Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1298

21.06.2001

Bæjarstjórn

1298. fundur.

Ár 2001, fimmtudagur 21. júní kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Jóhann Pétursson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað eftir afbrigðum fundarins að samþykkt til að taka inn sem 3. mál kosningar í nefndir.

Samþykkt samhljóða.

1. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 12. júlí sl.

Svohljóðandi tillaga barst.

“Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísa því aftur til skipulags- og byggingarnefndar til endurskoðunar. Í þeirri endurskoðun verði reynt að sætta þau mismunandi sjónarmið sem upp eru komin og reynt að finna lausn sem íbúar þeir sem sendu in athugasemdir geta sætt sig við”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé sem var veitt.

Fundi framhaldið.

Tillaga borin undir kosningar og hún felld með 4 atkvæðum á móti, 3 atkvæðum með.

Svohljóðandi fyrirspurn barst vegna 5. liðar:

“Í framhaldi af 5. máli skipulags- og byggingarnefndar frá 12. júní leggjum við fram svofellda fyrirspurn:

1. Hvaða úrbætur er átt við í fundargerðinni þegar talað er um “úrbætur í þeim málum sem standa úti?”

2. Hver er staða málsins nú, þ.e. hefur verið gefinn frestur til úrbóta og ef svo er hve langur er sá frestur?

Ástæðan fyrir fyrirspurn þessari er sú að þegar heimild var veitt til að reisa veitinga- og ráðstefnuhús að Strembugötu 13 voru sett skilyrði sem m.a. vori til þess fallin að ná sátt um framkvæmdina við íbúa nágrennis mannvirkisins. Leggja ber ríka áherslu á að þeim skilyrðum verði framfylgt svo málið þurfi ekki að óþörfu að vekja upp nýjar deilur öllum aðilum málsins til skaða.

Skrifleg svör óskast við fyrirspurn þessari á næsta fundi bæjarráðs.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

8 – 9. liður.

Svohljóðandi bókun barst:

“Eins og fram hefur komið er fjárhagsstaða bæjarsjóðs afar bágborin. Skuldastaðan er löngu komin á hættulegt stig og því miður er ekki margt sem bendir til þess að núverandi meirihluti bæjarstjórnar grípi til aðgerða til úrbóta. Fjármálastjórn meirihlutans er löngu komin úr böndunum og engra leiða er leitað til þess að ráða bót þar á. Úrræði þau sem meirihluti bæjarstjórnar hefur gripið til, til þess að afla tekna, er sífellt meiri skattheimta, bæði hvað varðar útsvar og ýmis þjónustugjöld. Ný gjaldskrá vegna skipulagsmála sbr. 8. og 9. mál sem taka á gildi um næstu áramót er enn eitt dæmið um auknar álögur á bæjarbúa. Við höfum margoft lýst því yfir að fjármálastjórn Vestmannaeyjabæjar er að fullu á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, enda hefur ekki verið í neinu hlustað á né tekið tillit til þeirra leiða sem bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa bent á til þess að styrkja fjárhagsstöðuna. Með vísan til þess sem að ofan segir teljum við að meirihluti bæjarstjórnar verði að bera ábyrgð á þeim stórfelldu þjónustugjaldahækkunum sem hér er um að ræða og því munum við sitja hjá í atkvæðagreiðslum um málið.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Svohljóðandi fyrirspurn barst vegna sömu liða:

“Óskum eftir skriflegum upplýsingum um áætlaða aukningu tekna vegna hækkunar þjónustugjalda”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Liður 1 var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá.

Liðir 8 – 9 voru samþykktir með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá.

Fundargerð borin upp að öðru leiti.

Liðir 2 – 7 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 10 – 17 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð Bæjarráðs:

a) 2579. fundur frá 28. maí sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Óskum eftir yfirliti frá bæjarsjóði og stofnunum hans þar sem fram kemur hve miklum fjármunum er búið að ráðstafa vegna ársins 2002”.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Vegna ummæla Árna Johnsens í Fylki nú fyrir skömmu um tilkomu menningarhús innan fárra vikna, óskum við eftir upplýsingum um stöðu mála. Jafnframt lýsum við því yfir að bygging menningarhúss er algjörlega ótímabær miðað við fjárhagsstöðu bæjarfélagsins”.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Við bendum á að skólamálaráð hefur ekki afgreitt formlega mál þetta eins og sjálfsagt og eðlilegt hefði verið og þrátt fyrir óskir bæjarráðsmanns Vestmannaeyjalistans þar um”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 atkvæðum með vísan í tillögu sem borin var fram.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Leggjum til að bæjarstjóri heimili ráðningu millistjórnenda (deildarstjóra) við grunnskóla Vestmannaeyja í samræmi við gildandi kjarasamninga og aðalnámskrá grunnskóla”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillaga felld með 4 atkvæðum gegn 3.

b) 2580. fundur frá 11. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Þar sem fjárhagur bæjarsjóðs Vestmannaeyja er með þeim hætti sem reikningar ársins 2000 sýna teljum við að bæjarsjóður hafi að svo stöddu ekki efni á að fara í þær aukaframkvæmdir sem hér er gert ráð fyrir á Stakkagerðistúni. Því leggjum við til að bæjarstjórn greiði ekki atkvæði með þeim samningi sem hér liggur fyrir.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Tillaga felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Svohljóðandi bókun barst:

“Þrátt fyrir afstöðu okkar við afgreiðslu málsins hér að framan viljum við gera athugasemdir við tvö atriði:

1. Við teljum afar óeðlilegt að verkið sem um ræðir skuli ekki hafa verið boðið út. þannig hefði heimamönnum gefist kostur á að koma að málum sem hefði, þótt í litlum mæli væri, bætt atvinnuástand í bænum.

2. Við gerum þá kröfu að allt verði gert til þess að verktakar ráði heimamenn til þess að vinna við verkið”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið. Ragnar og Þorgerður taka undir bókun Guðrúnar.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Leggjum til að eftirfarandi reglur gildi um afgreiðslutíma vínveitingastaða í Vestmannaeyjum afðararnætur laugardaga og sunnudaga og aðfaranætur annara almennra viðurkenndra frídaga eins og tíðkast hefur hingað til.

Lokunartími eigi síðar en…………….kl. 04.30

Veitingasala heimil til………………..kl. 04.30

Tónlist heimil til……………………...kl. 04.00

Rýming gesta í húsnæði vínveitingastaða skal vera lokið kl. 05.00

Reglur þessar gilda til reynslu frá 22. júní til 1. nóvember 2001 og skulu endurskoðast í samráði við sýslumann og víneftirlitsmann í Vestmannaeyjum miðað við gefna reynslu. Í framhaldi af tillögunni verður því beint til sýslumanns, lögreglu og víneftirlitsmanns að fylgja hinum nýju reglum strangt eftir og halda skýrslu um þennan reynslutíma. Tillaga þessi er í samræmi við umsögn sýslumanns og viðræður er tillöguflytjendur hafa átt við sýslumann og víneftirlitsmann.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Hallgrímur Tryggvason (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Fundi framhaldið.

Tillaga samþykkt með 4. atkvæðum gegn 3.

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafna lengingu opnunartíma vínveitingastaða. Allir vínveitingastaðirnir eru í íbúðabyggð og það eitt, auk margs annars mælir á móti lengri opnunartíma”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2581. fundur frá 18. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. liður:

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Leggjum til að tillögunni verði vísað frá þar sem erfitt er að koma við boðum og bönnum hjá bæjarsjóði og stofnunum hans en leggjum til að áfram verði gætt hófs af hálfu framangreindra aðila”.

Greinargerð:

Í meginþorra tilfella þegar bæjarstjórn/veitustjórn/hafnarstjórn og/eða aðrar stofnanir eða forstöðumenn bæjarins bjóða og ef boðið er upp á áfenga drykki er í flestum tilfellum verið að ræða um matarvín og/eða bjór með mat og hugsanlega kaffi og vínglas í eftirrétt. Undantekningar frá þessu eru ekki margar en skapast að hafa hefðir á landsvísu við móttöku gesta, bæði erlendra svo og ráðstefna sem haldnar hafa verið á hinum ýmsu stöðum á landinu og yfirvöld hafa lagt mikla áherslu á til styrkingar fyrir hina ýmsu þætti atvinnu- og menningarlífs sem skapar aukna veltu heima í héraði. Því teljum við að tillagan gangi ekki í því samfélagi og samanburðarsamfélagi sem við lifum í dag.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Hallgrímur Tryggvason (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Fundi framhaldið.

Frávísunartillaga samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta formlegar reglur um vínveitingar á vegum Vestmannaeyjar”.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Fundi framhaldið.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Legg til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs”.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Þegar afgreitt.

3. mál.

Kosningar í ráð og nefndir:

Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara:

a) Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

b) Kosning 1. og 2. varaforseta til eins árs.

c) Kosning ritara og vararitara til eins árs.

a) Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir fékk 4 atkvæði, 3 auðir. Var hún því kjörin forseti bæjarstjórnar.

b) Elsa Valgeirsdóttir fékk 4 atkvæði, 3 auðir, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar. Þorgerður Jóhannsdóttir fékk 4 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir fékk 1 atkvæði og 2 seðlar voru auðir.

c) Ritarar bæjarstjórnar voru kosnir Elsa Valgeirsdóttir og Ragnar Óskarsson, til vara Helgi Bragason og Guðrún Erlingsdóttir, með 7 samhljóða atkvæðum.

Kosning í bæjarráð til eins árs:

3 aðalmenn og 3 til vara.

Fram komu tilnefningar um Elsu Valgeirsdóttur, Guðjón Hjörleifsson og Þorgerði

Jóhannsdóttur sem aðalmenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram komu tilnefningar um Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, Helga Bragason og

Ragnar Óskarsson sem varamenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar:

1 aðalmann og 1 til vara.

Aðalmaður: Varamaður:

Hörður Óskarsson Guðný Bjarnadóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja:

Aðalmenn: Varamenn:

Arnar Sigurmundsson Guðjón Hjörleifsson

Ragnar Óskarsson Hörður Þórðarson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Kjörstjórnir við Alþingis- og forsetakosningar:

a) Undirkjörstjórnir: 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn: Varamenn:

Jóhann Pétursson Guðbjörg Karlsdóttir

Ólafur Elísson Hörður Óskarsson

Jón I. Hauksson Björgvin Magnússon

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

b) Kjördeildir: 3 aðalmenn og 3 til vara

1. kjördeild

Aðalmenn: Varamenn:

Kristín Eggertsdóttir Þuríður Helgadóttir

Einar Bjarnason Þuríður Guðjónsdóttir

Sigríður Kristín Finnbogadóttir Björn Elíasson

2. kjördeild

Aðalmenn: Varamenn:

Gísli Valtýsson Kristín Haraldsdóttir

Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir

Karl Jónsson Nanna Þóra Áskelsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Kosning í nefndir:

Kosning í nefndir til eins árs:

Íþróttaráð: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Andrea Elín Atladóttir Elsa Valgeirsdóttir

Guðjón Hjörleifsson Helgi Bragason

Þór Ísfeld Vilhjálmsson Björn Elíasson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Menningarmálanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Októvía Andersen

Ólafur Einar Lárusson Sveinn Rúnar Valgeirsson

Hjálmfríður R. Sveinsdóttir Guðrún Erlingsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Starfskjaranefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Arnar Sigurmundsson Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Bæjarveitna Vestmannaeyja: 4 aðalmenn og 4 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Arnar Sigurmundsson Drífa Kristjánsdóttir

Georg Þór Kristjánsson Auróra Guðrún Friðriksdóttir

Ragnar Óskarsson Björn Elíasson

Andrés Sigmundsson Guðrún Erlingsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Guðjón Hjörleifsson Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Björn Elíasson Guðrún Erlingsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl.20.00.

Helgi Bragason

Hallgrímur Tryggvason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson