Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1283

20.06.2000

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1283.fundur.

Ár 2000 þriðjudaginn 20. júní kl. 18:00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júní sl., íþrótta- og æskulýðsráðs frá 15. júní sl., umhverfisnefndar frá 15. júní sl., almannavarnarnefndar frá 19. júní sl. og stjórnar Bæjarveitna frá 20. júní sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður fundargerð skipulags- og byggingarnefndar tekin fyrir undir 1. máli og hinar fundargerðirnar undir 2. máli.

1. mál. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) fundur haldinn 2. júní sl. Liðir 1 – 20 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) fundur haldinn 15. júní sl. Liðir 1 – 3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir bæjarráðs og nefnda:

a) 2537. fundur frá 7. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

b) 2538. fundur frá 13. júní sl.

1. liður: Svohljóðandi bókun barst:

Á þessu kjörtímabili höfum við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans gagnrýnt harðlega fjármálastjórn meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Gagnrýni okkar byggist á þeirri staðreynd að fjárhagur bæjarfélagsins hefur versnað jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið að í mikil óefni stefnir verði ekkert að gert. Við höfum á undanförnum árum lagt fram ýmsar tillögur sem miða að því að efla fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Þessar tillögur snúa flestar að atvinnumálum með það fyrir augum að fjölga hér atvinnutækifærum, fjölga íbúum og þar með auka tekjur bæjarfélagsins þannig að það geti staðið undir eðlilegum rekstri og fjárfestingu án þess að þurfa sífellt að auka skuldir eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Því miður hafa þessar tillögur fæstar náð fram að ganga og teljum við það mjög til skaða fyrir bæjarfélagið.

Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar samþykkjum við á þessum fundi verulega aukningu fjárhagsskuldbindinga vegna nýs íþróttahúss. Það gerum við meðal annars í trausti þess að bæjarstjórn breyti um stefnu í þá átt sem bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa flutt tillögur um og stuðla m.a. að auknum tekjum bæjarfélagsins, sbr. það sem sagt er hér að framan. Við teljum einnig nauðsynlegt að fenginn verði hlutlaus aðili til þess að meta skuldaþol bæjarfélagsins og fjárhagsstöðu, sbr. tillögur okkar þar um.

Vestmannaeyjum 20. júní 2000

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Órkarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Svohljóðandi tillaga barst:

Bæjarstjórn samþykkir að leita til hlutlauss aðila til að meta skuldaþol Vestmannaeyjabæjar og fjárhagsstöðu hans, svo og horfur í fjárhagsstöðu bæjarins til næstu ára. Jafnframt verði þessum aðila falið að gera tillögur til bæjarstjórnar um með hvaða hætti unnt er að bæta fjármálastöðu Vestmannaeyjabæjar þannig að fjárhagur bæjarfélagsins eflist á nýjan leik og Vestmannaeyjabær geti til framtíðar sinnt þeim skyldum sem hann hefur gagnvart íbúum bæjarfélagsins.

Greinargerð

Nú hefur bæjarstjórn samróma samþykkt byggingu nýs íþróttahúss. Því ber að fagna. Ljóst er hins vegar að byggingin hefur í för með sér umtalsverðar fjárhagsskuldbindingar til næstu ára. Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er nú þegar mjög erfið og nauðsynlegt að leita allra leiða til þess að Vestmannaeyjabær geti með öruggum hætti staðið við allar sínar fjárhagsskuldbindingar. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að fá hlutlausan aðila til að meta skuldaþol bæjarins og fjárhagsstöðu hans. Af þeim ástæðum er ofangreind tillaga flutt.

Vestmannaeyjum 20. júní 2000

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst:

“Með vísan til fyrri bókana um aðkomu eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga leggjum við til að tillögunni verði vísað frá enda er eftirlitsnefndin hlutlaus aðili og skipuð samkvæmt lögum.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign), Helgi Bragason (sign), Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign), Guðjón Hjörleifsson (sign).

Ragnar Óskarsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

“Frávísunartillaga sjálfstæðismanna er byggð á misskilningi. Þrátt fyrir hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er full þörf á að fá hlutlausan aðila til að meta skuldaþol Vestmannaeyjabæjar og fjárhagsstöðu hans, horfur í fjárhagsstöðu til næstu ára og að gera tillögur um úrbætur í fjármálum bæjarfélagsins.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign), Ragnar Óskarsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign).

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkv., 3 á móti. Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 15. júní sl. Liðir 1 – 6 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Fundargerð almannavarnarnefndar frá 19. júní sl. Liðir 1 – 9 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

e) Fundargerð umhverfisnefndar frá 15. júní sl. Liður 1 var samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum, 1 fjarverandi með vísan í 2. mál í fundargerð almannavarnarnefndar hér á undan. Fundargerðin var að öðru leyti samþykkt með 6 atkv., 1 fjarverandi.

f) Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 20. júní sl. Liðir 1 – 4 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál. Tillaga um breytingu á 47. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar:

- síðari umræða -

Tillagan var borin upp í tvennu lagi:

a. Málsgreinin “Bæjarstjórn getur veitt veitingastöðum, sem hafa leyfi til áfengisveitinga samkvæmt áfengislögum, heimild til að hafa opið allan sólarhringinn eða skemur eftir atvikum.” var samþykkt með 3 atkvæðum, 2 á móti, 2 sátu hjá.

b. Aðrir hlutar samþykktarinnar voru samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

Tillagan um breytingu á 47. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjabæ telst því samþykkt í heild sinni.

Svohlóðandi bókun barst:

“Tel það ekki þjóna nokkrum tilgangi að hafa heimild í lögreglusamþykkt Vestmannaeyjabæjar um það að hafa opið allan sólarhringinn m.a. með tilliti til forvarnarsjónarmiða og þess að við búum á einangruðu svæði og því ekki í neinni samkeppni um skemmtanahald.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

4. mál.

Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara:

a) Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá. Var hún því kjörin forseti bæjarstjórnar.

b) Sigurður Einarsson fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar. Þorgerður Jóhannsdóttir fékk 5 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir fékk eitt atkvæði og einn seðill var auður.

c) Ritarar bæjarstjórnar voru kosnir Elsa Valgeirsdóttir og Ragnar Óskarsson, til vara Sigurður Einarsson og Guðrún Erlingsdóttir, með 7 samhljóða atkvæðum.

5. mál.

Kosning í bæjarráð til eins árs:

Fram komu tilnefningar um Sigurð Einarsson, Elsu Valgeirsdóttur og Guðrúnu Erlingsdóttur sem aðalmenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram komu tilnefningar um Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, Guðjón Hjörleifsson og Þorgerði Jóhannsdóttur sem varamenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. mál.

Kosning í nefndir:

Kosning í nefndir til eins árs:

Íþróttaráð: 3 aðalmenn og 3 til vara
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að fresta tilnefningum til næsta fundar bæjarráðs.
Menningarmálanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Gunnar Friðfinnsson
Ólafur Lárusson Sveinn Rúnar Valgeirsson
Hjálmfríður Sveinsdóttir Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Starfskjaranefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Sigurður Einarsson Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Bæjarveitna Vestmannaeyja: 4 aðalmenn og 4 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Drífa Kristjánsdóttir
Georg Þór Kristjánsson Auróra Friðriksdóttir
Ragnar Óskarsson Björn Elíasson
Andrés Sigmundsson Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar: 1 aðalm. og 1 til vara

Aðalmaður: Varamaður:
Sigurður Einarsson Guðný Bjarnadóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Októvía Andersen
Ragnar Óskarsson Hörður Þórðarson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Kjörstjórnir við Alþings- og forsetakosningar
a) Undirkjörstjórnir: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Jóhann Pétursson Guðbjörg Karlsdóttir
Ólafur Elísson Hörður Óskarsson
Jón I. Hauksson Björgvin Magnússon
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Kjördeildir: 3 aðalmenn og 3 til vara
1. kjördeild
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eggertsdóttir Þuríður Helgadóttir
Einar Bjarnason Þuríður Guðjónsdóttir
Sigríður Kristín Finnbogadóttir Björn Elíasson
2. kjördeild:
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Valtýsson Kristín Haraldsdóttir
Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir
Karl Jónsson Nanna Þóra Áskelsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Herjólfs hf.: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Grímur Gíslason Sigurbjörg Axelsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir Ragnar Óskarsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja.: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:

Guðjón Hjörleifsson

Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Björn Elíasson

Guðrún Erlingsdóttir

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnframt komu fram tilnefningar um breytingar á nefndarmönnum í nefndir til 4 ára:

Hafnarstjórn:

Guðjón Hjörleifsson kemur inn sem aðalmaður í stað Andreu Atladóttur.

Valmundur Valmundsson kemur inn sem aðalmaður í stað Óskars Arnar Ólafssonar.

Svavar Valtýr Stefánsson kemur inn sem varamaður í stað Valmundar Valmundssonar.

Skólamálaráð:

Lára Skæringsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Jakobs Jónatans Möllers.

Ármann Höskuldsson verður varamaður í stað Láru Skæringsdóttur.

Þuríður Freysdóttir kemur inn sem varamaður í stað Ármanns Höskuldssonar.

Breytingar þessar voru samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20:45

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Helgi Bragason

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove