Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1289

08.11.2000

BÆJARSTJÓRN

1289. fundur.

Ár 2000, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 17.00 almennur fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í húsi Bæjarveitna Vestmannaeyja.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Jóhann Pétursson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Forseti las bréf frá Andreu Atladóttur, þar sem óskað er eftir ársleyfi sbr. 34. gr. sveitarstjórnarlaga.

“Fyrir liggur bréf frá Andreu Atladóttur, Illugagötu 11, Vestmannaeyjum, þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi sem aðalmaður í bæjarstjórn Vestmannaeyja.”

Bæjarstjórn samþykkir erindið og tekur því Helgi Bragason sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Vestmannaeyja þann tíma sem leyfi Andreu varir.

Þá fór fram kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar. Kosningu lauk þannig að Elsa Valgeirsdóttir var kosin með 4 atkvæðum en auðir voru 3.

Tilnefningar í ráð og nefndir:

Bæjarstjórn, ritari, varamaður Helgi Bragason í stað Sigurðar Einarssonar

Bæjarráð, aðalmaður Guðjón Hjörleifsson í stað Sigurðar Einarssonar

Bæjarráð, varamaður Helgi Bragason í stað Guðjóns Hjörleifssonar

Íþróttaráð, aðalmaður Andrea Atladóttir í stað Sigurðar Einarssonar

Íþróttaráð, aðalmaður Guðjón Hjörleifsson í stað Elsu Valgeirsdóttur

Íþróttaráð, varamaður Elsa Valgeirsdóttir í stað Guðjón Hjörleifssonar

Skólanefnd F.Í.V., aðalmaður Friðrik Friðriksson í stað Sigurðar Einarssonar

Starfskjaranefnd, aðalmaður Arnar Sigurmundsson í stað Sigurðar Einarssonar

Stjórn Gjaldheimtu, aðalmaður Drífa Kristjándóttir í stað Sigurðar Einarssonar

Stjórn Lífeyrissj. starfsm. Vm.bæjar,

aðalmaður Hörður Óskarsson í stað Sigurðar Einarssonar

Landnytjanefnd, varamaður Aðalsteinn Sigurjónsson í stað Sigurðar Einarssonar

Fulltr.ráð Sambands ísl. sveitarf.,

aðalmaður Sigrún Inga Sigurgeirsd. í stað Sigurðar Einarssonar

Fulltr.ráð Sambands ísl. sveitarf.,

varamaður Helgi Bragason í stað Sigrúnar I. Sigurgeirsdóttur

Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Þá er gengið til almennrar dagskrár.

1. mál.

Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 17. október 2000.

1. – 4. liður:

5. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Við fögnum hugmynd umsækjenda. Við leggjum jafnframt áherslu á að þeim verði úthlutað lóð þeirri er þeir sækja um. Umræddur blómaskáli yrði án efa til þess að hleypa nýju lífi í miðbæinn.”

Vestmannaeyjum, 8.11. 2000.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

5.-19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 31. október 2000.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vísa til fyrri bókana sinna vegna málsins.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2550. fundur frá 15. september 2000.

1. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

2. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

3. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

8. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

b) 2551. fundur frá 16. október 2000.

1. mál. Upplesið.

2. mál. Upplesið.

3. mál. Upplesið.

4. mál. Upplesið.

5. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

8. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

9. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

c) 2552. fundur frá 23. október 2000.

1. mál. Upplesið.

Bæjarstjórn tekur undir bókun frá fulltrúa Sambandi ísl. sveitarfélaga í tekjustofnanefnd.

2. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

3. mál. Upplesið.

4. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

8. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

9. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

10. mál. Þegar tekið fyrir.

d) 2553. fundur haldinn 30. október 2000.

1. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

2. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

3. mál. Upplesið.

4. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

e) 2554. fundur haldinn 6. nóvember 2000.

1. mál. Upplesið.

Svohljóðandi bókun barst:

“Fyrir þessum fundi liggur milliuppgjör bæjarsjóðs og stofnana hans miðað við 31. ágúst sl. Í uppgjörinu kemur fram að ýmsir liðir þess virðast ætla að standast miðað við fjárhagsáætlun. Aftur á móti fara aðrir liðir langt fram úr áætlun og er það vissulega áhyggjuefni. Á sama tíma og þetta gerist aukast skuldir bæjarsjóðs upp úr öllu valdi en þær jukust um rúmar 520 milljónir frá síðustu áramótum til 31.8. 2000. Það eitt sýnir að fjármálastjórn sjálfstæðismanna hefur gersamlega mistekist. Niðurstöður milliuppgjörsins sýna sem sé berlega að viðvaranir okkar í minnihluta bæjarstjórnar um versnandi fjárhagsafkomu hafa verið á rökum reistar þótt sjálfstæðismenn hafi til þessa ekki viljað viðurkenna þær staðreyndir.

Við teljum enn sem fyrr að höfuðástæða versnandi efnahags bæjarfélagsins sé röng stefna sjálfstæðismanna í fjármálum og aðgerðarleysi í atvinnumálum. Þessi stefna sýnir ótrúlega skammsýni enda láta afleiðingarnar ekki á sér standa eins og milliuppgjörið ber glöggt vitni um. Því er enn nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að snúa vörn í sókn og freista þess að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag og efla atvinnulífið í stað þess að aðhafast ekkert eins og sjálfstæðismenn hafa allt of lengi gert.”

Vestmannaeyjum, 8.11. 2000.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

2. mál.

Svofelld bókun barst:

“Fyrir fundinum liggur tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2000. Við afgreiðslu áætlunarinnar vísum við til bókunar okkar fyrr á fundinum vegna milliuppgjörs og ítrekum nauðsyn þess að breytt verði um stefnu til þess að koma fjármálum bæjarins á réttan kjöl. Í því sambandi vísum við til fyrri bókana okkar og tillagna um fjármál, atvinnumál og yfirstjórn bæjarfélagsins.”

Vestmannaeyjum, 8.11. 2000.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Svofelld bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun kemur fram að jafnvægi er á milli breytinga á gjalda- og tekjuliðum í rekstri. Jafnframt liggur m.a. fyrir samhljóða samþykkt bæjarstjórnar um byggingu nýs tvöfalds íþróttasalar, kaup á 2 kennslustofum við Barnaskólann og framkvæmdum við byggingu bókasafns í Barnaskólanum ásamt búnaðarkaupum og ýsmum samþykktum í bæjarráði eða nefndum bæjarins. Samt sem áður er lántaka 9 milljónum lægri heldur en samþykktir ársins og er það mjög ánægjulegt.

Á næsta ári verður haldið áfram með byggingu nýs íþróttasalar og hugsanlega brugðist við með fjölgun stofa í Hamarsskóla. Um framtíðarbyggingu grunnskólanna verður tekin ákvörðun á síðari stigum, þegar reynsla verður komin á notkun nýju kennslustofanna og aðrar þær breytingar sem gerðar hafa verið í skólamálum.

Einnig er lántöku- og stimpilgjaldakostnaður vegna Kaupþingsláns færður allur á árinu.

Að því loknu er framkvæmdastaða mjög sterk og ekki víst að þurfi að fara í mjög miklar framkvæmdir til viðbótar. Þjónustustig í Eyjum verður eitt það hæsta sem boðið er upp á á landsbyggðinni og af því erum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mjög stoltir.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Ragnar Óskarsson óskaði eftir fundarhléi sem forseti veitti.

Þá vék forseti af fundi og 1. varaforseti Elsa Valgeirsdóttir tók við fundarstjórn. Jón Ólafur Daníelsson tók sæti á fundinum í fjarveru Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur.

Fundi framhaldið.

Svofelld bókun barst:

“Bókun meirihluta bæjarstjórnar ber þess merki að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera sér ekki grein fyrir alvarlegri stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar. Þetta gerist á sama tíma og umræða fer fram í bæjarstjórn um þessa alvarlegu stöðu. Samþykktir okkar um auknar lántökur hafa allar verið í trausti þess að breytt verði um stefnu í fjárhags- og atvinnumálum í Vestmannaeyjum, enda er það forsenda þess að rétta megi við alvarlega stöðu bæjarfélagsins.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

3. mál. Upplesið.

4. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6. mál. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7. mál. Áður afgreitt.

Fundi slitið, fleira ekki gert.

Elsa Valgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Helgi Bragason

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ólafur Daníelsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove