Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1259
BÆJARSTJÓRN
1259. fundur.
Ár 1998, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Í upphafi minntist forseti Unnar Guðjónsdóttur, bæjarfulltrúa, sem sat 23 fundi bæjarstjórnar á árunum 1973-1978. Bæjarfulltrúar risu úr sætum og vottuðu hinni látnu virðingu sína.
1. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 5. nóvember sl.
Liðir 1-11 voru samþykktir með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
Þorgerður Jóhannsdóttir tók undir bókun og afgreiðslu skipulagsnefndar í 2. máli fundargerðarinnar.
Sigurður Einarsson vék af fundi í þessu máli.
2. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2460. fundur frá 26. október sl.
1. liður: Samþykkt var að taka til umræðu og afgreiðslu 4. mál 2462. fundar bæjarráðs með þessu máli.
Fyrst var gengið til atkvæða um 4. mál 2462. fundar.
Málið var fellt með 4 atkvæðum, 3 með.
Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, gegn 3.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við lýsum yfir vanþóknun okkar og furðu á tillögu og afgreiðslu meirihluta bæjarstjórnar í þessu máli. Fyrir liggur að forstjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands hefur óskað eftir að koma til fundar við bæjarstjórn Vestmannaeyja til þess að skýra málið en því hefur meirihluti bæjarstjórnar hafnað. Þá liggur einnig fyrir að meirihluti bæjarstjórnar hefur algjörlega misreiknað sig varðandi hlut Vestmannaeyjabæjar í inneign félagsins við hugsanleg slit þess.
Í ljósi þessa kröfðumst við þess að afgreiðslu málsins yrði frestað til þess að rúm gæfist til þess að fara rækilega yfir málið í heild sinni en við þeirri sjálfsögðu kröfu hefur meirihluti bæjarstjórnar ekki viljað verða. Þessi vinnubrögð eru óverjandi og við ítrekum mótmæli okkar við þeim.
Fyrir liggur að eignaraðild Vestmannaeyjabæjar í Eignarhaldsfélaginu er skynsamlegur kostur eins og margsinnis hefur verið bent á og eins og bæjarstjórn Vestmannaeyja komst samhljóða að raun um fyrr á þessu ári. Frá þeim tíma hefur ekkert breytst nema þá helst að félagið hefur styrkt stöðu sína.
Jafnframt liggur fyrir einróma samþykkt 16. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga í ágúst sl. þar sem það mótmælti frumvarpi til laga um slit á Eignarhaldsfélaginu og telur að frumvarpið gangi gegn hagsmunum sveitarfélaga í landinu.”
Vestmannaeyjum, 12. nóvember 1998.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að leita nú þegar eftir upplýsingum um með hvaða hætti ýmis sveitarfélög eru að byggja upp íþróttahús með hagkvæmari hætti en til þessa hefur verið. Jafnframt verði í þessu sambandi haft náið samráð um málið við íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og leitað eftir hugmyndum hennar þar um.
Leiði ofangreindar upplýsingar í ljós að bygging nýs íþróttahúss sé e.t.v. skynsamlegri kostur en endurnýjun gamla íþróttasalarins verði þegar hafinn undirbúningur í samræmi við þá niðurstöðu. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera ráð fyrir framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir árið 1999, en nú er vinna við hana í undirbúningi.”
Greinargerð
Íþróttamannvirki þau sem reist voru í Brimhólalaut eftir gos eru löngu úr sér gengin og innan bæjarstjórnar er fullur skilningur á að hið fyrsta verði ráðin bót þar á með viðeigandi hætti.
Eins og mál standa nú er að því stefnt að endurnýja íþróttamiðstöðina alla, þ.e.a.s. sundlaugarhlutann og íþróttahlutann. Enginn vafi er á því að sundlaugarhlutann er skynsamlegast að endurnýja enda er laugin sjálf, hreinsibúnaður og annað sem henni tilheyrir verðmætasta fjárfesting þess hluta. Hins vegar er ekki víst að skynsamlegt sé að leggja í verulegan kostnað til endurnýjunar íþróttahússhlutans og kemur þar margt til. Hér skal minnt á nokkur atriði:
* Núverandi íþróttahús er mjög illa farið og víst er að fara þarf í verulegar fjárfestingar til að endurnýja það þannig að fullnægjandi sé.
* Stærð núverandi íþróttahúss, ýmis aðstaða, áhorfendasvæði o.fl. fullnægir engan veginn þeim kröfum sem gerðar eru nú til dags bæði að því er keppnis- og almenningsíþróttir varðar.
* Í nokkrum sveitarfélögum hefur verið og er fyrirhugað að ráðast í byggingu íþróttahúsa sem reynast mun ódýrari en hingað til hefur tíðkast þrátt fyrir að slík hús fullnægi þeim kröfum sem til íþróttahúsa nú eru gerðar.
* Fulltrúar ÍBV-íþróttafélags hafa óskað eftir því að bæjaryfirvöld flýti sér hægt að taka ákvörðun um framhald framkvæmda samkvæmt þeirri áætlun sem nú er unnið eftir að þessu leyti, sbr. bréf bæjarstjóra dags. 20. október sl. Sú beiðni vegur að sjálfsögðu þungt í málinu og er sjálfsagt að taka tilllit til hennar. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að unnið sé markvisst að málinu þegar í stað þannig að unnt sé að gera ráð fyrir framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.
Af ofangreindu má ljóst vera að mjög margt bendir til þess að skynsamlegt sé að endurskoða framkvæmdir vegna íþróttahússins í ljósi nýrra möguleika. Af þeim ástæðum er ofangreind tillaga flutt.”
Vestmannaeyjum, 12. nóvember 1998.
Þorgerður Jóhannsdóttir
Ragnar Óskarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Svohljóðandi frávísunartillaga barst:
“Leggjum til að tillögunni verði vísað frá þar sem bæjarstjóri er með gögn undir höndum um aðra möguleika varðandi byggingu við Íþróttamiðstöðina. Bæjarstjóri mun á síðari stigum gera grein fyrir framhaldi málsins.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun fulltrúa Vestmannaeyjalistans í 2. máli a).
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2461. fundur frá 2. nóvember sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.
Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir taka undir bókun Þorgerðar Jóhannsdóttur í málinu.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Tillagan í málinu var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2462. fundur frá 9. nóvember sl.
1. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
Við afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998 viljum við taka fram eftirfarandi:
“Við vísum til afgreiðslu okkar á ýmsum fjárhagsliðum í bæjarráði og bæjarstjórn vegna ársins 1998. Við bendum hins vegar á að lántaka nú upp á kr. 76.943.000 er fyrst og fremst vegna lélegra vinnubragða sjálfstæðismanna við fjárhagsáætlanagerð.”
Vestmannaeyjum, 12.nóvember 1998.
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Liðurinn var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
Fulltrúar Vestmannaeyjalistans sitja hjá með vísan í bókun sína hér að ofan.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Var afgreitt hér fyrr á fundinum.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Við lýsum furðu okkar á bókun meirihluta bæjarráðs. Við teljum hana hrokafulla, ekki hæfa kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Vestmannaeyja og ekki í samræmi við samþykkt um stjórn Vestmannaeyja og fundarsköp bæjarstjórnar, sbr. 41. gr. Við teljum að meirihluti bæjarstjórnar ætti að draga bókun sína til baka.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Liðurinn var að öðru leyti upplesinn.
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi tillaga barst:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að svör bæjarins er varðar fyrirspurnir bæjarbúa um stjórnsýslu og rekstur bæjarfélagsins verði lögð fram í bæjarráði áður en þau eru send út.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi breytingartillaga barst:
“Svör við fyrirspurnum verði lögð fram í samræmi við sveitarstjórnarlög og samþykktir Vestmannaeyjabæjar.”
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa fallist á beiðni okkar sbr. bókun Þorgerðar Jóhannsdóttur með vísan til 41. gr. um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar teljum við að að því leyti sé komin ákveðin niðurstaða í málið. Að öðru leyti ítrekum við fyrri bókun okkar.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Breytingartillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður : Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
Sigurður Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
12. liður: Upplesið.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.35.
Elsa Valgeirsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Ragnar Óskarsson
Sigurður Einarsson
Guðjón Hjörleifsson