Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1301

17.11.2001

BÆJARSTJÓRN

1301. fundur.

Ár 2001, miðvikudaginn 17. október kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Jóhanns Friðfinnssonar með eftirfarandi orðum:

“Góðir fundarmenn.

Áður en við göngum til dagskrár vil ég biðja ykkur um að minnast fyrrverandi bæjarfulltrúa, Jóhanns Friðfinnssonar, sem lést nýlega.

Jóhann var fæddur 3. nóvember 1928 og lést 13. september s.l. Jóhann var sjómaður á yngri árum, hann var skrifstofumaður í nokkur ár, kaupmaður frá 1956 – 1973. Hann var forstjóri Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja frá 1974 – 1991. Jóhann starfaði í mörgum nefndum á vegum bæjarins m.a. í stjórn Sjúkrahússins, í stjórn Herjólfs og í stjórn Sparisjóðsins. Jóhann var starfsmaður og stjórnarmaður Viðlagasjóðs m.a. við húsakaup 1973. Jóhann söng í kirkjukór Landakirkju frá 1950 og til dauðadags. Hann sat í sóknarnefnd frá 1971 og formaður sóknarnefndar frá 1976 og til dauðadags. Jóhann var í bæjarráði frá 1962 – 1966 og síðan á árunum 1971 – 1976 og sat alls 133 fundi í bæjarráði. Jóhann var varabæjarfulltrúi 1954 – 1956 og 1970 – 1974, hann var bæjarfulltrúi frá 1962 – 1966 og 1974 – 1978. Jóhann var settur bæjarstjóri 1962 – 1966 í þingfjarveru Guðlaugs Gíslasonar. Hann sat alls 135 fundi í bæjarstjórn.

Ég vil biðja viðstadda um að rísa úr sætum og minnast Jóhanns Friðfinnssonar.”

1. mál.

Fundargerðir byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 6. september sl.

Liðir 1-8 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 1. október sl.

Liðir 1-18 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Fundur haldinn 11. október sl.

1. lið var frestað með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2591. fundur frá 11. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Upplesið.

b) 2592. fundur frá 24. september sl.

1. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Við hörmum þau ummæli sem Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri viðhafði í fjölmiðlum um Flugfélagið Jórvík vegna ákvörðunar félagsins um að hefja flugsamgöngur milli lands og Eyja. Ummæli bæjarstjórans eru á hans ábyrgð og túlka hvorki skoðun okkar né viðhorf til félagsins. Við fögnum því hins vegar að enn á ný er komin upp samkeppni í flugsamgöngum og væntum þess að sú samkeppni leiði til lægri fargjalda, bættra og öruggari samgangna við Vestmannaeyjar. Því óskum við öllum þeim flugfélögum sem þessum samgöngum sinna velfarnaðar. Jafnframt viljum við þakka starfsfólki Flugfélags Íslands fyrir góða og lipra þjónustu við Vestmannaeyinga í langan tíma.”

Vestmannaeyjum, 17. október 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiða atkvæði með vísan til bókunar hér síðar á fundinum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Við lýsum yfir furðu okkar á bókun bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins í bæjarráði. Bókunin ber með sér ótvíræðan valdahroka. Alvarlegast við bókunina er þó sú dulbúna hótun sem í henni felst. Þar er á ósmekklegan hátt vegið að nokkrum ágætum starfsmönnum bæjarfélagsins sem ekkert hafa sér til saka unnið annað en að skila sínu starfi með sóma. Við munum ekki taka þátt í ráðningu í starf rekstrarstjóra við Hraunbúðir þar sem ráðningin var fyrirfram ákveðin og auglýsing og umfjöllun um stöðuna því einungis yfirskin. Þeim vinnubrögðum hljótum við að mótmæla harðlega og teljum fráleitt og ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skuli þannig rugla saman sínum innanhússmálum og málefnum bæjarfélagsins.”

Vestmannaeyjum, 17. október 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki vegið að neinum þeim aðilum sem nefndir eru heldur bent á að þeir hafi notið fullst trausts fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndum, bæjarráði og bæjarstjórn. Jafnframt viljum við benda á að aðeins 2 umsækjendur voru um starfið og sá sem ráðinn var var með mjög víðtæka reynslu í sambærilegum störfum og rekstrarstjórastaða á Hraunbúðum er.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Aðalsteinn Sigurjónsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum þ.e. liðir 1-11 og 13-17.

Liður 12 var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Svohljóðandi bókun barst:

“Guðjón Hjörleifsson óskar bókað:

Ég vil vekja athygli á hjásetu bæjarfulltrúa V-listans í 12. máli félagsmálaráðs.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Afstaða okkar til málsins er skýrð í bókun okkar hér að framan. Við vísum því til hennar.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2593. fundur frá 1. október sl.

1. liður: Upplesið.

2 liður: Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókanir Ragnars Óskarssonar í málinu. Liðurinn var upplesinn.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Upplesið.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Legg til að 8. mál í fundargerð menningarmálanefndar frá 27. september sl. verði vísað til menningarmálanefndar.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltúar Vestmannaeyjalistans gerðu grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

“Samþykkjum tillöguna og vísum í 4. mál 2594. fundar bæjarráðs.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn að öðru leyti samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2594. fundur frá 8. október sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

e) 2595. fundur frá 15. október sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Við teljum að aðalreglan við sölu á eigum bæjarins eigi að vera sú að fram fari útboð. Í þessu máli munum við þó samþykkja að gengið verði til samninga við Breiðabakka sf. vegna tilboðs félagsins í Dalabúið þar sem viðkomandi hafa haft afnot af húsnæðinu og borið af því töluverðan kostnað. Samþykki okkar er annars vegar háð því að bæjarlögmaður yfirfari tilboðið og leggi mat á tilboðsverðið áður en undirskrift fer fram og hins vegar að skýr skilyrði af hálfu bæjarins verði sett í kaupsamning vegna sölu búsins. Þá verði afsal til væntanlegra kaupenda búsins bundið því að fyrrgreind skilyrði verði uppfyllt.”

Vestmannaeyjum, 17. október 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Samhliða kauptilboðinu í Dalabúið koma fram hugmyndir um menningarlega þjónustu við almenning í Eyjum annars vegar og byggjum betur upp aðstöðu fyrir hesta og hestafólk hins vegar. Einnig eru sett skilyrði bæjaryfirvalda um lagfæringu á þaki og rennum Dalabúsins innan árs. Jafnframt viljum við taka fram að Dalabúið þarfnast mikilla endurbóta a.m.k. 7-10 milljónir sem er lágmarkskostnaður til að byrja með. Viðhaldsþörf annara stofnana bæjarins er mikil og ekki er sjáanlegt að fjárveiting verið til viðhalds Dalabúsins af bæjarins hálfu á undan fjárframlagi til annara stofana sem sinna daglegri þjónustu og má þar m.a. nefna leikskólana og Hraunbúða, en að öðru leyti vísast til úttektar á viðhaldsþörf stofnana bæjarins sem starfsmenn tæknideildar hafa tekið út.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Aðalsteinn Sigurjónsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

Svohljóðandi bókun barst:

“Við óskum eftir skriflegu svari við eftirfarnadi fyrirspurn:

1. Hafa einhverjir einstaklingar eða aðrir aðilar girt land á Heimaey á þessu eða

síðasta ári?

2. Ef svo er, um hvaða land er að ræða?

3. Ef svo er, hafa umræddir aðilar heimild til að girða land á heimalandinu?

Vestmannaeyjum, 17. október 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fram kom tillaga um að fela Jóhanni Péturssyni, bæjarlögmanni að svara fyirspurninni í samráði við landnytjanefnd, skipulagsfulltrúa og garðyrkjustjóra.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.05.

Elsa Valgeirsdóttir, Ragnar Óskarsson, Guðrún Erlingsdóttir, Þorgerður Jóhannsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Aðalsteinn Sigurjónsson, Guðjón Hjörleifsson.