Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1268
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
1268. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 22. júlí kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi, en fundargerð ritaði Páll Einarsson, settur bæjarstjóri.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn.
Fyrir var tekið:
Áður en gengið var til dagskrár var leitað afbrigða, til þess að taka fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 19. júlí sl. á dagskrá.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 4. mál hér síðar á fundinum.
1. mál. Fundargerð skipulagsnefndar:
|
|
a) |
Fundur haldinn 1. júlí sl. Liðir 1 – 27 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum. |
2. mál. Fundargerð Hafnarstjórnar:
|
|
a) | Fundur haldinn 24. júní sl. |
Svohljóðandi tillaga barst: Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta endurbyggja gamla vitann á Hringskersgarðinum, syðri hafnargarðinum, sem næst sinni upprunalegu mynd. Bæjarstjórn felur hafnarstjórn að annast framgang verksins. GreinagerðEins og alkunna er hefur verið nokkur umræða að undanförnu um það með hvaða hætti best væri að hafa vita á syðri hafnargarðinum, svonefndum Hringskersgarði, sem byggður var á árunum 1914 – 1916. Einkanlega hafa tvenns konar sjónarmið komið fram þar um. Annars vegar að endurbyggja gamla vitann í sem næst sinni upprunalegu mynd og hins vegar að koma fyrir nýju listaverki sem jafnframt gegndi hlutverki vita. Við erum mjög eindregið fylgjandi því að láta endurbyggja gamla vitann sem næst sinni upprunalegu mynd. Við færum eftirfarandi rök fyrir máli okkar: |
1. Eins og að ofan greinir er Hringskersgarðurinn byggður á árunum 1914 – 1916. Á þeim tíma var sjóvarnargerð þessi hin stórfenglegasta og veitti hún mikið og aukið öryggi fyrir sjófarendur. Vitinn lýsti leiðina og í hugum fjölmargra er hann ákveðið tákn um framsýni þeirra sem hér bjuggu á fyrri hluta aldarinnar. Af þeim ástæðum teljum við vitann vera hluta af menningarsögu okkar Vestmannaeyinga og því beri að “varðveita” hann á þeim stað sem hann upprunalega var reistur. |
2. Á síðustu árum hefur áhugi vaxið á því að varðveita minjar af ýmsu tagi. Í því sambandi má nefna þá skynsamlegu ákvörðun bæjarstjórnar að “geyma” húsið Landlyst til þess að geta endurbyggt það og þannig minnt á fortíðina. Varðveisla þess húss er af hinu góða og minnir á gamla tíð sem nútíminn verður að vita um ætli hann að skilja samtíð sína. |
3. Bæjrastjórn Vestmannaeyja tók á sínum tíma þá ákvörðun að endurbyggja Skansinn. Það verk hefur í alla staði tekist vel og nú er Skansinn orðinn vinsæll staður þar sem fólki er gert kleift að rifja upp hluta af sögu Vetmannaeyja. Nú hefur verið lagt til að á næstu grösum verði Landlyst endurreist, Blátindur settur til að minna á dæmigerðan vertíðarbát frá fyrri hluta aldarinnar og að reist verði stafkirkja til að minna á tengsl forfeðranna við Noreg. Í þessu umhverfi er gamli Hringskersvitinn verðugt minnismerki um tengsl nútímans við fortíðina og með endurgerð hans fengist heilstæð mynd af “Skanssvæðinu”, mynd sem vonandi minnir okkur á hið liðna og sýnir okkur betur en ella tengsl fortíðar og nútíðar. |
Eðlilegt er að hafnarstjórn annist framkvæmd málsins þar eð vitinn er á hafnarsvæði. Með vísan til þess sem að framan er sagt er tillaga þessi flutt. |
Vestmannaeyjum 22. júlí 1999 Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir Lára Skæringsdóttir |
Beðið var um nafnakall við afgreiðslu tillögunnar.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir | sagði nei |
Sigurður Einarsson | sagði nei |
Elsa Valgeirsdóttir | sagði nei |
Guðrún Erlingsdóttir | sagði já |
Hallgrímur Tryggvason | sagði nei |
Lára Skæringsdóttir | sagði já |
Ragnar Óskarsson | sagði já |
Tillagan var því felld með 4 atkvæðum, 3 voru meðmæltir.
Svohljóðandi tillaga barst:
Bæjarstjórn samþykkir að leita álits bæjarbúa á því hvort endurbyggja eigi vitann á Hringskersgarðinum (syðri hafnargarðinum) í sem næst upprunalegri mynd eða reisa þar listaverk sem gegni sama hlutverki og viti.
Vestmannaeyjum 22. júlí 1999 Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir Lára Skæringsdóttir |
Svohljóðandi tillaga barst:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta gera sérstakt átak við að safna lífrænum úrgangi með það fyrir augum að framleiða lífrænan áburð sem nýst gæti í Vestmannaeyjum.
Greinagerð
Á síðustu árum hefur flokkun sorps orðið æ fyrirferðarmeiri sem almenn umhverfisvernd. Að mörgu leyti stöndum við Vestmannaeyingar vel að vígi að þessu leyti. En betur má ef duga skal. Víða erlendis er það algengt að sveitarfélög hafa komið upp svokallaðri “ safnaðstöðu” þar sem fólk getur losað sig við lífrænt sorp. Sorpið tekur síðan breytingum og verður smám saman að lífrænum áburði sem nýtist vel við ræktun og kemur víða í staðinn fyrir tilbúinn áburð að hluta eða öllu leyti.
Hér í Vestmannaeyjum hafa nokkrir einstaklingar gert slíkar tilraunir og hafa þær gefist vel. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld boðið upp á flokkun sorps með ofangreind markmið í huga en enn vantar nokkuð upp á að flokkunin skili árangri. Hugmyndin í tillögunni byggist á því að gera stóra safnaðstöðu og freista þess að ná sem mestu af lífrænu sorpi Vestmannaeyinga þangað. Þannig fengist töluvert magn lífræns áburðar sem nýttist við ræktun hér. Með sérstöku átaki og góðri kynningu væri án efa hægt að fá bæjarbúa til þátttöku í átakinu. Mál þetta er ekki flókið og ekki ætti að fylgja því mikill kostnaður.
Með ofangreindum rökum er tillagan flutt.
Vestmannaeyjum 22. júlí 1999 Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir Lára Skæringsdóttir |
Sigurður Einarsson bað um fundarhlé og var það veitt. Fyrri tillagan var felld með 4 atkvæðum , 3 voru meðmæltir.
Síðari tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og var henni jafnframt vísað til Bæjarveitna til framkvæmdar.
Liðir 1 – 9 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum en fulltrúar Vestmannaeyjalistans samþykktu tillögu minnihluta hafnarstjórnar í 2. máli fundargerðarinnar .
3. mál
Fundargerðir bæjarráðs.
a) | 2491. fundur frá 14. júní sl. |
1. liður: Upplesið | |
2. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi | |
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
5. liður: Upplesið | |
6. liður: Upplesið | |
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
8. liður: Upplesið | |
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. |
b) | 2492. fundur frá 21. júní sl. |
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum | |
2. liður: Upplesið. | |
Ragnar Óskarsson bað um fundarhlé og var það veitt. |
Svohljóðandi bókun barst:
“Við krefjumst þess að áður en skepnuhald Gunnars Árnasonar verður takmarkað verði rannsakað á hlutlausan hátt hve mikið beitarþol land hans og annarra bænda á Heimaey er. Í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um skepnuhald og beit á Heimaey.” Ragnar Óskarsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lára Skæringsdóttir (sign). |
Sigurður Einarsson bað um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað og vilja vekja athygli á bréfi Landgræðslu ríkisins frá 17. maí, en þar segir um ástand gróðurs í beitarhólfi því sem Gunnar hefur haft til umráða er með öllu óviðunandi. En ekki er gerð athugasemd við beit hjá öðrum en Gunnari Árnasyni og Sveini Hjörleifssyni.” Sigurður Einarsson (sign), Elsa Valgeirsdóttir (sign), Hallgrímur Tryggvason (sign), Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign). |
Svohljóðandi bókun barst:
“Við ítrekum þá kröfu okkar að allir bændur á Heimaey verði látnir sitja við sama borð er beitarþol er metið.” Ragnar Óskarsson (sign), Guðrún Erlingsdóttir (sign), Lára Skæringsdóttir (sign). |
3. liður: Upplesið | |
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
c) | 2493. fundur frá 28. júní sl. |
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
2. liður: Upplesið | |
3. liður: Upplesið | |
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
5. liður: Upplesið | |
6. liður: Upplesið | |
7. Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi | |
8. Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi | |
9. Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi | |
10. Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi | |
11. liður: Upplesið | |
d) |
2494. fundur frá 5. júlí sl.
|
1. liður: Svohljóðandi tillaga barst: | |
Bæjarstjórn samþykkir að losa sig undan samningi við Ístak h.f., dags. 1. júlí, um endurbyggingu Landlystar og bjóða út verkið hér innanbæjar. GreinargerðÞegar bæjarstjóri kynnti bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans verksamning við Ístak h.f. um endurbyggingu Landlystar kom fram að húsfriðunarnefnd gerði kröfu um að “ákveðnir sérhæfðir aðilar” ynnu það. Þessir sérhæfðu aðilar væru ekki fyrir hendi í Vestmannaeyjum en fyrirtækið Ístak h.f. hefði þá á sínum snærum. Að þessum upplýsingum fengnum sáu bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans enga ástæðu til þess að leggjast gegn samningnum og samþykktu hann fyrir sitt leyti. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húsfriðunarnefnd setti engar kröfur fram um “ákveðna sérhæfða aðila” til að vinna verkið. Þetta hafa Stefán Ö. Stefánsson arkitekt og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri húsfriðunarnefndar báðir staðfest. Magnús telur reyndar rétt og eðlilegt að sömu aðilar og tóku Landlyst niður á sínum tíma byggi húsið upp að nýju. Ekki þarf að fara mörgum orðum um atvinnuástand í Vestmannaeyjum sem því miður hefur farið versnandi á síðustu árum. Þetta á jafnt við um iðnaðarmenn sem ýmsa aðra. Því verður að leita allra leiða til þess að fá heimamenn til þess að vinna þau verk sem til falla hjá Vestmannaeyjabæ. Þar sem umræddur verksamningur er gerður á röngum forsendum leggjum við því til að honum verði rift og verkið boðið út. Af ofangreindum ástæðum er tillagan flutt. |
Vestmannaeyjum 22. júlí 1999 Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir Lára Skæringsdóttir |
Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 voru meðmæltir.
Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.
Guðrún Erlingsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“ Ég greiði atkvæði gegn 1. máli með vísan til greinagerðar með ofangreindri tillögu.” Guðrún Erlingsdóttir (sign). |
2. liður: Upplesið | |
Svohljóðandi bókun barst: | |
Samantekt Þróunarfélags Vestmannaeyja um atvinnulífið í Vestmannaeyjum er nú lögð fyrir bæjarstjórn. Þar koma fram upplýsingar sem áður hafa að mestu leyti komið fram frá Hagstofu Íslands og Byggðastofnun. Í samþykkt bæjarstjórnar frá 2. nóv. 1998 (sbr. meðfylgjandi samþykkt) er Þróunarfélaginu ekki einungis falið að leggja ofangreindar upplýsingar fyrir bæjarstjórn heldur einnig að gera tillögur um með hvaða hætti unnt sé að gera áætlun um fjölbreyttara atvinnulíf í Vestmannaeyjum og hvernig best sé að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd. Því væntum við þess að Þróunarfélagið bregðist skjótt við og haldi áfram þeirri mikilvægu vinnu sem bæjarstjórn fól því hinn 2. nóv. 1998. |
Vestmannaeyjum 22. júlí 1999 Ragnar Óskarsson Guðrún ErlingsdóttirLára Skæringsdóttir |
Tillaga
Bæjarstjórn samþykkir að fela Þróunarfélagi Vestmannaeyja að gera úttekt á stöðu atvinnulífs í Vestmannaeyjum.
Jafnframt felur bæjarstjórn félaginu að gera áætlun um og benda á þá kosti og möguleika sem stuðlað gætu að fjölbreyttara atvinnulífi hér.
Þá felur bæjarstjórn félaginu að gera tillögur um á hvern hátt best sé að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd.
Greinagerð
Fyrir skemmstu birti Hagstofa Íslands yfirlit um búferlaflutninga á Íslandi á tímabilinu janúar – september á þessu ári. Þar kemur m.a. fram að af einstökum þéttbýlisstöðum fluttust flestir frá Vestmannaeyjum á tímabilinu eða alls 127 manns. Þessar staðreyndir eru mjög alvarlegar og nauðsynlegt er að sporna gegn frekari fólksfækkun í Vestmannaeyjum.
Þróunarfélag Vestmannaeyja er sá vettvangur sem við þessar aðstæður er eðlilegt að geri á faglegan hátt úttekt á stöðu atvinnulífsins, jafnframt því að félagið bendi á hugsanlega kosti um fjölbreyttara atvinnulíf og hvernig unnt sé að hrinda í framkvæmd áætlun þar um.
Margsinnis hefur komið fram að hér í Vestmannaeyjum eru fjölmargir ónýttir möguleikar á sviði atvinnumála. Bæjarstjórn ber að þessu leyti ótvíræða ábyrgð og á að hafa frumkvæði. Af ofangreindum er tillaga þessi flutt.
Vestmannaeyjum 2. nóv. 1998 Þorgerður Jóhannsdóttir Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir |
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
4. liður: Upplesið. | |
5. liður: Upplesið. | |
6. liður: Upplesið. | |
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
8. liður: Upplesið. | |
9. liður: Upplesið. | |
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
e) | 2495. fundur frá 12. júlí sl. |
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
2. liður: Upplesið. | |
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
5. liður: Upplesið. | |
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |
9. Upplesið.
|
|
f) | 2496. fundur frá 19. júlí sl. |
1. liður: Upplesið. |
Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Flugfélags Vestmannaeyja um leyfi til léttvínsveitinga í flugstöðinni. Leyfið er bundið skilyrðum um að fylgt sé lögum um áfengismál nr. 75/1998 og áfengissala verði aðskilin annarri sölu og neyslu annarra veitinga í flugstöðinni. Opnunartími verði sá sami og þegar flugstöðin er opin fyrir almenna umferð og stærð á þeim léttvínsflöskum sem verða seldar verði ekki meiri heldur en 187 ml.
Leyfið er hugsað til reynslu í 1 ár og verður endurskoðað að ári liðnu. |
Sigurður Einarsson Hallgrímur TryggvasonElsa Valgeirsdóttir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir |
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum, 2 á móti. |
2. liður: Upplesið. |
3. liður: Upplesið. |
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. |
5. liður: Upplesið. |
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. |
7. liður: Upplesið. |
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. |
4. mál
Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 19.júlí sl.
Fundargerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.45.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigurður Einarsson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
Ragnar Óskarsson
Lára Skæringsdóttir
Hallgrímur Tryggvason
Fundarritari Páll Einarsson