Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1266

20.05.1999

BÆJARSTJÓRN

1266. fundur.

Ár 1999, fimmtudaginn 20. maí kl. 19.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 28. apríl sl.

Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Við teljum að Valgeir Jónasson eigi að fá leyfi til þess að mála húsin eftir eigin vali.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Jafnframt barst svohljóðandi bókun:

“Varðandi 16. mál bendum við á að hér er hugsanlega um fordæmi að ræða.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðir 1-20 voru síðan samþykkktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2484. fundur frá 26. apríl sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2485. fundur frá 3. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókun Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

c) 2486. fundur frá 10. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2487. fundur frá 17. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 1998:

- Síðari umræða –

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Reikningar bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 1998 bera með sér að enn hallar á ógæfuhliðina í fjármálum bæjarfélagsins. Á þeim tíma sem sjálfstæðismenn hafa verið við völd, frá árinu 1990, hefur fjárhagsstaðan sífellt versnað með hverju árinu sem líður og nú er svo komið að fjárhagsstaðan er orðin það afleit að við svo búið má ekki standa öllu lengur. Í framhaldi af ofansögðu er rétt að bera saman nokkrar lykiltölur úr ársreikningi frá 1990 og ársreikningi 1998. Eftirfarandi tafla skýrir þennan samanburð best:

Samanburður 1990 - 1998

Hlutfall af skattatekjum Árið 1990 Árið 1998
Skuldir 126% 202%
Rekstur málaflokka án vaxta 70% 97%
Greiðslubyrði lána, nettó 11% 30%
Gjaldfærð og eignafærð fjárfesting 26% 21%

Þrátt fyrir það að Vestmannaeyjabær hafi nú tekið uppreiknaðar lífeyrisskuldbindingar inn í reikningana er hér um dapurlegar niðurstöður að ræða. Þessar niðurstöður eru, eins og við fulltrúar Vestmannaeyjalistans höfum oft bent á, óþægilegur en um leið raunverulegur dómur um misheppnaða fjármálastjórn meirihluta sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

Ef borin eru saman árin 1997 - 1998 kemur í ljós að rekstrarafkoma bæjarins hefur versnað allverulega. Einungis hluta af þessari slöku afkomu má rekja til uppreiknings lífeyrisskuldbindinga en þrátt fyrir að þeim sé sleppt með öllu, fer rekstrarafkoman sífellt versnandi. Eftirfarandi tafla sýnir best samanburð rekstrarafkomu og skulda milli áranna 1997 - 1998:

Samanburður rekstrarafkomu og skulda milli áranna 1997 – 1998

1997 1998
Rekstrargjöld að frádregnum rekstrartekjum 617 millj 729 milj.
Rekstrarafkoma jákvæð 47 millj. neikvæð 17 millj.
Nettóskuldir án lífeyrisskuldbindinga 611 millj. 754 millj.
Hækun skulda án lífeyrisskuldbindinga 23%

Hér hefur verið getið um nokkur atriði sem full ástæða er til að taka alvarlega þegar rætt er um afkomu og stöðu bæjarsjóðs nú við framlagningu reikninga fyrir árið 1998. Ýmsu, sem teljast verður dapurlegt dæmi um fjármálastjórn sjálfstæðismanna, er þó sleppt. Þar má nefna að skammtímavextir eru óvenjuháir eða u.þ.b. 14 milljónir og getur það varla talist gott vitni um fjármálastjórnina. Þá ber þess sérstaklega að geta að nú er búið að eyða um 20 milljónum í hönnum íþróttahússins án þess að skilyrðum um slíkt hús sé fullnægt. Ekkert samspil hefur verið milli hönnunar og framkvæmda.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans ítreka enn og aftur að fjármálastjórn Vestmannaeyjabæjar er í molum undir stjórn sjálfstæðismanna. Reikningarnir, nú sem undanfarin ár, sanna að svo er og því er full ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur af því sem framundan er, haldi svo áfram sem horfir. Meirihluti bæjarstjórnar hefur skapað hættuástand í fjármálum bæjarfélagsins, hættuástand sem skaða mun bæjarsjóð langt fram í tímann. Meirihlutinn er að fullu ábyrgur fyrir þeirri stöðu sem hann hefur leitt bæjarfélagið í.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans munu sitja hjá við afgreiðslu reikninga bæjarsjóðs en greiða atkvæði með reikningum stofnana hans. Að öðru leyti vísum við hér með í bókanir um fjárhag bæjarfélagsins undanfarin ár, bæði er varðar afgreiðslu fjárhagsáætlana og reikninga.

Vestmannaeyjum, 20. maí 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins v/ ársreikninga bæjarsjóðs og stofnana hans árið 1998

Niðurstöður ársreikninga bæjarsjóðs bera með sér að miklar breytingar hafa orðið í framsetningu reikninganna og ber þar hæst að lífeyrisskuldbindingar eru nú færðar að fullu sem ekki var áður. Hefur þetta jafnframt áhrif á rekstur og efnahag hafnarsjóðs og Bæjarveitna.

Rekstur að öðru leyti var í sæmilegu jafnvægi miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun en launaliðir eru töluvert hærri en áætlað var.

Sameiginlegar tekjur urðu kr. 754,7 m. kr. og sem er um 5. m. kr. undir áætlun.

Nettó rekstrargjöld ,án fjármagnsliða, urðu kr. 728,9 m. kr. og hækkuðu um 111.7 m. kr. milli ára, eða 18%. Þar munar mestu um hækkun lífeyrisskuldbindinga, 48,6 m. kr., en aukning útgjalda að öðru leyti skýrist að miklu leyti af launabreytingum.

Gjaldfærð fjárfesting nettó var 88,2 m. kr. sem er um 9,7 milljónum hærra en áætlað var.

Aukin útgjöld voru einkum vegna endurbóta í Safnahúsi, en þar var verksamningur bókfærður að fullu þó svo að greiðslur komi ekki til framkvæmda fyrr en á árunum 1999 og 2000.

Eignfærð fjárfesting nettó var 70,7 m. kr. eða um 5 milljónum lægra en áætlað var.

Helstu framkvæmdir voru við Hraunbúðir , Barnaskólann og búningsaðstöðu við Hásteinsvöll.

Rekstur hafnarsjóðs gekk vel á árinu og hækkaði hreint veltufé um 28 m. kr. milli ára. Miklar framkvæmdir voru á vegum hafnarinnar, eða alls 90 milljónir. Voru það einkum endurbætur á viðlegurými í Friðarhöfn.

Skuld ríkisins vegna framkvæmda við höfnina lækkaði um tæpar 20 milljónir og var 45,7 milljónir í árslok.

Félagslegar íbúðir eru sem áður nokkur baggi á bæjarsjóði og nauðsynlegt er að samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarksiptingu v/sölu á félagslegum íbúðum á almennum markaði. Þegar því lýkur er unnt að marka stefnu í þessum málum.

Rekstur Bæjarveitna var í góðu lagi og skiluðu Rafveita, Vatnsveita og Sorpbrennsla og Hitaveita samtals 56,7 m. kr. frá rekstri af reglulegri starfsemi.

Í fyrsta skipti í sögu Bæjarveitna voru ekki tekin ný lán á árinu.

Við viljum vekja sérstaka athygli á því í bókun Vestmannaeyjalistans að við samanburð á útreikningum 1990 og 1998 að lífeyrisskuldbinding er ekki inní tölunum 1990.

Ljóst er að rekstur sveitarfélaga um allt land er að þyngjast töluvert og hefur kostnaður við aukna þjónustu í sveitarfélögunum ekki skilað sér í tekjum og er það miður.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta björtum augum á framtíðina og munu starfa áfram af festu og ábyrgð bæjarfélaginu til heilla.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Sigurður Einarsson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1998:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 754.655.398
Rekstrargjöld umfram tekjur kr. 16.718.954
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 88.227.817
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 70.731.409
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.223.116.757
Eigið fé, neikvætt kr. 304.499.771
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1998:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 123.511.943
Tap ársins kr. 147.897.456
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.155.933.994
Eigið fé alls kr. 782.065.243
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1998:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 14.598.495
Tap ársins kr. 38.119.084
Niðurstöðutölur efnahags kr. 240.082.410
Eigið fé, neikvætt kr. 189.384.247
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 1998:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 439.796.214
Tap ársins kr. 22.570.476
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.117.836.240
Eigið fé alls kr. 335.942.361
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1998:
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 4.459.696
Niðurstöðutölur efnahags kr. 93.612.752
Hrein eign kr. 93.612.752
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Óskum eftir greinargerð í bæjarráði um launabreytingar á árinu 1998 sbr. skýringar á bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á hækkunum á útgjöldum bæjarins á síðasta ári.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.05.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Þorgerður Jóhannsdóttir

Ragnar Óskarsson

Guðrún Erlingsdóttir

Sigurður Einarsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove