Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1253
BÆJARSTJÓRN
1253. fundur.
Ár 1998, föstudaginn 5. júní kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Leitað var afbrigða til þess að taka á dagskrá fundargerðir félagsmálaráðs frá 3. júní, húsnæðisnefndar frá 26. maí og hafnarstjórnar frá 4. júní sl.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og verða fundargerðirnar teknar fyrir með 2. máli á fundinum.
1. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 8. maí sl.
Fundargerðin var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2441. fundur frá 13. maí sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Upplesið.
b) 2442. fundur frá 20. maí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2443. fundur frá 2. júní sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Upplesið.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Því næst voru fundargerðir, sem getið er um í upphafi fundarins, teknar fyrir.
a) Fundargerð félagsmálaráðs frá 3. júní sl.: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Fundargerð húsnæðisnefndar frá 26. maí sl.: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Fundargerð hafnarstjórnar frá 4. júní: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 1997.
- Síðari umræða -
Svohljóðandi bókun barst:
“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska að bóka:
Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans vegna ársins 1997 leiða ótvírætt í ljós að heildarstaða Vestmannaeyjabæjar er mjög sterk.
Eins og fram kemur í greinargerð skoðunarmanna er rekstrarniðurstaða 15 milljón krónum betri árið 1997 en árið 1996 þegar tekið hefur verið tillit til leiðréttingar vegna skekkju í staðgreiðslu.
Almennt voru málaflokkar innan fjárhagsáætlunar, en mestu frávik eru vegna grunnskólanna og er megin skýringin sú að kjarasamningar við kennara sem voru töluvert umfram fjárhagsáætlun giltu frá 1. apríl á síðasta ári.
Skuldastaðan er viðunandi og eru engin lán í vanskilum og ekki voru greiddir dráttarvextir á árinu frekar en fyrr á kjörtímabilinu.
Framkvæmdir voru mjög miklar á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka og eignaaukning Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans 450 milljónum króna umfram skuldaaukningu.
Rekstur hafnarsjóðs var mjög góður þrátt fyrir miklar framkvæmdir við hafnarmannvirki og smíði nýs lóðs. Stefnt er að áframhaldandi framkvæmdum við höfnina á næstu árum.
Rekstur Bæjarveitna gekk vel á árinu og hafa allar áætlanir staðist en þær voru grunnur að 20-30% lækkun húshitunarkostnaðar sem tók gildi 1. júlí á síðasta ári.
Rekstur félagslegra íbúða er sem fyrr nokkur baggi á bæjarsjóði og stefna þarf að því að finna leiðir til þess að komast úr þeim fjárhagsvanda.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta björtum augum til framtíðarinnar. Reikningar ársins og niðurstaða kosninganna í vor gefa okkur tilefni til áframhaldandi bjartsýni og munu sjálfstæðismenn starfa áfram af festu og ábyrgð bæjarfélaginu til heilla.”
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Ólafur Lárusson (sign)
Svohljóðandi bókun barst:
“Við vísum til bókunar okkar við fyrri umræðu um reikninga bæjarsjóðs og stofnana hans. Jafnframt tökum við undir þær athugasemdir sem kjörnir endurskoðendur hafa gert við reikningana og til bóta geta horft.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðmundur Þ.B. Ólafson (sign.)
Var nú gengið til atkvæða:
a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Sameiginlegar tekjur (nettó) | kr. | 621.264.186 | |||
Rekstrartekjur umfram gjöld | kr. | 87.088.317 | |||
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) | kr. | 68.639.252 | |||
Eignfærð fjárfesting (nettó) | kr. | 45.933.995 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.001.553.723 | |||
Eigið fé alls | kr. | 417.472.968 | |||
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá | |||||
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Rekstrartekjur | kr. | 120.963.579 | |||
Tap ársins | kr. | 82.591.915 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 1.013.075.864 | |||
Eigið fé alls | kr. | 800.117.076 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Rekstrartekjur | kr. | 16.312.964 | |||
Tap ársins | kr. | 12.568.588 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 192.396.538 | |||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 136.223.863 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
d) Ársreikningur Rafveitu Vestmannaeyja 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Rekstrartekjur | kr. | 198.682.591 | |||
Hagnaður ársins | kr. | 8.015.515 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 332.969.962 | |||
Eigið fé alls | kr. | 281.033.248 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
e) Ársreikningur Hitaveitu Vestmannaeyja 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Rekstrartekjur | kr. | 145.182.045 | |||
Tap ársins | kr. | 1.501.169 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 550.681.470 | |||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 77.844.241 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
f) Ársreikningur Vatnsveitu Vestmannaeyja 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Rekstrartekjur | kr. | 37.501.461 | |||
Hagnaður ársins | kr. | 12.613.619 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 285.435.461 | |||
Eigið fé alls | kr. | 275.889.820 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
|
|||||
g) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Rekstrartekjur | kr. | 50.850.713 | |||
Hagnaður ársins | kr. | 1.366.253 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 141.610.356 | |||
Eigið fé, neikvætt | kr. | 39.095.526 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1996: | |||||
Niðurstöðutölur reksturs: | |||||
Lækkun á hreinni eign á árinu | kr. | 304.395 | |||
Niðurstöðutölur efnahags | kr. | 97.474.343 | |||
Hrein eign | kr. | 97.474.343 | |||
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. | |||||
Í lok fundarins tóku til máls bæjarfulltrúarnir Guðmundur Þ.B. Ólafson, Arnar Sigurmundsson og Georg Þór Kristjánsson. Þökkuðu þeir fyrir samstarfið á kjörtímabilinu, árnuðu nýrri bæjarstjórn heilla og báðu fyrir kveðjur til starfsmanna bæjarins.
Jafnframt tók Ragnar Óskarsson til máls og flutti fráfarandi forseta bæjartjórnar kveðjur frá bæjarfulltrúum.
Að endingu þakkaði forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, fyrir samstarfið við bæjarfulltrúa og starfsmenn bæjarins.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.50.
Elsa Valgeirsdóttir
Ragnar Óskarsson
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Georg Þór Kristjánsson
Ólafur Lárusson
Arnar Sigurmundsson
Guðjón Hjörleifsson