Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1311

16.05.2002

Bæjarstjórn

1311.fundur.

Ár 2002. fimmtudaginn 16.maí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn

Vestmannaeyja í fundarsal Bæjarveitna.

Forseti Bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Páls Einarssonar, setts bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til að taka eftirfarandi fundargerðir á dagskrá.

a) skipulags- og byggingarnefnd frá 30. apríl sl.

b) skipulags-og byggingarnefnd frá 13. maí sl.

c) skólamálaráð frá 15.maí sl.

d) félagsmálaráð frá 15.maí sl.

Svohljóðandi bókun barst.

Hér liggur fyrir tillaga um að leita afbrigða til þess að taka á dagskrá deiliskipulag

miðbæjarins. Fyrir liggur einnig að annar fulltrúa Vestmannaeyjalistans í skipulagsnefnd hefur lagt til að málinu verði vísað til nýrrar bæjarstjórnar þar sem málið er viðamikið. bæjarstjórnarkosningar eru á næsta leyti og þegar liggur fyrir að ný bæjarstjórn verður að

meirihluta skipuð nýjum bæjarfulltrúum. Við teljum eðlilegt og sjálfsagt að ný bæjarstjórn fái málið til afgreiðslu og því leggjumst við gegn afgreiðslu þess nú.

Með vísan til 20. greinar samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggjumst við gegn því að 1. mál. fundargerðar skipulags-og byggingarnefndar verði tekið á dagskrá á þessum fundi.

Vestmannaeyjum 16. maí 2002.

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Helgi Bragason bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Með vísan til bókunar V-lista manna og vísan til 20.gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar legg ég til að öllum fundargerðum sem óskað var eftir að teknar yrðu inn með afbrigðum verði vísað til næsta bæjarráðs”

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Ragnar Óskarsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkv.

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

Vinna við deiliskipulag hefur staðið yfir frá síðustu kosningum 1998 og var á stefnuskrá beggja flokka fyrir þær kosningar. Það vekur því athygli að bæjarfulltrúar V-listans neita nú að ljúka þeirri vinnu sem nú liggur fyrir og aldrei hefur verið ágreiningur um á kjörtímabilinu.

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fagna uppbyggingu miðbæjarins enda er miðbærinn hjarta bæjarins inn á við og andlit hans út á við.

Guðjón Hjörleifsson

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Ef Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hefðu staðið eðlilega að gerð deiliskipulags hefði löngu fyrr verið búið að afgreiða það frá bæjarstjórn. Nú þegar bæjarstjórnarkosningar eru eftir rétt rúma viku ætla Sjálfstæðismenn loks að koma málinu í gegnum bæjastjórn.

Þessi vinnubrögð eru auðvitað vítaverð.

Við ítrekum hér að úr því sem komið er teljum við sjálfsagt og eðlilegt að vísa málinu til næstu bæjarstjórnar. Í þessu sambandi minnum við á fordæmi t.d. að því er varðar byggingu nýs leikskóla”

Þorgerður Jóhannsdóttir(sign)

Ragnar Óskarsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

1.mál.

Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar:

a) fundur haldinn 19. apríl.sl.

Liðir 1-4 voru samþ.með 7 samhl.atkv.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2620 fundur frá 30. apríl sl.

1. liður: upplesið.

2. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

9. liður: Upplesið.

Svohljóðandi bókun barst:

Þar sem bæjarstjóri hefur sagt upp starfi sínu við lok þessa kjörtímbils spyrjumst við fyrir um eftirfarandi.

1. Telur bæjarstjóri sig eiga rétt á biðlaunum eftir lok núverandi kjörtímbils?

2. Ef svo er, í hve langan tíma?

3. Ef svo er, hverju munu biðlaunin nema?

Vestmannaeyjum 16. maí 2002.

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðrún Erllingsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Fram kom tillaga um að vísa fyrirspurninni til bæjarráðs.

Þorgerður Jóhannsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Vegna orða formanns bæjarráðs Elsu Valgeirsdóttir er hún beindi til mín að fyrrverandi formaður STAVEY skuli vera að “hanka krónur af liðinu” vísa ég orðum hennar til föðurhúsanna og ætla að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar fari að lögum og reglum sem og aðrir bæjarstarfsmenn. Bæjarstjóri hefur þegar ráðið sig og hafið störf annarsstaðar.”

Þorgerður Jóhannsdóttir(sign)

Var síðan tillagan hér að framan samþykkt með 7 samhl. atkv.

10. liður: Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans óskuðu eftir því að endurflytja tillögu Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum 3 meðmæltir.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir og Helgi Bragason tóku undir bókun Elsu Valgeirsdóttur og Guðjóns Hjörleifssonar í málinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins greiddu atkvæði með vísan í bókun í bæjarráði.

11. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

12. liður: Svohljóðandi bókun barst:

Samkvæmt upplýsingum frá leikskólafulltrúa í dagsettum 15. maí 2002 eru 12 börn

fædd fyrir 1. júní 2000 á biðlista á leikskóla bæjarins. Til viðbótar eru 23 börn fædd

eftir 1. júní 2000 á biðlistanum og 23 börn hafa óskað eftir lengingu og breytingu á

vistun. Alls er óskað eftir 525 klst. vistun sem ekki er hægt að verða við þann 1. september að öllu óbreyttu, er þetta fyrir utan þau börn sem eru vistuð verða í júní, júlí og ágúst en börn sem fá leikskólapláss á þeim tíma hafa verið tekin af biðlista þar sem

þau hafa fengið svar við beiðni sinni. Til samanburðar veit Sóli við Ásaveg 490 klst.

vistun. Það vantar því einn tveggjadeilda leikskóla til að mæta þessari þörf.

Vestmannaeyjum 16.05.2002.

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Samkvæmt upplýsingum frá leikskólafulltrúa um 12 börn á biðlista í dag er jafnframt 13 plássum óráðstafað”

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign) Guðjón Hjörleifsson (sign) Helgi Bragason (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Þorgerður Jóhannsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Málinu okkar til staðfestingar leggjum við fram hjálögð gögn frá leikskólafulltrúa dagsettum 15.05.2002”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Ragnar Óskarsson (sign)

Liðurinn var síðan samþ.með 7 samhl. atkv.

13. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

14. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

15. liður: Upplesið.

b) 2621. fundur frá 6. maí sl.

1. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

c) 2622.fundur frá 8. maí sl.

1. liður: Guðrún Erlingsdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir tóku undir bókanir Ragnars Óskarssonar í málinu.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir og Helgi Bragason tóku undir bókanir Elsu Valgeirsdóttur og Guðjóns Hjörleifssonar í málinu.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

Á fundi bæjarráðs þann 4. mars sl. fluttu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi

tillögu:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að stofna sérstakan samgönguhóp Vestmannaeyja sem hafi það að markmiði að vera tengiliður við samgönguyfirvöld,

fylgja eftir þeirri vinnu sem er í gangi hverju sinni og koma með hugmyndir og vinna að

frekari styrkingu í samgöngumálum milli lands og Eyja.

Nefndin skal skipuð fimm aðilum sem eftirtaldir skipa:

3. fulltrúar: Bæjarstjórn Vestmannaeyja.

1. fulltrúar: Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.

1. fulltrúi: Atvinnulífs í Vestmannaeyjum.

Þróunarfélag Vestmannaeyja skal hafa umsjón með starfi nefndarinnar.

Nú eru liðnir 2 ½ mánuður frá því að tillagan var samþykkt og enn hefur hópurinn ekki verið kallaður saman. 11. mars sl. tilnefndi bæjarstjórn Guðjón Hjörleifsson, Guðrúnu Erlingsdóttur og Helga Bragason í hópinn. 18. mars. sl. tilnefndi atvinnulífið í Vestmannaeyjum Magnús Kristinsson í hópinn. Ekki virðist hafa verið bókuð inn tilnefning ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.

a) Til hvers var þessi tillaga flutt?

b) Nú er samgönguhópur á vegum samgönguráðuneytisins búinn að funda 2svar sinnum og seinni fundinn hér í Eyjum, hvers vegna var hópurinn ekki kallaður saman fyrir annan

hvorn fundinn?

c) Hafa Ferðamálasamtök Vestmannaeyja tilnefnt í hópinn?

d) Hvenær má búast við að hópurinn verði kallaður saman?

Vestmannaeyjum 16. maí 2002.

Guðrún Erlingsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Fram kom tillaga um að vísa fyrirspurn til bæjarráðs

Var það samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ.með 7 samhl. atkv.

8. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja tekur undir þakkir stjórna Bæjarveitna til starfsfólks veitnanna fyrir góð störf í þágu fyrirtækisins og óskar því velfarnaðar í starfi hjá nýjum

vinnuveitanda”

Samþ.með 7 samhl. atkv.

Liðurinn var síðan samþ.með 7 samhl. atkv.

Fleira ekki bókað.

Fundi slitið kl 19.43

Elsa Valgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson

Helgi Bragason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Páll Einarsson