Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1270
BÆJARSTJÓRN
1270. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 7. október var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans kl. 18.00.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Magnús Þorsteinsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjón Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá endurskoðaða fjárhagsáætlun 1999 og fundargerð félagsmálaráðs frá 7. október.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verða málin tekin með 3. máli á fundinum.
1. mál.
Fundargerðir skipulagsnefndar.
a) Fundur haldinn 10. september sl.
Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Bæjarstjórn samþykkir að settar verði annarskonar hraðahindranir á þeim stöðum þar sem þær hafa valdið íbúum verulegum óþægindum.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Samþykkt var að vísa tillögu þessari til skipulagsnefndar.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-15 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Fundur haldinn 15. september sl.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við teljum að tillaga sú sem bæjarstjóri lagði fram í skipulagsnefnd hinn 10. september að nýju deiliskipulagi fyrir Ofanbyggjarasvæðið sé að mörgu leyti áhugaverð. Þannig teljum við t.d. rétt að endurbyggja íbúðarhús þar sem þau stóðu áður og að ákveðin svæði inan íbúðasvæðanna verði nýtt til gróðursetningar af ýmsu tagi. Við viljum þó gera ákveðna fyrirvara við tillöguna.
* Áður en deiliskipulagið verður gert, verður að vera búið að ganga frá samningum við sauðfjár- og hrossabændur á svæðinu um landnýtingu.
* Við teljum að úthlutun skika undur sumarhús eigi alfarið að vera í höndum bæjaryfirvalda hverju sinni og ekki eigi að framselja þá úthlutun til íbúðarhúsaeigenda á svæðinu, enda takmarkist lóðir undir íbúðarhús við það sem kalla má eðlilega stærð íbúðarhúsalóða.
* Verði íbúðarhús endurbyggð á þeim stöðum þar sem þau áður stóðu er eðlilegt og sjálfsagt að auglýsa lóðir undir þau laus til úthlutunar.
Vestmannaeyjum, 7. október 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, bað um fundarhlé og varð það veitt.
Ragnar Óskarsson óskar að bókað sé:
“Ég óska eftir því að orð bæjarstjóra um að engin vilyrði hans um úthlutun Draumbæjarlands hafi verið gefin.”
Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Bæjarstjórn samþykkir að í framhaldi af samþykkt deiliskipulags fyrir Ofanbyggjarasvæðið verði lóðir undir íbúðarhús þar auglýstar lausar til úthlutunar. Eftir að umsóknarfrestur er liðinn verði síðan tekin afstaða til úthlutunarinnar.
Vestmannaeyjum, 7. október 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Samþykkt var að vísa tillögu þessari til skipulagsnefndar.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-3 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 13. september sl.
Liðir 1-8 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2502. fundur frá 13. september sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
11. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
12. liður: Afgreiddur áður.
b) 2503. fundur frá 20. september sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. og 10. liðir afgreiddir áður.
c) 2504. fundur frá 4. október sl.
1. liður: Upplesið.
Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Fyrir þessum fundi liggur milliuppgjör bæjarsjóðs og stofnana hans miðað við 31. ágúst sl. Í uppgjörinu kemur fram að ýmir liðir þess virðast ætla að standast miðað við fjárhagsáætlun. Aftur á móti fara aðrir liðir langt fram úr áætlun og er það vissulega áhyggjuefni. Alvarlegust er hins vegar sú staðreynd að útsvarstekjur eru hvorki meira né minna en um 60 milljónum króna minni en áætlað var og hafa dregist saman um 14,5%. Slík niðurstaða er áfall fyrir bæjarsjóð og eykur enn á fjárhagsvanda hans sem þó var nægur fyrir. Þá er það einnig mikið áhyggjuefni að tekjur hafnarsjóðs skuli enn dragast saman. Brýnt er að finna lausn á fjárhagsvanda félagslega íbúðakerfisins. Rekstur Bæjarveitna er hins vegar í góðu jafnvægi.
Niðurstöður milliuppgjörsins sýna berlega að viðvaranir okkar í minnihluta bæjarstjórnar um versnandi fjárahagsafkomu hafa verið á rökum reistar þótt sjálfstæðismenn hafi til þessa ekki viljað viðurkenna þær staðreyndir. Við teljum enn sem fyrr að höfuðástæða versnandi efnahags bæjarfélagsins sé aðgerðarleysi sjálfstæðismanna í uppbyggingu atvinnumála. Það aðgerðarleysi sýnir ótrúlega skammsýni enda láta afleiðingarnar ekki á sér standa eins og milliuppgjörið ber glöggt vitni um. Þegar íbúum fækkar, minnka útsvartekjurnar eðlilega. Þá er eina leiðin að snúa vörn í sókn og freista þess að efla atvinnulífið í stað þess að aðhafast ekkert eins og sjálfstæðismenn hafa allt of lengi gert.”
Vestmannaeyjum, 7. október 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Sigurður Einarsson bað um fundarhlé og varð það veitt.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað varðandi framlagningu milliuppgjörs:
“Rekstur Bæjarveitna og hafnarsjóðs er í góðu jafnvægi og tekist hefur að lækka skuldir veitnanna ár eftir ár þrátt fyrir lækkun gjaldskrár. Því miður hafa útsvarstekjur dregist saman miðað við áætlun.
Vestmannaeyjabær eins og mörg önnur sveitarfélög á landinu hafa átt í erfiðleikum m.a. vegna minnkandi tekna, en jafnframt aukinnar þjónustu.
Ljóst er að snúa þarf vörn í sókn er varðar þessi atriði.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Fyrir þessum fundi liggja ársreikningar Þróunarfélags Vestmannaeyja og Keiks ehf. fyrir árið 1998. Jafnframt liggur fyrir skýrsla kjörinna endurskoðenda vegna ársreikninganna. Fram kemur að framlög bæjarsjóðs og stofnana hans til Þróunarfélagsins voru kr. 15 milljónir á árinu og kr. 5 milljónir til Keiks ehf. Þá liggur fyrir að sérverkefni hafa skilað Þróunarfélaginu umtalsverðum tekjum. Það er afar jákvætt en þó verður þess að gæta að þau verkefni eru flest tímabundin.
Erfitt er að sjá hvort framlög bæjarfélagsins hafi skilað árangri enda er starfsemi Þróunarfélagsins og Keiks ekki opin bæjarfulltrúum minnihluta bæjarstjórnar. Það verður að teljast mjög neikvætt og hefur verið gagnrýnt með rökstuðningi af minnihlutans hálfu.
Kjörnir endurskoðendur leggj til að starfsemi Keiks ehf. verði hætt og tökum við undir þá þörfu ábendingu.
Við vekjum athygli á því að gæta hefði mátt meira aðhalds í ýmsum útgjöldum einkanlega að því er ferðakostnað, dagpeninga, risnu o.fl. varðar. Á því sviði hafa stjórnir félaganna ekki sinnt skyldum sínum og verður að átelja það.”
Vestmannaeyjum, 7. október 1999.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Ragnars.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Ragnars.
16. liður: Upplesið.
17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
18. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Því næst var tekið á dagskrá endurskoðuð fjárhagsáætlun eins og getið var um í upphafi fundarins.
Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Við vísum til bókunar okkar fyrr á fundinum vegna milliuppgjörs miðað við 31. ágúst 1999.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun undirstrikar enn frekar hve fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er slæm. Aukin lántaka um 118 milljónir sýnir ef til vill best hve úrræðalaus meirihluti bæjarstjórnar er.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðjón Hjörleifsson óskar að bókað sé.
Ragnar Óskarsson gerði grein fyrir því að þegar hann var í meirihluta í bæjarstjórn þá hefðu fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs staðist upp á 2 krónur, sem eftir nánari skýringu þýddi frávik upp á nokkrar milljónir.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Endurskoðuð fjárhagsáætlun | |||
Bæjarsjóðs Vestmannaeyja | |||
v/ársins 1999 | |||
Lækkun | Hækkun | ||
Tekjur | |||
Útsvör | 50.000.000 | ||
Framlag úr Jöfnunarsjóði | 10.000.000 | ||
50.000.000 | 10.000.000 | ||
Hækkun | Lækkun | ||
Rekstur | |||
02- | Leikskólinn Kirkjugerði | 1.500.000 | |
02- | Leikskólinn Rauðagerði | 2.300.000 | |
02- | Leikskólinn Sóli | 2.300.000 | |
02- | Sambýlið | 2.700.000 | |
04- | Barnaskóli | 6.700.000 | |
04- | Hamarsskóli | 7.000.000 | |
05- | Skjalasafn | 900.000 | |
05- | Kostnaður v/Stafkirkjusvæðis | 3.000.000 | |
06- | Íþróttamiðstöðin | 1.000.000 | |
06- | Tómstunda- og íþróttafulltrúi | 1.000.000 | |
06- | Félagsheimili | 300.000 | |
08- | Gatnahreinsun | 1.800.000 | |
09- | Eftirlitsmaður fasteigna | 1.800.000 | |
09- | Smíðaverkstæði | 1.500.000 | |
10- | Umferðarmerking | 1.500.000 | |
10- | Viðhald holræsa | 2.000.000 | |
11- | Ráðning garðyrkjustjóra | 2.700.000 | |
11- | Sáning og uppgræðsla | 10.000.000 | |
15- | Afskrifaðar kröfur | 2.000.000 | |
18- | Áhaldahús - verkstæði/lager | 7.000.000 | |
18- | Áhaldahús - útleiga tækja | 2.000.000 | |
28- | Fjármunatekjur og fjármunagjöld | 3.000.000 | |
60.000.000 | 4.000.000 |
Gjaldfært | |||
04- | Barnaskóli hönnun | 2.500.000 | |
04- | Listaskóli | 450.000 | |
05- | Steinar og menn | 1.000.000 | |
06- | Íþróttavellir v/Löngulágar | 3.200.000 | |
09- | Tæknideild | 1.200.000 | |
10- | Umferðarljós v/Strandveg/Heiðarveg | 2.000.000 | |
10.350.000 | 0 | ||
Eignfært | |||
04- | Hamarsskóli - lyfta og lyftuhús | 2.000.000 | |
05- | Landlyst/salernisaðstaða á Skanssvæði | 5.000.000 | |
05- | Safnahús | 3.000.000 | |
05- | Listaskóli | 900.000 | |
05- | Listaskóli | 600.000 | |
11.500.000 | 0 | ||
Tekjur | 50.000.000 | 10.000.000 | |
Rekstur | 60.000.000 | 4.000.000 | |
Gjaldfært | 10.350.000 | ||
Eignfært | 11.500.000 | ||
131.850.000 | 14.000.000 | ||
Aukin Lántaka | 117.850.000 | ||
131.850.000 | 131.850.000 |
Endurskoðuð áætlun samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá.
Því næst var tekin fyrir fundargerð félagsmálaráðs frá 7. október.
Liðir frá 1-4 voru samþykktir með 6 atkvæðum, 1 situr hjá.
Ragnar Óskarsson samþykkir fundargerðina, en gerir fyrirvara um 3. mál.
Bæjarstjóri lagði fram svar við fyrirspurn Þorgerðar Jóhannsdóttur frá síðasta fundi.
Þorgerður Jóhannsdóttir óskar eftir því að svarið verði fært til bókar. Og fer svarið hér á eftir:
“Svar við fyrirspurn Þorgerðar Jóhannsdóttur á síðasta bæjarstjórnarfundi v/fyrirspurna um 80 ára afmæli kaupstaðarins.
Upphaflega stóð til að þessi afmælishátíð yrði haldin fyrsta laugardag í júlí og var undirbúningi hagað þannig að sem fjölbreyttust dagskrá væri fyrir alla aldurshópa. Unnið hafði verið að undirbúningi dagskrárinnar í samvinnu við ýmsa aðila m.a. Sparisjóð Vestmannaeyja, Vikublaðið Fréttir og Fjöruna.
Áður en dagskrá var frágengin varð að fresta þessum sameiginlega degi og hef ég áður gert bæjarfulltrúum grein fyrir ástæðu frestunarinnar. Fréttir og Fjaran héldu samt sem áður sínu striki og voru með sumarstúlkukeppni þessa helgi.
Afmælishátíðinni var frestað fram í september og var hún síðan haldin í Skvísusundi og vísast þar til auglýsingar sem kynnt var í bæjarráði.
Einnig náðist samstarf um að Sparisjóðsdagurinn yrði haldinn sama dag og Sparisjóðurinn myndi sjá um útigrill, gönguferð og ýmislegt fyrir fólk á öllum aldri.
Fyrr á árinu voru haldnar leiksýningar fyrir börn í tilefni afmælisins m.a. í sal Listaskólans á vegum menningarmálanefndar fyrir leikskólabörn.
Menningarmálafulltrúa og bæjarstjóra var falinn undirbúningur þessa hátíðarhalda og gerði bæjarstjóri bæjarráðsmönnum jafnóðum grein fyrir stöðu mála án þess að það væri sérstaklega bókað í fundargerðir bæjarráðs.
Hátíðin var fyrir alla bæjarbúa og gesti sem voru í Eyjum þennan dag, en ljóst er aðbetur hefði mátt fara í skipulagðri dagskrá fyrir unglinga en þátttaka þeirra var ekki fyrir hendi varðandi kvölddagskrá vegna reglna um útivistartíma.
Virðingarfyllst,
Guðjón Hjörleifsson.”
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.35.
Elsa Valgeirsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson
Sigurður Einarsson
Guðjón Hjörleifsson