Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1281
BÆJARSTJÓRN
1281. fundur.
Ár 2000, sunnudaginn 21. maí kl. 18.00 var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 20. maí sl.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Tillaga
Svohljóðandi tillaga lá fyrir:
“Í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fundi þann 8. maí sl. varðandi 1. og 2. mál fundarins samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að heimila Sigmari Georgssyni og Grími Þór Gíslasyni byggingaraðilum, að hefja framkvæmdir við byggingu lagnabrunns sunnan við núverandi vatnstank í Löngulág.
Fyrir liggja eftirfarandi umsagnir og atriði:
q Teikningar af fyrirhuguðum lagnabrunni dagsettar í maí 2000.
q Umsögn Hollustuverndar ríkisins varðandi lagnabrunninn og ráðstafanir vegna starfsleyfis Bæjarveitna Vestmannaeyja dags. 19. maí 2000.
q Samþykki stjórnar Bæjarveitna Vestmannaeyja dags. 20. maí 2000.
q Umsögn Vinnueftirlits ríksins dags. 16. maí 2000.
q Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 11. maí 2000.
Heimild þessi nær einungis til byggingar lagnabrunns sunnan við núverandi vatnstank en samþykkt fyrir byggingu veitinga- og ráðstefnuhúss þar ofan á mun verða tekið fyrir á næsta fundi skipulags- og bygginganefndar þ.e. þegar bygginganefndarteikningar liggja fyrir. Þá munu liggja fyrir þær umsagnir sem krafist er svo byggingarleyfi sé gefið út, sem og staðfesting umhverfisráðuneytisins á staðfestri breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að við afgreiðslu málsins verði farið í öllu eftir gildandi reglum um framkvæmdir skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.
Vestmannaeyjum, 21. maí 2000
Guðjón Hjörleifsson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Ragnar Óskarsson
Elsa Valgeirsdóttir
Aðalsteinn Sigurjónsson
Guðrún Erlingsdóttir
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.10.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Aðalsteinn Sigurjónsson
Ragnar Óskarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Guðjón Hjörleifsson