Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1310

23.04.2002

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1310. fundur.

Ár 2002, þriðjudaginn 23. apríl kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 8. mars sl.

Liðir 1-7 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

2. mál.

Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 25. mars sl.

Liðir 1-10 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

b) Fundur haldinn 2. apríl sl.

Liður 1 var samþ. með 7 samhl. atkv.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs.

a) 2614. fundur frá 11. mars sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

b) 2615. fundur frá 18. mars sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Upplesið.

c) 2616. fundur frá 25. mars sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

d) 2617. fundur frá 3. apríl sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Upplesið.

e) 2618. fundur frá 17. apríl sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Upplesið

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Upplesið.

f) 2619. fundur frá 22. apríl sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. mál.

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans:

- síðari umræða –

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans taka undir áhyggjur og athugasemdir skoðunarmanna ársreikninga bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2001 þar sem fram kemur að heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans námu í árslok 4.171 milljón króna

eða nálægt 1.000.000.- á hvern bæjarbúa.

Starfsaðferðir meirihluta sjálfstæðismanna hafa kostað bæjarsjóð og stofnanir hans aukalega hundruð milljóna króna á þessu kjörtímabili. Samanber lán, sem tekið var fyrrihluta ársins 2000 sem allt var tekið í dollurum, þrátt fyrir eindregnar viðvaranir okkar bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans og nam þá í íslenskum krónum um 850 milljónum. Óhagstæð gengisþróun dollarans hækkaði lánið um 350 milljónir eða svipaðri upphæð og nemur kostnaði við hið nýja íþróttahús. Byggja hefði mátt nýjan leikskóla og reka hann á sömu fjármunum í 10 ár eða einsetja grunnskólann. Eftir ítrekaða kröfugerð bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans var þessu stóra láni breytt í myntkörfu og hefur sú þrautseigja nú þegar sparað stórar fjárhæðir eða sem nemur 43 milljónum króna árið 2001, en það er svipuð upphæð og rekstur tveggja leikskóla kostaði síðasta ár.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans munu sitja hjá við afgreiðslu reikninga bæjarsjóðs, en greiða atkvæði með reikningum stofnana hans. Að öðru leyti vísum við hér með í bókanir um fjárhag bæjarfélagsins undanfarin ár, bæði er varðar afgreiðslu fjárhagsáætlana og reikninga.

Vestmannaeyjum 23. apríl 2002.

Guðrún Erlingsdóttir

Björn Elíasson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins v/ársreikninga bæjarsjóðs og

stofnana hans árið 2001.

Niðurstöður ársreikninga bæjarsjóðs bera með sér að rekstur ársins hafi verið

með hefðbundnu sniði. Það sem einkum einkennir árið eru miklar hækkanir

launa sem koma launþegum til góða og skapa væntanlega betra mannlíf og

hagsæld fyrir íbúa í Eyjum. Jafnframt var nýtt íþróttahús tekið í notkun og er

hér um að ræða eina mestu framkvæmd bæjarsjóðs á undanförnum árum.

Sameiginlegar tekjur urðu kr. 1.089 m. kr. á móti 970,5 m. kr. árið 2000 og er

það hækkun upp á 12.2% á milli ára.

Í samanburði gjaldaliða er miðað við niðurstöðu ársins 2000 sem er uppfærð

m.v. meðalverðlag 2001 eins og fram kemur á bls. 8 í skýrslu löggilts

endurskoðanda þar sem árin 1996-2001 eru borin saman.

Nettó rekstrargjöld á meðalverðlagi ársins 2001, án fjármagnsliða, urðu kr.

1.004 m. kr.. – á móti kr. 851,8 m. kr. árið áður sem er hækkun upp á 152,2

milljónir króna eða um 18% milli ára. Eins og fyrr segir er hækkunin einkum

vegna launahækkana og hækkar rekstur málaflokka í 85.68% í hlutfalli af

skatttekjum. Þetta hlutfall mun væntanlega lækka aftur á næstu árum þar sem

launahækkanir hafa að fullu skilað sér á árinu 2001 og útsvar fer að skila sér

frá og með árinu 2002.

Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 112.459.000.- frá rekstri en í

endurskoðaðri áætlun 85.244.000.- Samkvæmt ársreikningnum er

rekstrarafgangur 85.644.000- en ekki er tekið tillit til lífeyrisskuldbindinga og

reiknaðra liða í neinum af þessum tölum. Endurskoðuð fjárhagsáætlun stenst

því svo gott sem algerlega.

Nettó gjöld í gjaldfærðri fjárfestingu urðu 111,1 milljónir sem er 8,8 milljónum

lægra en áætlað var. Helstu framkvæmdir voru gatnagerð og holræsaframkvæmdir.

Nettó gjöld í eignfærðri fjárfestingu urðu 263,9 m. kr. sem er 3,8 milljónum kr.

meira en áætlað var. Helsta framkvæmdin var við Íþróttamiðstöðina og var á

árinu tekin í notkun ein glæsilegasta íþróttaaðstaða í landinu sem Eyjamenn

geta verið virkilega stoltir af.

Í efnahagsreikningi breytist hreint veltufé, án lífeyrisskuldbindinga, um 240,5

milljónir kr .. Skýrist það einkum af því að notuð var inneign í erlendri mynt til

að fjármagna framkvæmdir við nýjan íþróttasal. Langtímaskuldir aukast um 180

milljónir og á móti því aukast eignir um 255 milljónir.

Það er ekki ofsagt að nú í lok kjörtímabilsins hefur það verið framkvæmt sem

nauðsynlegt hefur verið að framkvæma og eru engar stórar framkvæmdir

fyrirsjáanlegar á næstu árum, að undanskildu því að byggja þarf leikskóladeildir

í stað leikskólans Sóla.

Þannig skilar meirihluti sjálfstæðismanna góðu búi til komandi bæjarstjórnar

og háu þjónustustigi fyrir íbúa Eyjanna.

Rekstur Bæjarveitna og hafnarsjóðs var í jafnvægi en rekstur félagslegra

íbúða er nú sem fyrr vandræðabarn í rekstri bæjarfélagsins sem byggt var

að mestu upp í tíð vinstri manna. Það stóra gæfuspor var stigið á árinu að

Bæjarveitur sameinuðust Hitaveitu Suðurnesja og verður þar úr stórt og öflugt

fyrirtæki með möguleika til lækkunar á orkuverði í bænum. Jafnframt skapast

svigrúm til lækkunar skulda eða frekari framkvæmda hjá bæjarsjóði.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta björtum augum á framtíðina og vona að

nýrri bæjarstjórn beri gæfa til að nýta sér þau sóknarfæri sem fyrir hendi eru.

Guðjón Hjörleifsson

Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Samkvæmt bókun sjálfstæðismanna mun einsetning grunnskóla ekki verða

forgangsverkefni þeirra á næsta kjörtímabili haldi þeir meirihluta.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign), Þorgerður Jóhannsdóttir (sign), Björn Elíasson (sign).

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 1.088.998.650
Rekstrargjöld umfram tekjur kr. 33.479.778
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 111.126.569
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 263.859.831
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.700.909.282
Eigið fé, neikvætt kr. 1.040.394.042
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 150.482.936
Tap ársins kr. 152.699.659
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.447.740.170
Eigið fé alls kr. 967.718.275
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 17.057.582
Tap ársins kr. 52.196.014
Niðurstöðutölur efnahags kr. 295.556.944
Eigið fé, neikvætt kr. 374.801.181
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 513.647.064
Tap ársins kr. 22.665.082
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.193.384.962
Eigið fé alls kr. 361.538.617
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 2001 :
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 14.404.775
Niðurstöðutölur efnahags kr. 61.714.717
Hrein eign kr. 61.714.717
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.35.

Elsa Valgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Helgi Bragason

Björn Elíasson

Guðjón Hjörleifsson