Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1273

20.12.1999

BÆJARSTJÓRN

1273. fundur.

Ár 1999, mánudaginn 20. desember kl. 16.20 var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Annar varaforseti bæjarstjórnar, Þorgerður Jóhannsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Tilboð í tryggingar fyrir bæjarsjóðs og stofnanir hans sbr. 2. mál í fundargerð bæjarráðs frá 13. desember sl.

Svohljóðandi bókun barst:

“Við höfum borið saman tilboð í tryggingar fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans og leitað nánari upplýsinga um tilboðin.

Í framhaldi af því samþykkjum við að gengið verði til samninga við Tryggingamiðstöðina vegna umræddra trygginga.

Við viljum í framhaldi af málinu ítreka þá skoðun okkar að bæjarsjóður og stofnanir hans eigi að viðhafa útboð þar sem því verður við komið.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ályktun bæjarráðs var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 16.45.

Fríða Hrönn Halldórsdóttir

Jón Ólafur Daníelsson

Helgi Bragason

Guðrún Erlingsdóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove