Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1265
BÆJARSTJÓRN
1265. fundur.
Ár 1999, miðvikudaginn 21. apríl kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Leitað var afbrigða til þess að taka fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 19. apríl sl. á dagskrá.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 3. mál hér síðar á fundinum.
1. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 22. mars sl.
Liðir 1-11 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2480. fundur frá 22. mars sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Tillaga vegna kosningar í undirkjörstjórn vegna Alþingiskosninga.
Jóhann Pétursson verði aðalmaður í stað Karls Gauta Hjaltasonar. Ólafur Elísson verði aðalmaður í stað Atla Aðalsteinssonar. Guðbjörg Karlsdóttir verði varamaður í stað Ólafs Elíssonar.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2481. fundur frá 29. mars sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
14. liður: Upplesið.
c) 2482. fundur frá 12. apríl sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Við tökum ekki afstöðu til 4. máls fyrr en fyrir liggur álit íþróttahreyfingarinnar um málið. Jafnframt minnum við á eftirfarandi tillögu og greinargerð bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans sem fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar vísuðu frá við afgreiðslu í bæjarstjórn hinn 9. nóvember 1998.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Tillaga
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta gera samanburð á kostnaði við endurnýjun íþróttasalar íþróttamiðstöðvarinnar og byggingu nýs íþróttahúss.
Í samanburðinum verði sérstakt tillit tekið til þess hvað ýmis önnur sveitarfélög eru að gera á þessu sviði og með hvaða hætti þau telja hagkvæmast að ráðast í nýframkvæmdir vegna íþróttahúsa, jafnvel fjölnota íþróttahúsa.
Leiði ofangreind könnun í ljós að bygging nýs íþróttahúss sé e.t.v. skynsamlegri kostur en endurnýjun gamla íþróttasalarins verði þegar hafinn undirbúningur í samræmi við þá niðurstöðu. Ekkert ætti hins vegar að vera því til fyrirstöðu að gera ráð fyrir framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir árið 1999 en nú er vinna við hana í undirbúningi.
Um undirbúning, framkvæmdir og rekstrarform nýs íþróttahúss verði haft náið samstarf og samráð við íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum.”
Greinargerð
Íþróttamannvirki þau sem reist voru í Brimhólalaut eftir gos eru löngu úr sér gengin og innan bæjarstjórnar er fullur skilningur á að hið fyrsta verði ráðin bót þar á með viðeigandi hætti.
Eins og mál standa nú er að því stefnt að endurnýja íþróttamiðstöðina alla, þ.e.a.s. sundlaugarhlutann og íþróttahússhlutann. Enginn vafi er á því að sundlaugarhlutann er skynsamlegast að endurnýja enda er laugin sjálf, hreinsibúnaður og annað sem henni tilheyrir verðmætasta fjárfesting þess hluta. Hins vegar er ekki víst að skynsamlegt sé að leggja í verulegan kostnaði til endurnýjunar íþróttahússhlutans og kemur þar margt til. Hér skal minnt á nokkur atriði:
* Núverandi íþróttahús er mjög illa farið og víst er að fara þarf í verulegar fjárfestingar til að endurnýja það þannig að fullnægjandi sé.
* Stærð núverandi íþróttahúss, ýmis aðstaða, áhorfendasvæði o.fl. fullnægir engan veginn þeim kröfum sem gerðar eru nú til dags bæði að því er keppnis- og almenningsíþróttir varðar.
* Í nokkrum sveitarfélögum hefur verið og er fyrirhugað að ráðast í byggingu íþróttahúsa sem reynast mun ódýrari en hingað til hefur tíðkast þrátt fyrir að slík hús fullnægi þeim kröfum sem til íþróttahúsa nú eru gerðar.
* Fulltrúar ÍBV-íþróttafélags hafa óskað eftir því að bæjaryfirvöld flýti sér hægt að taka ákvörðun um framhald framkvæmda samkvæmt þeirri áætlun sem nú er unnið eftir að þessu leyti, sbr. bréf bæjarstjóra dags. 20. okt. sl. Sú beiðni vegur að sjálfsögðu þungt í málinu og er sjálfsagt að taka tillit til hennar. Þó ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að unnið sé markvisst að málinu þegar í stað þannig að unnt sé að gera ráð fyrir framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.
Af ofangreindu má ljóst vera að mjög margt bendir til þess að skynsamlegt sé að endurskoða framkvæmdir vegna íþróttahússins í ljósi nýrra möguleika. Af þeim ástæðum er ofangreind tillaga flutt.
Vestmannaeyjum, 9. nóvember 1998.
Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum en fulltrúar Vestmannaeyjalistans sátu hjá í 4. máli fundargerðarinnar með vísan í bókun hér að ofan.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
Tillaga
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að ekki verði veitt leyfi til lengingar opnunartíma á Veitingastaðnum Lundanum hf.”
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
d) 2483. fundur frá 19. apríl sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við teljum sjálfsagt og eðlilegt að bæjarráð eigi fund með Gunnhildi um hugmynd hennar, en í bréfi sínu óskar hún eftir því.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Upplesið.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerð stjórnar Bæjarveitna frá 19. apríl sl.
Fundargerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. mál.
Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 1998:
- Fyrri umræða –
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, hafði framsögu um reikningana og rakti helstu niðurstöður.
Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Við sjáum ekki ástæðu til þess að gera efnislegar athugasemdir við reikninga bæjarsjóðs og stofnana hans nú við fyrri umræðu, en áskiljum okkur rétt til athugasemda við seinni umræðu enda liggja þá fyrir athugasemdir kjörinna endurskoðenda við reikningana.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Var nú gengið til atkvæða:
a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1998: | ||||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||||
Sameiginlegar tekjur (nettó) | kr. | 754.655.398 | ||||
Rekstrargjöld umfram tekjur | kr. | 16.718.954 | ||||
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) | kr. | 88.227.817 | ||||
Eignfærð fjárfesting (nettó) | kr. | 70.731.409 | ||||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.223.116.757 | ||||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 304.499.771 | ||||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til | ||||||
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn. | ||||||
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1998: | ||||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||||
Rekstrartekjur | kr. | 123.511.943 | ||||
Tap ársins | kr. | 147.897.456 | ||||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.155.933.994 | ||||
Eigið fé alls | kr. | 782.065.243 | ||||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til | ||||||
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn. | ||||||
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1998: | ||||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||||
Rekstrartekjur | kr. | 14.598.495 | ||||
Tap ársins | kr. | 38.119.084 | ||||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 240.082.410 | ||||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 189.384.247 | ||||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til | ||||||
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn. | ||||||
d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 1998: | ||||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||||
Rekstrartekjur | kr. | 439.796.214 | ||||
Tap ársins | kr. | 22.570.476 | ||||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.117.836.240 | ||||
Eigið fé alls | kr. | 335.942.361 | ||||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til | ||||||
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn. | ||||||
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1998: | ||||||
Niðurstöðutölur reksturs: | ||||||
Lækkun á hreinni eign á árinu | kr. | 4.459.696 | ||||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 93.612.752 | ||||
Hrein eign | kr. | 93.612.752 | ||||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til | ||||||
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn. | ||||||
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.35.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Sigurður Einarsson
Ragnar Óskarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Guðjón Hjörleifsson