Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1287

05.10.2000

BÆJARSTJÓRN

1287. fundur.

Ár 2000, fimmtudaginn 5. október kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjón Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Í upphafi fundar minntist forseti Sigurðar Einarssonar og Oddnýjar Bjarnadóttur með svohljóðandi orðum:

“Góðir bæjarfulltrúar.

Áður en við göngum til dagskrár vil ég biðja ykkur um að minnast Sigurðar Einarssonar, bæjarfulltrúa, en hann lést í gær 4. október.

Sigurður var fæddur 1. nóvember 1950. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1974. Sigurður var forstjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja frá 1975 og forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja frá 1992 við sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar og Ísfélagsins. Sigurður sat í stjórn fjölmargra fyrirtækja og félaga, bæði hér í Eyjum og uppi á fastalandinu. Sigurður var ræðismaður Finnlands frá 1986. Hann átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður sat í eftirtöldum ráðum og nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar: Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga, íþróttaráð, skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, starfskjaranefnd, stjórn Gjaldheimtu Vestmannaeyja, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar og sem varamaður í landnytjanefnd og í stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum.

Sigurður sat í bæjarráði frá 1986 til 1994 og svo aftur frá 1998 og til dauðadags og var formaður bæjarráðs á þessu kjörtímabili. Hann sat alls 359 bæjarráðsfundi. Sigurður sat einnig í bæjarstjórn frá 1986 til 1994 og aftur frá 1998 og til dauðadags. Hann sat 153 bæjarstjórnarfundi, þann síðasta 30. desember 1999.

Einnig vil ég biðja ykkur um að minnast Oddnýjar Bjarnadóttur, Dúddu á Sóla, en hún lést 29. september sl. Oddný var fædd 23. apríl 1914. Hún var forstöðukona á barnaheimilinu Sóla á árunum 1960-1973.

Oddný var varabæjarfulltrúi á árunum 1962-1969 og sat alls 19. fundi.

Ég vil biðja viðstadda um að rísa úr sætum og minnast Sigurðar Einarssonar og Oddnýjar Bjarnadóttur.

Varð síðan gengið til dagskrár.

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 18. september sl.

Liðir 1-5 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2546. fundur frá 15. september sl.

1. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að skipa sérstakan starfshóp til þess að gera tillögu til bæjarstjórnar um uppbyggingu grunnskólanna til næstu ára eða þar til þeir verða einsetnir árið 2004. Í hópnum eigi sæti 2 fulltrúar tilnefndir af Vestmannaeyjabæ, einn fulltrúi tilnefndur af hvorum grunnskólanna og 2 fulltrúar foreldra barna úr skólunum. Hópurinn skal leitast við að flýta starfi sínu sem frekast er kostur svo ekki verði frekari tafir við að hefja þá uppbyggingu sem framundan er við skólana.”

Vestmannaeyjum, 5. október 2000.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

“Í framhaldi af 1. máli bæjarráðs frá 15. september sl. og 1. og 2. máli bæjarráðs frá 21. september sl. er ljóst að mikil breyting mun verða á húsnæðismálum Barnaskólans. Framtíðin mun síðan leiða það í ljós hvernig staðið verður að áframhaldandi uppbyggingu og mun reynsla af þessari framkvæmd verða metin í samvinnu við skólayfirvöld og foreldrafélag Barnaskólans.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Fram kom tillaga um að vísa ofangreindri tillögu frá:

“Legg til að tillögunni verði vísað frá með vísan til bókunar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Ragnar Óskarsson og Þorgerður Jóhannsdóttir tóku undir bókun Guðrúnar Erlingsdóttur í málinu.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

Undir þessum lið var 3. mál umhverfisnefndar frá 23. ágúst sl. tekið til atkvæða, en málinu var frestað á síðasta fundi bæjarstjórnar og svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af 4. máli bæjarráðs frá 15.9. 2000 legg ég til að 3ja mál í fundargerð umhverfisnefndar frá 23.8. sl. verði samþykkt.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Þorgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir gerðu grein fyrir hjásetu sinni með vísan í bókun á fundi bæjarstjórnar 7. september sl.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að skora á Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldið að hraða nú þegar endurskoðun á fjárhagslegri skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna yfirtöku fjölmargra verkefna sem færst hafa frá ríkinu á sveitarfélögin í landinu. Bæjarstjórn leggur í þessu sambandi sérstaka áherslu á endurskoðun á kostnaðarskiptingu vegna rekstrar og uppbyggingu grunnskóla enda telur bæjarstjórn að grunnskólarnir hafi orðið sveitarfélögum fjárhagslega þyngri byrði en reiknað var með í upphafi.

Bæjarstjórn leggur sérstaka áherslu á að endurskoðun fyrrnefndrar kostnaðarskiptingaar verði flýtt þar sem Vestmannaeyjabær hefur t.d. ákveðið að fresta einsetningu grunnskólanna í Vestmannaeyjum til ársins 2004. Fram að þeim tíma verður m.a. ráðist í nauðsynlegar en kostnaðarsamar framkvæmdir við báða grunnskólana og því er nauðsynlegt að fyrir liggi skipting þess kostnaðar sem ríkið og sveitarfélagið verða að stofna til vegna þess verkefnis svo dæmi sé tekið.”

Vestmannaeyjum, 5. október 2000.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram komu tilnefningar um:

Aðalmenn: Héðinn Karl Magnússon og Hjördís Jóhannesdóttir.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Varamenn: Skapti Örn Ólafsson og Hjalti Einarson.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Hugmynd að viðfangsefnum nefndar um málefni ungs fólks.

Hinn 7. september sl. samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi tillögu með 7 samhljóða atkvæðum.:

Tillaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að setja á stofn nefnd um málefni ungs fólks. Nefndin verði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um helstu málefni er snerta ungt fólk og hagsmuni þess. Í nefndina verði tilnefndir 3 fulltrúar og 3 til vara, þannig: Tveir fulltrúar og tveir til vara tilnefndir af bæjarstjórn. Einn fulltrúi og einn til vara tilnefndir af nemendafélagi Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Greinargerð

Á seinni árum hefur sú eðlilega og ánægjulega þróun orði að ungt fólk hefur vaxandi áhuga á að taka aukin þátt í hvers konar ákvörðunum um eigin málefni. Slíkt hefur án efa haft góð áhrif á mörgum sviðum og orðið til þess að málefni ungs fólks hafa fengið farsælli lausn en ella og að auki hefur ábyrgð ungs fólks orði meiri í eigin málefnum.

Tillagan gerir ráð fyrir að hér í Vestmannaeyjum verði skipuð sérstök nefnd til þess að fara með málefni ungs fólks og að sú nefnd geti orðið virkur vettvangur til þess að koma að sjónarmiðum unga fólksins um málefni sín. Eðlilegt má telja að nefndin sé skipuð þremur fulltrúum með þeim hætti sem tillagan gerir ráð fyrir. Þá teljum við eðlilegt að í nefndina verði valið fólk sem e.t.v. er á aldrinum 16-30 ára.

Við lok yfirstandandi kjörtímabils verði síðan metið hvort nefndin skuli starfa áfram og þá hvort hún starfi með sama hætti eða breyttum.

Grundvallaratriðið er hins vegar að gera tilraun til þess að virkja ungt fólk til að hafa aukin áhrif á mótun stefnu um eigin málefni.

Vestmannaeyjum, 7.9. 2000.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Í framhaldi af samþykkt tillögunnar teljum við afar mikilvægt að nefndin sjálf marki sér starfsreglur, skilgreini og fjalli um þau mál ungs fólks sem taka þarf til umræðu hverju sinni. Þannig geti nefndin verið frjór umræðuvettvangur um þau málefni og orðið bæjarstjórn til ráðgjafar við ákvarðanatöku þar um. Við teljum að nefndin eigi í raun að fjalla um öll þau málefni sem snerta ungt fólk og ekki eru falin öðrum samkvæmt lögum eða reglugerðum, bæjarmálasamþykkt o.s.frv.”

Vestmannaeyjum, 5.10. 2000.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2547. fundur frá 21. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Þorgerður Jóhannsdóttir og Ragnar Óskarsson tóku undir bókun Guðrúnar Erlingsdóttur í málinu.

b) 2548. fundur frá 25. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

d) 2549. fundur frá 3. október sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.58.

Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove