Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1277

23.03.2000

BÆJARSTJÓRN

1277. fundur.

Ár 2000, fimmtudaginn 23. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár var leitað afbrigða til þess að taka fundargerð skipulagsnefndar frá 23. mars á dagskrá.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 1. mál c) hér á eftir. Jafnframt var leitað afbrigða til þess að taka tillögu á dagskrá er varðar bæjarmálasamþykkt.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 4. mál hér síðar á fundinum.

1. mál.

Fundargerðir skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 8. mars sl.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vísuðu til fyrri bókana sinna um skipulag Herjólfsdals, sbr. 1. mál fundargerðarinnar.

Liðir 1-8 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 15. mars sl.

Liðir 1-2 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

c) Fundur haldinn 23. mars.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Legg til að 7. og 8. máli í fundargerð skipulagsnefndar frá því fyrr í dag verði vísað til bæjarráðs.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Ragnar Óskarsson óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-6 og 9-10 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Við atkvæðagreiðsluna barst svohljóðandi bókun:

“Við afgreiðslu 1. máls leggum við áherslu á að sett verði ströng skilyrði til að koma í veg fyrir óþægindi og ónæði fyrir íbúa í nærliggjandi hverfum.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2522. fundur frá 22. febrúar sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fá fund með samgönguráðherra, ráðherra og þingmönnum Suðurlands varðandi málefni Herjólfs. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út rekstur Herjólfs, krefjumst við þess að í útboðsgögnum er eiga að koma fram nú í þessum mánuði komi fram að ferðatíðni verði á engan hátt skert frekar fjölgað og kostnaður okkar Vestmannaeyinga verði ekki aukinn.”

Greinargerð

Ljóst er þrátt fyrir viljayfirlýsingu er gerð var í framhaldi af fundi bæjarstjórnar, stjórnar Herjólfs og þingmanna Suðurlands milli samgönguráðuneytisins, Vegagerðar ríkisins og stjórnar Herjólfs þann 2. október 1995 verður ferjuleiðin Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn – Vestmannaeyjar boðin út. Samkvæmt niðurstöðum Baldurs Guðlaugssonar hrl. er Herjólfi hf. heimilt að bjóða í ferjuleiðina. Bættar samgöngur er einn þeirra þátta sem hafa mikil áhrif á framtíð Vestmannaeyja og skipti miklu máli þar um að það séu heimamenn sem fari með ferðina.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

Þorgerður Jóhannsdóttir vék af fundi í þessu máli.

7. liður: Upplesið.

Guðjón Hjörleifsson lagði fram svör á fundinum við þeim spurningum sem fram komu í málinu.

b) 2523. fundur frá 23. febrúar sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

11. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

c) 2524. fundur frá 6. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2525. fundur frá 13. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

8. liður: Upplesið.

e) 2526. fundur frá 20. mars sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

3. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs, 2001-2003.

- Síðari umræða –

Svohljóðandi bókun barst:

“Við afgreiðslu 3 ára áætlunar bæjarsjóðs nú vísum við til fyrri bókana okkar um 3 ára áætlanir meirihluta sjálfstæðismanna svo og bókana við afgreiðslu fjárhagsáætlana síðustu ára.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

4. mál.

Breyting á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar:

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af tillögu frá bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans frá 3. febrúar sl. vegna afgreiðslu á bæjarmálasamþykkt leggjum við til að 57. grein A (10. liður) verði í samræmi við samþykkt stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja.

57. gr. A (10. liður).

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tilnefnir 3 aðalmenn í stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja og jafnmarga til vara. Auk fulltrúa bæjarins er einn fulltrúi Samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar og annar fulltrúi atvinnulífsins.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Jafnframt endurfluttu bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eftirfarandi tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 3. febrúar sl.

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að gerð verði breyting á skipun í stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja þannig:

1. Tveir aðalfulltrúar og tveir til vara verði kosnir af bæjarstjórn Vestmannaeyja.

2. Háskóli Íslands tilnefni einn fulltrúa og einn til vara.

3. Verkalýðshreyfingin í Vestmannaeyjum skipi einn aðalmann og einn til vara.

4. Vinnuveitendur í Vestmannaeyjum skipi einn aðalmann og einn til vara.”

Vestmannaeyjum, 23. mars 2000.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi frávísunartillaga barst við síðari tillöguna:

“Legg til að tillögunni verði vísað frá þar sem stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja hefur samhljóða samþykkt fyrirkomulag um stjórn Þ.V.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Fyrri tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Við lítum svo á að með samþykktinni eigi fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar aðgang að stjórn Þróunarfélagsins sem fulltrúar atvinnulífsins.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskrarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.10.

Elsa Valgeirsdóttir

Helgi Bragason

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove