Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1302

06.11.2001

BÆJARSTJÓRN

1302 fundur

Ár 2001, þriðjudagurinn 6 nóvember kl: 17:00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir stjórnaði fundi og fundargerð ritaði Jóhann Pétursson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1.mál.

Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 22.október 2001

Svohljóðandi tillaga barst:

Tillaga

“Legg til að afgreiðslu málsins þ.e. 1. máls skipulags og byggingarnefndar frá 22.október 2001 verði frestað og bæjarstjóra og byggingarfulltrúa verði falið að ræða við Umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun um málið, áður en afstaða veður tekin.”

Guðjón Hjörleifsson

Tillaga borin undir atkvæði. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

2.mál.

Bæjarráð 2596 fundur haldinn 29 október s.l.

1.mál.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Fyrir þessum fundi liggur milliuppgjör bæjarsjóðs og stofnana hans miðað við 31. ágúst s.l. Í uppgjörinu kemur fram að ýmsir liðir þess virðast ætla að standast miðað við fjárhagsáætlun. Aftur á móti fara aðrir liðir langt fram úr áætlun og er það vissulega áhyggjuefni. Á sama tíma og þetta gerist aukast skuldir bæjarsjóð. Það eitt sýnir að fjármálstjórn og áætlanagerð sjálfstæðismanna hefur mistekist eins og við bæjarfulltrúa Vesmannaeyjalistans höfum oft bent á undanförnum árum. Niðurstöður milliuppgjörs sýna sem sé berlega að viðvaranir okkar í minnihluta bæjarstjórnar um versnandi fjárhagskomu hafa verið á rökum reistar þótt sjálfstæðismenn hafi til þessa ekki viljað viðurkenna þær staðreyndir. Við teljum enn sem fyrr að höfuðástæða versnandi efnahags

bæjarfélagsins sé röng stefna sjálfstæðismanna í fjármálum og aðgerðaleysi í atvinnumálum. Þessi stefna sýnir ótrúlega skammsýni enda láta afleyðingarnar ekki á sér standa eins og milliuppgjörið ber glöggt vitni um. Því er enn nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að snúa vörn í sókn og freista þess að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag og efla atvinnulífið í stað þess að aðhafast ekkert eins og sjálfstæðismenn hafa allt of lengi gert.

Vestmannaeyjum 6. nóvember 2001

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Björn Elíasson

2.mál. Upplesið

3.mál. Upplesið

4.mál. Upplesið

5.mál. Samþykkt 7 greidd atkvæði

6.mál. Samþykkt 7 greidd atkvæði

7 mál. Samþykkt 7 greidd atkvæði

8.mál. Upplesið

9.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

10.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

11.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

12.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

13.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

14.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

15.mál. Þegar afgreitt

2597. fundur frá 5.nóvember s.l.

1.mál.

Svohljóðandi tillaga var lögð fram um álagningu gjalda fyrir árið 2002:

“Álagning útsvars,fasteignagjalda,holræsagjalds og sorpeyðingagjalda árið 2002:

a) Bæjarráð samþykkir að útsvar fyrir árið 2002 verði 13.03% sbr.6. gr.laga nr.

144/2000.

b) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum,og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

1) Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir : 0.37%

2) Allar aðrar fasteignir 1.35%

c) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.

1. Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir. 0.20%

2. Allar aðrar fasteignir. 0.30%

Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

e) Bæjarráð felur stjórn Bæjarveitna að gera tillögu um sorpbrennslu- og sorpeyðingargjöld fyrirtækja.

f) Gjalddagar fasteignagjalda á skulu vera tíu þ.e. 15.jan, 15.feb, 15.mars, 15.apríl, 15.maí, 15.júní, 15.júlí,15.ágúst,15.sept,15.okt.

Dráttavextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

g) Bæjarráð samþykkir að veittur verði 7% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b) c) og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu

greidd eigi síðar en 15. febrúar 2002

h) Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.

Ennfremur samþykkir bæjarráð með tilliti til 4.mgr.5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á

eftirfarandi hátt.

1) Fyrir einstakling:

Brúttótekjur 2001 allt að 1484 þús.kr.100% niðurf.

Brúttótekjur 2001 allt að 1755 þús.kr . 70% niðurf.

Brúttótekjur 2001 allt að 1993 þús.kr. 30% niðurf.

2) Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:

Brúttótekjur 2001 allt að 1785.þús.kr 100% niðurf.

Brúttótekjur 2001 allt að 2158.þús.kr 70% niðurf.

Brúttótekjur 2001 allt að 2446.þús.kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja,sem þeir búa í,skal

hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3) Sorphirðu-/ sorpeyðingargjald,holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða

lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð

ellilífeyrisþega og 75% öryrkja,sem þeir búa í.

i) Að fasteignaskattur af nýjum húseignum falli niður í allt að tvö ár eftir útgáfu

fokheldisvottorðs.

Bæjarráð vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Samkvæmt þeirri tillögu sem nú liggur fyrir ætla sjálfstæðismenn enn á ný að samþykkja hækkun ústsvars, úr 12.7% í 13.03% sem er hæsta leyfilegt útsvar á landinu.

Þannig hafa sjálfstæðismenn hækkað ústvarið undanfarin ár sem hér segir:

1998-1999 úr 11,24% í 11,94%

1999-2000 úr 11,94% í 12,04%

2000-2001 úr 12,04% í 12,70%

2001-2001 úr 12,70% í 13,03%

Þrátt fyrir þessar auknu álögur á bæjarbúa hefur ýmsum framkvæmdum ekki verið sinnt eins og til stóð þegar hækkanirnar voru ákveðnar. Þannig blasir í raun við sú staðreynd að útsvarshækkanirnar eru einungis til þess að lappa upp á afleita fjárhagstöðu bæjarfélagsins sem sífellt hefur farið versnandi í stjórnartíð sjálfstæðismanna. Útsvarshækkunin dugir reyndar ekki til því á síðustu árum hefur

bæjarsjóður þurft að taka stórfelld lán til þess að láta enda ná saman. Vestmannaeyjarbær er því nú samkvæmt opinberum skýrslum orðið eitt skuldsettasta sveitarfélagið á landinu.

Auk þessa hafa sjálfstæðismenn á valdaferli sínum hækkað fasteignatengda skatta upp úr öllu valdi og lækkun gjaldstofns fasteignaskattsins nú mun þrátt fyrir allt leiða af sér verulega hækkun á greiðendur fasteignagjalda í Vestmannaeyjum. Þessar staðreyndir sýna best að sjálfstæðismenn hafa algerlega misst tök á fjármálastjórn bæjarfélagsins.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa á síðustu árum bent á og varað við

þeirri alvarlegu öfugþróun fjármála bæjarfélagsins sem nú blasir við. Sjálfstæðismenn hafa illu heilli ekki viljað hlusta á þessar athugasemdir og því er nú svo komið sem raun ber vitni um. Þess vegna lýsum við yfir fullri ábyrgð á hendur sjálfstæðismönnum hve dapurleg fjármálstaða bæjarfélagsins er. Við teljum að forsendur þess að rétta við hag Vestmannaeyja séu m.a. fólgnar í þeim hugmyndum okkar sem áður hafa komið fram og felast m.a. í eftirfarandi:

° Bæjarstjórn verður að gera sér grein fyrir og viðurkenna þá alvarlegu stöðu sem fjármál bæjarfélagsins eru í.

° Stokka þarf upp fjármálastjórn Vestmannaeyjarbæjar,fá hlutlausa aðila með haldgóða þekkingu á fjármálstjórn til að meta skuldaþol bæjarfélagsins og fjárhagsstöðu og að aðstoða bæjarstjórn við að koma fjármálum bæjarfélagsins á réttan kjöl.

° Efla þarf Þróunarfélag Vestmannaeyja.

° Marka þarf heildarstefnu, setja markmið og gera áætlun til næstu ára um raunhæfa nýssköpun í atvinnumálum.

° Leita þarf samstarfs við utanaðkomandi aðila s.s. Byggðastofnun, Iðntæknistofnun, og fleiri í þeim tilagangi að snúa vörn í sókn.

° Vestmannaeyjabær þarf að sækja um aðild að Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og nýta sér þaðan þekkingu og fjármagn til uppbyggingar hér í Vestmannaeyjum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiða ekki atkvæði með gjaldastefnu þeirra sjálfstæðismanna sem snúa að auknum álögum á bæjarbúa og vísum í því sambandi til fyrri bókana okkar og mótmæla.

Vestmannaeyjum 6.11.2001

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Björn Elíasson

Guðjón Hjörleifsson óskaði eftir fundarhlé og var það veitt. Fundi framhaldið.

Bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins:

Eins og fram kom hjá Ragnari Óskarssyni þá kemur skuldastaða Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans þeim minnihlutamönnum ekki á óvart. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn byggðu upp félagslega íbúðakerfið en skuldir þess eru um 650 milljónir króna. Sömu fulltrúar Samfylkingarinnar börðust fyrir því að Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar yrði áfram opinn, sem hefði kostað hundruð milljóna króna viðbót við núverandi skuldsetningu sjóðsins sem nú er 1250 milljónir kr. í heild.

Við fögnum þessari játningu Ragnars Óskarssonar á ýmsum málum sem hann óbeint viðurkennir í framsögu sinni. var varðra bókun fulltrúa V-listans þá hefur hún verið stöðluð í áranna rás, ef undan er skilin breyting á dagsetningu. Sem dæmi má nefna mjög mikið og árangursríkt starf Þróunarfélags Vestmannaeyja, en það er eins og fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjorn hafi ekki verið stödd í bænum þetta árið þegar þau fara að bóka um atvinnumál.

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign)

Drífa Kristjánsdóttir (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Þorgerður Jóhannsdóttir bað um fundarhlé og það veitt. Fundi framhaldið.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Í framhaldi af bókun bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna viljum við undirrituð taka fram eftirfarandi:

1. Félagslega íbúakerfið var nýtt í Vestmannaeyjum þegar ör uppbygging var í bæjarfélaginu og áður enn sjálfstæðisflokkurinn tók að flæma íbúa Vestmannaeyja í burtu.

2. Þegar sjálfstæðismenn í bæjarstjórn lokuðu einhliða Lífeyrissjóði starfsmanna Vestmannaeyjabæjar mótmæltu bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans þeirri aðferð sem farin var án þess að haft var eðlilegt samráð við sjóðsfélaga/eigendur.

3. Meðan ekki er breytinga að vænta á stefnu sjálfstæðismanna og þeir halda áfram að flæma fólk frá Vestmannaeyjum eru okkar fyrri bókanir í fullu gildi nú sem fyrr þótt sjálfstæðismenn eigi ekki auðvelt með að viðurkenna fyrirliggjandi staðreyndir um stöðu bæjarfélagsins og vanmátt sinn við að ráða bót þar á.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Við viljum vekja athygli á því að ekki er minnst á Sólhlíð 19, kostnaðar og skuldsetningar V-listans vegna skulda félagslega íbúakerfissins.

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Drífa Kristjánsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkisins óska bókað.

Sú gjaldastefna sem hér hefur verið samþykkt hefur það að markmiði að viðhalda því háa þjónusustigi sem meirihluti Sjálfstæðismanna hefur barist fyrir undanfarin ár. Með þessari stefnu gefst jafnframt svigrúm til nauðsynlegra framkvæmda, m.a. við leikskóla, grunnskóla, Hraunbúðir svo og ljúka framkvæmdum við Íþróttamiðstöðina.

Viljum við sérstaklega benda á eftirtalda útgjaldaþætti:

1. Þjónusta hefur almennt aukist mikið undanfarin ár. Þjónustustig er mjög hátt í Vestmannaeyjum og með því besta sem gerist á landinu.

