Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1285
BÆJARSTJÓRN
1285. fundur.
Ár 2000, fimmtudaginn 20. júlí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti bæjarstjórnar Jóns Ísaks Sigurðssonar með eftirfarandi orðum:
“Góðir bæjarfulltrúar
Áður en við göngum til dagskrár vil ég biðja ykkur um að minnast heiðursborgara Vestmannaeyja, Jóns Ísaks Sigurðssonar en hann lést 28. júní sl.
Jón var fæddur 7. nóvember 1911. Hann sinnti hafnsögustörfum frá 1938, var hafnsögumaður frá 1947-1984. Jón sat í hafnarstjórn í 32 ár og þar af 20 ár sem formaður. Hann var formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyja frá 1954-1974. Auk þessara starfa var Jón virkur í íþróttahreyfingunni og í ýmsu öðru félagastarfi.
Jón var bæjarfulltrúi 1958-1970 og 1977-1978. Einnig var hann varabæjarfulltrúi 1954-1958 og 1974-1977. Jón sat alls 156 bæjarstjórnarfundi.
Ég vil biðja viðstadda um að rísa úr sætum og minnast Jóns Ísaks Sigurðssonar.”
Var síðan leitað afbrigða til þess að taka fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 17. júlí sl. á dagskrá.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 2. mál hér síðar á fundinum.
1. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 5. júlí sl.
Liðir 1-6 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 17. júlí sl.
Fundargerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2539. fundur frá 4. júlí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Upplesið.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Upplesið.
10. liður: Upplesið.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Upplesið.
14. liður: Upplesið.
15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
19. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
20. liður: Upplesið.
21. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
22. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
23. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
24. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
25. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
26. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2540. fundur frá 10. júlí sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Upplesið.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Upplesið.
c) 2541. fundur frá 17. júlí sl.
1. liður: Undir þessum lið samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi ályktun með 7 samhljóða atkvæðum:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir fyrirhugðu útboði Vegagerðarinnar á rekstri m/s Herjólfs á siglingarleiðinni Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn-Vestmannaeyjar. Forsendur mótmælanna eru:
· að ekki verði um rekstrarlega hagkvæmni að ræða á þann hátt að sparnaður náist án þess að þjónustan skerðist.
· að ekki sé nauðsynlegt að fram fari útboð vegna fjölþjóðlegra samninga (aðild að evrópska efnahagssvæðinu). Það hefur ekki verið bent á það með óyggjandi hætti að útboð á siglingaleiðinni falli undir skilyrði fjölþjóðasamninganna þrátt fyrir að fjárhagsleg aðkoma ríkissjóðs sé yfir þeim mörkum sem fram koma í samningunum. Siglingaleiðin er það sértæk og hefur það mikla búsetulega þýðingu fyrir búsetu í Vestmannaeyjum. Þá er ekki vitað til að fram hafi komi mótmæli frá öðrum vegna ríkjandi fyrirkomulags.
· að ekki liggi ljóst fyrir hvort stjórn Herjólfs hf. mun ganga til samninga um leigu á fasteignum (landgöngumannvirkjum) sem eru þinglesin eign félagsins. Það gæti þurft að koma til þvingandi aðgerða af hálfu eigenda félagsins til að ná fram leigusamningi um mannvirkin.
· að ekki sé ágreiningslaust að Herjólfur hf. geti tekið þátt í útboðinu og annast rekstur skipsins vegna eignaraðildar ríkis og bæjar sem eiga um 97% af hlutfé félagsins.
Bæjarstjórn er kunnugt um að aflað hefur verið lögfræðiálita vegna framangreindra atriða að einhverju leyti. Þrátt fyrir þau lögfræðiálit sem fram hafa komið ríkir enn vafi um framkvæmdaþætti málsins. Bæjarstjórn leggur því áherslu á að útboðið fari ekki fram á þessum tíma.
Íbúaþróun í Vestmannaeyjum hefur ekki verið jákvæð á liðnum misserum, íbúum hefur farið fækkandi. Það er verulegt atriði að forsvarmenn rekstraraðila skipsins á hverjum tíma séu búandi í bænum meðal þeirra farþega sem mest nota skipið.
M/s Herjófur er eina ferjan hérlendis sem heldur uppi samgöngum við byggða eyju þar sem áherslan liggur í flutningi á farþegum og fólksbifreiðum. Aðrar ferjur sem styrktar eru af almannafé leggja meiri áherslu á vöruflutninga.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Drífa Kristjánsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Kristjana M. Harðardóttir (sign.)
Ályktunin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst í málinu:
Afgreiðslutillaga á 3ja máli bæjarráðs frá 17. júlí sl.
“a) liður:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að svipta veitingahúsið Lundann, Kirkjuvegi 21, rekstrarleyfi föstudaginn 11. ágúst og aðfararnótt laugardagsins 12. ágúst nk.
b) liður:
Bæjarstjórn samþykkir áframhaldandi óbreytt vínveitingaleyfi en getur ekki orðið við erindinu að öðru leyti hvað varðar lengingu á afgreiðslutíma áfengis, með vísan til fyrirliggjandi gagna og afgreiðslu a) liðar hér að framan.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Drífa Kristjánsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Kristjana M. Harðardóttir (sign.)
Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.35.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
Drífa Kristjánsdóttir
Kristjana M. Harðardóttir
Ragnar Óskarsson
Guðjón Hjörleifsson