Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1288

13.10.2000

BÆJARSTJÓRN

1288. fundur.

Ár 2000, föstudaginn 13. október kl. 16.40 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna byggingar á vatnstankinum við Löngulág:

Svohljóðandi tillaga barst:

"Í framhaldi af fundi bæjarfulltrúa með byggingafulltrúa fyrr í dag og bréfi frá Límtré og heilbrigðisfulltrúanum í Vestmannaeyjum báðum dags. í dag, ásamt niðurlagi í úrskurðarorðum kærunefndar vegna stöðvunar á framkvæmdum við bygginu veitinga- og ráðstefnuhúss en þar stendur:

“þess skal gætt að fyllsta öryggis sé tryggt og ekki hljótist óþarfa tjón af stöðvun framkvæmdanna”. Því er eftirfarandi tillaga flutt :

Tillaga:

Bæjarstjórn samþykkir að heimila byggingaraðilum að loka (klæða þak og veggi) veitinga- og ráðstefnuhússins á vatnstankinum til þess að tryggja það að fyllsta öryggis sé gætt og ekki hljótist óþarfa tjón af stöðvun framkvæmdanna, en óheimilt er að fara í aðrar framkvæmdir á meðan bráðabirgðarúrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála er í gildi."

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign)

Drífa Kristjánsdóttir (sign)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Björn Elíasson (sign)

Ragnar Óskarsson (sign)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

" Í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. okt. s.l. vegna byggingar veitinga- og ráðstefnuhúss á vatnstanki við Löngulág tökum við eftirfarandi fram:

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa lýst því yfir að þeir eru hlynntir byggingunni á þeirri forsendu að hún geti orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf okkar Vestmannaeyinga og bætt verulega þjónustu á sviði veitingarekstrar og ráðstefnuhalds. Við höfum bent á nauðsyn þess að við undirbúning að byggingum og skipulagi þurfi jafnan að gæta þess að farið sé í öllu eftir lögum og reglugerðum þannig að aðilar séu ávallt vissir um rétt sinn á öllum stigum framkvæmda.

Við leggjum áherslu á að nú þegar verði boðað til fundar í skipulags- og byggingarnefnd þar sem farið verður yfir málið frá grunni og brugðist við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar þannig að til sátta megi horfa fyrir alla aðila málsins. Sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi og henni verður að eyða."

Vestmannaeyjum 13. okt. 2000.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Ragnar Óskarsson (sign)

Björn Elíasson (sign

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 16.55.

Elsa Valgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Drífa Kristjánsdóttir

Björn Elíasson

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove