Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1282
BÆJARSTJÓRN
1282. fundur.
Ár 2000, miðvikudaginn 31. maí kl. 14.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.
Annar varaforseti bæjarstjórnar, Þorgerður Jóhannsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Leitað var afbrigða til þess að taka fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 11. apríl sl. á dagskrá.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 1. mál hér á fundinum.
1. mál.
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:
a) Fundur haldinn 11. apríl sl.
Liðir 1-11 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerðir hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 17. apríl sl.
Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Fundur haldinn 10. maí sl.
Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2531. fundur frá 2. maí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Björn Elíasson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Upplesið.
b) 2532. fundur frá 8. maí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
Svohljóðandi bókun barst:
“Í framhaldi af greinargerð bæjarstjóra til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga viljum við taka eftirfarandi fram:
Greinargerðin ber þess merki að bæjarstjórinn reynir að fegra fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og villa um fyrir nefndinni um hina raunverulegu fjárhagsstöðu. Þá er farið mjög almennum orðum um að ástandið sé nokkuð gott, þjónustustigið hátt og þar fram eftir götum án þess að það sé skýrt nánar. Slíkar yfirlýsingar eru engin nýjung og koma ekki á óvart.
Það sem alvarlegast er í greinargerð bæjarstjóra er hins vegar það að ekki er til framtíðar gert ráð fyrir breytingum sem gætu leitt til betri hags fyrir bæjarfélagið. Þannig er ekki vikið að grundvallarforsendum þess að hér verði vörn snúið í sókn, nefnilega nýjum vinnubrögðum og hugsanagangi og stórfelldri uppbyggingu í atvinnumálum. Meðan bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar gerir sér ekki grein fyrir þessum staðreyndum er því miður ekki mikils að vænta.
Við vísum að öðru leyti tl bókunar okkar og fylgiskjala sem lögð voru fram í bæjaráði 9. mars sl. og send voru eftirlitsnefndinni sama dag. Jafnframt áskiljum við okkur rétt til að fjalla nánar um skýrslu bæjarstjóra ef okkur þykir ástæða til.”
Vestmannaeyjum, 31. maí 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Björn Elíasson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bókun frá bæjarfulltrúum D-listans.
Við viljum árétta að svar bæjarstjóra til eftirlitsnefndar er unnið upp úr reikningum bæjarins og öðrum opinberum gögnum.
Jafnframt viljum við harma málflutning og bókun fulltrúa V-listans um að hér sé verið að fegra eða blekkja eftirlitsnefndina.”
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Drífa Kristjánsdóttir (sign.)
Helgi Bragason (sign.)
Jafnframt barst svohljóðandi tillaga:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að óska eftir því við félagsmálaráðherra þar sem ákveðið hefur verið að flytja skrifstofu jafnfréttismála út á land, að skrifstofan verði staðsett í Vestmannaeyjum.”
Vestmannaeyjum, 31. maí 2000.
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Björn Elíasson (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sitja hjá við afgreiðslu á 3. máli sameiginlegs fundar landnytjanefndar og umhverfisnefndar frá 2. maí sl. þar sem við teljum nauðsynlegt að landnytjanefnd taki á öllum skipulagsmálum landnytja samtímis.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Björn Elíasson (sign.)
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum með vísan í ofangreinda bókun.
c) 2533. fundur frá 10. maí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) 2534. fundur frá 15. maí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið
4. liður: Upplesið
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Tillagan í málinu var felld með 4 atkvæðum, 3 með.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Við lýsum yfir undrun okkar á tillögu fulltrúa Vestmannaeyjalistans að þeir hafi ekki hugmynd um þann kostnað sem fylgir því að ganga í Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og SASS en á fundinum viðurkenndu bæjarfulltrúar Vestmanneyjalistans að þeir vissu ekki hvað tillögur þeirra muni kosta bæjarsjóð.”
Guðjón Hjörleifsson (sign)
Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Drífa Kristjánsdóttir (sign)
Helgi Bragason (sign)
Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans óska eftir að bókað verði:
Kostnaður vegna atvinnumála er alltaf afstæður og þarf að reiknast út frá heild,
þ.e.a.s. hverju skilar aðildin til baka í bæjarfélagið með meiri tekjum, samvinnu og betra samfélagi.
Því hörmum við afstöðu sjálfstæðismanna að vilja einungis líta á þátttökugjöldin ein og sér en ekki í samhengi við hvað aðildin gæti skilað sér til okkar.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)
Guðrún Erlingsdóttir (sign)
Björn Elíasson (sign)
16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
18. liður: Upplesið.
e) 2535. fundur frá 22. maí sl.
1. liður: Upplesið
2. liður: Upplesið
3. liður: Upplesið
Svohljóðandi bókun barst: “Áfram bókað að við tökum undir bókun Ragnars Óskarssonar og vísum til fyrri bókana vegna málsins.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)
Guðrún Erlingsdóttir (sign)
Björn Elíasson (sign)
4. liður: Upplesið.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Tillagan í málinu var felld með 4 atkv., 3 með.
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vísuðu í bókun sína í 15. máli 2534. fundar bæjarráðs hér fyrr á fundinum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísuðu jafnframt í bókun sína í sama máli.
10. liður: Upplesið.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Upplesið.
f) 2536. fundur frá 29. maí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið
7. liður: Upplesið.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Upplesið.
10. liður: Upplesið.
11. liður: Upplesið.
12. liður. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
16. liður: Bæjarstjórn ákvað að fresta 7. máli fundargerðarinnar og vísa því aftur til menningarmálanefndar með 6 atkv., 1 fjarverandi. Fundargerðin að öðru leyti var samþykkt með 6 atkv., 1 fjarv.
17. liður: Samþykkt með 6 atkv., 1 fjarv.
4. mál.
Tillaga um breytingu á 47. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar.
- Fyrri umræða –
Samþykkt var með 7 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
5. mál.
Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 1999:
- Síðari umræða –
Gengið var til atkvæða:
a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1999: | ||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||
Sameiginlegar tekjur (nettó) | kr. | 853.961.435 | ||
Rekstrartekjur umfram gjöld | kr. | 14.013.125 | ||
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) | kr. | 72.363.633 | ||
Eignfærð fjárfesting (nettó) | kr. | 52.652.633 | ||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.251.140.120 | ||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 488.520.085 | ||
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá. | ||||
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1999: | ||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||
Rekstrartekjur | kr. | 120.030.311 | ||
Tap ársins | kr. | 136.436.551 | ||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.243.073.972 | ||
Eigið fé alls | kr. | 837.376.943 | ||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | ||||
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1999: | ||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||
Rekstrartekjur | kr. | 15.026.807 | ||
Tap ársins | kr. | 24.077.352 | ||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 246.561.390 | ||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 220.024.846 | ||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | ||||
d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 1999: | ||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||
Rekstrartekjur | kr. | 483.076.157 | ||
Tap ársins | kr. | 2.472.530 | ||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.132.609.602 | ||
Eigið fé alls | kr. | 352.215.114 | ||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | ||||
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1999: | ||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||
Lækkun á hreinni eign á árinu | kr. | 4.862.349 | ||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 88.750.403 | ||
Hrein eign | kr. | 88.750.403 | ||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Svohljóðandi bókun barst: |
“Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins v/ársreikninga bæjarsjóðs og stofnana hans árið 1999.
Niðurstöður ársreikninga bæjarsjóðs bera með sér að miklar breytingar hafa orðið í framsetningu reikninganna og ber þar hæst að lífeyrisskuldbindingar eru nú færðar að fullu en byrjað var á því árið 1998. Hefur þetta jafnframt áhrif á rekstur og efnahag hafnarsjóðs og Bæjarveitna.
Sameiginlegar tekjur urðu kr. 853,9 m.kr. á móti 754,6 milljónum króna og er það hækkun upp á 13,15% á milli ára.
Útsvarstekjur urðu nokkuð lægri en reiknað var með í upphaflegri fjárhagsáætlun, en tæpum 20 milljónum hærri miðað við endurskoðaða áætlun. Framlag úr Jöfnunarsjóði hækkaði verulega eða um rúmar 40 milljónir. Aðrir tekjuliðir voru á áætlun.
Nettó rekstrargjöld, án fjármagnsliða, urðu 824,5 m.kr. á móti 728,9 m.kr. árið áður sem er hækkun upp á rúm 13% milli ára.
Stærstu útgjaldaliðirnir voru fræðslumál sem tóku til sín (nettó) 303,1 m.kr. á móti 248 milljónum árið áður sem er 22,2% hækkun á milli ára og eru það aðallega kjarasamningar við kennara sem gerðir voru á árinu.
Rekstur félagsþjónustu (nettó) var 155,3 m.kr. á árinu á móti 142 milljónum árið áður sem er 9,3% hækkun á milli ára.
Gjaldfærð fjárfesting var nettó 72,3 m.kr. sem er 21,3 milljónum kr. lægra en áætlað var.
Eignfærð fjárfesting var nettó 52,6 m.kr. eða um 14,7 milljónum lægra en áætlað var.
Helstu framkvæmdir voru við Íþróttamiðstöðina, Listaskólann, Hamarsskólann og Hraunbúðir. Tekjur ársins hjá hafnarsjóði voru 120 m.kr. sem er um 10,5 m.kr. lægra en áætlað var. Rekstrargjöld hafnarsjóðs án vaxta, voru að upphæð 91 m.kr. og voru þau tæpum 6 m.kr. undir áætlun.
Félagslegar íbúðir eru sem áður fyrr vandræðabarn í rekstri bæjarfélagsins sem byggt var að mestu upp í tíð vinstri manna.
Rekstrarniðurstaðan varð neikvæð sem nemur 24 milljónum og peningaleg staða var neikvæð um 417 milljónir í árslok.
Rekstur Bæjarveitna var í góði lagi og skiluðu Rafveita, Vatnsveita og Sorpbrennsla og Hitaveita samtals 16,6 m.kr. frá rekstri af reglulegri starfsemi. Ekki voru tekin ný lán á árinu hjá Bæjarveitum.
Ljóst er að rekstur sveitarfélaga um allt land hefur verið að þyngjast töluvert og hefur kostnaður við aukna þjónustu í sveitarfélögunum ekki skilað sér í tekjum sem skyldi.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta björtum augum á framtíðina og munu starfa áfram af festu og ábyrgð bæjarfélaginu til heilla.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Drífa Kristjánsdóttir (sign.)
Helgi Bragason (sign.)
Svohljóðandi bókun barst:
Bókun
“Reikningar bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 1999 bera með sér að enn hallar á ógæfuhliðina í fjármálum bæjarfélagsins. Á þeim tíma sem sjálfstæðismenn hafa verið við völd, frá árinu 1990, hefur fjárhagsstaðan sífellt versnað með hverju árinu sem líður og nú er svo komið að fjárhagsstaðan er orðin það afleit að við svo búið má ekki standa öllu lengur. Samanburður á lykiltölum úr reikningum bæjarsjóðs milli áranna 1990 og 1999 er gleggsta dæmið um hvernig fjármálastjórn sjálfstæðismanna hefur verð.
Samanburður 1990-1999
Hlutfall af skattatekjum
Árið 1990 | Árið 1999 | |
Skuldir | 126% | 198% |
Rekstur málaflokka án vaxta | 70% | 97% |
Greiðslubyrði lána (nettó) | 11% | 17% |
Gjaldfærð og eignfærð fjárfesting | 26% | 15% |
Þetta gerist á sama tíma og sjálfstæðismenn hafa sífellt hækkað útsvarið og önnur gjöld á bæjarbúa. Hér er því um dapurlegar niðurstöður að ræða. Þessar niðurstöður eru, eins og við fulltrúar Vestmannaeyjalistans höfum oft bent á, óþægilegur, en um leið raunverulegur dómur um misheppnaða fjármálastjórn meirihluta sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sem kunnugt er gert alvarlegar athugasemdir við fjárhaginn og eru þær ásamt með öðru staðfesting á því sem að ofan greinir.
Það sem af er þessu kjörtímabili og á því síðasta höfum við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans margsinnis með bókunum og tillöguflutningi í bæjarráði og bæjarstjórn bent á versnandi fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Þá höfum við einnig bent á að fjölbreyttara atvinnulíf í Vestmannaeyjum sé frumforsenda góðrar fjárhagslegrar afkomu Vestmannaeyinga og um leið bæjarfélagsins í heild. Við teljum því að órjúfanleg tengsl séu á milli þess að ráða bót á þeim fjárhagsvanda sem bæjarfélagið stendur nú frammi fyrir og stórátaks í atvinnumálum.
Við teljum nauðsynlegt að setja nú þegar í gang ferli til þess að ná raunhæfum markmiðum um bætta fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Við leggjum áherslu á að hér er um að ræða margra ára ferli enda er fjárhagsstaðan það erfið að langan tíma tekur að ráða bót þar á. Þær aðgerðir sem grípa þarf til nú þegar eru m.a. eftirfarandi:
1. Bæjarstjórn Vestmannaeyja þarf að gera sér grein fyrir og viðurkenna þá alvarlegu stöðu sem fjármál bæjarins eru í.
2. Stokka þarf upp fjármálastjórn Vestmannaeyjabæjar, fá hlutlausan aðila með haldgóða þekkingu á fjármálastjórn til að meta skuldaþol bæjarfélagsins og fjárhagsstöðu og að aðstoða bæjarstjórn við að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag.
3. Marka þarf stefnu, setja markmið og gera áætlun til næstu ára um raunhæfa nýsköpun í atvinnumálum.
4. Virkja þarf Þróunarfélag Vestmannaeyja í samræmi við lið 2, enda býr það yfir vitneskju, þekkingu og reynslu sem nýst getur vel í slíkri áætlunargerð.
5. Leita þarf samstarfs við utanaðkomandi aðila s.s. Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og fleiri í samræmi við lið 2.
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sitja hjá við afgreiðslu reikninga bæjarsjóðs en greiða atkvæði með reikningum stofnana hans. Að öðru leyti vísum við hér með í bókanir um fjárhag bæjarfélagsins undanfarin ár, bæði er varðar afgreiðslu fjárhagsáætlana og reikninga.”
Vestmannaeyjum, 31. maí 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Björn Elíasson (sign.)
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.15.
Elsa Valgeirsdóttir
Drífa Kristjánsdóttir
Helgi Bragason
Guðrún Erlingsdóttir
Björn Elíasson
Þorgerður Jóhannsdóttir
Guðjón Hjörleifsson