Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1274

30.12.1999

BÆJARSTJÓRN

1274. fundur.

Ár 1999, fimmtudaginn 30. desember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Leitað var afbrigða til þess að taka fundargerð félagsmálaráðs frá 28. desember sl. og fundargerð hafnarstjórnar frá 29. desember sl. á dagskrá.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 2. og 3. mál hér síðar á fundinum.

1. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2512. fundur frá 6. desember sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2513. fundur frá 13. desember sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Var afgreitt á fundi bæjarstjórnar 20. desember sl.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram komu tilnefningar um Írisi Þórðardóttur sem aðalmann og Gylfa Sigurðsson sem varamann.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.

4. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að koma á fundi með Svæðisvinnumiðlun Suðurlands og bæjarstjórnar þar sem farið verður fram á að fá átaksverkefni eða önnur úrræði sem henta þykja fyrir atvinnuleitendur í Vestmannaeyjum.”

Greinargerð

Á atvinnuleysisskrá í Vestmannaeyjum voru 48 manns skráðir í gær 29.12. 1999 og hefur atvinnulausum farið fjölgandi í haust í bæjarfélaginu. Svæðisvinnumiðlun á Suðurlandi hefur skv. reglugerð heimild til átaksverkefna og annarra úrræða fyrir atvinnuleitendur. Styrkhæf verkefni eru m.a.:

a) Tímabundin verkefni umfram venjuleg umsvif.

b) Verkefni fyrir námsmenn og fólk með skerta starfsorku.

c) Styrkir til atvinnulausra einstaklinga til eigin reksturs.

d) Varanleg atvinnusköpun.

e) Verkefni sem ella væru ekki framkvæmd í launaðri vinnu.

f) Starfsþjálfun og skiptistörf.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Sigurður Einarsson bað um fundarhlé og var það veitt. Tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2514. fundur frá 20. desember sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

Guðrún Erlingsdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir tóku undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

11. liður: Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafnar leyfi til sölu á léttvíni og bjór um borð í Herjólfi í áætlunarferðum hans.

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fram kom tillaga um að fresta tillögunni þar til allar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2515. fundur frá 27. desember sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Svohljóðandi tillaga barst:

“Leggjum til að félagsráðgjafi hækki úr launaflokki 83 í launaflokk 86 og deildarstjóri í málefnum fatlaðra úr launaflokki 86 í launaflokk 88. Gildistími verði frá 1. júlí 1999.

Sigurður Einarsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var að öðru leyti samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

10. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

2. mál.

Fundargerð félagsmálaráðs frá 28. desember sl.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar frá 29. desember sl.

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, 1 sat hjá.

4. mál.

Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

- Fyrri umræða –

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.05.

Elsa Valgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Sigurður Einarsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove