Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1257

24.09.1998

BÆJARSTJÓRN

1257. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 24. september kl. 18.00 var haldinn fundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Magnús Þorsteinsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerðir skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 27. ágúst sl.

Svohljóðandi bókanir bárust:

“Varðandi 8. mál skipulagsnefndar frá 27. ágúst sl. og 2. og 5. mál skipulagsnefndar frá 17. september sl. teljum við að eigendur eigi að ráða litavali á húsum sínum. Að öðru leyti samþykkjum við liðina.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:

“Við viljum vekja athygli á því að afgreiðsla skipulagsnefndar í þessu máli er samþykkt samhljóða.”

Fundargerðin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 17. september sl.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Í framhaldi af umsögn Þróunarfélags Vestmannaeyja um 6. mál í fundargerð skipulagsnefndar frá 17. september sl. legg ég til að framangreindu erindi verði hafnað.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ragnar Óskarsson óskar að bókað sé:

“Að afgreiðsla skipulagsnefndar í þessu máli er samþykkt samhljóða.”

Fundargerðin samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

Fundur haldinn 12. september sl.

Fundargerðin samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum, en 4. máli vísað aftur til hafnarstjórnar.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2452. fundur frá 31. ágúst sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt var að Lára Skæringsdóttir taki sæti sem aðalmaður í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og Hulda Sigurðardóttir sem varamaður.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2453. fundur frá 7. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesinn.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

c) 2454. fundur frá 14. september sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir taka jafnframt undir bókun Vestmannaeyjalistans.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Tökum undir bókun bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans og teljum samþykkt meirihluta bæjarráðs óþarfa.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

5. liður: Upplesinn.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Svohljóðandi tillaga barst frá Vestmannaeyjalistanum:

“Leggjum til að málinu verði frestað og vísað aftur til bæjarráðs.”

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir fundarhléi og var það veitt.

Gengið var til atkvæða um tillöguna.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Svohljóðandi bókun barst frá Vestmannaeyjalistanum:

“Með vísan til afgreiðslu frestunartillögu okkar sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Samþykkt með 4 atkvæðum.

Bókun frá bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans:

“Vegna 9. máls bæjarráðs frá 14. september 1998 teljum við að óeðlilega hafi verið staðið að verki við val á tölvubúnaði fyrir grunnskóla bæjarins. Við teljum eðlilegra að bæjarsjóður hefði látið fara fram opið útboð.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans:

“Vegna 3. máls í bæjarráði frá 13. maí sl. þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu um að kannað yrði hvort hagkvæmt yrði að endurnýja tölvubúnað bæjarsjóðs og stofnana hans með kaupleigu í stað kaupa á tölvum.

Hvað líður niðurstöðum þessarar könnunar og voru þær niðurstöður notaðar þegar ákvörðun um kaupleigu á tölvum grunnskóla bæjarins var tekin?

Óskum eftir skriflegu svari í bæjarráði.”

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) 2455. fundur frá 21. september sl.

Svohljóðandi tillaga barst:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta nú þegar gera áætlun um úrbætur í ferlimálum og aðgengi fatlaðra í stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt beinir bæjarstjórn því til fyrirtækja í bænum að þau geri slíkar áætlanir þar sem þeirra er þörf.”

Greinargerð:

“Sem kunnugt er eru í gildi lög og reglugerðir er kveða á um aðgengi og ferlimál fatlaðra. Á undanförnum árum hafa þessi mál breyst til betri vegar en víða er langt í land með að fullnægjandi sé. Vestmannaeyjar eru engin undantekning frá því. Í þessu sambandi má t.d. nefna að samkvæmt 20. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyja er skylt að halda bæjarstjórnarfundi í húsnæði sem fullnægir ákvæðum byggingarlaga og byggingarreglugerðar um aðgang fatlaðs fólks. Vel er orðið tímabært að gera áætlun um þessi mál þar sem annars vegar er athugað hvar úrbóta er þörf og hins vegar að gera framkvæmdaáætlun um úrbætur fram í tímann.

Hér skal bent á að úrbætur af þessu tagi eru styrkhæfar og um styrk fyrir árið 1999 þarf að sækja í nóvember 1998. Styrknum þarf að fylgja greinargerð og áætlun um framkvæmdir. Þess vegna er nauðsynlegt að gera umrædda áætlun sem fyrst ef fara á í framkvæmdir á næsta og næstu árum.

Eðlilegt er og að beina því til fyrirtækja í Vestmannaeyjum að þau láti gera slíkar áætlanir þar sem þeirra er þörf.

Af ofangreindum ástæðum er tillagan flutt.”

Vestmannaeyjum, 24. september 1998.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna og að henni verði vísað til félagsmálaráðs sem ferð með málefni fatlaðra.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Guðrún Erlingsdóttir og Ragnar Óskarsson taka undir bókun Þorgerðar.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Svohljóðandi tillaga barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:

“Leggjum til að bæjarsjóður greiði námskeiðsgjald og fargjöld en að öðru leyti fari námskeiðsfólk á eigin vegum.”

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Upplesið.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Vísum til afgreiðslu okkar á 9. máli í fundargerð bæjarráðs frá 14. september sl.”

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Upplesið.

15. liður: Upplesið.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.00.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Sigurður Einarsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove