Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1306

07.02.2002

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1306.fundur.

Ár 2002 fimmtudaginn 7. febrúar. kl. 18:00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá fundargerðir hafnarstjórnar frá 5. febrúar s.l. og skólamálaráðs frá 6. febrúar s.l. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður fundargerð hafnarstjórnar tekin sem 2. mál hér síðar á fundinum og fundargerð skólamálaráðs tekin með 3. máli.

1. mál.

Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar.

a) fundur haldinn 17. janúar s.l.

Liðir 1-6 voru samþ. með 7 samhl. atkvæðum

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar.

a) fundur haldinn 5. febrúar s.l.

Liðir 1-5 voru samþ. með 7 samhl. atkvæðum

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs.

a) 2606. fundur frá 21. janúar s.l.

1. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

2. liður: upplesið.

3. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

4. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum

5. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

6. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

7. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

8. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

9. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

10. liður: upplesið.

11. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

12. liður: Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókanir Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.

Liðurinn var upplesinn.

13. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

14. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

15. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

16. liður: samþ með 7 samhl. atkvæðum.

17. liður: Upplesið.

b) 2607. fundur frá 28. janúar s.l.

1. liður: Upplesið.

Svohljóðandi tillaga barst: “Bæjarstjórn Vestmannaeyja felur Þróunarfélagi Vestmannaeyja að beita sér fyrir úttekt á ferðatíðni í almenningssamgöngum frá höfuðborginni út á landsbyggðina. Úttektin yrði nýtt í því skyni að fylgja eftir kröfum um aukna tíðni almenningsferða til Vestmannaeyja í samræmi við þær kröfur sem fram komu á fjölmennum borgarafundi s.l. föstudag”

Guðrún Erlingsdóttir (sign) Ragnar Óskarsson (sign) Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Fram kemur tillaga að vísa tillögunni til stjórnar Þróunarfélagsins.

Afgreiðslutillaga var samþ. með 6 samhl. atkv. 1 fjarverandi.

2. liður: samþ. með 7 samhl. atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ.með 7 samhl. atkvæðum.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkvæðum.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkvæðum.

9. liður: Samþ.með 7 samhl. atkvæðum.

10. liður: Samþ.með 7 samhl. atkvæðum.

11. liður: Samþ.með 7 samhl. atkvæðum.

c) 2608. fundur frá 31. janúar s.l.

1.liður:

Guðjón Hjörleifsson lagði fram svohljóðandi bókun og tillögu:

" Fyrir fundinum liggja drög að afsali vegna kaupa Hitaveitu Suðurnesja á Bæjarveitum Vestmannaeyja. Bæjarlögmaður hefur farið yfir þessi drög og telur þau fullnægjandi. Ég geri það að tillögu minni að bæjarstjórn Vestmannaeyja feli bæjarstjóra að undirrita afsalið vegna ofangreindra kaupa."

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Ragnar Óskarsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Þar sem meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt sölu Bæjarveitna samþykkjum við að heimila bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg gögn þar um.

Hins vegar vísum við hér til afstöðu okkar við sölu Bæjarveitna og gerum fyrirvara um sölu Vatnsveitu Vestmannaeyja til Hitaveitu Suðurnesja h.f. með vísan til fyrri bókana."

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign), Ragnar Óskarsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Tillagan var samþ. með 7 samhl. atkv.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu atkvæði með vísan í nýja bókun sína hér að framan.

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

d) 2609. fundur frá 4. febrúar s.l.

1. liður: Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

" Tökum undir bókanir Ragnars og ítrekum þær staðreyndir að Sturla Böðvarsson hafði forgöngu um að taka forræði Herjólfs úr höndum Vestmannaeyinga þrátt fyrir mikil mótmæli allra bæjarfulltrúa fyrir aðeins rúmu ári síðan. Jafnframt lýsum við furðu okkar á bókunum Guðjóns Hjörleifssonar og Elsu Valgeirsdóttur."

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ með 7 samhl atkv.

3. liður: Samþ með 7 samhl atkv.

4. liður: Samþ með 7 samhl atkv.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Þorgerður Jóhannsdóttir vék af fundi í þessu máli.

Svohljóðandi tillaga barst:

"Í framhaldi af 4. máli samninganefndar frá 4. febrúar og 3. máli frá 17. des. sl. samþykkir bæjarstjórn að forstöðumanni Safnahúss verði gefinn kostur á að nýta heimildarákvæði í kjarasamningi STAVEY við Launanefnd sveitarfélaga sbr. bókun VII í þeim samningi. Hér er tímabundin breyting á gildandi ráðningarsamningi og gildir þar til nýtt starfsmat tekur gildi.

Um er að ræða hækkun persónuálags um 27,5% ofan á grunnlaun og gildir frá 1. febr. 2001. Greidd verði eingreiðsla skv. útreikningi Launanefndar sveitarfélaga vegna þessa.

Frá sama tíma verði föst yfirvinna 30 klst. á mánuði, og leiðréttist á móti ofangreindum útreikningi og frá 1. mars 2002 verði bifreiðastyrkur 300 km. á mánuði, sbr. 3. mál samninganefndar frá 7. janúar sl. um að endurskoða starfskjör þeirra sem fengið hafa sérstaka úrskurði um launakjör."

Guðjón Hjörleifsson (sign), Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign), Elsa Valgeirsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign)

Fram kom tillaga upp að vísa málinu til bæjarráðs.

Samþ. með 6 atkv, 1 fjarv.

Liðurinn að öðru leyti var samþ. með 6 samhl. atkv, 1 fjarv.

8. liður: Svohljóðandi bókun barst:

" Í framhaldi af 2. máli þar sem fram kemur viljayfirlýsing um íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfsemi leggjum við áherslu á að allar breytingar á fyrrgreindum þáttum verði gerðar í fullu samkomulagi milli íþróttahreyfingarinnar og bæjaryfirvalda."

Ragnar Óskarsson (sign), Þorgerður Jóhannsdóttir (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Liðurinn var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

Var nú tekin til afgreiðslu fundargerð skólamálaráðs frá 6. febr. s.l.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans tóku undir bókun skólastjóra Barnaskólans í 1. máli fundargerðarinnar.

Fundargerðin var síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

4. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, hafnarsjóðs, félagslegra íbúða og

sorpeyðingarstöðvar fyrir árið 2002.

-síðari umræða-

Svohljóðandi bókun barst:

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 sem nú er lögð fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu

ber þess merki að fjárhagsvandi Vestmannaeyjabæjar er mjög alvarlegur. Það höfum við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans oft bent á og lagt fram hugmyndir til úrbóta. Eftir þeim ábendingum hefur illu heilli ekki verið farið. Enn einu sinni hefir Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga staðfest að ábendingar okkar hafa verið á rökum reistar og sent viðvaranir sem eru þungur áfellisdómur yfir fjármálastjórn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

Þau úrræði sem sjálfstæðismenn hafa gripið til eru fyrst og fremst fólgin í því að

auka skattheimtu á bæjarbúa þvert á gefin loforð, og nú er svo komið að útsvar í Vestmannaeyjum er í hæsta leyfilega marki og ýmsir aðrir skattar hafa verið hækkaðir upp úr öllu valdi. Þá hafa sjálfstæðismenn gripið til þess ráðs að selja Bæjarveitur Vestmannaeyja til þess að bjarga Vestmannaeyjabæ frá fjárhagslegu hruni og fjármagna með þeirri sölu skipbrot þeirra fjármálastefnu sem sjálfstæðismenn hafa fylgt í stjórnartíð sinni í Vestmannaeyjum.

Þrátt fyrir auknar álögur og sölu Bæjarveitna þurfa sjálfstæðismenn á árinu 2002 enn að auka lántökur um tæpar 400 milljónir til þess að láta enda ná saman.

Þetta gerist þrátt fyrir það að á sama tíma hafa sjálfstæðismenn fallið frá hugmynd sinni að uppbyggingu leikskóla við Sóla eins og þeir fluttu sjálfir tillögu um fyrir örfáum vikum, tillögu sem vakti almenna ánægju meðal bæjarbúa.

Þriggja ára áætlun sú sem hér er lögð fram er eins og fyrri þriggja ára áætlanir sjálfstæðismanna marklaust plagg. Eftir henni verður ekki unnið frekar enn fyrri daginn.

Þó ber hún merki um mikið metnaðarleysi á ýmsum sviðum. Í því sambandi dugir að nefna skólamál. Ekki er gert ráð fyrir nauðsynlegum framkvæmdum við grunnskólann til þess að unnt verði að uppfylla lagaskyldur um einsetningu sem sjálfstæðismenn ætla enn að fresta þrátt fyrir gefin loforð og fögur fyrirheit. Slíkt metnaðarleysi er köld vatnsgusa framan í skólabörn og foreldra þeirra.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2003-2005 eru nú sem fyrr í valdatíð sjálfstæðismanna á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans munu sitja hjá við afgreiðslu áætlananna fyrir bæjarsjóð. Við munum hins vegar samþykkja fjárhagsáætlun fyrir hafnarsjóð,

félagslegar íbúðir, og sorpeyðingarstöðvar með þeim fyrirvörum sem við höfum áður sett fram við afgreiðslu á gjaldskrá og skattlagningu.

Vestmannaeyjum 7. febrúar 2002

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir.

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

Í fjárhagsáætluninni sem nú er lögð fram hefur verið farið mjög vel yfir rekstur bæjarsjóðs og stofnana hans og hagrætt hefur verið í rekstri eins og hægt er. Áætlunin er unnin að mestu leyti af sviðsstjórum í samráði við forstöðumenn.

Reksturinn er í miklu jafnvægi og skilar rúmum 161 milljónum króna í tekjuafgang á móti tæpum 112 milljónum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2001, sem sýnir að jafnvægi er komið á í tekjuáætlun bæjarsjóðs,

Til eignabreytinga færast því 161.522.000.- og eru rekstrargjöld án fjármagnsliða tæp 81% sem er töluvert lægra en hjá flestum sveitarfélögum á landsbyggðinni.

Mikil bylting hefur orðið í atvinnumálum og búið er að eyða þeirri óvissu sem við lifðum við á sl. ári í atvinnumálum, fyrirtæki hafa flest styrkst, stóru fyrirtækin hafa verið að auka aflaheimildir, endurnýja flotann og skila rekstrarhagnaði. Ný skip og fyrirtæki eru komin eða eru að koma í rekstur á þessu fjárhagsári og því er framtíð okkar Eyjamanna mjög björt og hefur ekki verið bjartari í mörg ár.

Í gjaldfærðri fjárfestingu eru helstu liðir gatnagerðaráætlun upp á 16 milljónir nettó og holræsaframkvæmdir upp á 23 milljónir nettó ásamt 15% mótframlagi til Heilbrigðisstofnunar vegna mikilla framkvæmda sem eiga sér stað á árinu.

Í eignfærðri fjárfestingu eru helstu framkvæmdir endurbygging íþróttahússins svo og uppgjör vegna nýja íþróttahússins ásamt því að byggðar verða 3 nýjar kennslustofur við Hamarsskólann, og er þetta liður í að einsetja Hamarsskólann í samræmi við lög um einsetningu grunnskóla. Hvað varðar framtíðarsýn í uppbyggingu leikskóla í Vestmannaeyjum þá er ekki gert ráð fyrir neinni upphæð í þessa framkvæmd í 3ja ára áætlun og er ástæða þess að valkostir eru margir, en faghópur sem bærinn skipaði hefur lagt til að sambærilegur leikskóli eins og verið er að byggja á Selfossi sé sá leikskóli sem hefur allt það besta upp á að bjóða í skipulagi og þjónustu.

Ljóst er að nýr leikskóli verður byggður á næsta kjörtímabili og kemur hann í stað Leikskólans Sóla, sem kominn er til ára sinna.

Áður en að þeim framkvæmdum kemur þarf að fara í þarfagreiningu, því ljóst er að þarfir fyrir leikskólapláss eru að breytast, og erum við að færast nær norrænu vinnuumhverfi í ýmsum starfsgreinum ásamt því að einsetning grunnskólanna þrýstir á fjölskylduvænni vinnutíma.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa þegar leyst þann biðlistavanda sem myndast hefur hjá 2ja – 6 ára börnum og mun starfsemi leikskóladeildar frá Sóla byrja

starfsemi í næsta mánuði.

Rekstur stofnana bæjarsjóðs er í góðu jafnvægi ef undanskilið er félagslega íbúðakerfið sem byggt var að mestu upp í tíð vinstri manna.

Hjá hafnarsjóði eru miklar fjárfestingar áætlaðar á árinu og ber þar hæst að ljúka framkvæmdum við Nausthamarsbryggju, römmun vestan ísstöðvar og að löndunaraðstöðu, kaup á stáli fyrir bryggjukant í norðurhluta Friðarhafnar. Einnig verða byggðar bryggjur vegna ferðabáta, lýsing, rafmagn og lagfæringar á smábatasvæði. Atvinnumál og rekstur bæjarsjóðs er mjög góður þrátt fyrir mikil áföll er gengið hafa yfir Eyjarnar. Með samtakamætti og jákvæðu hugarfari þorra íbúa Eyjanna hefur tekist að byggja myndarlega upp og því getum við Eyjamenn horft björtum augum á framtíðina.

Guðjón Hjörleifsson

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason

Var nú gengið til atkvæða:

1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 2002:
Niðurstaða reksturs kr. 1.685.397.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 163.922.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 114.989.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 95.000.000
Gjöld alls kr. 1.743.989.000
Tekjur alls kr. 1.697.922.000
Gjöld umfram tekjur kr. 46.067.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 167.467.000
Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá, 1 fjarverandi.
2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 2002
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 153.855.000
Gjöld kr. 130.861.000
Heildarniðurstaða kr. 470.027.000
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
3: Fjárhagsáætlun félagslegra íbúða 2002
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 16.080.000
Gjöld kr. 48.967.000
Heildarniðurstaða kr. 94.967.000
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 fjarverandi
4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarstöðvar Vm. 2002
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 56.331.000
Gjöld kr. 51.831.000
Heildarniðurstaða kr. 56.331.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs 2003-2005

Samþ. með 4 atkv. 3 sátu hjá.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu atkvæði með vísan í bókun sína við afgreiðslu á fjáhagsáætlun ársins 2002 hér fyrr á fundinum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl 21:15

Elsa Valgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Helgi Bragason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson