Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1313

12.06.2002

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1313. fundur.

Ár 2002, miðvikudaginn 12. júní kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Arnar Sigurmundsson stjórnaði fundi í upphafi skv. 8. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Páls Einarssonar, setts bæjarstjóra, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fyrir var tekið:

1. mál. Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara:

a) Guðjón Hjörleifsson fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá. Var hann því kjörinn forseti bæjarstjórnar. Tók hann síðan við stjórn fundarins og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt.

b) Andrés Sigmundsson fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Guðrún Erlingsdóttir fékk 7 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.

c) Ritarar bæjarstjórnar voru kosnir Selma Ragnarsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir, til vara Andrés Sigmundsson og Stefán Jónasson, með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra:

Samningurinn var kynntur.

3. mál.

Kosning í bæjarráð til eins árs:

Fram komu tilnefningar um Guðjón Hjörleifsson, Andrés Sigmundsson og Lúðvík Bergvinsson, sem aðalmenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram komu tilnefningar um Arnar Sigurmundsson, G. Ástu Halldórsdóttur og Guðrúnu Erlingsdóttir sem varamenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. mál.

Kosning í nefndir:

Kosning í nefndir til eins árs:

Íþróttaráð: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Elliði Vignisson Selma Ragnarsdóttir
Jóhann Þorvaldsson Jóna B. Grétarsdóttir
Björn Elíasson Smári Jökull Jónsson

Kjörstjórnir við Alþings- og forsetakosningar

a) Undirkjörstjórnir: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Jóhann Pétursson Guðbjörg Karlsdóttir
Ólafur Elísson Hörður Óskarsson
Jón I. Hauksson

Björgvin Magnússon

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
b) Kjördeildir: 3 aðalmenn og 3 til vara
1. kjördeild
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eggertsdóttir Hjálmfríður I. Hjálmarsdóttir
Einar Bjarnason Ingibjörg Finnbogadóttir
Þuríður Helgadóttir Hörður Þórðarson
2. kjördeild:
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Valtýsson Anna Friðþjófsdóttir
Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir
Kristín Haraldsdóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Menningarmálanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Selma Ragnarsdóttir Helga Björk Ólafsdóttir
Oddný Garðarsdóttir G. Ásta Halldórsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir Óðinn Hilmisson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Starfskjaranefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Guðjón Hjörleifsson Andrés Sigmundsson
Lúðvík Bergvinsson Stefán Jónasson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar: 1 aðalm. og 1 til vara

Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Hjálmfríður Sveinsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Andrés Sigmundsson
Ragnar Óskarsson Stefán Jónasson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Þróunarfélag Vestmannaeyja.: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Guðjón Hjörleifsson Helgi Bragason
Andrés Sigmundsson Víkingur Smárason

Björn Elíasson

Guðrún Erlingsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Nefndir til fjögurra ára:
Almannavarnanefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Bjarni Sighvatsson Eiríkur Þorsteinsson
Adolf Þórsson Sigurður Þórir Jónsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Félagsmálaráð: 5 aðalmenn og 5 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Elsa Valgeirsdóttir Elliði Vignisson
Helga Björk Ólafsdóttir Bergþóra Þórhallsdóttir
G. Ásta Halldórsdóttir Hafdís Eggertsdóttir
Steinunn Jónatansdóttir Svavar Valtýr Stefánsson
Svava Bogadóttir Auður Einarsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands: 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Varamaður:
Andrés Sigmundsson Lúðvík Bergvinsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Guðjón Hjörleifsson Arnar Sigurmundsson
Andrés Sigmundsson G. Ásta Halldórsdóttir
Stefán Jónasson Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Hafnarstjórn: 5 aðalmenn og 5 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Stefán Friðriksson Ásmundur Friðriksson
Viðar Elíasson Hallgrímur Tryggvason
Sigmar G. Sveinsson Sigurður Friðbjörnsson
Hörður Þórðarson Svavar Valtýr Stefánsson
Valmundur Valmundsson Ástþór Jónsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Húsnæðisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Guðjón Hjörleifsson Arnar Sigurmundsson
Sigurður Friðbjörnsson Víkingur Smárason
Kristín Valtýsdóttir Sigtryggur Þrastarson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Kjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningar
a) Yfirstjórn: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Jóhann Pétursson Guðbjörg Karlsdóttir
Ólafur Elísson Hörður Óskarsson
Jón I. Hauksson Björgvin Magnússon
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Kjördeildir: 3 aðalmenn og 3 til vara (í hvora)
1. kjördeild
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eggertsdóttir Hjálmfríður I. Hjálmarsdóttir
Einar Bjarnason Ingibjörg Finnbogadóttir
Þuríður Helgadóttir Hörður Þórðarson
2. kjördeild
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Valtýsson Anna Friðþjófsdóttir
Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir
Kristín Haraldsdóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Landnytjanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn: Varamenn:
Ómar Garðarsson Guðjón Hjörleifsson
Benedikt Frímannsson Andrés Sigmundsson
Páll Scheving Ingvarsson Jón Hauksson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd: 5 aðalmenn og 5 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Helgi Bragason Andrés Þ. Sigurðsson
Stefán Lúðvíksson Bjarni Samúelsson
Skæringur Georgsson Sigurður P. Ásmundsson
Stefán Jónasson Baldvin Kristjánsson
Friðbjörn Ó. Valtýsson Lúðvík Bergvinsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skoðunarmenn: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Hörður Óskarsson Skæringur Georgsson
Jón Hauksson Laufey Konný Guðjónsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
Skólamálaráð: 5 aðalmenn og 5 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Elliði Vignisson
Bergþóra Þórhallsdóttir Páll Marvin Jónsson
Ágústa J. Kjartansdóttir G. Ásta Halldórsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir Bjarni Ólafur Magnússon
Jóhann Ó Guðmundsson Kristín Valtýsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Gjaldheimtu Vestmannaeyja: 2 aðalmenn og 2 til vara
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að fresta kosningu á fulltrúum í nefndina
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Magnús Þór Jónasson
Svanhildur Guðlaugsdóttir Víkingur Smárason
Margrét Lilja Magnúsdóttir Lúðvík Bergvinsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Elliði Vignisson Drífa Kristjánsdóttir
Víkingur Smárason Jóhann Þorvaldsson
Sólveig Adolfsdóttir Björgvin Eyjólfsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Einar Steingrímsson Eiríkur Þorsteinsson
Sigurður P. Ásmundsson Skæringur Georgsson
Hulda Sigurðardóttir Margrét Lilja Magnúsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þjónustuhópur aldraðra: 2 aðalmenn
Aðalmenn:
Hera Ósk Einarsdóttir

Lea Oddsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands: 1 aðalmaður og 1 til vara

Aðalmenn: Varamenn:
Andrés Sigmundsson Steinunn Jónatansdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnréttisnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn: Varamenn:
Sveinn Magnússon

Jóhanna Reynisdóttir

Hafdís Eggertsdóttir

Særún E. Ásgeirsdóttir

Gylfi Sigurðsson

Guðný Bjarnadóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram kom tillaga um að tilnefna nýja fulltrúa í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum:

Svava Bogadóttir komi sem aðalmaður í stað Steinunnar Jónatansdóttur.

Guðrún Anna Valgeirsdóttir komi sem varamaður í stað Kristjönu M. Harðardóttur.

Þessar tilnefningar voru samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnframt var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa tilnefningum í ýmsar starfsnefndir til bæjarráðs.

5. mál. Ráðning bæjarstjóra:

Svohljóðandi tillaga barst:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að ráða Inga Sigurðsson knt. 181268-5659, byggingatæknifræðing til heimilis að Litlagerði 3 Vestmannaeyjum í starf bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar frá 1. ágúst 2002 til loka kjörtímabils 2006, skv. fyrirliggjandi ráðningarsamningi.

Jafnframt felur bæjarstjórn Vestmannaeyja Páli Einarssyni bæjarritara að gegna starfi bæjarstjóra til 1. ágúst 2002.

Í framhaldi af ráðningarsamningi við Guðjón Hjörleifsson fráfarandi bæjarstjóra 5. grein,, hefur orðið að ráði að Guðjón veiti settum og nýráðnum bæjarstjóra ráðgjöf í allt að 6 mánuði og vinni með þeim í þeim málum sem upp koma hverju sinni, óski þeir þess.

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign

Guðrún Erlingsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

Svohljóðandi tillaga barst:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fyrrverandi bæjarstjóri fái ekki greidd biðlaun þar sem hann óskaði sjálfur eftir lausn frá störfum að eigin frumkvæði.

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Var nú gengið til atkvæða um fyrstu tillöguna. Lúðvík Bergvinsson óskaði eftir fundarhléi og var það veitt. Jafnframt var rætt um hvort ganga skyldi fyrst til atkvæða um síðari tillöguna en því var hafnað. Svohljóðandi viðaukatillaga barst við fyrri tillöguna:

“enda hafi þessi störf ekki í för með sér aukin útgjöld umfram það sem gert er ráð fyrir í ráðningarsamningi fráfarandi bæjarstjóra frá júní 1998”.

Arnar Sigurmundsson (sign)

Óskað var eftir því að fyrri tillagan yrði borin upp í tvennu lagi.

Fyrri hluti tillögunnar: “Bæjarstjórn Vestmannaeyja ………. til 1. ágúst 2002” var borin upp fyrst:

Samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

Síðari hluti tillögunnar: “Í framhaldi af ……… frá júní,” var síðan borin upp.

Samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

"Þess var farið á leit að afhent yrði afrit af nýjum ráðningarsamningi við fráfarandi bæjarstjóra. Hann ekki sagður til."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign)

Svohljóðandi tillaga barst:

" Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar óska að bóka:

Til upplýsinga fyrir Lúðvík Bergvinsson eru skýringar af störfum fráfarandi bæjarstjóra næstu sex mánuði fyrir Vestmannaeyjabæ að finna í tillögunni sem samþykkt var í síðasta máli."

Arnar Sigurmundsson, Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Selma Ragnarsdóttir.

Svohljóðandi bókun barst:

"Bókunarmanni, Arnari Sigurmundssyni, til skýringar er vitnað til orða forseta um að nýr ráðgjafasamningur er ekki til. Það er ítrekað hér með honum til skýringar."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign)

Svohljóðandi bókun barst:

" Varðandi 3ju málsgrein í tillögu um ráðningu bæjarstjóra kemur fram að meirihluti bæjarstjórnar fellst á skilning minnihlutans að fráfarandi bæjarstjóri eigi ekki rétt á biðlaunum.

Í stað biðlaunagreiðslna leggur meirihlutinn til að gerður verði sérstakur ráðningarsamningur við fráfarandi bæjarstjóra til að tryggja honum sömu greiðslur og hann ella hefði fengið er hann fengi biðlaunin greidd.

Það vekur sérstaka athygli að rekstur Vestmannaeyjabæjar sé svo vandasamur að í gildi þurfi að vera 3 ráðningarsamningar við þrjá einstaklinga um bæjarstjórastarfið."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign)

Síðan var gengið til atkvæða um síðari tillöguna.

Tillagan var felld með 3 atkvæðum, 3 með, 1 sat hjá. Guðjón Hjörleifsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fá lögmann til þess að kanna réttmæti þess að bæjarstjórn ákveði að greiða biðlaun til fyrrverandi bæjarstjóra. Bæjarstjórn tilnefni 1 fulltrúa frá meirihluta og 1 fulltrúa frá minnihluta sem skili greinargerð til lögmanns sem báðir aðilar koma sér saman um.”

Vestmannaeyjum 12. júní 2002.

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Arnar Sigurmundsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

" Leggjum til að tillögunni verði vísað frá þar sem hér er ekki um biðlaun að ræða heldur efndir á gildandi ráðningarsamningi frá 1998."

Arnar Sigurmundsson, Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Selma Ragnarsdóttir.

Lúðvík Bergvinsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Með bókun meirihlutans er viðurkennt að ekki er um biðlaunagreiðslur að ræða, heldur sérstakan ráðgjafasamning, sem ekki er til eins og fram kom fyrr á fundinum."

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign)

Frávísunartillagan var síðan samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

6. mál.

1. Erindi frá ÍBV íþróttafélagi og Golfklúbbi Vestmannaeyja dags. 4. júní s.l. um hringtorg, bílastæði og göngustíga í Herjólfsdal:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Breytingartillaga við 13. mál í fundargerð bæjarráðs frá 5. júní s.l., sem frestað var á fundi bæjarstjórnar 6. júní s.l.

Bæjarstjórn samþykkir að varið verði allt að 2 millj. króna úr bæjarsjóði til verksins og felur tæknideild framgang málsins af bæjarins hálfu í samráði við ÍBV íþróttafélag og Golfklúbb Vestmannaeyja. Til grundvallar þessari samþykkt eru teikningar sem lagðar voru fyrir bæjarráð frá ÍBV og GV, en þessir aðilar munu þá jafnframt bera ábyrgð af framkvæmd verksins að öðru leiti.

Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir allt að 2 milljónum til þessara framkvæmda við endurskoðun á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir 2002 sem fer fram síðar á árinu.

Varðandi breytingar á umferð vegna bílastæða, göngustígs og hringtorgs vísar bæjarstjórn þeim þáttum til skipulagsnefndar, sem fer jafnframt með umferðamál.”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Andrés Sigmundsson (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign)

Tillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

2. Samningur um afnot Landhelgisgæslunnar af bátaskýlinu á Eiðinu:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að láta varðveita rústir bátaskýlisins á Eiðinu þar sem rústirnar eru bæði ómetanleg heimild í björgunarsögu Vestmannaeyja og um tjón sem náttúruhamfarir geta valdið.

Bæjarráð felur menningarmálanefnd að gera tillögur til bæjarráðs um með hvaða hætti rústirnar verða varðveittar.”

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign).

Tillagan var felld með 4 atkv., 3 með.

Samningurinn var síðan samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

3. Lántaka að uphæð kr. 45.000.000.- skv. bréfi Lánasjóðs sveitarfélaga frá

17. maí s.l.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir lántöku að upphæð kr. 45 m.kr. skv. bréfi Lánasjóðs sveitarfélaga frá 17. maí, lánskjör sem fram koma í bréfinu og að veita tryggingu fyrir láninu í tekjum sveitarfélagsins.”

Arnar Sigurmundsson, Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Selma Ragnarsdóttir.

Tillagan var samþ. með 4 atkv., 3 sátu hjá.

Svohljóðandi bókun barst:

Bendum á að vegna óráðssíu í rekstri bæjarins undanfarin ár verður ekki ráðist í þessar löngu tímabæru framkvæmdir nema með lántöku.

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Stefán Ó. Jónasson (sign)

Lúðvík Bergvinsson (sign)

4. Lántaka að upphæð kr. 150.000.000.- skv. tilboði Landsbanka Íslands:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Óskað er eftir því að afgreiðslu þessa máls nr. 4 verði frestað þar til skriflegar upplýsingar um ráðstöfun þessa láns liggi fyrir.”

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign).

Tillagan var felld með 4 atkv., 3 með.

Svohljóðandi bókun barst:

“Til skýringa á lántökum sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir 2002 er sérstaklega bent á kaflann um sjóðstreymi, framkvæmdir við hafnarmannvirki og stækkun Hamarsskóla á þessu ári.”

Arnar Sigurmundsson, Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Selma Ragnarsdóttir.

Svohljóðandi bókun barst:

“Minnihlutinn lýsir yfir undrun sinni á að meirihlutinn treysti sér ekki til þess að leggja fram skriflegar skýringar á því í hvað lánið á að fara”.

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign).

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fá hlutlausan aðila til þess að gera faglega úttekt á skuldaþoli bæjarsjóðs og stofnana þess, áður en ráðist verður í fleiri lántökur.”

Guðrún Erlingsdóttir, Stefán Ó. Jónasson, Lúðvík Bergvinsson.

Tillagan var felld með 4 atkv., 3 með.

Svohljóðandi bókun barst:

“Lýsum furðu okkar á afstöðu meirihluta bæjarstjórnar sérstaklega í ljósi nýsamþykkts málefnasamnings en þar segir m.a. að lögð skuli áhersla á örugga og ábyrga fjármálastjórn, áætlanagerð og skilvirka stjórnsýslu.”

Guðrún Erlingsdóttir, Stefán Ó. Jónasson, Lúðvík Bergvinsson.

Loks var liðurinn samþ. með 4 atkv., 3 á móti.

5. Deiliskipulag miðbæjarins sbr. 1. mál.

Liðurinn var samþ. með 7 samhl. atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

“Leggjum þunga áherslu á að við allar framkvæmdir og skipulag í miðbænum verði þess gætt að aðgengi fatlaðra sé í lagi.”

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að boða til íbúaþings í haust um skipulagsmál bæjarins.”

Lúðvík Bergvinsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Stefán Jónasson (sign)

Samþykkt var með 7 samhl. atkv. að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.15.

Guðrún Erlingsdóttir (sign) Stefán Jónasson (sign)

Selma Ragnarsdóttir (sign) Arnar Sigurmundsson (sign)

Lúðvík Bergvinsson (sign) Andrés Sigmundsson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign) Páll Einarsson (sign)