Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1300

04.09.2001

BÆJARSTJÓRN

1300. fundur.

Ár 2001, þriðjudaginn 4. september kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Í upphafi fundar afhenti Guðjón Hjörleifsson skrifleg svör við ýmsum fyrirspurnum sem borist hafa í bæjarráði og bæjarstjórn að undanförnu.

Leitað var afbrigða til þess að taka bréf frá Drífandi, stéttarfélagi, dags. 4. september á dagskrá.

Var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir með 2. máli 2590. fundar bæjarráðs.

1. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 8. ágúst sl.

Liðir 1-19 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sátu hjá í 9. máli. Jafnframt bókuðu bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vegna 15. máls: “Vísum til málflutnings okkar um málið á fyrri stigum.”

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 27. ágúst sl.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að hverfa frá áformum um að flytja húsið að Skólavegi 36 á hafnarsvæðið. Þess í stað verði húsinu fundið nýtt hlutverk.”

Vestmannaeyjum, 4. september 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-10 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2586. fundur frá 1. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Guðrún Erlingsdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir tóku undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

2. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

3. liður: Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.

Elsa Valgeirsdóttir og Helgi Bragason sátu hjá í málinu.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2587. fundur frá 9. ágúst sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Þorgerður Jóhannsdóttir sat hjá í málinu.

c) 2588. fundur frá 21. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Þorgerður Jóhannsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Í svari um biðlista á leikskóla eru gefin upp 30 börn. Skv. útprentuðum lista frá leikskólafulltrúa dags. 03.09.01 eru 52 börn á biðlistunum, þar af eru 42 börn sem náð hafa aldri í þá vistun sem sótt er um.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst:

“Með vísan til upplýsinga um stöðu leikskólaplássa samþykkir bæjarstjórn að leita eftir viðræðum við Hvítasunnusöfnuðinn um leigu á húsnæði safnaðarins við Faxastíg með það að markmiði að Vestmannaeyjabær reki þar leikskóladeild. Gert verði ráð fyrir því að leikskóladeildin geti tekið til starfa sem fyrst.”

Vestmannaeyjum, 4. september 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Leggjum til að tillögunni verði vísað frá með vísan til fyrri umræðu og samhljóða samþykktar bæjarstjórnar varðandi beiðni leikskólastjórnar Betels, um aukið fjárframlag bæjarins til reksturs Leikskólans Betel.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Í framhaldi af umræðum á fundinum leggjum við til að tillögu okkar verði vísað til skólamálaráðs.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi frávísunartillaga kom fram við ofangreinda afgreiðslutillögu:

“Legg til að tillögunni verði vísað frá.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti. Því næst var gengið til atkvæða um frávísunartillögu við upphaflega tillögu í málinu.

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Loks var liðurinn samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

d) 2589. fundur frá 27. ágúst sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

e) 2590. fundur frá 31. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Samþykkjum málið. Jafnframt bendum við á umræður og afgreiðslu 6. máls í fundargerð bæjarráðs frá 21. ágúst sl.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

2. liður: Undir þessum lið kom fram tillaga um viðbætur við málið sbr. bréf Drífanda, stéttarfélags, dags. 4. september sem samþykktur var í upphafi fundar að taka á dagskrá:

“Vestmannaeyjum, 4. september 2001.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

Ráðhúsi Vestmannaeyja

900 Vestmannaeyjum

Vegna mistaka við vélritun á kjarasamningi milli Drífanda stéttarfélags og Vestmannaeyjabæjar féll niður eftirfarandi grein:

Félagsmenn Drífanda stéttarfélags sem eru í vinnu hjá stofnunum sem samningur þessi nær til, sitja fyrir vinnu hjá þeim stofnunum. Enda sé félagið jafnan opið til inntöku fyrir þá sem óska inngöngu, og uppfylla almenn inntökuskilyrði félagsins.

Óskum við eftir að þessi grein verði felld inn í samninginn.

F.h. Drífanda stéttarfélags,

Arnar Hjaltalín (sign.)

Guðný Óskarsdóttir (sign.)”

Svohljóðandi bókun barst:

“Við undirrituð lýsum yfir óánægju með óvönduð vinnubrögð af hálfu Vestmannaeyjabæjar við gerð samningsins.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Liðurinn var fyrst samþykktur með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Því næst var gengið til atkvæða um viðbæturnar sem getið var í upphafi málsins. Voru þær samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Ég vil geta þess að Þorgerður Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður STAVEY, greiddi ekki atkvæði með kjarasamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Drífanda, stéttarfélags, en samningurinn er góð kjarabót fyrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar sem eru í Drífanda, stéttarfélagi.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Vísa í afstöðu mína í bæjarráði og umræðu, bæði í bæjarráði og á þessum fundi, um óvönduð vinnubrögð af bæjaryfirvöldum. Kjarabætur til handa félagsmönnum Drífanda styð ég heilshugar.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

Er hér var komið á fundinum var eftirfarandi bókun lögð fram:

“Hinn 22. feb sl. samþykkti bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:

Tillaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að boða til samráðsfundar sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem svipað er ástatt um varðandi atvinnumál og búferlaflutninga og í Vestmannaeyjum. Fundurinn verði haldinn í Vestmannaeyjum sem allra fyrst og framkvæmd hans verði í umsjá Þróunarfélags Vestmannaeyja.

Greinargerð

Þegar skoðuð er skýrsla Byggðarstofnunar um stöðu sjávarbyggða, kemur í ljós að mörg sveitarfélög við sjávarbyggðina eiga margt sameiginlegt. Má þar nefna, atvinnumál, fólksflótta, samgöngumál, menningarmál o.fl. Samráðsfundi með sveitarstjórnum byggðarlaga sem eru að berjast við svipuð vandamál og Vestmannaeyjar er ætlað að miðla upplýsingum um hvað sé hægt að gera, hvað hefur verið reynt, og hvað skuli varast. Einnig mætti hugsa sér að sveitarfélögin bindust samtökum um að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur þar sem það á við. Þá mætti hugsa sér að atvinnufulltrúar eða forstöðumenn þróunarfélaga sætu þennan fund.

Eins og fram kemur í tillögunni er gert ráð fyrir að Þróunarfélaginu verði falin framkvæmd málsins en nauðsynlegt er að hefja vinnu við undirbúning sem allra fyrst.

Vestmannaeyjum, 20. febrúar 2001.

Nú er liðið rúmt hálft ár síðan samþykktin var gerð í bæjarstjórn en ekki hefur verið efnt til umrædds fundar. Nýjustu tíðindi um skerðingu á kvóta, alvarleg tíðindi varðandi samgöngumál okkar Vestmannaeyinga ásamt með ýmsu öðru gera slíkan fund að okkar mati nauðsynlegan umræðuvettvang til þess að sveitarstjórnarmenn og aðrir geti skipst á skoðunum um brýn hagsmunamál landsbyggðarinnar. Því leggjum við áherslu á að fundurinn verði undirbúinn og haldinn svo fljótt sem verða má.

Vestmannaeyjum, 4. september 2001.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.30.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Helgi Bragason

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson