Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1275
BÆJARSTJÓRN
1275. fundur.
Ár 2000, fimmtudaginn 3. febrúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerðir skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 21. desember sl.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við afgreiðslu á nýtingu opinna svæða í Vestmannaeyjum, svo og úthlutun lóða og leyfi til mannvirkjagerðar á svokölluðu Ofanbyggjarasvæði, vísum við til bókana okkar um þau mál í bæjarstjórn. Að öðru leyti samþykkjum við fundargerðir skipulagsnefndar frá 21. desember og 27. janúar sl. Við leggjum áherslu á að allar framkvæmdir á svæðinu séu í samræmi vð lög og reglugerðir um skipulagsmál.”
Vestmannaeyjum, 3. febrúar 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Liðir 1-19 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Fundur haldinn 27. janúar sl.
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans vísuðu í bókun sína hér að ofan við afgreiðslu þessa máls.
Liðir 1-18 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 26. janúar sl.
Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2516. fundur frá 10. janúar sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Svohljóðandi tillaga barst:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur til að starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar sem vinna að umhverfis- og skipulagsmálum ásamt starfsmönnum í verklegum þætti bæjarins verði falið að vinna að Staðardagskrá 21 í samvinnu við skólamálayfirvöld, almenning og félagasamtök. Má þar nefna málaflokka eins og:
Umhverfisfræðslu – holræsa- og fráveitumál – úrgang frá heimilum og fyrirtækjum – gæði neysluvatns – menningarminjar og náttúruvernd – orkusparnaðaraðgerðir – meindýraeyðingu – skipulagsmál – uppgræðslu opinna svæða og svona mætti lengi telja.
Greinargerð:
Staðardagskrá 21 byggir á hugmyndum um sjálfbæra umhverfisþróun sbr. viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 28. kafla yfirlýsingar frá heimsráðstefnunni í RÍÓ vorið 1992. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina og á að vera forskrift að sjálfbærri þróun. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfismál en hugmyndin sem liggur að baki er að umhverfismál verði aldrei slitin úr samhengi við önnur mál, heldur ber að skoða áhrif mannsins á umhverfi sitt í víðu samhengi. Vestmannaeyjabær undir forystu Sjálfstæðismanna hefur verið í fararbroddi í ýmsum málum er tengjast þessu verkefni og má þar nefna Sorpeyðingarstöðina, uppgræðslu og hreinsun opinna svæða. Framundan eru miklar framkvæmdir í fráveitumálum og svona mætti lengi telja.
Það eru tæplega 30 sveitarfélög sem eru í þessu verkefni og önnur sem vinna sjálfstætt með sínu starfsfólki og má þar nefna Reykjavíkurborg sem dæmi.
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Helgi Bragason (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdótir (sign.)
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans óskuðu eftir því að gerast meðflutningsmenn að tillögunni og var orðið við því.
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Upplesið.
b) 2517. fundur frá 17. janúar sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Ragnars Óskarssonar í 2. máli.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2518. fundur frá 24. janúar sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:
“Bæjarstjórn samþykkir að beina því til stjónar Þróunarfélags Vestmannaeyja að nú þegar verði auglýst eftir framkvæmdastjóra félagsins.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.
Tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna enda er stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja að vinna að málinu.”
Helgi Bragason (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Ragnar Óskarsson vísaði í bókun sína í málinu.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) 2519. fundur frá 31. janúar sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Svohljóðandi tillaga barst:
Afgreiðslutillaga í máli nr. 2 í fundargerð bæjarráðs frá 31. janúar sl.
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja gefur bæjarstjóra fullt umboð til að vinna áfram í málinu í samræmi við greinargerðina og ganga til samninga við væntanlegt byggingafélag sem í samráði við Steina og Olla ehf. munu byggja nýjan íþróttasal.
Bæjarstjóri skal gefa bæjarráði upplýsingar um stöðu mála í bæjarráði sé þess óskað.
Bæjarstjórn heimilar bæjarstjóra að undirrita leigusamning náist samkomulag en setja fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Vestmannaeyja.”
Helgi Bragason (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við undirrituð getum í meginatriðum fallist á hugmyndir þær um uppbyggingu íþróttamannvirkja (leið nr. 4) sem fram koma í greinargerð bæjarstjóra, dags. 30. janúar 2000. Við leggjum þó áherslu á að fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá íþróttahreyfingunni um samþykki sitt fyrir hugmyndunum og ákvörðun um framkvæmdahraða áður en hafist verður handa um framkvæmd.”
Vestmannaeyjum, 3. febrúar 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Jafnframt barst svohljóðandi bókun:
“Við getum fallist á tillöguna enda verði fullnægt þeim atriðum sem fram koma í framlagðri bókun okkar. Jafnframt verði hafður fyrirvari um samþykki bæjarstjórnar um samninga við væntanlegt byggingafélag.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var loks samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Svohljóðandi bókun barst:
“Fyrir fundinum liggur bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í því kemur fram að staða fjármála Vestmannaeyjabæjar er alvarleg og stefnir í veruleg óefni.
Bréfið er mjög alvarleg viðvörun og þungur áfellisdómur yfir fjármálastjórn meirihluta bæjarstjórnar undir forystu sjálfstæðismanna. Meirihlutinn ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð á því ástandi sem nú er orðið enda hefur minnihlutinn ekki átt þess kost að taka þátt í mótun fjármálastefnu sveitarfélagsins eins og margoft hefur komið fram í bókunum í bæjarstjórn.
Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyja og stofnana hans fyrir árið 2000 kemur fram að enn á að auka lántökur til þess að láta enda ná saman, hjá bæjarsjóði aukast þær um 130 milljónir og hjá hafnarsjóði um 104 milljónir svo dæmi sé tekið. Þetta gerir útlitið enn alvarlegra verði ekki brugðist við.
Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að bregðast við og grípa til aðgerða sem duga til þess að snúa við þeirri öfugþróun sem fjármálin hafa stefnt í. Við teljum í því sambandi nauðsynlegt að stokka upp fjármálastjórn Vestmannaeyjabæjar, gera þar á róttækar breytingar og byggja upp að nýju þannig að fjármál bæjarins komist á ný í eðlilegt horf. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eru að sjálfsögðu tilbúnir að taka þátt í þeirri uppstokkun og því uppbyggingarstarfi sem fram undan er enda verði breytt fjármálastefna.”
Vestmannaeyjum, 3. febrúar 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Jafnframt barst svohljóðandi tillaga:
“Með vísan til bréfs eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2000, um fjárhag Vestmannaeyjabæjar svo og umræðna og fyrri tillagna og bókana bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn um sama efni leggjum við eftirfarandi til:
1. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að leysa bæjarstjóra frá störfum og auglýsa starf hans laust til umsóknar. Til starfsins verði ráðinn einstaklingur sem hefur góða þekkingu á fjármálastjórn og hafi það meginhlutverk að gera tillögur til bæjarstjórnar um uppstokkun á fjármálastjórn bæjarfélagsins með það fyrir augum að leysa þann mikla og alvarlega vanda sem nú blasir við í fjármálum bæjarfélagsins.
2. Nýr bæjarstjóri skal í starfi sínu hafa fullt samráð við bæjarstjórn í heild, félagsmálaráðuneytið og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, við að finna lausn á því alvarlega ástandi sem hér hefur skapast í fjármálum Vestmannaeyjabæjar.”
Vestmannaeyjum, 3. febrúar 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fram komu eftirfarandi tilnefningar í nefndir:
Húsnæðisnefnd, aðalmaður: Guðjón Hjörleifsson.
Stjórn Bæjarveitna, varamaður: Drífa Kristjánsdóttir.
Umhverfisnefnd, varamaður: Gunnar Friðfinnsson.
Íþróttaráð, varamaður: Guðjón Hjörleifsson.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Upplesið.
11. liður: Upplesið.
4. mál.
Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar
og fundarsköpum bæjarstjórnar.
- Síðari umræða –
Fram komu tillögur um breytingar frá því að fyrri umræða fór fram.
Breytingatillögur vegna síðari umræðu um samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar:
1) 11. gr. 3 tl.
Í niðurlagi greinarinnar komi:”……skal tilkynna það bæjarstjóra skriflega með tillögu eða fyrirspurn a.m.k. þremur sólarhringum fyrir fund.”
2) 57. gr., a) 2 tl.
Síðasta málsgrein verði: “Íþróttaráð fer meðal annars með málefni íþróttamannvirkja og starfar samkvæmt þeim reglugerðum sem bæjarstjórn kann að setja á hverjum tíma.”
3) 57. gr., b) 14 tl.
Greinin hljóði svo: “1 aðalmaður og 1 til vara skv. 11. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, og samkomulagi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæjar um fyrirkomulag heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits í Suðurlandskjördæmi frá 5. janúar 2000.
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Jafnframt bárust eftirfarandi tillögur að breytingum:
“Við seinni umræðu um samþykkt um stjórn Vestmannaeyja og fundarsköp bæjarstjórnar flytjum við undirritaðir bæjarfulltrúar eftirfarandi tilögu til breytinga frá fyrri umræðu:
1) 17. grein. Í fyrstu málsgrein falli út: “eftir því sem við verður komið.”
2) 35. grein. Í lok annarrar efnisgreinar komi: “a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir fund” í stað “a.m.k. þremur sólarhringum fyrir fund.”
3) 45. grein. Í lok greinarinnar komi: “eða bæjarráðsmaður óski þess” í stað “eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óski þess.”
4) 57. grein. Inn komi ný grein svohljóðandi: a. 10) Þróunarfélag Vestmannaeyja. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Vestmannaeyjum, 3. febrúar 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Og einnig barst eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að gerð verði breyting á skipun í stjórn Þróunafélags Vestmannaeyja þannig:
1. Tveir aðalfulltrúar og tveir til vara verði kosnir af bæjarstjórn Vestmannaeyja.
2. Háskóli Íslands tilnefni einn fulltrúa og einn til vara.
3. Verkalýðshreyfingin í Vestmannaeyjum skipi einn aðalmann og einn til vara.
4. Vinnuveitendur í Vestmannaeyjum skipi einn aðalmann og einn til vara.
Vestmannaeyjum, 3. febrúar 2000.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.
Við atkvæðagreiðslu um fyrri breytingartillöguna var 1) liður dreginn til baka en 2) og 3) liðir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
Við atkvæðagreiðslu um síðari breytingartillöguna voru 1) og 2) liðir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum, 3) liður var felldur með 4 atkvæðum, 3 meðmæltir, og 4) lið var frestað.
Guðjón Hjörleifsson bað um fundarhlé og var það veitt. Því næst var tillögu hér að ofan um breytingu á skipun í stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja frestað. Liðurinn, með áorðnum breytingum, var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
5. mál.
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans árið 2000:
- Fyrri umræða –
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, hafði framsögu um áætlunina og taldi upp helstu þætti hennar.
Var nú gengið til atkvæða:
1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 2000: | |||||
Niðurstaða reksturs | kr. | 1.333.265.000 | |||
Til eignabreytinga frá rekstri | kr. | 106.970.000 | |||
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) | kr. | 99.729.000 | |||
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) | kr. | 46.000.000 | |||
Gjöld alls | kr. | 1.381.644.000 | |||
Tekjur alls | kr. | 1.342.885.000 | |||
Gjöld umfram tekjur | kr. | 38.759.000 | |||
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits | kr. | 185.759.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||
2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 2000 | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 133.008.000 | |||
Gjöld | kr. | 119.274.000 | |||
Heildarniðurstaða | kr. | 338.774.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||
3: Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Vm. 2000 |
|||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 19.391.000 | |||
Gjöld | kr. | 31.739.000 | |||
Heildarniðurstaða | kr. | 61.739.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||
4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarst. Vm. 2000 | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 72.367.000 | |||
Gjöld | kr. | 59.627.000 | |||
Heildarniðurstaða | kr. | 72.367.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||
5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 2000 | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 156.805.000 | |||
Gjöld | kr. | 139.614.000 | |||
Heildarniðurstaða | kr. | 167.497.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||
6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 2000 | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 40.200.000 | |||
Gjöld | kr. | 29.127.000 | |||
Heildarniðurstaða | kr. | 40.350.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||
7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 2000 | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 214.784.943 | |||
Gjöld | kr. | 199.851.000 | |||
Heildarniðurstaða | kr. | 216.926.000 | |||
Samþ. var með 7 samhl. atkv. að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.10.
Elsa Valgeirsdóttir Helgi Bragason Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir Þorgerður Jóhannsdóttir Guðjón Hjörleifsson |