2. Nýgerðir kjarasamningar kosta verulega fjármuni en eins og fram

kemur í endurskoðaðri fjárhagsáætlun kosta kjarasamningar v/kennara

kr. 29 milljónir og starfsmanna á leikskólum tæpar 14 milljónir króna

samtals 43 milljónir króna, umfram fjárhagsáætlun ársins.

3. Miklar framkvæmdir eru framundan. Þar má nefna 2-3 nýjar leikskóladeildri við Sóla, 3 nýjar kennslustofur við Hamarsskólann endurbyggingu Íþróttamiðstöðvar og margt annað.

4. Einnig eru miklar framkvæmdir í holræsamálum. Reglur EES skylda sveitarfélögin að fara í þessar framkvæmdir og mun þetta verða unnið næstu árin.

5. Framlög bæjarins til félagslega íbúðakerfisins halda áfram að aukist þar sem íbúðir eru innleystar án þess að hægt er að úthluta þeim aftur. Ljóst er að greiða þarf skuldir félagslega íbúðakerfisins niður með skatttekjum.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja nauðsynlegt að viðhalda háu þjónustustigi og benda á að lækkun tekna myndi aðeins þýða skerðingu á góðri þjónustu við bæjarbúa. Slík skerðingarstefna myndi leiða til aukins fólksflótta og atvinnuleysis í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja alls ekki kalla slíkt yfir Eyjarnar og leggja því fram skynsama gjaldastefnu sem tryggir íbúum hámarks þjónustu og tryggir um leið nauðsynlegar framkvæmdir.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Það er afar óviðeigandi hjá sjálfstæðismönnum að hnýta sífellt í flokkssystkini sín sem höfðu kjark og framsýni til þess að byggja upp eftir félagslega íbúðakerfinu, sérstaklega að því er varðar Sólhlíð 19.

Þorgerður Jóhannsdóttir(sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Ragnar Óskarsson óskaði eftir fundarhléi og var það veitt. Fundi framhaldið.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Í framhaldi af bókun sjálfstæðismanna bendum við enn og aftur á að grundvallaratriðið fjármálastjórnun bæjarfélagsins er að fara vel með sameiginlegan sjóð vestmannaeyinga. Reynsla vestmannaeyinga af fjármálastjórn sjálfstæðismanna er því miður döpur svo vægt sé til orða tekið.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá.

2.mál.

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Fyrir fundinum liggur tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2001. Endurskoðunin ber með sér handahófskennd vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar og skipulagsleysi í áætlanagerð. Við afgreiðslu áætlunarinnar vísum við til bókunar okkar fyrr á fundinum vegna milliuppgjörs og ítrekum nauðsn þess að breytt verði um stefnu til þess að koma fjármálum bæjarins á réttan kjöl. Jafnframt vísum við til fyrri bókana okkar og tillagna um fjármál, atvinnulíf og yfirstjórn bæjarfélagsins.

Vestmannaeyjum 6. 11 2001

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Björn Elíasson

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá.

3.mál.

Bókun

Við teljum að mat á lóð vegna undir fyrirhugaðan leikskóla sé allt of hátt og getum ekki fallist á það mat.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Í framhaldi af greinargerð bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins bendum við á að þrátt fyrir þá staðreynd að sjálfstæðismenn hafi flæmt fólk í burtu frá Vestmannaeyjum eru enn óeðlilega langir biðlistar á leikskólum bæjarins.

Þorgerður Jóhannsson (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4.mál.

Ragnar og Björn taka undir bókun Þorgerðar í bæjarráði.

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5.mál. Upplestur

6.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

7.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

8.mál. Upplestur

9.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

10.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

11.mál. Upplestur

12.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

13.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

14.mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl 19:20

Elsa Valgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Drífa Kristjánsdóttir

Sigurún Inga Sigurgeirsdóttir

Björn Elíasson

Guðjón Hjörleifsson