Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1263

18.02.1999

BÆJARSTJÓRN

1263. fundur.

Ár 1999, fimmtudaginn 18. febrúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, Sigurður Einarsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 4. febrúar sl.

Liðir 1-16 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 15. febrúar sl.

Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Við teljum nauðsynlegt að áður en ákvörðun verður tekin um staðsetningu mjöl- og hráefnistanka liggi fyrir afstöðumyndir af mannvirkjunum og að bæjarbúum gefist kostur á að kynna sér málið og gera athugasemdir við það.”

Vestmannaeyjum, 18. febrúar 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðir 1-6 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2473. fundur frá 1. febrúar sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Í framhaldi af skýrslu um framleiðslu á vernduðum vinnustöðum samþykkir bæjarstjórn að beina því til forstöðumanna stofnana bæjarsjóðs að þeir beini innkaupum sínum að umræddum vinnustöðum að svo miklu leyti sem það er unnt að gera. Þá skorar bæjarstjórn á fyrirtæki í Vestmannaeyjum að beina viðskiptum sínum á sama hátt að sömu vinnustöðum.”

Vestmannaeyjum, 18. febrúar 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2474. fundur frá 8. febrúar sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi fyrirspurn:

“Í bréfi sem Kristján G. Eggertsson ritar bæjarráði hinn 4.2. 1999 óskar hann eftir upplýsingum um samskipti bæjaryfirvalda við safnaðarstjórn Landakirkju og undirbúningsnefnd vegna fyrirhugaðra framkvæmda við starfkirkju í Vestmannaeyjum. Einnig óskar hann eftir upplýsingum um samskipti safnaðarstjórnar og undirbúningsnefndar við skipulags- og umhverfisnefndir bæjarins.

Í bæjarráði 8.2. 1999 er bókað að bæjaryfirvöld hafi ekki haft samband við safnaðarstjórn eða undirbúningsnefnd um bygginguna vegna málsins.

Í framhaldi af því svari bæjarráðs óskum við eftir því að bæjarstjóri geri skriflega grein fyrir eftirfarandi og leggi fyrir næsta bæjarráðsfund:

1. Hvað fólst í orðum bæjarstjóra er hann skýrði frá því í Landakirkju hinn 22. nóvember 1998 að bæjaryfirvöld væru búin að fjalla um staðsetningu

kirkjunnar?

2. Hvað fólst í orðum bæjarstjóra er hann á sama fundi upplýsti að bæjarsjóður kæmi að málinu með því t.d. að byggja sökkul kirkjunnar og annast frágang við hana, jafnframt því sem hann sagði að til greina kæmi að gera breytingar á vegi út á Skans?

3. Telur bæjarstjóri sig hafa heimild bæjarstjórnar til þess að gefa slíkar yfirlýsingar, og ef svo er, hvar er sú heimild bókuð og samþykkt í gögnum bæjaryfirvalda?

4. Telur bæjarstjóri að bókun bæjarráðs sé í samræmi við upplýsingar þær sem hann gaf í Landakirkju hinn 22. nóvember sl.?

Við teljum nauðsynlegt að fá skrifleg svör við þessum spurningum m.a. vegna þess að að í engu hefur verið svarað munnlegum fyrirspurnum um þetta mál sem við fulltrúar Vestmannaeyjalistans lögðum fram í lok síðasta árs.

Við tökum fram að við leggjumst á engan hátt gegn hugmyndinni um að reisa umrædda kirkju hér í Vestmannaeyjum en teljum nauðsynlegt að farið sé eftir settum reglum um ákvarðanatöku í þessu máli sem öðrum og að ljós mynd verði af stöðu málsins m.a. gagnvart bæjaryfirvöldum.”

Vestmannaeyjum, 18.12. 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Þar sem ekki hafa borist skrifleg svör við fyrirspurn varðandi listaverkakaup Vestmannaeyjabæjar sl. 5 ár eins og beðið var um á fundi bæjarstjórnar, er það ítrekað skriflega við bæjarstjóra að hann skili skriflegu svari sem fyrst í bæjarráð.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Upplesið.

c) 2475. fundur frá 15. febrúar sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Við undirritaðir bæjarfulltrúar óskum eftir skriflegri greinargerð frá bæjarstjóra um starfsemi Athafnaversins á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun þess.”

Vestmannaeyjum, 18.2. 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

6. liður: Upplesið.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 1999:

- Síðari umræða –

Svohljóðandi fyrirspurn barst:

“Hyggst meirihluti bæjarstjórnar fresta samþykktri stefnu sinni í samræmi við lög frá Alþingi um að grunnskólarnir í Vestmannaeyjum verði einsetnir árið 2003?

Telur meirihluti bæjarstjórnar að framlög til grunnskólanna í fjárhagsáætlun 1999 og í þriggja ára áætlun árið 2000-2002 nægi til þess að standa við ofangreinda lagaskyldu?

Telur meirihluti bæjarstjórnar að framlög til grunnskólanna í fjárhagsáætlun 1999 og í þriggja ára áætlun árin 2000-2002 séu í samræmi við “glæsilega og metnaðarfulla” skólamálastefnu sem samþykkt var í bæjarstjórn á síðasta ári?

Skriflegt svar frá bæjarstjóra óskast lagt fyrir í bæjarráði á næsta fundi ráðsins.”

Vestmannaeyjum, 18.2. 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Í dag leggur meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja fram til annarrar umræðu sína fyrstu fjárhagsáætlun á kjörtímabilinu 1998-2002. Meirihlutinn einn hefur unnið áætlunina án þess að fulltrúar minnihlutans hafi átt þess kost að koma þar nærri. Þeirri aðferð mótmælum við harðlega.

Áætlunin gerir ráð fyrir því að áfram verði haldið sömu stefnu og sjálfstæðismenn mörkuðu árið 1990 er þeir fengu meirihluta í bæjarstjórn. Frá þeim tíma hafa álögur á bæjarbúa hækkað jafnt og þétt en á sama tíma hefur fjárhagsstaða bæjarfélagsins versnað. Eftirfarandi dæmi sýna þetta glögglega:

1. Skuldir hafa á undanförnum árum hækkað upp úr öllu valdi. Samkvæmt áætluninni þarf á árinu 1999 að taka ný lán fyrir bæjarsjóð, um 53 milljónir króna, umfram afborganir eldri lána.

2. Tekjuafgangur frá rekstri minnkar um tæpar 20 milljónir miðað við fjárhagsáætlun 1998.

3. Halli á rekstraryfirliti er nú kr. 32,6 milljónir en var enginn samkvæmt fjárhagsáætlun 1998.

4. Útsvarsálagning á bæjarbúa hækkar um 6% frá 1998.

5. Áfram verður haldið að innheimta nýja og þyngri skatta sem sjálfstæðismenn hafa á síðustu kjörtímabilum lagt á og hækkað. Í því sambandi nægir að nefna sorpeyðingargjaldið og holræsagjaldið, stórfellda hækkun fasteignaskatta umfram hækkanir fasteignamats.

6. Haustið 1998 þurfti bæjarsjóður að taka nýtt lán um 76 milljónir til þess að reyna að ná endum saman og árið 1997 þurfti í sama tilgangi að taka nýtt lán um kr. 80 milljónir. Þessi aukna lántaka hefur ekki leitt til betri fjárhagsstöðu og er dapurlegt vitni um slælega fjármálastjórn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

7. 3. ára áætlun sú sem hér liggur fyrir gefur ekki tilefni til að ætla að sjálfstæðismenn ætli að rétta hag bæjarfélagsins við. Þar á áfram að halda sömu braut.

Aðra einstaka þætti fjárhagsáætlunarinnar væri vissulega unnt að gagnrýna. Að okkar mati ber hún hvorki merki góðrar fjármálastjórnunar né framsækinnar stefnu. Nýlega samþykktri skólamálastefnu fyrir Vestmannaeyjar verður t.d. ýtt til hliðar og sama má segja um marga aðra þætti.

Við bendum á að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er algerlega á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar. Í ljósi þess og með vísan til fyrri bókana okkar um auknar álögur á bæjarbúa munum við sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð. Við munum hins vegar samþykkja fjárhagsáætlun fyrir stofnanir með þeim fyrirvörum sem við höfum áður sett fram við afgreiðslu á gjaldskrá og skattlagningu stofnana.”

Vestmannaeyjum, 18. febrúar 1999.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 1999:

Fjárhagsáætlun þessi einkennist af því að gæta hófs í útgjöldum bæjarsjóðs eins og unnt er. Mikið átak hefur verið gert til að bæta rekstur bæjarins undanfarið og með nýju og breyttu skipuriti bæjarins er von bæjaryfirvalda að það starf geti haldið áfram.

Það er gætt mikils aðhalds í eignfærðri fjárfestingu en það er einn af fáum liðum þar sem hægt er að draga úr útgjöldum án þess að skerða þjónustu. Reynt að ljúka við þær framkvæmdir sem byrjað hefur verið á og unnið er sem skipulagast við allar þær framkvæmdir sem í gangi eru til þess að ljúka þeim á sem skemmstum tíma.

Það er gert mikið átak í viðhaldi fasteigna bæjarsjóðs og núna er veitt meira fé til þess en oft áður.

Hvað varðar stofnanir bæjarins þá er rekstur veitnanna og hafnarsjóðs í jafnvægi en rekstur félagslegra íbúða hefur verið visst áhyggjuefni undanfarin ár og verður það greinilega áfram.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru þó fullir bjartsýni á framtíð Eyjanna og telja að fjárhagsáætlun ársins 1999 sýni það.

Aðhalds er gætt í rekstri án þess að skerða þá miklu og góðu þjónustu sem veitt er. Lokið er við nauðsynlegar framkvæmdir og lagður grunnur að framkvæmdum næstu ára.

Vona bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að þessi myndarlega uppbygging á þjónustu verði til mikils gagns fyrir heimilin og fyrirtækin í bænum.”

Vestmannaeyjum, 18.2. 1999.

Sigurður Einarsson

Aðalsteinn Sigurjónsson

Elsa Valgeirsdóttir

Íris Þórðardóttir

Var nú gengið til atkvæða:

1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 1999:
Niðurstaða reksturs kr. 1.234.226.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 114.277.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 58.810.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 80.800.000
Gjöld alls kr. 1.269.559.000
Tekjur alls kr. 1.244.226.000
Gjöld umfram tekjur kr. 25.333.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 157.233.000
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 1999
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 135.506.000
Gjöld kr. 118.032.000
Heildarniðurstaða kr. 268.232.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
3: Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Vm. 1999
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 16.144.000
Gjöld kr. 33.214.000
Heildarniðurstaða kr. 60.814.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarst. Vm. 1999
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 66.217.000
Gjöld kr. 54.144.000
Heildarniðurstaða kr. 66.217.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 1999
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 152.790.000
Gjöld kr. 126.827.000
Heildarniðurstaða kr. 156.783.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 1999
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 41.613.000
Gjöld kr. 30.983.000
Heildarniðurstaða kr. 41.613.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum
7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 1999
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 220.878.000
Gjöld kr. 200.086.000
Heildarniðurstaða kr. 220.878.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

5. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs 2000-2002.

- Síðari umræða –

Áætlunin var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Þorgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir gerðu grein fyrr atkvæði sínu með vísan í bókun sína í 4. máli hér á undan, þ.e. fjárhagsáætlun ársins 1999.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.45.

Elsa Valgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Aðalsteinn Sigurjónsson

Íris Þórðardóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Sigurður Einarsson

Páll Einarsson


Jafnlaunavottun Learncove