Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1256
BÆJARSTJÓRN
1256. fundur.
Ár 1998, laugardaginn 29. ágúst kl. 16.00 var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerðir skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 6. ágúst sl.
Liðir 1 og 3 – 25 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með eftirfarandi afgreiðslu:
“Bæjarstjórn samþykkir að þessar tillögur verði sendar í vinnslu á nýju deiliskipulagi til samþykktar.”
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Fundur haldinn 21. ágúst sl.
Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Greiðum atkvæði gegn samþykkt skipulagsnefndar um staðsetningu loftneta á Hánni. Jafnframt vísum við til bókunar Sigurgeirs Scheving í 1. máli umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 20. ágúst sl. og bókunar Þorgerðar Jóhannsdóttur í 7. máli bæjarráðs frá 24. ágúst sl.
Vestmannaeyjum, 29. ágúst 1998.
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Sigurlás Þorleifsson (sign.)
Svohljóðandi bókun barst:
“Við undirrituð bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkjum samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar frá 21. ágúst og lýsum furðu okkar á afstöðu Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn þar sem fulltrúar Vestmannaeyjalistans í skipulagsnefnd hafa áður samþykkt málið.”
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Drífa Kristjánsdóttir (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Liður 1 var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 á móti.
2. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2449. fundur frá 27. júlí sl.
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2450. fundur frá 17. ágúst sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
“Teljum nauðsynlegt að bæjarstjórn taki hið fyrsta til umfjöllunar skýrslu “túnsamninganefndar” um túnsamninga á Heimaey þannig að unnt sé að vinna eftir markaðri heildarstefnu á þessu sviði.”
Vestmannaeyjum, 29. ágúst 1998.
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Sigurlás Þorleifsson (sign.)
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Fram kom tillaga um að vísa málinu til bæjarráðs.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
12. liður: Upplesið.
e) 2451. fundur frá 24. ágúst sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum með þeirri viðbót að erindinu er jafnframt vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar og skipulagsnefndar.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður. Svohljóðandi bókun barst:
“Tökum undir bókanir fulltrúa Vestmannaeyjalistans í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og í bæjarráði.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Sigurlás Þorleifsson (sign.)
Svohljóðandi bókun barst:
“Við undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tökum undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði og bókanir við afgreiðslu á fundargerð skipulagsnefndar frá 21. ágúst.”
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Drífa Kristjánsdóttir (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Upplesið. Svohljóðandi bókun barst:
“Vísum til bókunar okkar við afgreiðslu 1. máls skipulagsnefndar frá 22. ágúst sl.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Sigurlás Þorleifsson (sign.)
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.20.
Elsa Valgeirsdóttir
Drífa Kristjánsdóttir
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Sigurlás Þorleifsson
Sigurður Einarsson
Páll Einarsson