Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1312

06.06.2002

Bæjarstjórn

1312. fundur.

Ár 2002, fimmtudaginn 6. júní kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnað fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssona, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál. Fundargerð hafnarstjórnar:

a. Fundur haldinn 31. maí s.l.

Liðir 1 - 8 voru samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a. Fundur haldinn 30. apríl s.l.

Fundargerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b. Fundur haldinn 13. maí s.l.

Fram kom beiðni frá Ragnari Óskarssyni, Þorgerði Jóhannsdóttur og Guðrúnu Erlingsdóttur að 1. máli í fundargerðinni yrði frestað og því vísað til viðtakandi bæjarstjórnar sbr. 96. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórnar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Næst voru greidd atkvæði um að fresta 3. máli í fundargerðinni og vísa því aftur til skipulags- og byggingarnefndar.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Loks voru 2. mál og 4. – 5. mál samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c. Fundargerð frá 22. maí s.l.

Liðir 1 – 3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál. Fundargerðir bæjarráðs:

a. 2623. fundur frá 22. maí s.l.

1. liður: Guðrún Erlingsdóttir og Ragnar Óskarsson tóku undir bókanir Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.

Guðjón Hjörleifsson og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir tóku undir bókanir Elsu Valgeirsdóttur og Helga Bragasonar í málinu.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókanir Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Upplesið.

b. 2624. fundur frá 5. júní s.l.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Með vísan til 96. gr. sveitarstjórnarlaga leggjum við til að málinu verði vísað til nýkjörinnar bæjarstjórnar.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign),

Ragnar Óskarsson (sign),

Guðrún Erlingsdóttir (sign).

Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, 4 sátu hjá.

2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Með vísan til 96. gr. sveitarstjórnarlaga leggjum við til að málinu verði vísað til nýkjörinnar bæjarstjórnar.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign),

Ragnar Óskarsson (sign),

Guðrún Erlingsdóttir (sign).

Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, 4 sátu hjá.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

Svohljóðandi bókun barst

“Við leggjum áherslu á að ný bæjarstjórn taki þegar til höndum og sjái ti til þess að unnið sé eftir öllum samþykktum og reglum varðandi byggingu og starfsleyfis Hallarinnar svo friður skapist milli eigenda Hallarinnar og íbúa í nágrenni hennar.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign),

Ragnar Óskarsson (sign),

Guðrún Erlingsdóttir (sign).

8. liður: Upplesið.

Ragnar Óskarsson tók til máls undir þessum lið. Þakkaði hann núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúum fyrir samstarfið en hann hefur átt setu í bæjarstjórn allt frá árinu 1978. Jafnframt færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir.

9. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

Bæjarstjórn samþykkir að láta varðveita rústir bátaskýlisins á Eiðinu þar sem rústirnar eru bæði ómetanleg heimild í björgunarsögu Vestmannaeyja og um tjón sem náttúruhamfarir geta valdið.

Bæjarráð felur menningarmálanefnd að gera tillögur til bæjarráðs um með

hvaða hætti rústirnar verða varðveittar.

Vestmannaeyjum 6. júní 2002,

Ragnar Óskarsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign),

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign).

Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Fyrst var gengið til atkvæða um samning um afnot af bátaskýlinu á Eiðinu. Svohljóðandi tilaga barst:

“Með vísan til 96. gr. sveeitarstjórnarlaga leggjum við til að málinu verði vísað til nýkjörinnar bæjarstjórnar”.

Þorgerður Jóhannesdóttir (sign),

Ragnar Óskarsson (sign),

Guðrún Erlingsdóttir (sign).

Samþykkt með 3 atkvæðum, 4 sátu hjá.

Aðrir liðir í málinu voru samþykktir með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Með vísan til 96. sveitarstjórnarlaga leggjum við til að málinu verði vísað til nýkjörinnar bæjarstjórnar.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign),

Ragnar Óskarsson (sign),

Guðrún Erlingsdóttir (sign).

Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, 4 sátu hjá.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

20. liður: Upplesið.

21. liður: Upplesið.

Utan dagskrár barst svohljóðandi tillaga:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að beina því til nýkjörinnar bæjarstjórnar að láta skrá fundargerðir bæjarstjórna í tölvu í samræmi við ákvæði 32. greinar samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Jafnramt verði að því stefnt að sama aðferð verði notuð við ritun fundargerða nefnda og ráða á vegum Vestmannaeyjabæjar eftir því sem því verður við komið.

Vestmannaeyjum 6. júní 2002.

Ragnar Óskarsson (sign),

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign).

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir óskaði eftir því að gerast meðflutningsmaður að tillögunni.

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Í lok fundarins þökkuðu bæjarfulltrúar og forseti fyrir samstarfið á kjörtímabilinu, þökkuðu starfsmönnum bæjarins fyrir samstarfið og árnuðu nýkjörinni bæjarstjórn heilla.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.10.

Elsa Valgeirsdóttir Ragnar Óskarsson

Helgi Bragason Þorgerður Jóhannsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson