Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1294

22.02.2001

BÆJARSTJÓRN

1294. fundur.

Ár 2001, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá fundargerð íþróttaráðs frá 22. febrúar, menningarmálanefndar frá 20. febrúar, skólamálaráðs frá 19. febrúar og hafnarstjórnar frá 21. febrúar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 3. mál hér síðar á fundinum.

1. mál.

Fundargerð byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 13. febrúar sl.

Liðir 1-13 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2566. fundur frá 12. febrúar sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að leita skriflegs álits bæjarlögmanns á ósk gistiheimilisins Vestmannabraut 26 (Sunnuhóll) um lækkun fasteignaskatts vegna samkeppnissjónarmiða samanber bréf frá Lögmönnum Vestmannaeyjum dags. 9. febrúar sl.”

Vestmannaeyjum, 20. febrúar 2001.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Leggjum til að tillögunni verði vísað frá þar sem niðurstaða Samkeppnisstofnunar liggur þegar fyrir.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

“Hörmum afstöðu meirihluta Sjálfstæðismanna og lýsum undrun okkar á því að ekki skuli mega leita álits bæjarlögmanns á þessu máli.”

Vestmannaeyjum, 20. febrúar 2001.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans gerðu grein fyrir atkvæði sínu með fyrirvara og vísan í tillögu sína hér að ofan.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2567. fundur frá 19. febrúar sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að boða til samráðsfundar sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem svipað er ástatt um varðandi atvinnumál og búferlaflutninga og í Vestmannaeyjum. Fundurinn verði haldinn í Vestmannaeyjum sem allra fyrst og framkvæmd hans verði í umsjá Þróunarfélags Vestmannaeyja.”

Greinargerð

Þegar skoðuð er skýrsla Byggðastofnunar um stöðu sjávarbyggða, kemur í ljós að mörg sveitarfélög við sjávarbyggðina eiga margt sameiginlegt. Má þar nefna, atvinnumál, fólksflótta, samgöngumál, menningarmál o.fl. Samráðsfundi með sveitarstjórnum byggðarlaga sem eru að berjast við svipuð vandamál og Vestmannaeyjar er ætlað að miðla upplýsingum um hvað sé hægt að gera, hvað hefur verið reynt, og hvað skuli varast. Einnig mætti hugsa sér að sveitarfélögin bindust samtökum um að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur þar sem það á við. Þá mætti hugsa sér að atvinnufulltrúar eða forstöðumenn þróunarfélaga sætu þennan fund.

Eins og fram kemur í tillögunni er gert ráð fyrir að Þróunarfélaginu verði falin framkvæmd málsins en nauðsynlegt er að hefja vinnu við undirbúning sem allra fyrst.

Vestmannaeyjum, 20. febrúar 2001.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Samþykkjum tillöguna og felum Þróunarfélaginu að vinna að málinu, samhljóða fyrri samþykkt bæjarstjórnar, með Svæðisvinnumiðlun Suðurlands um atvinnumál.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að taka upp fasta viðtalstíma bæjarfulltrúa. Viðtalstímarnir verði hálfsmánaðarlega og til viðtals verði bæði fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Vestmannaeyjalistans. Fyrirkomulag þetta verði til reynslu í þrjá mánuði.”

Greinargerð

Íbúar Vestmannaeyjabæjar ættu að eiga þess kost að ræða við bæjarfulltrúa þeirra flokka sem skipa bæjarstjórn, á fyrirfram ákveðnum tíma og við báða aðila í einu.

Í ljósi erfiðs atvinnuástands og óöryggis um framvindu mála teljum við brýna þörf á því að bæjarbúar hafi tækifæri á því að viðra skoðanir sínar, áhyggjur og hugmyndir við þá aðila sem í forsvari eru í bæjarfélaginu.

Vestmannaeyjum, 22. febrúar 2001.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Leggjum til að tillögunni verði vísað frá. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru með auglýsta viðtals- og símatíma í Upplýsingariti um Vestmannaeyjar og munu halda áfram þeirri þjónustu allt kjörtímabilið.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

“Við lýsum furðu okkar á því að Sjálfstæðismenn skuli ekki treysta sér í að eiga sameiginlega fundi með fulltrúum Vestmannaeyjalistans þar sem málefni bæjarfélagsins eru rædd. Bæjarfulltrúum gefst þar með ekki tækifæri á að ræða við fulltrúa úr meiri- og minnihluta bæjarstjórnar sameiginlega eins og fjölmargar óskir hafa komið fram um.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Ragnar Óskarsson óskaði að bóka að hann teldi að ályktun í 2. máli fundargerðinnar hefði átt að hljóða svo:

“Bæjarveitur Vestmannaeyja óska hér með eftir skýringum á hvernig staðið var á flutningi trygginga fyrirtækisins frá VÍS yfir til TM. Í ljós hefur komið að hluti trygginga fyrirtækisins fluttust ekki yfir til nýja tryggingaraðilans og lítur stjórn Bæjarveitna það mjög alvarlegum augum.”

