Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1271
BÆJARSTJÓRN
1271. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 11. nóvember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjón Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 2. nóvember sl.
Svohljóðandi fyrirspurn barst:
“Varðandi 6-7 mál skipulagsnefndar frá 2. nóvember 1999 óskum við eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvar eru niðurstöður túnasamninganefndar og hvenær verða þær kynntar?
2. Hvers vegna samþykkir skipulagsnefnd umsóknir án þess að auglýsa lóðirnar, þrátt fyrir tillögu bæjarstjórnar frá 11. október 1999?
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Einnig barst svohljóðandi fyrirspurn:
“1. Hefur verið kannað hvort hægt sé að gera eitthvað varðandi hraðatakmarkanir á Heiðarvegi neðan við Kirkjuveginn?
2. Hvað er reynslutími hraðahindrananna langur og hvar er hann bókaður?
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Og síðan barst eftirfarandi fyrirspurn:
“Endurbygging Skanssvæðisins er vel á veg komin og er það vel. Verkum hefur verið skipt á ýmsa verktaka við þessa uppbyggingu og er ljóst að svæðið á eftir að draga að sér mikla athygli í framtíðinni.
Óskum við því eftir skriflegum svörum frá bæjarstjóra við eftirfarandi spurningum:
· Hver hefur yfirumsjón með framkvæmdum á öllu Skanssvæðinu?
· Hvaða verktakar sjá um framkvæmdirnar?
· Á hvaða stigi eru framkvæmdirnar?
· Hvert er hlutfall Vestmannaeyinga við uppbyggingu svæðisins þ.e.a.s fjöldi starfsmanna við verkið og stærð verkþáttar hvers verktaka um sig?
· Hver er áætlaður kostnaður Vestmannaeyjabæjar í uppbyggingunni?
· Hver mun sjá um reksturinn á þeim mannvirkjum sem verða á svæðinu, hvernig mun rekstarkostnaður skiptast og frá hvaða tíma?
Vestmannaeyjum, 11. nóvember 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Undir þessum lið endurfluttu fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillögu frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
“Bæjarstjórn samþykkir að í framhaldi af samþykkt deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir íbúðarhús þar auglýstar lausar til úthlutunar. Eftir að umsóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Beðið var um nafnakall:
Ragnar Óskarsson sagð já.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir sagði nei.
Sigurður Einarsson sagði nei.
Þorgerður Jóhannsdóttir sagði já.
Elsa Valgeirsdóttir sagði nei.
Guðjón Hjörleifsson sagði nei.
Guðrún Erlingsdóttir sagði já.
Tillagan var því felld með 4 atkvæðum, 3 voru meðmæltir.
Liðir 1-25 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
Svohljóðandi bókun barst vð afgreiðslu málsins:
“Samþykkjum 13. mál með fyrirvara um athugasemdir bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans vegna þess.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
2. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 2. nóvember sl.
Liðir 1-11 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2505. fundur frá 11. október sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2506. fundur frá 18. október sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2507. fundur frá 25. október sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
Undir þessum lið barst svohljóðandi fyrirspurn:
“Í framhaldi af yfirlýsingu bæjarstjóra á ársfundi Þróunarfélagsins þann 31. október sl. þar sem hann lýsti yfir að ekki yrðu settir meiri fjármunir til ferðamála fyrr en þeir aðilar sem að ferðamálum standa fari að skila meiri sköttum. Þá óskum við eftir skriflegu svari hvaða hugmyndir hann hafi til þess að auka tekjur bæjarsjóðs af ferðaþjónustunni og auka vægi hennar í atvinnumálum byggðarlagsins?
Einnig óskum við eftir upplýsingum um fjölda ferðamanna sl. ár og hve mikla fjármuni er talið að þeir hafi skilið eftir í bæjarfélaginu.
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Undir þessum lið kom fram tillaga um að staðfesta kjör þriggja fulltrúa í stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja. Var kjör Guðjóns Hjörleifssonar, Bjarka Brynjarssonar og Björns Elíassonar staðfest með 7 samhljóða atkvæðum.
Svohljóðandi fyrirspurn barst:
“Þann 9.9. lagði bæjarstjóri fram svör við fyrirspurnum Ragnars Óskarssonar frá 6.9., þar segir m.a. að í síðasta lagi í nóvember muni liggja fyrir tillögur um atvinnu- og ferðamál frá Þróunarfélaginu.? Hvar eru svörin?
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
8. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Leggjum til að Þróunarfélagi Vestmannaeyja verði falið að leita allra leiða til þess að fá störf við fjarvinnslu til Vestmannaeyja. Vinna þessi verður að fara af stað nú þegar til þess að bæta atvinnuástandið og sporna við fólksflótta.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Fram kom tillaga um ályktun:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja er hlynnt tilögunni en vísar henni til stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja.”
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
11. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
d) 2508. fundur frá 1. nóvember sl.
1. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
2. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
3. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
e) 2509. fundur frá 8. nóvember sl.
1. liður: Svohljóðandi fyrirspurn barst:
“Óskum eftir skriflegu svari við eftirfarandi spurningum:
1. Í hvað hefur holræsagjaldið farið undanfarin ár?
2. Af hvaða ástæðu þurfti að hækka holræsagjaldið nú?
3. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem gefin var út fyrir síðustu kosningar stendur “Álögur á einstaklinga og fyrirtæki verði áfram í lágmarki.” Hvað hefur breytst?
4. Í sömu stefnuskrá stendur “Með lágum álögum og gjaldskrám verður áfram stuðlað að eflingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum.” Nú er útsvarsprósentan komin í hámark, fasteignagjald, holræsagjald og sorpeyðingargjald hækka, hvernig samræmist þetta loforðum sem sjálfstæðismenn gáfu í maí 1998?
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Svohljóðandi bókun barst:
“Samkvæmt þeirri tillögu sem nú liggur fyrir ætla sjálfstæðismenn að samþykkja hækkun útsvars úr 11,94% í 12.04% sem er hæsta leyfilega útsvar sem sveitarfélögum er heimilt að innheimta. Sjálfstæðismenn hækkuðu einnig álagningu útsvars við síðustu áramót úr 11,24% í 11,94%. Þrátt fyrir þessar auknu álögur á bæjarbúa hefur ýmsum framkvæmdum ekki verið sinnt eins og til stóð þegar hækkanirnar voru ákveðnar. Þannig blasir í raun við sú staðreynd að útsvarshækkanirnar eru einungis til þess að lappa upp á afleita fjárhagsstöðu bæjarfélagsins sem sífellt hefur farið versnandi í stjórnartíð sjálfstæðismanna. Útsvarshækkunin dugir reyndar ekki til því síðustu þrjú ár hefur bæjarsjóður þurft að taka stórfelld lán til þess að láta enda ná saman eða um 80.000.000 kr. fyrir áramótin 1997-1998, um aðrar 80.000.000 kr. fyrir áramótin 1998-1999 og nú þarf að taka um 118.000.000 króna án þess að freista þess að endar nái saman. Þannig hefur bærinn þurft að taka um 300.000.000 kr. lán aukalega á þremur síðustu árum vegna fjármálaóstjórnar sjálfstæðismanna. Auk þess hafa sjálfstæðismenn á valdaferli sínum hækkað fasteignatengda skatta upp úr öllu valdi eða um 80% sem samsvarar um 230.000.000 kr. á einu kjörtímabili.
Þessar staðreyndir sýna best að sjálfstæðismenn hafa algerlega misst tök á fjármálastjórn bæjarfélagsins.
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa á síðustu árum bent á og varað við þeirri alvarlegu öfugþróun fjármála bæjarfélagsins sem nú blasir við. Sjálfstæðismenn hafa illu heilli ekki viljað hlusta á þessar athugasemdir og því er nú svo komið sem raun ber vitni um. Þess vegna lýsum við yfir fullri ábyrgð á hendur sjálfstæðismönnum hve dapurleg fjármálastaða bæjarfélagsins er.
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans greiða ekki atkvæði með gjaldastefnu þeirra sjálfstæðismanna sem snúa að auknum álögum á bæjarbúa og vísum í því sambandi til fyrri bókana okkar og mótmæli gegn auknum álögum tengdum fasteignum frá upphafi árs 1991.
Vestmannaeyjum, 11. nóvember 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Sú gjaldastefna sem hér hefur verið samþykkt hefur það að markmiði að viðhalda því háa þjónustustigi sem meirihluti sjálfstæðismanna hefur barist fyrir undanfarin ár. Með þessari stefnu gefst jafnframt svigrúm til nauðsynlegra framkvæmda á ýmsum sviðum.
Viljum við sérstaklega benda á eftirtalda útgjaldaþætti:
1. Þjónusta hefur almennt aukist mikið undanfarin ár. Þjónustustig er mjög hátt í Vestmannaeyjum og með því besta sem gerist á landinu.
2. Viðbótarsamningar við grunnskólakennara kosta verulega fjármuni umfram framlög frá ríkinu. Þetta skilar sér þó væntanlega í betri skóla og ánægðari starfsmönnum.
3. Miklar framkvæmdir eru framundan. Þar má nefna einsetningu grunnskólanna, endurbyggingu Íþróttamiðstöðvar og framkvæmdir við framhaldsskólann.
4. Einnig eru miklar framkvæmdir í holræsamálum að komast á framkvæmdastig. Reglur EES skylda sveitarfélögin að fara í þessar framkvæmdir og mun þetta verða forgangsverkefni næstu árin.
5. Framlög bæjarins til félagslega íbúðakerfisins halda áfram að aukast þar sem íbúðir eru innleystar án þess að hægt sé að úthluta þeim aftur. Ljóst er að greiða þarf skuldir félagslega íbúðakerfisins niður með skatttekjum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja nauðsynlegt að viðhalda háu þjónustustigi og benda á að lækkun tekna myndi aðeins þýða að það yrði að skerða nauðsynlega þjónustu við bæjarbúa. Slík skerðingarstefna myndi leiða til aukins fólksflótta og atvinnuleysis í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja alls ekki kalla slíkt yfir Eyjarnar og leggja því fram skynsama gjaldstefnu sem tryggir íbúum hámarks þjónustu og tryggir um leið nauðsynlegar framkvæmdir.
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson bað um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi tillaga barst:
“Í framhaldi af endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Vestmannaeyja fyrir árið 1999 og fyrirhugaðri fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2000 samþykkir bæjarstjórn að fá hlutlausan aðila til þess að meta skuldaþol bæjarsjóðs og fjárhagsstöðu hans, svo og horfur á fjárhagsstöðu bæjarins til næstu ára.
Greinargerð
Um nokkurt skeið hefur verið umræða innan bæjarstjórnar um skuldir bæjarsjóðs og fjármálastöðu hans. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga hinn 28. og 29. október sl. var fjárhagsstaða sveitarfélaga sérstaklega tekin til umræðu og skuldaþol og mælikvarðar á fjárhag sveitarfélaga sérstaklega ræddir í því sambandi (sbr. ráðstefnuskjal 11). Við teljum að þarna hafi verið rætt um afar mikilvægt mál er varðar sveitarfélögin í landinu og möguleika þeirra á að fá betri heildarsýn yfir möguleika sína til fjármálastjórnunar og með hvaða hætti skynsamlegast sé að ráðstafa fjármunum sveitarfélagsins. Miðað við allar aðstæður teljum við nauðsynlegt og eðlilegt að láta slíkt mat fara fram varðandi bæjarsjóð Vestmannaeyja þannig að bæjarstjórn hafi betri heildarsýn yfir fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.
Vestmannaeyjum, 11. nóvember 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Beðið var um nafnakall.
Guðrún Erlingsdóttir sagði já.
Ragnar Óskarsson sagði já.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir sagði nei.
Sigurður Einarsson sagði nei.
Þorgerður Jóhannsdóttir sagði já.
Elsa Valgeirsdóttir sagði nei.
Guðjón Hjörleifsson sagði nei.
Tillagan var því felld með 4 atkvæðum, 3 voru með.
Þorgerður Jóhannsdóttir óskaði að bóka:
“Óska eftir að fært sé til bókar að tveir fulltrúar sjálfstæðismanna hafi verið að lesa dagblöðin á meðan gjaldastefna bæjarins fyrir árið 2000 var til umfjöllunar. Þykir mér það mikil vanvirðing á embættiskyldum bæjarfulltrúa.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Var nú gengið til atkvæða.
Liðurinn var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans benda á að í endurskoðaðri fjárhagsáætlun, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 7. október sl. voru 3,2 m. gjaldfærðar á íþróttavöllinn við Löngulág.
· Hvers vegna eru framkvæmdir ekki hafnar nú þegar tæpir 2 mánuðir eru eftir af árinu?
· Hvenær hefjast framkvæmdir og hver er áætlaður framkvæmdatíminn?
· Jafnframt óskum við eftir upplýsingum um áætlanagerð bæjarins varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja, þ.e.a.s. húsa, valla og svæða.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplýst var að í málinu hafi jafnframt legið fyrir drög að samkomulagi milli Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og R.F. í Vestmannaeyjum um framkvæmd heilbrigðiseftirlits í Vestmannaeyjum.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Upplesið.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.55.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigurður Einarsson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Guðjón Hjörleifsson