Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1267

10.06.1999

BÆJARSTJÓRN

1267. fundur.

Ár 1999, fimmtudaginn 10. júní kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár var leitað afbrigða til þess að taka fundargerð félagsmálaráðs frá 8. júní sl. á dagskrá.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekin fyrir sem 3. mál hér síðar á fundinum.

1. mál.

Fundargerðir skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 25. maí sl.

Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga varðandi 1. mál fundargerðarinnar:

“Við getum í meginatriðum fallist á tillögu skipulagsnefndar um deiliskipulag í Herjólfsdal, enda hefur verið tekið mið af góðum ábendingum og athugasemdum bæjarbúa vegna skipulagsins.

Við leggjum hins vegar til að afgreiðslu á svokallaðri stöllun verði frestað þar til fyrir liggur nákvæmari afstöðumynd er sýnir raunverulega stöllun frá fleiri sjónarhornum.

Vestmannaeyjum, 10. júní 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir 1. mál skipulagsnefndar en varðandi stöllun verði hún útfærð nánar og afgreidd í skipulagsnefnd og bæjarstjórn áður en farið verður í framkvæmdir.”

Sigurður Einarsson (sign.)

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir 9. mál enda er aðeins verið að flytja tæki eða efnivið til gerðar listaverkanna og þess verði gætt að við framkvæmdir verði ónæði íbúa sem minnst.”

Sigurður Einarsson (sign.)

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Varðandi 2. mál var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga og bæjarráði falin fullnaðarafgreiðsla með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundargerðin með áorðnum breytingum í 1., 2. og 9. máli var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 1. júní sl.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta endurbyggja gamla vitann á Hringskersgarðinum, syðri hafnargarðinum, sem næst sinni upprunalegu mynd. Bæjarstjórn felur hafnarstjórn að annast framgang verksins.

Greinargerð

Eins og alkunna er hefur verið nokkur umræða að undanförnu um það með hvaða hætti best væri að hafa vita á syðri hafnargarðinum, svonefndum Hringskersgarði, sem byggður var á árunum 1914-1916. Einkanlega hafa tvenns konar sjónarmið komið fram þar um. Annars vegar að endurbyggja gamla vitann í sem næst sinni upprunalegu mynd og hins vegar að koma fyrir nýju listaverki sem jafnframt gegndi hlutverki vita.

Við erum mjög eindregið fylgjandi því að láta endurbyggja gamla vitann sem næst sinni upprunalegu mynd. Við færum eftirfarandi rök fyrir máli okkar:

1) Eins og að ofan greinir er Hringskersgarðurinn byggður á árunum 1914-1916. Á þeim tíma var sjóvarnargerð þessi hin stórfenglegasta og veitti hún mikið og aukið öryggi fyrir sjófarendur. Vitinn lýsti leiðina og í hugum fjölmargra er hann ákveðið tákn um framsýni þeirra sem hér bjuggu á fyrri hluta aldarinnar. Af þeim ástæðum teljum við vitann vera hluta af menningarsögu okkar Vestmannaeyinga og því beri að “varðveita” hann á þeim stað sem hann upprunalega var reistur.

2) Á síðustu árum hefur áhugi vaxið á því að varðveita minjar af ýmsu tagi. Í því sambandi má nefna þá skynsamlegu ákvörðun bæjarstjórnar að “geyma” húsið Landlyst til þess að geta endurbyggt það og þannig minnt á fortíðina. Varðveisla þess húss er af hinu góða og minnir á gamla tíð sem nútíminn verður að vita um ætli hann að skilja samtíð sína.

3) Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók á sínum tíma þá ákvörðun að endurbyggja Skansinn. Það verk hefur í alla staði tekist vel og nú er Skansinn orðinn vinsæll staður þar sem fólki er gert kleift að rifja upp hluta af sögu Vestmannaeyja. Nú hefur verið lagt til að á næstu grösum verði Landlyst endurreist. Blátindur settur til að minna á dæmigerðan vertíðarbát frá fyrri hluta aldarinnar og að reist verði stafkirkja til að minna á tengsl forfeðranna við Noreg. Í þessu umhverfi er gamli Hringskersvitinn verðugt minnismerki um tengsl nútímans við fortíðina og með endurgerð hans fengist heilstæð mynd af “Skanssvæðinu”, mynd sem vonandi minnir okkur á hið liðna og sýnir okkur betur en ella tengsl fortíðar og nútíðar.

Eðlilegt er að hafnarstjórn annist framkvæmd málsins þar eð vitinn er á hafnarsvæði.

Með vísan til þess sem að framan er sagt er tillaga þessi flutt.

Vestmannaeyjum, 10. júní 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir bað um fundarhlé og var það veitt.

Guðjón Hjörleifsson gerði það að tillögu sinni að ofangreindri tillögu yrði vísað til hafnarstjórnar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundargerðin var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2488. fundur frá 25. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ragnar Óskarsson tók undir bókun Þorgerðar Jóhannsdóttur í 3. máli fundargerðarinnar. Það gerði Guðrún Erlingsdóttir einnig.

Ragnar Óskarsson óskaði eftir því að bóka: “Tel að skólastjóri Barnaskólans hafi átt að fá launalaust leyfi eins og hann bað um.”

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2489. fundur frá 31. maí sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

4. liður: Upplesið.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af bréfi Sambands íslenskra leikfélaga til bæjarstjórnar Vestmannaeyja samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að beita sér fyrir því að Leikfélag Vestmannaeyja taki til starfa á ný. Menningarmálanefnd verði falið að taka málið til umfjöllunar og leita samstarfs við þá aðila sem málið snerta. Sérstaklega verði leitað til grunnskólanna, Framhaldsskólans og Listaskóla Vestmannaeyja varðandi tengsl og nánara samstarf að þessu leyti.”

Vestmannaeyjum, 10. júní 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Sigurður Einarsson bað um fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst:

“Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til menningarmálanefndar og jafnframt er upplýst að bæjaryfirvöld hafa óskað eftir fundi með fulltrúum leikfélagsins eins og fram kemur í Fréttum í dag.”

Sigurður Einarsson (sign.)

Afgreiðslutillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Svohljóðandi tillaga barst að loknu fundarhléi sem veitt var að ósk Þorgerðar Jóhannsdóttur:

“Vegna nýrra upplýsinga um kjaramál tónlistarkennara leggjum við undirrituð til að gengið verði til samninga við tónlistarkennara í Vestmannaeyjum sbr. aðra tónlistarkennara í landinu er hafa verið að fá leiðréttingu á launakjörum sínum.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

c) 2490. fundur frá 7. júní sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

3. mál.

Fundargerð félagsmálaráðs frá 8. júní sl.

Fundargerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. mál.

Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara:

a) Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá. Var hún því kjörin forseti bæjarstjórnar.

b) Sigurður Einarsson fékk 4 atkvæði, 3 sátu hjá, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Þorgerður Jóhannsdóttir fékk 4 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar, Guðrún Erlingsdóttir fékk eitt atkvæði og tveir seðlar voru auðir.

c) Ritarar bæjarstjórnar voru kosnir Elsa Valgeirsdóttir og Ragnar Óskarsson, til vara Sigurður Einarsson og Guðrún Erlingsdóttir, með 7 samhljóða atkvæðum.

5. mál.

Kosning í bæjarráð til eins árs:

Fram komu tilnefningar um Sigurð Einarsson, Elsu Valgeirsdóttur og Ragnar Óskarsson sem aðalmenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fram komu tilnefningar um Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, Guðjón Hjörleifsson og Þorgerði Jóhannsdóttur sem varamenn.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. mál.

Kosning í nefndir:

Kosning í nefndir til eins árs:

Brunavarnanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Íris Þórðardóttir Helgi Bragason
Birkir Agnarsson Birgir Stefánsson
Þórarinn Ólason Óskar Ólafsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Íþrótta- og æskulýðsráð: 5 aðalmenn og 5 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Sigurður Einarsson Andrea Atladóttir
Elsa Valgeirsdóttir Helgi Bragason
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Íris Þórðardóttir
Björn Elíasson Kristjana Harðardóttir
Þór Ísfeld Vilhjálmsson Sigurlás Þorleifsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Kjörstjórnir við Alþings- og forsetakosningar
a) Undirkjörstjórnir: 3 aðalmenn og 3 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Jóhann Pétursson Guðbjörg Karlsdóttir
Ólafur Elísson Hörður Óskarsson
Jón I. Hauksson Jakob J. Möller
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Kjördeildir: 3 aðalmenn og 3 til vara
1. kjördeild
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eggertsdóttir Þuríður Helgadóttir
Einar Bjarnason Þuríður Guðjónsdóttir
Sigríður Kristín Finnbogadóttir Björn Elíasson
2. kjördeild:
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Valtýsson Kristín Haraldsdóttir
Páll Einarsson Kristrún Axelsdóttir
Karl Jónsson Nanna Þóra Áskelsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Menningarmálanefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Gunnar Friðfinnsson
Ólafur Lárusson Sveinn Rúnar Valgeirsson
Hjálmfríður Sveinsdóttir Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Skoðunarmenn til eins árs:
Tveir skoðunarmenn reikninga bæjarsjóðs og stofnana og tvo til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Gísli Geir Guðlaugsson
Jón I. Hauksson Magnea Bergvinsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Starfskjaranefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Sigurður Einarsson Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar: 1 aðalm. og 1 til vara

Aðalmaður: Varamaður:
Sigurður Einarsson Guðný Bjarnadóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Októvía Andersen
Ragnar Óskarsson Hörður Þórðarson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Bæjarveitna Vestmannaeyja: 4 aðalmenn og 4 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Arnar Sigurmundsson Íris Þórðardóttir
Georg Þór Kristjánsson Auróra Friðriksdóttir
Ragnar Óskarsson Björn Elíasson
Andrés Sigurmundsson Guðrún Erlingsdóttir
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Stjórn Herjólfs hf.: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Grímur Gíslason Sigurbjörg Axelsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir Ragnar Óskarsson
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnframt komu fram tilnefningar um breytingar á nefndarmönnum í nefndir til 4 ára:

Hafnarstjórn:

Ásmundur Friðriksson kemur inn sem aðalmaður í stað Gríms Gíslasonar

Landnytjanefnd:

Pétur Steingrímsson kemur inn sem aðalmaður í stað Stefáns Geirs Gunnarssonar

Sigurður Einarsson kemur inn sem varamaður í stað Péturs Steingrímssonar.

Kjörstjórn við bæjarstjórnarkosningar:

Yfirkjörstjórn:

Ólafur Elísson kemur inn sem aðalmaður í stað Atla Aðalsteinssonar.

Guðbjörg Karlsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Ólafs Elíssonar.

1. kjördeild:

Einar Bjarnason kemur inn sem aðalmaður í stað Ingibjargar Birnu Sigursteinsdóttur.

Þuríður Helgadóttir kemur inn sem varamaður í stað Einars Bjarnasonar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.20.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigurður Einarsson

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove