Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1292

28.12.2000

BÆJARSTJÓRN

1292. fundur.

Ár 2000, fimmtudaginn 28. desember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

a) Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 21. desember sl.

b) Fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar frá 28. desember.

c) Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 15. desember sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir með 2. máli.

1. mál.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 12. desember sl.

Liðir 1-14 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2558. fundur frá 4. desember sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2559. fundur frá 12. desember sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2560. fundur frá 19. desember sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Óskað var eftir því að d) liður yrði borinn upp í tvennu lagi:

1) léttvínsleyfi.

2) almennt vínveitingaleyfi.

Fyrst voru a), b) og c) liðir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Liður d) 1) var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

“Að samþykkja leyfi til sölu á léttum vínum í áætlunarferðum Herjólfs er ábyrgðarhluti. Áfengi er vímuefni og slævir dómgreind og viðbrögð manna. Bæjarstjórn veitti því miður samþykki með 5 atkvæðum gegn 2 leyfi til sölu á léttum vínum og bjór í flugstöðinni. Við þá afgreiðslu benti ég á fordæmi þess að leyfa vínsölu við samgöngutæki og að eflaust kæmi Herjólfur næstur. Bæjarstjórn að meirihluta til hafði ekki kjark til þess að segja nei og heldur ekki nú og er það mjög miður. Á sama tíma fer fram mikil umræða og vinna í þjóðfélaginu í forvarnarmálum sem Vestmannaeyjabær hefur tekið þátt í á margan hátt. Í bæjarstjórn eru kjörnir fulltrúar til þess að gæta hags bæjarbúa. Það er ekki brýnasta hagsmunamál bæjarbúa að kaupa bjór eða léttvín á tæplega 3 tíma siglingu milli lands og Eyja. Heldur þvert á móti.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liður d) 2), var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti 5. mál d. lið í fundargerð bæjarráðs frá 19. des. sl. að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um málið fjalla samþykki það þ.e. Siglingastofnun og Vegagerð ríkisins.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

d) Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 21. desember sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

e) Fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar frá 28. desember.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

Þorgerður Jóhannsdóttir gerði grein fyrir hjásetu sinni.

f) Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 15. desember sl.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við bréfritara eftir að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2001 hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 15. desember sl. samþykkir bæjarstjórn svofellda tillögu:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að leita eftir hlutlausum aðila til þess að aðstoða bæjarstjórn við að meta skuldaþol Vestmannaeyjabæjar og fjárhagsstöðu hans, svo og horfur á fjárhagsstöðu bæjarins til næstu ára í samræmi við efni bréfs Eftirlitsnefndarinnar. Jafnframt verði þessum aðila falið að gera tillögur til bæjarstjórnar um með hvaða hætti unnt er að bæta fjármálastöðu Vestmannaeyjabæjar þannig að fjárhagur bæjarfélagsins eflist á nýjan leik og Vestmannaeyjabær geti sinnt þeim skyldum sem hann hefur gagnvart íbúum bæjarfélagsins.”

Greinargerð

Enn á ný hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vakið athygli á í hver óefni fjármál Vestmannaeyjabæjar stefna. Í bréfi nefndarinnar frá 15. desember sl. kemur fram enn ein viðvörunin frá nefndinni og þess er krafist að bæjarstjórn geri grein fyrir viðeigandi ráðstöfunum til úrbóta innan þriggja mánaða. Greinilegt er að Eftirlitsnefndin tekur með miklum fyrirvara svar bæjarstjórnar við fyrri viðvörun frá því 20. jan. sl.

Eftirlitsnefndin bendir sérstaklega á hversu hátt hlutfall rekstrargjalda utan fjármunatekna og fjármagnsgjalda eða 90,2% af skatttekjum árið 1999.

Nefndin bendir einnig á að óviðunandi sé að sveitarfélagið sé rekið með svo lítilli framlegð og telur því mikilvægt að gripið verði til viðeigandi ráðstafana sem fyrst.

Þá telur nefndin eðlilegt að bæjarstjórn grípi til ráðstafana í ljósi þess að greiðslubyrði lána sem hlutfall af heildarskuldum sé talsvert hærri en almennt gerist hjá sveitarfélögum eða um 14% árið 1999 miðað við 8,8% almennt hjá öðrum sveitarfélögum.

Loks óskar eftirlitsnefndin eftir því að gerð verði grein fyrir viðeigandi ráðstöfunum innan þriggja mánaða.

Hér er mikil alvara á ferðum og því er nauðsynlegt að bæjarstjórn bregðist skjótt við og með viðeigandi hætti. Við teljum að það verði best gert með því að fá hlutlausan aðila til aðstoðar við það verk enda verður ekki séð að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana til þess að koma fjárhag bæjarfélagsins á réttan kjöl. Í ljósi þessara staðreynda er ofangreind tillaga flutt.

Vestmannaeyjum, 28. desember 2000.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fyrst var gengið til atkvæða um síðari tillöguna.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Fyrri tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðun bókun barst:

“Sjálfsagt er að samþykkja tillögu sjálfstæðismanna en hún gengur allt of skammt.

Við vísum til tillögu okkar sem felld var hér að framan.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Í lok fundarins óskaði forseti bæjarfulltrúum velfarnaðar á komandi ári og þakkaði fyrir það sem er að líða.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.50.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Helgi Bragason

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove