Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1269

09.09.1999

BÆJARSTJÓRN

1269. fundur.

Ár 1999, fimmtudaginn 9. september kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Bæjarveitna.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjón Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Hafsteins Stefánssonar, sem var bæjarfulltrúi 1970-74, og risu bæjarfulltrúar úr sætum í virðingu við hinn látna.

Jafnframt bað Ragnar Óskarsson um orðið utan dagskrár og lagði fram svohljóðandi bókun:

“Við lýsum yfir furðu okkar og vanþóknun á því að fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar skuli ekki hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í viðræðum við samgönguráðherra um eitt brýnasta hagsmunamál okkar Vestmannaeyinga þegar hann var hér á ferð í fyrri viku. Ráðherrann kom hingað m.a. til þess að ræða um framtíðarfyrirkomulag á rekstri Herjólfs og hugsanlegar breytingar á þeim rekstri. Í slíku hagsmunamáli dugir ekki að hópur sjálfstæðismanna túlki sjónarmið Vestmannaeyinga eins og þarna gerðist heldur verður minnihluti bæjarstjórnar að eiga þess kost að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á þeim vettvangi. Einungis þannig fær málflutningur bæjaryfirvalda vægi í þessu hagsmunamáli sem öðrum.

Hér er um einn eitt dæmið að ræða þar sem sjálfstæðismenn beita óvönduðum og ólýðræðislegum vinnubrögðum. Við fordæmum þau vinnubrögð og teljum þau ekki til hagsbóta fyrir bæjarfélagið.”

Vestmannaeyjum, 9. september 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Sigurður Einarsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað og vilja mótmæla fullyrðingum í bókun minnihluta bæjarstjórnar að minnihluti bæjarstjórnar fékk ekki tækifæri til að hitta samgönguráðherra.

Aðstoðarmaður ráðherra óskaði eftir því við bæjarstjóra að ráðherra yrði sóttur á flugvöllinn og sá bæjarstjóri um það en ekki var um að ræða neinn formlegan fund.

Ráðherra var á ferðinni til að hitta hafnarráð og óskaði eftir að skoða hafnarmannvirki í leiðinni."

Sigurður Einarsson (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign)

Þorgerður Jóhannsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi bókun barst:

"Við lýsum yfir furðu okkar á því að ekki hafi verið notað tækifæri til þess að bæjarstjórn hitti samgönguráðherra er hann var á ferð í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

Þá hefði gefist dýrmætt tækifæri til að koma sjónarmiðum Vestmannaeyinga formlega á framfæri í einu brýnasta hagsmunamáli okkar."

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Ragnar Óskarsson (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Var nú gengið til dagskrár.

1. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 12. ágúst sl.

Liðir 1-24 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2497. fundur frá 26. júlí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ragnar Óskarsson ítrekaði bókun sína í málinu.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2498. fundur frá 17. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

c) 2499. fundur frá 23. ágúst sl.

1. liður: Upplesið.

Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2500. fundur frá 30. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Skrifleg fyrirspurn

Í skipulagsnefnd 27. ágúst 1998 var samþykkt að mæla með því að Vestmannaeyjabær verði þátttakandi í verkefninu Staðardagskrá 21 og málinu vísað til umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Hvað hefur gerst í málum er varða Staðardagskrá 21 hjá umhverfis- og heilbrigðisnefnd?”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

e) 2501. fundur frá 6. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun og tillaga:

"Vegna 3. máls bæjarráðsfundar nr. 2501 hörmum við það að Vestmannaeyjabær skuli ekki leita til fyrirtækja hér innanbæjar. Það er því miður ekki einsdæmi að fyrirtækjum í Eyjum sé ekki boðin þátttaka í verkefnum á vegum bæjarins.

Tillaga

Leggjum til að fyrirtæki í Vestmannaeyjum fái að taka þátt í öllum útboðum og verkefnum á vegum bæjarsjóðs."

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Ragnar Óskarsson (sign)

Guðrún Erlingadóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, 4 sátu hjá.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

Bæjarstjóri lagði fram umbeðin svör á fundinum.

9. liður: Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, 1 fjarverandi.

Í lok fundarins barst svohljóðandi fyrirspurn:

"Fyrirspurn vegna 80 ára afmælis kaupstaðarins. Með hvaða hætti á að halda upp á afmælið og í höndum hverra er undirbúningur og ákvarðanataka? Sakna þess að ekkert verði gert fyrir börn í tilefni afmælisins. Verður afmælið fyrir bæjarbúa á öllum aldri ?"

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.15.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Sigurður Einarsson

Ragnar Óskarson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove