Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1255
BÆJARSTJÓRN
1255. fundur.
Ár 1998, fimmtudaginn 23. júlí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundarritari var Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 25. júní sl.
Liðir 1-15 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 15. júlí sl.
Liðir 1-9 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2444. fundur frá 22. júní sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2445. fundur frá 29. júní sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Upplesið.
12. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
13. liður: Frestað til hér síðar á fundinum.
14. liður: Upplesið.
15. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
16. liður: Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.
Bókun:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað vegna tillögu um að fulltrúi Vestmannaeyjalistans taki sæti í stjórn Þróunarfélags Vestmannaeyja.
Skv. samþykktum Þróunarfélagsins er stjórn félagsins skipuð þremur mönnum, einum fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, einum frá Háskóla Íslands og þeim þriðja frá fulltrúum atvinnulífsins. Þetta fyrirkomulag hefur tekist mjög vel og stjórn þess verið mjög samhent og sterk.
Með þessu fyrirkomulagi og að Þróunarfélagið er ekki hluti af stjórnkerfi bæjarins heldur sjálfstæð eining í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands hefur tekist að fá styrki frá utanaðkomandi aðilum eins og t.d. Evrópusambandinu.
Þess vegna fella bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um að breyta þessu fyrirkomulagi.”
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við lýsum yfir furðu okkar á þeirri þröngsýnu afstöðu sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka á málinu.
Við teljum að Þróunarfélagið þurfi á miklum styrk að halda til að efla atvinnuþróun í Vestmannaeyjum og erum tilbúin til þess að leggja okkar af mörkum til þess að svo megi verða.
Með afstöðu sinni hafa Sjálfstæðismenn í raun þrengt möguleika félagsins til þróunar í atvinnumálum í Vestmannaeyjum.
Við munum þrátt fyrir þessa þröngsýnu afstöðu Sjálfstæðismanna leggja okkar af mörkum til þess að efla félagið þannig að það geti á bestan hátt sinnt sínu mikilvæga hlutverki.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)
Ragnar Óskarsson (sign)
Guðrún Erlingsdóttir (sign)
17. liður: Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað vegna tillögu um að komið verði á föstum viðtalstímum bæjarfulltrúa.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu áfram vera með bæjarmálafundi í félagsheimilinu Ásgarði eftir því sem þörf krefur hverju sinni.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu auglýsa símanúmer þannig að allir bæjarbúar geta fengið eða pantað viðtal við þá þegar báðum aðilum hentar hverju sinni.
Það er undir bæjarfulltrúum sjálfum komið hvernig þeir munu sinna upplýsingaskyldu sinni hverju sinni og því ekki óeðlilegt að fulltrúar Vestmannaeyjalistans verði með sjálfstæða viðtalsíma í þeim félagsheimilum sem eru í eigu þeirra flokka sem standa að sameiginlegu framboði Vestmannaeyjalistans.
Með hliðsjón af framangreindu fella bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um fasta viðtalstíma í Ráðhúsi en ítreka þar sem hér að framan er getið að það er undir framboðunum sjálfum komið að auglýsa viðtalstíma.”
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við lýsum yfir undrun okkar á afstöðu Sjálfstæðismanna.
Með afstöðu sinni hafna þeir sjálfsagðri og lýðræðislegri leið til að bæjarbúar geti haft aðgang að bæjarfulltrúum þar sem greiður aðgangur er að upplýsingum er snerta bæjarfélagið.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)
Ragnar Óskarsson (sign)
Guðrún Erlingsdóttir (sign)
18. liður: Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað vegna tillögu um að komið verði upp aðstöðu fyrir bæjarfulltrúa í Ráðhúsinu.
1. Öll starfsemi í Ráðhúsinu hefur verið fagleg og byggð á þjónustu og starfsmenn hafa getað sinnt störfum vel án þess að pólitík hafi einhver áhrif á störf þeirra.
2. Það er ljóst að herbergjafjöldi í Ráðhúsi er í lágmarki og margir starfsmenn með aðstöðu sem er í lágmarki.
Má þar nefna:
a) Kennsluráðgjafi og námsráðgjafi eru með sömu skrifstofu.
b) Leikskólafulltrúi starfar í opnu rými við hlið ritara.
c) Skólamálafulltrúi getur ekki sinnt viðtölum í sinni skrifstofu ef viðmælendur eru 2 eða fleiri.
3. Hingað til hafa bæjarfulltrúar getað sinnt störfum sínum án þess að vera með sérstaka aðstöðu í Ráðhúsi.
4. Bæjarfulltrúar hafa getað fengið allar þær upplýsingar og getað leitað til starfsmanna bæjarins hafi þess verið óskað.
5. Bæði framboð hafa aðgang að félagsheimilum og þar af leiðandi skrifstofuaðstöðu sem er í eigu flokka sem standa að þeim framboðslistum sem buðu fram sl. vor.
6. Samkomulag hefur náðst um meiri- og minnihlutafundi í Ráðhúsi v/undirbúnings fyrir bæjarráð hverju sinni þar sem fundir bæjarráðs eru haldnir.
Með hliðsjón af framangreindu fella bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um aðstöðu bæjarfulltrúa í Ráðhúsi.”
Sigurður Einarsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Svohljóðandi bókun barst:
“Við lýsum yfir furðu okkar á afstöðu Sjálfstæðismanna í málinu.
Hér er enn eitt dæmið um ólýðræðisleg vinnubrögð sem Sjálfstæðismenn hafa tekið upp. Slík afstaða hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir bæjarbúa.”
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)
Ragnar Óskarsson (sign)
Guðrún Erlingsdóttir (sign)
19. liður: Ragnar Óskarsson og Guðrún Erlingsdóttir tóku undir bókanir fulltrúa Vestmannaeyjalistans í málinu.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
20. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
21. liður: Ragnar Óskarsson tók undir bókanir fulltrúa Vestmannaeyjalistans í málinu.
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2446. fundur frá 6. júlí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Undir þessu lið barst svohljóðandi tillaga.
“Leggjum til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til skipulagsnefnd hefur fjallað um málið. Jafnframt láti skipulagsnefnd framkvæma deiliskipulag í Herjólfsdal sjái nefndin ástæðu til.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Sigurður Einarsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Ragnar Óskarsson (sign.)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og ályktun í málinu einnig með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Upplesið.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
16. liður: Upplesið.
17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) 2447. fundur frá 13. júlí sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Eftirfarandi tilnefningar bárust um varamenn í stjórn Heilbrigðisstofnunar í Vestmannaeyjum: Sigurmundur Einarsson, Sigurður Einarsson og Björgvin Eyjólfsson.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá.
5. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir leyfi ÁTVR til reksturs vínbúðar að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum, með því skilyrði að versluninni verði lokað á hádegi á þeim föstudegi er þjóðhátíð Vestmannaeyja hefst.”
Guðjón Hjörleifsson (sign)
Sigurður Einarsson (sign)
Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign)
Ragnar Óskarsson (sign)
Guðrún Erlingsdóttir (sign)
Þorgerður Jóhannsdóttir (sign)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
e) 2448. fundur frá 20. júlí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Upplesið.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Jafnframt var 13. mál 2445. fundar bæjarráðs tekið til afgeiðslu og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 fjarverandi.
12. liður: Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 fjarverandi.
13. liður: Upplesið.
14. liður: Upplesið.
15. liður: Upplesið.
16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Guðrún Erlingsdóttir tók undir tillögu Þorgerðar Jóhannsdóttur í skólamálaráði.
17. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
18. liður: Upplesið.
4. mál.
Milliuppgjör bæjarsjóðs og stofnana hans pr. 30. apríl 1998.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri ræddi milliuppgjörið og skýrði frá helstu niðurstöðum.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.08.
Elsa Valgeirsdóttir
Sigurður Einarsson
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Guðjón Hjörleifsson
Guðrún Erlingsdóttir
Ragnar Óskarsson
Þorgerður Jóhannsdóttir