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

Er hér var komið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn samþykkir að flytja framtíðartjaldsvæði í Vestmannaeyjum úr Herjólfsdal á svæði sem skipulagt verður t.d. austan “Þórsheimilis”. Stefnt verði að því að nýtt tjaldsvæði verði tekið í notkun svo fljótt sem auðið er og strax í sumar sem bráðabirgðatjaldsvæði.”

Greinargerð

Tjaldsvæðið í Herjólfsdal er um margt ófullkomið miðað við frábæra aðstöðu fyrir ferðamenn sem búið er að koma upp víðs vegar um landið. Þar sem gera verður ráð fyrir því að Vestmannaeyjar muni í framtíðinni byggja upp enn öflugri ferðamannaþjónustu en nú er, verður að hyggja að betri úrræðum en nú eru fyrir hendi vegna tjaldsvæðis og þjónustu. Svæðið austan “Þórsheimilisins” getur talist ákjósanlegur staður fyrir nýtt tjaldsvæði.

Helstu kostir við að flytja tjaldsvæðið úr Herjólfsdal eru fjölmargir og þeir sem ferðamenn helst nefna eru m.a. eftirfarandi:

1. Nálægð við bæjarkjarnann.

2. Nálægð við verslun og aðra þjónustu.

3. Nálægð við íþróttamiðstöð, einkum sundlaug.

4. Sólríkara umhverfi.

Auk þess má nefna að ótti fólks vegna hættu á jarðskjálftum og hruns úr fjöllum, samanber reynslan frá sl. sumri og nú fyrir skemmstu, vegur án efa þungt þegar fólk metur aðstöðu að þessu leyti.

Í framhaldi af ofangreindu er tillagan flutt.

Vestmannaeyjum, 22. febrúar 2001.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans til umsagnar undirbúningshóps og þeirra sem fjalla eiga m.a. um framtíðarsvæði svo sem tjaldsvæði.”

Ragnar Óskrasson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir bað um fundarhlé.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Leggjum til að tillögunum verði vísað frá þar sem þær eru ekki tímabærar.”

Greinargerð

Hugmyndir um tjaldstæði og aðstöðu fyrir ferðamenn voru í greinargerð bæjarstjóra um íþróttahússbygginguna og framtíðarnotkun Týs- og Þórsheimilis. Þegar hafa verið samþykktar viðræður milli félagsmálaráðs, íþróttaráðs og fulltrúa ÍBV-íþróttafélags þar sem æskulýðs- og tómstundamál barna og ungmenna í Vestmannaeyjum verða rædd og þar getur notkun opinna svæða haft áhrif.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir í ljósi aðstæðna að bjóða uppá bráðabirgðatjaldstæði á öðrum stað en í Herjólfsdal sumarið 2001, auk tjaldaðstöðunnar þar.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til Þróunarfélagsins og ferðamálahóps.

3. mál.

Fundargerðir teknar á dagskrá með afbrigðum:

a) Fundargerð íþróttaráðs frá 22. febrúar sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundargerð menningarmálanefndar frá 20. febrúar sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Fundargerð skólamálaráðs frá 19. febrúar sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Fundargerð hafnarstjórnar frá 21. febrúar sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu atkvæði með fyrirvara um fjárhagsleg málefni í fundargerðinni.

4. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans árið 2001.

- Síðari umræða –

Svohljóðandi bókun barst:

“Sú fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 sem nú er lögð fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu er algerlega á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar.

Miklir erfiðleikar blasa nú við í Vestmannaeyjum. Fjármál bæjarins eru í megnasta ólestri og fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 stenst engan veginn. Miklir erfiðleikar eru í atvinnulífinu, atvinnuástand mjög ótryggt og atvinnuöryggi fjölda fólks lítið sem ekkert. Búsetuskilyrði hér hafa því versnað til muna.

Þegar svo er komið er mjög mikilvægt að allir leggist á eitt til viðreisnar í Vestmannaeyjum. Þess vegna bjóðast bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans til þess að taka höndum saman við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að reyna allt sem mögulegt er til þess að snúa þessari þróun við.

Forsenda þessa er að fjármál bæjarins verði tekin föstum tökum og allt rekstrarumhverfi endurskoðað. Ráða þarf nýjan framkvæmdastjóra til bæjarins, sem hafi það meginhlutverk í samvinnu við alla bæjarfulltrúa að koma fjármálunum á réttan kjöl, vinna að framgangi atvinnuskapandi verkefna og leggja grundvöll að því að hér blómstri heilbrigt mannlíf á ný. Leggist allir á eitt í þessu skyni erum við ekki í nokkrum vafa um að bæta má úr því ástandi sem hér hefur ríkt allt of lengi og reisa má Vestmannaeyjar til fyrri virðingar þannig að þær verði í framtíðinni ákjósanlegur staður til búsetu.

Með vísan til fyrri bókana okkar um atvinnumál, aukna álögur á bæjarbúa og skipbrot fjármálastefnu sjálfstæðismanna, munum við sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð. Við munum hins vegar samþykkja fjárhagsáætlun fyrir stofnanir hans með þeim fyrirvörum sem við höfum áður sett fram við afgreiðslu á gjaldskrá og skattlagningu stofnana.”

Vestmannaeyjum, 22. febrúar 2001.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:

“Í fjárhagsáætluninni sem nú er lögð fram hefur verið farið mjög vel yfir rekstur bæjarsjóðs og stofnana hans og reynt að hagræða í rekstri eins og hægt er.

Rekstur bæjarsjóðs og stofnana hans er í jafnvægi að undanskildu félagslega íbúðakerfinu sem byggt var upp í tíð vinstri manna þar sem skammtímasjónarmið réðu ríkjum, og ekki var hugsað til framtíðar um þennan þátt í rekstri bæjarins.

Í gjaldfærðri fjárfestingu eru helstu liðir fráveitumál og gatnagerðarframkvæmdir.

Í eignfærðri fjárfestingu eru helstu liðir bygging tvöfalds íþróttasalar við Íþróttamiðstöðina og framkvæmdir við Hamarsskólann.

Hjá Hafnarsjóði eru miklar framkvæmdir og fjárfestingar áætlaðar á árinu og ljóst er að endurnýjun hafnarmannvirkja á næstu árum verða að hluta fjármagnaðar með lántöku, enda um framkvæmdir að ræða sem hafa langan endingartíma.

Rekstur stofnana Bæjarveitna er í góðu jafnvægi. Gert ráð fyrir því að lækka skuldir um tæpar 40 milljónir króna og ekki er gert ráð fyrir nýjum lánum hjá Bæjarveitum.

Rekstur félagslegra íbúða verður mjög erfiður sem endranær og er gert ráð fyrir auknum lántökum sem nema um 13 milljónum króna.

Rekstur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans eru í góðu jafnvægi, en hátt þjónustustig tekur til sín aukinn kostnað. Eins og fram hefur komið í ársreikningum á milli ára er ljóst að sjávarútvegspláss búa við miklu meiri tekjusveiflu heldur en önnur sveitarfélög og því getur verið erfitt að átta sig á tekjum bæjarins.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Var nú gengið til atkvæða:

1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 2001:
Niðurstaða reksturs kr. 1.463.143.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 112.459.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 101.312.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 273.000.000
Gjöld alls kr. 1.739.146.000
Tekjur alls kr. 1.477.293.000
Gjöld umfram tekjur kr. 261.853.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 389.853.000
Samþykkt með 4 atkv., 3 sátu hjá.
2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 2001
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 142.718.000
Gjöld kr. 130.505.000
Heildarniðurstaða kr. 367.505.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu
atkvæði með vísan í bókun sína hér að framan.
3: Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Vm. 2001
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 19.431.000
Gjöld kr. 26.847.000
Heildarniðurstaða kr. 67.847.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu
atkvæði með vísan í bókun sína hér að framan.
4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarst. Vm. 2001
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 74.291.000
Gjöld kr. 59.714.000
Heildarniðurstaða kr. 74.291.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu
atkvæði með vísan í bókun sína hér að framan.

5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 2001

Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 172.601.000
Gjöld kr. 139.006.000
Heildarniðurstaða kr. 172.601.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu
atkvæði með vísan í bókun sína hér að framan.
6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 2001
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 41.405.000
Gjöld kr. 28.470.000
Heildarniðurstaða kr. 41.405.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu
atkvæði með vísan í bókun sína hér að framan.
7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 2001
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 224.516.000
Gjöld kr. 207.258.000
Heildarniðurstaða kr. 224.516.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu
atkvæði með vísan í bókun sína hér að framan.

5. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs 2002 – 2004.

- Síðari umræða –

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Svohljóðandi bókun barst:

“Við afgreiðslu 3ja ára áætlunar vísum við til bókunar okkar vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar

fyrr á fundinum.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Lára Skæringsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.25.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Helgi Bragason

Ragnar Óskarsson

Lára Skæringsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson