Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1260
BÆJARSTJÓRN
1260. fundur.
Ár 1998, fimmtudaginn 3. desember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Í upphafi fundar las forseti upp bréf frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem þakkað var fyrir samúð og hlýhug vegna útfarar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur.
Leitað var afbrigða til þess að taka 4. mál í fundargerð skipulagsnefndar frá 3. desember á dagskrá.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem 3. mál hér síðar á fundinum.
1. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 11. nóvember sl.
Liðir 1-9 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2463. fundur frá 16. nóvember sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Upplesið.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Upplesið.
b) 2464. fundur frá 23. nóvember sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Málið var borið upp í tvennu lagi:
a) “Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir ………… fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans.”
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) “Jafnfram samþykkir bæjarráð ………….. um tryggingar við VÍS.”
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Fram kom tillaga um afgreiðslu á málinu:
“Bæjarstjórn hafnar erindi bréfritara og ítrekar fyrri samþykktir sínar.”
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.
Ragnar Óskarsson, Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir greiða atkvæði á móti með vísan í bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
9. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.
Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
10. liður: Upplesið.
11. liður: Upplesið.
12. liður: Upplesið. Jafnframt voru afhent svör við fyrirspurninni í málinu á fundinum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2465. fundur frá 30. nóvember sl.
1. liður: Atkvæði voru greidd í tvennu lagi:
a) liður tillögunnar var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.
b) til j) voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
Þorgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir gerðu grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
“Samþykkjum 1. mál að undanskildum þeim liðum sem snúa að auknum álögum sjálfstæðismanna í valdatíð þeirra, tengdum fasteignum í formi hærri álagningarprósentu í b) lið holræsagjaldi, í d) lið sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum, í e) lið og f) lið um sömu gjöld.
Að öðru leyti vísum við í fyrri bókanir okkar og mótmæli gegn auknum álögum tengdum fasteignum frá upphafi árs 1991.”
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkisins óska bókað.
Sú útsvarsbreyting sem nú hefur verið samþykkt, er til samræmis við sambærileg sveitarfélög, en samt sem áður eru mörg sveitarfélög með hærri útsvör.
Helstu ástæður þessarar breytingar eru:
1. Þjónusta hefur aukist mikið undanfarin ár og kostnaður farið vaxandi þrátt fyrir aðhald í rekstri. Þjónustustig er mjög hátt í Vestmannaeyjum.
2. Yfirtaka grunnskólanna til bæjarins kostar töluvert meira heldur en áætlað var en tekjurnar sem koma á móti eru ekki nógu miklar.
3. Miklar framkvæmdir eru framundan eins og einsetning grunnskólanna og endurbygging Íþróttamiðstöðvar og framkvæmdir við framhaldsskólann.
4. Uppbygging félagslegra íbúða og kaupleiguíbúða í tíð vinstri manna var gerð af vanefnum og ekki lágu fyrir neinar áætlanir um að geta greitt lán v/framkvæmda niður.
Framlög bæjarins til félagslega íbúðakerfisins hafa því aukist auk þess sem skuldastaða hefur versnað. Ljóst er að greiða þarf skuldir félagslega íbúðakerfisins niður með útsvarstekjum.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa haft það markmið að byggja upp sem best samfélag hér í Vestmannaeyjum og gera það með því að uppbygging og þjónusta sé betri en víðast annars staðar og hefur það tekist að okkar mati. Til þess að geta haldið áfram á sömu braut var óhjákvæmilegt annað en að hækka útsvar nema að auka skuldir of mikið.
Þrátt fyrir þessa hækkun eru t.d. Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Árborg, Akranes, Húsavík, Ólafsfjörður, Dalvík, Egilsstaðir, Hornafjörður, Grindavík, Borgarbyggð, Stykkishólmur, Snæfellsbær, Siglufjörður, Bolungarvík, ofl. með hærra útsvar en Vestmannaeyjabær.
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Svohljóðandi bókun barst:
“Nú þegar bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna ætla að samþykkja hækkun útsvars í Vestmannaeyjum úr 11,24% í 11,94% viljum við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans taka eftirfarandi fram:
* Við lýsum yfir furðu okkar á ákvörðun sjálfstæðismanna um útsvarshækkun nú aðeins nokkrum mánuðum eftir að þeir gáfu kjósendum í Vestmannaeyjum fyrirheit um óbreytta gjaldastefnu vegna þess hve góð fjárhagsstaða bæjarins væri. Engar fjárhagslegar forsendur hafa breyst frá því að þessi loforð voru gefin. Loforðin voru hins vegar blekking og til þess eins fallin að slá ryki í augu kjósenda.
* Við teljum tvímælalaust að hækkun útsvars nú sé uppgjöf sjálfstæðismanna við fjármálastjórn bæjarins. Undanfarin ár hefur þessi fjármálastjórn farið úr böndunum, fjárhagsáætlanir hafa alls ekki staðist og gripið hefur verið til aukinna lántaka til að mæta framúrkeyrslum vegna slælegrar fjármálastjórnar. Hér má t.d. nefna í þessu sambandi að rétt fyrir síðustu áramót varð að taka um 80 milljóna króna lán til að láta enda ná saman og nýverið þurfti að taka um 76 milljóna króna lán til þess að freista þess að ná endum saman. Í þessu sambandi má einnig nefna að frá því að sjálfstæðismenn tóku við stjórn bæjarfélagsins fyrir rúmum 8 árum hafa þeir ýmist hækkað þau gjöld sem fyrir voru eða lagt á ný gjöld. Þannig hafa þeir hækkað fasteignatengda skatta um 80% sem samsvarar um 230 milljónum kr. á einu kjörtímabili.
* Forsætisráðherra telur fráleitt hjá flokksbræðrum sínum í Vestmannaeyjum að hækka útsvarið nú. Hann bendir þeim réttilega á að með því séu þeir að taka frá launafólki þau áhrif hins svokallaða góðæris sem áttu að koma fram í skattalækkunum eftir áramótin.
* Minnihluti bæjarstjórnar mun greiða atkvæði gegn útsvarshækkun nú með eftirfarandi rökum. Við höfum á undanförnum árum við hverja afgreiðslu fjárhagsáætlunar bent á skekkjur í áætlanagerðinni og þær ábendingar hafa reynst réttar þótt ekki hafi verið eftir þeim farið. Þá höfum við á undanförnum árum boðið fram aðstoð okkar við gerð fjárhagsáætlana en sjálfstæðismenn hafa ætíð og illu heilli hafnað þeirri aðstoð. Við höfum því sannarlega varað við slælegri fjármálastjórn í þessu sambandi en á okkur hefur ekki verið hlustað. Hefði það verið gert væri fjárhagsstaða bæjarfélagsins allt önnur og betri en nú er.
* Staða fjármála bæjarfélagsins og þær aðgerðir sjálfstæðismanna sem nú er verið að ráðast í eru því algerlega á ábyrgð þeirra. Sú staða sýnir glögglega að meirihluti bæjarstjórnar hefur í raun gefist upp í sinni fjármálastjórn og ætlar enn á ný að reyna að bjarga sér með því að auka álögur á bæjarbúa. Þessu mótmælum við harðlega.
* Við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans setjum fyrirvara um lögmæti þess að ákveða hækkun útsvars í bæjarstjórn nú hinn 3. des. þegar lög segja til um að ákvörðun álagningarprósentu útsvars skuli hafa verið tekin eigi síðar en 1. des. ár hvert. Við áskiljum okkur allan rétt til frekari athugasemda á seinna stigi málsins.
Vestmannaeyjum, 3. desember 1998.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.
7. liður: Upplesið.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 3. desember, 4. mál.
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst: “Tökum ekki afstöðu í málinu fyrr en Skipulagsstofnun ríkisins og Flugmálastjórn hafa gefið umsögn um málið.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Málið var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.15.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Sigurður Einarsson
Guðjón Hjörleifsson