Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1286

07.09.2000

BÆJARSTJÓRN

1286. fundur.

Ár 2000, fimmtudaginn 7. september kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Sigurgeirs Ólafssonar með eftirfarandi orðum:

“Góðir bæjarfulltrúar.

Áður en við göngum til dagskrár vil ég biðja ykkur um að minnast fyrrverandi forseta bæjarstjórnar, Sigurgeirs Ólafssonar, en hann lést 2. ágúst sl.

Sigurgeir var fæddur 21. júní 1925. Hann var stýrimaður og skipstjóri í mörg ár og útgerðarmaður. Sigurgeir var hafnarstjóri á árunum 1982-1991. Hann var forseti bæjarstjórnar 1982-1984 og sat í bæjarráði sama tímabil.

Sigurgeir var varabæjarfulltrúi 1978-1982 og bæjarfulltrúi 1982-1986. Sigurgeir sat alls 19 bæjarstjórnarfundi.

Ég vil biðja viðstadda um að rísa úr sætum og minnast Sigurgeirs Ólafssonar.”

Síðan var leitað afbrigða til þess að taka fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl. á dagskrá. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður fundargerðin afgreidd undir 1. máli hér á eftir.

1. mál.

Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 27. júlí sl.

Liðir 1-18 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 5. september sl.

Svohljóðandi bókun barst:

“Skipulags- og byggingarnefnd hefur nú veitt heimild til að byggja veitinga- og ráðstefnuhús ofan á vatnstanki í Löngulág.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa lýst því yfir að þeir eru hlynntir byggingunni á þeirri forsendu að hún geti orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf okkar Vestmannaeyinga og bætt verulega þjónustu á sviði veitingarekstrar og ráðstefnuhalds.

Við höfum hins vegar frá fyrstu tíð gagnrýnt þau vinnubrögð sem meirihluti sjálfstæðismanna hefur viðhaft við undirbúning og framgang málsins, bæði að því er snertir samskipti við umsækjendur um bygginguna og einnig íbúa í nánasta umhverfi. Ómarkviss, óvönduð og fálmkennd vinnubrögð sjálfstæðismanna hafa leitt til margs konar árekstra við fjölmarga aðila og hafa orðið til skaða fyrir alla þá sem koma að málinu og valdið því að framkvæmdir hafa tafist. Sjálfstæðismenn bera fulla ábyrgð á þeim vinnubrögðum. Þessum vinnubrögðum höfum við mótmælt og ítrekum þau mótmæli hér. Þá höfum við sérstaklega bent á nauðsyn þess að við undirbúning að byggingum og skipulagi þurfi jafnan að gæta þess að farið sé í öllu eftir lögum og reglugerðum þannig að aðilar séu ávallt vissir um rétt sinn á öllum stigum framkvæmda. Þessar reglur hafa sjálfstæðismenn ekki virt en verða framvegist að hafa í heiðri hvort sem þeim líkar betur eða verr vilji þeir ekki eiga í sífelldum útistöðum við bæjarbúa vegna framkvæmda.”

Vestmannaeyjum, 7.9. 2000.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Liðir 1-7 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum ásamt þeirri breytingu í 1. máli fundargerðarinnar. Þar sem segir: “Stefán óskar eftir að bókað verði” breytist í: “Stefán Ó. Jónsson óskar eftir að bókað verði”.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2542. fundur frá 2. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

4. liður. Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

5. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans geta fallist á að Launanefnd sveitarfélaga fari með samningsumboð fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar nái samningsumboðið undantekningarlaust til allra starfsmanna og stéttarfélaga sem Vestmannaeyjabær gerir kjarasamninga við.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi tillaga barst: “Leggjum til að öll stéttarfélög fái að láta í ljós álit sitt á því hvort vísa eigi samningsumboði til Launanefndar sveitarfélaga.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 voru með.

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sátu hjá með vísan í bókanir og tillögur hér að framan.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

b) 2543. fundur frá 14. ágúst sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram kom tilnefning um Jón I. Hauksson sem aðalmann í landnytjanefnd.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Bendum á bókanir og umræður bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans vegna 2. máls.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2544. fundur frá 29. ágúst sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Við krefjumst þess að bæjaryfirvöld boði þegar til fundar með leikskólakennurum í Vestmannaeyjum í samræmi við ósk þeirra í bréfi dags. 22. ágúst sl. Annað er hreinn dónaskapur gagnvart leikskólakennurum í Vestmannaeyjum.”

Vestmannaeyjum, 7.9. 2000.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Liðurinn var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sátu hjá með vísan í bókun sína.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiddu atkvæði með vísan til atkvæðagreiðslu og bókunar í 6. máli bæjarráðs frá 14. ágúst sl.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Í 3. máli fundargerðar umhverfisnefndar álykta sjálfstæðismenn með afar ósmekklegum hætti og án nokkurs rökstuðnings gegn þjóðhátíðarnefnd vegna viðskilnaðar í Herjólfdal eftir þjóðhátíð. Við teljum að íþróttahreyfingin eigi margt annað skilið en slíkar ályktanir vegna framlags síns til íþrótta- og menningarmála í Vestmannaeyjum.

Við krefjumst þess að nú þegar verði gerður samningur við íþróttahreyfinguna um með hvaða hætti skuli ganga frá Herjólfsdal eftir þjóðhátíð og hvert hlutverk íþrótahreyfingarinnar annars vegar og bæjaryfirvalda hins vegar eigi að vera í því sambandi.

Vestmannaeyjum, 7.9. 2000.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst við 3. mál fundargerðarinnar:

“Leggjum til að 3. máli fundargerðar umhverfisnefndar 23. ágúst 2000 verði frestað og óskað eftir greinargerð frá garðyrkjustjóra vegna málsins.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Helgi Bragason (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Liðir 1 og 2 í fundargerðinni voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðslutillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2545. fundur frá 4. september sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykktir að setja á stofn nefnd um málefni ungs fólks. Nefndin verði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um helstu málefni er snerta ungt fólk og hagsmuni þess. Í nefndina verði tilnefndir 3 fulltrúar og 3 til vara, þannig: Tveir fulltrúar og tveir til vara tilnefndir af bæjarstjórn. Einn fulltrúi og einn til vara tilnefndir af nemendafélagi Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Greinargerð

Á seinni árum hefur sú eðlilega og ánægjulega þróun orðið að ungt fólk hefur vaxandi áhuga á að taka aukin þátt í hvers konar ákvörðunum um eigin málefni. Slíkt hefur án efa haft góð áhrif á mörgum sviðum og orðið til þess að málefni ungs fólks hafa fengið farsælli lausn en ella og að auki hefur ábyrgð ungs fólks orðið meiri í eigin málefnum.

Tillagan gerir ráð fyrir að hér í Vestmannaeyjum verði skipuð sérstök nefnd til þess að fara með málefni ungs fólks og að sú nefnd geti orðið virkur vettvangur til þess að koma að sjónarmiðum unga fólksins um málefni sín. Eðlilegt má telja að nefndin sé skipuð þremur fulltrúum með þeim hætti sem tillagam gerir ráð fyrir. Þá teljum við eðlilegt að í nefndina verði valið fólk sem e.t.v. er á aldrinum 16-30 ára.

Við lok yfirstandandi kjörtímabils verði síðan metið hvort nefndin skuli starfa áfram og þá hvort hún starfi með sama hætti eða breyttum.

Grundvallaratriðið er hins vegar að gera tilraun til þess að virkja ungt fólk til að hafa aukin áhrif á mótun stefnu um eigin málefni.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Björn Elíasson (sign.)

Helgi Bragason bað um fundarhlé og var það veitt.

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.07.

Elsa Valgeirsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Helgi Bragason, Ragnar Óskarsson, Björn Elíasson, Guðrún Erlingsdóttir, Guðjón Hjörleifsson.


Jafnlaunavottun Learncove