Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1295

27.03.2001

BÆJARSTJÓRN

1295. fundur.

Ár 2001, þriðjudaginn 27. mars kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Tryggva Gunnarssonar og Sveins Tómassonar með eftirfarandi orðum:

“Góðir fundarmenn.

Áður en við göngum til dagskrár vil ég biðja ykkur um að minnast tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa er létust nýlega.

Tryggvi Gunnarsson var fæddur 29. apríl 1916 og lést 22. mars sl. Tryggvi var vélstjóri á ýmsum fleyum hér í mörg ár. Síðar gerðist hann starfsmaður Bæjarveitna. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum, m.a. var hann formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja, formaður Sósíalistafélags Vestmannaeyja og ritstjóri Eyjablaðsins í mörg ár.

Tryggvi var varabæjarfulltrúi 1946, 1948-1954 og 1969, hann var síðan bæjarfulltrúi frá 1954-1958. Hann sat alls 57 fundi í bæjarstjórn.

Sveinn Tómasson var fæddur 24. nóvember 1934 og lést 25. mars sl. Sveinn stundaði sjómennsku til ársins 1975. Hann var prentari á árunum 1979-1989 og sölustjóri ÁTVR frá 1989 til dauðadags. Sveinn var mjög virkur í félagsstarfi, m.a. var hann lengi í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja, formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, formaður Íþróttafélagsins Þórs, formaður Vestmannaeyjafélagsins Heimakletts. Einnig starfaði hann í mörg ár í Leikfélagi Vestmannaeyja og lék þar fjölmörg hlutverk. Sveinn var í bæjarráði frá 1978-1985 og sat alls 300 fundi í bæjarráði. Sveinn var varabæjarfulltrúi 1962 og 1965-1966, hann var síðan bæjarfulltrúi frá 1978-1986 og var forseti bæjarstjórnar 1978-1982. Hann sat alls 124 fundi í bæjarstjórn.

Ég vil biðja viðstadda um að rísa úr sætum og minnast þessara tveggja manna.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 20. mars sl.

Liðir 1-4 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2568. fundur frá 26. febrúar sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Upplýst var að bæjarráð hafði ákveðið að fundurinn 27. mars hæfist kl. 17.00.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2569. fundur frá 12. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa upphæðinni, sem getið er um í málinu, til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2001.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

c) 2570. fundur frá 23. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Upplesið.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.50.

Elsa Valgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Guðjón Hjörleifsson

Sigurlás Þorleifsson

Ragnar Óskarsson

Aðalsteinn Sigurjónsson