson(sign), Selma Ragnarsdóttir(sign),

Helgi Bragason(sign).

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Afgreiðslutillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

" Fulltrúar V-listans fagna því að tillögunni skuli ekki hafnað af meirihlutanum.

Við teljum að sú afgreiðslutillaga sem liggur fyrir muni tefja framgang málsins og hefðum talið það farsælla að samþykkja hana og fara strax í viðræður."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

(4) Varðandi 4. tillögu kom fram svohljóðandi afgreiðslutillaga:

“Í framhaldi af 11. máli bæjarráðs liður 4 frá 8. júlí sl. samþykkir bæjarstjórn að fela

Þróunarfélagi Vestmannaeyja að kanna stöðu atvinnumála og ræða við fulltrúa Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands svo og atvinnurekenda í Vestmannaeyjum.”

Guðjón Hjörleifsson(sign), Andrés Sigmundsson(sign), Selma Ragnarsdóttir(sign),

Helgi Bragason(sign), Lúðvík Bergvinsson(sign), Björn Elíasson(sign),

Stefán Jónasson(sign).

Afgreiðslutillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Bæjarfulltrúar V-listans greiddu atkvæði með vísan í bókun í bæjarráði.

15. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

16. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Tyrkjaránið.

Unnið verði að því að setja upp lifandi sýningu á Skansinum.

(Fá húsnæði helst á Skansinum til að setja upp fasta sýningu og fyrir farandsýningar er tengjast þessu tímabili í sögu Vestmannaeyja. Láta “Tyrki” ræna Skansvirkið – t. d. einu sinni í viku yfir sumartímann).

Einnig væri nauðsynlegt að fara í samstarf við ferðamálafyrirtæki til að vera með leiðsögn um sögustaði Tyrkjránsins og veitingastaði sem myndu bjóða upp á mat sem eyjabúar kynnust í Alsír.”

Björn Elíasson (sign), Stefán Jónasson(sign), Lúðvík Bergvinsson(sign).

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

" Bæjarstjórn er hlynnt tillögunni og vísar henni til menningarmálanefndar. Bæjarstjórn beinir því til menningarmálanefndar að sækja um styrki í verkefnið m.a. frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, EBÍ og fleirum."

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Samþ. með 7 samhl. atkv.

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

f) 2630. fundur frá 15. júlí sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Svohljóðandi bókun barst:

" Með vísan til þess að ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn um hvort öll skilyrði til þess að fá léttvínsleyfi séu uppfyllt, né hver stefna bæjaryfirvalda er í þessum málum eða hvaða fordæmi slík leyfisveiting kanna að skapa, greiðum við fulltrúar V-listans ekki atkvæði."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

Liðurinn var síðan samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

4. liður: Samþ. með 6 atkv., 1 sat hjá.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

" Í framhaldi af 9. máli bæjarráðs frá 15. júlí sl. samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að tillögunni verði vísað til samgönguhóps sem skipaður var af bæjarstjórn Vestmannaeyja."

Guðjón Hjörleifsson (sign), Andrés Sigmundsson (sign), Selma Ragnarsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7. samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

" Fulltrúar V-listans fagna því að tillögunni skuli ekki hafnað af meirihlutanum. Við teljum að sú afgreiðslutillaga sem liggur fyrir muni tefja framgang málsins og hefðum talið það farsælla að samþykkja að fara strax í viðræður."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Stefán Jónasson (sign), Björn Elíasson (sign).

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Var fyrst gengið til atkvæða um tilögu Lúðvíks Bergvinssonar í málinu.

Samþ. með 7 samhl. atkv. Tillagan var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

Fram kom tillaga um Svövu Bogadóttur í nefndina um fjarnám.

Samþ. með 3 atkv., 4 sátu hjá.

g) 2631. fundur frá 22. júlí sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

Bæjarfulltrúar V-listans greiddu atkvæði með vísan í bókun bæjarráði.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

Fram kom tilnefning um Guðjón Hjörleifsson til viðræðna við menntamálaráðuneytið.

Samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

4. mál. Breytingar á 57. gr. samþykkta um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

- fyrri umræða -

Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að setja á stofn nefnd um málefni ungs fólks. Nefndin verði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um helstu málefni er snerta ungt fólk og hagsmuni þess. Í nefndina verða tilnefndir 3 fulltrúar og 3 til vara, þannig;

Tveir fulltrúar og tveir til vara af bæjarstjórn. Einn fulltrúi og einn til vara tilnefndir af nemendafélagi Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.”

Greinagerð.

Á seinni árum hefur sú eðlilega og ánægjulega þróun orðið að ungt fólk hefur vaxandi áhuga á að taka aukin þátt í hvers konar ákvörðunum um eigin málefni. Slíkt hefur án efa haft góð áhrif á mörgum sviðum og orðið til þess að málefni ungs fólks hafa fengið farsælli lausn en ella og að auki hefur ábyrgð ungs fólks orðið meiri í eigin málefnum.

Tillagan gerir ráð fyrir að hér í Vestmannaeyjum verði skipuð sérstök nefnd til þess að fara með málefni ungs fólks og sú nefnd geti orðið virkur vettvangur til þess að koma að sjónarmiðum unga fólksins um málefni sín. Við teljum eðlilegt að í nefndina verði valið fólk sem er á aldrinum 16-30 ára. Grundvallaratriðið er hins vegar að gera tilraun til þess að virkja ungt fólk til að hafa aukin áhrif á mótun stefnu um eigin málefni.

Lúðvík Bergvinsson(sign), Björn Elíasson(sign), Stefán Jónasson(sign).

Samþ. var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni, ásamt tillögu

Arnars Sigurmundssonar og Andrésar Sigmundssonar í 1. máli bæjarráðs 15.júlí sl. til síðari umræðu.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 00.20.

Andrés Sigmundsson Lúðvík Bergvinsson

Selma Ragnarsdóttir Guðjón Hjörleifsson

Helgi Bragason Páll Einarsson

Stefán Óskar Jónasson

Björn Elíasson