Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1309

03.04.2002

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1309. fundur.

Ár 2002, miðvikudaginn 3. apríl kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Elsa Valgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 2001.

-fyrri umræða-

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri hafði framsögu um reikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 1.088.998.650
Rekstrargjöld umfram tekjur kr. 33.479.778
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 111.126.569
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 263.859.831
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.700.909.282
Eigið fé, neikvætt kr. 1.040.394.042
Samþykkt með 7 samhl. atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til skoðunarmanna
og síðari umræðu í bæjarstjórn.
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 150.482.936
Tap ársins kr. 152.699.659
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.447.740.170
Eigið fé alls kr. 967.718.275
Samþykkt með 7 samhl. atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til skoðunarmanna
og síðari umræðu í bæjarstjórn.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 17.057.582
Tap ársins kr. 52.196.014
Niðurstöðutölur efnahags kr. 295.556.944
Eigið fé, neikvætt kr. 374.801.181
Samþykkt með 7 samhl. atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til skoðunarmanna
og síðari umræðu í bæjarstjórn.
d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 2001:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 513.647.064
Tap ársins kr. 22.665.082
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.193.384.962
Eigið fé alls kr. 361.538.617
Samþykkt með 7 samhl. atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til skoðunarmanna
og síðari umræðu í bæjarstjórn.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 2001 :
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 14.404.775
Niðurstöðutölur efnahags kr. 61.714.717
Hrein eign kr. 61.714.717
Samþykkt með 7 samhl. atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til skoðunarmanna
og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.20

Helgi Bragason Ragnar Óskarsson

Drífa Kristjánsdóttir Þorgerður Jóhannsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson