Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1252

07.05.1998

BÆJARSTJÓRN

1252. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 7. maí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti eftir því hvort bæjarfulltrúar gerðu athugasemd við það að fundargögn hefðu ekki borist sólarhring fyrir fund. Ekki komu fram athugasemdir. Jafnframt leitaði forseti eftir því að kjörskrá vegna kosninga til bæjarstjórnar yrði staðfest á fundinum og yrði tekin sem 5. mál á fundinum. Var það samþykkt.

1. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar:

a) Fundur haldinn 30. apríl sl.

Liðir 1-18 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 1. maí sl.

Liðir 1-10 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2438. fundur frá 21. apríl sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2439. fundur frá 28. apríl sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Upplesið.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Upplesið.

c) 2440. fundur frá 6. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum

Georg Þór Kristjánsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.

Ragnar Óskarsson samþykkti málið með vísan í bókun sína.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Um langt skeið hefur nánast engin stefna ríkt hér í Vestmannaeyjum varðandi efnistöku. Á nýja hrauninu er gengið í námur svo að segja að handahófi og sama gildir að verulegu leiti um önnur svæði á Heimaey. Slíkt ástand er með öllu óviðunandi og er það því skylda bæjaryfirvalda að vinna bráðan bug á að ráða hér bót á. Strax við upphaf næsta kjörtímabils mun Vestmannaeyjalistinn gera tillögur að heildaráætlun um efnistöku og önnur samskipti okkar við náttúruna í stað þess að horfa aðgerðarlaus á.

Nú stendur til að fylla upp hina umdeildu Búastaðagryfju. Enn eru ekki komin öll tilskilin leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og meðan svo er eru framkvæmdir að sjálfsögðu í biðstöðu. Dæmið um Búastaðagryfjuna er eitt dæmi þess að oft er forsjá betra en kapp og vandlega þarf að skoða mál áður en í þau er ráðist. Uppfylling hennar veldur því e.t.v. að ýmsar merkilegar gosminjar glatist og framtíðin missir þar með af ómetanlegum gosminjum. Við ákvörðun um uppfyllingu gryfjunnar hefði einnig verið kjörið tækifæri að leita álits bæjarbúa á uppfyllingunni því þeir margir hverjir óttast óþægindi, mengun og annað því um líkt í þessu samhengi.”

Vestmannaeyjum, 7. maí 1998.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Liðurinn var borinn upp í tvennu lagi: Fram kom tillaga um að fresta 5. máli fundargerðarinnar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Síðan voru liðir 1-4 og 6 bornir upp til atkvæða.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Hér liggur fyrir tillaga að skólamálastefnu Vestmannaeyjabæjar. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að hafa framsýna skólamálastefnu. Sú stefna þarf hins vegar ávallt að vera í stöðugri endurskoðun. Fari sú stöðuga endurskoðun ekki fram er til lítils unnið. Tillaga að skólamálastefnu sem hér liggur fyrir er efalaust spor í rétta átt þótt margt vanti þar eflaust í. Tíminn mun leiða í ljós hvort stefnunni verði fylgt og hvort hún verði látin laga sig að nauðsynlegum breytingum. Fyrr er ekki unnt að tala um árangur.

Með vísan til ofangreindra orða samþykkjum við skólastefnuna.”

Vestmannaeyjum, 7. maí 1998.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Tillaga að skólastefnu Vestmannaeyjabæjar var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Ragnar Óskarsson og Guðmundur Þ.B. Ólafsson greiddu atkvæði með vísan í bókun sína hér að ofan.

17. liður: Upplesið.

18. liður: Upplesið.

19. liður: Upplesið.

4. mál.

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 1997.

- Fyrri umræða -

Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri hafði framsögu um reikninga og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Svohljóðandi bókun og tillaga barst:

“Undirritaðir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans lýsa furðu sinni á, hversu seint ársreikningarnir eru lagðir fram. Það er í hæsta máta óeðlilegt og beinlínis ólíðandi að reikningarnir skulu ekki vera lagðir fyrr fram, sérstaklega með tilliti til þess að bæjarstjórnarkosningar fara fram eftir 16 daga. Þeirri bæjarstjórn sem nú situr, ber að afgreiða reikningana, en núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins, sem ber ábyrgð á reikningunum, virðist vart gera sér grein fyrir þeirri staðreynd. Afgreiðslu reikninganna verður ekki varpað yfir á næstu bæjarstjórn og því hlýtur forseti bæjarstjórnar að boða til aukafundar í bæjarstjórn til að afgreiða reikningana. Fyrir kosningarnar 1990 voru reikningarnir lagðir fram 22. mars og fyrir kosningarnar 1994 voru reikningarnir lagðir fram 21. mars. Sú töf sem orðin er á framlagningu reikninganna takmarka möguleika á því að gera bæjarbúum grein fyrir fjárhagsstöðunni, fyrir kosningar, sem hefur farið hríðversnandi í tíð sjálfstæðismanna, en sá er kannski tilgangurinn. Reikningarnir voru lagðir fram sólahring fyrir þennan bæjarstjórnarfund, sem er óásættanlegt, en fundurinn í dag er seinasti reglulegi fundur hjá núverandi bæjarstjórn. Hér með er flutt sú tillaga að aukafundur í bæjarstjórn verði haldinn í seinasta lagi 20. maí næstkomandi, þar sem reikningar bæjarsjóðs og stofnana hans verða teknir til afgreiðslu.

Reikningar ársins 1997 sem hér eru lagðir fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn, bera með sér, svo ekki verður um villst, að fjármálastjórn meirihlutans hefur brugðist í veigamiklum atriðum. Þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi aukið álögur á bæjarbúa í stjórnartíð sinni um hundruði milljóna króna, hafa skuldir bæjarfélagsins stóraukist í stjórnartíð þeirra. Á milli áranna 1996 og 1997 hafa heildarskuldir bæjarfélgsins aukist um tæpar 200 milljónir og eru nú komnar yfir 2 milljarða. Skuldir bæjarsjóðs hækkuðu úr 584 milljónum í tæpar 731 milljón króna, á seinasta ári, eða um 146, 8 milljón krónur. Það þýðir að skuldir bæjarsjóðs hækkuðu um rúmar 12 milljónir hvern einasta mánuð á seinasta ári, eða um rúmar 2,8 milljónir á viku, eða um 402 þúsund krónur hvern einn og einasta dag allt seinasta ár. Lykiltölur reikninganna, sem unnar eru af löggiltum endurskoðendum bæjarins, gefa vísbendingu um stöðuna. Þar kemur fram að skuldir bæjarsjóðs hækka miðað við hlutfall af skattatekjum úr 93% í 106%. Peningaleg staða versnar samkvæmt skattahlutfalli úr 72% í 89%. Rekstur málaflokka hækkar úr 82% í 90% sem skýrist væntanlega með yfirtöku grunnskóla og launahækkana umfram aukningu skattatekna. Skuldir á hvern íbúa hækka úr 123 þúsundum í 158 þúsund krónur. Það er gleðiefni að skuldir Bæjarveitna lækkuðu á milli ára um 38,7 milljón krónur, þrátt fyrir töluverða skuldaaukningu Sorpu. Það er ljóst að næstu bæjarstjórnar bíða mörg brýn mál úrlausnar og þá sérstaklega þarf að fara fram tiltekt í fjármálunum. Snúa verður undanhaldi sjálfstæðismanna í sókn. Staðan er slæm, fólksflótti hefur verið mikill frá Vestmannaeyjum, en árið 1990 þegar sjálfstæðismenn tóku við meirihlutastjórn bæjarfélagsins, bjuggu hér 4.913 manns. Í dag búa hér einungis 4.607 og hefur íbúum því fækkað um 306 á þessu stjórnartímabili sjálfstæðismanna. Á sama tímabili hafa 690 fleiri flutt frá Vestmannaeyjum en til Vestmannaeyja. Úrræðaleysi er ekki leið til betri tíma. Vestmannaeyjalistinn mun gerbreyta stefnu bæjaryfirvalda og meðal annars láta sig atvinnumálin varða, fái hann umboð til þess í komandi kosningum.”

Vestmannaeyjum 7. maí 1998.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Farið var fram á fundarhlé og var það veitt.

Svohljóðandi frávísunartillaga barst við tillögunni í ofangreindri bókun:

“Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1997 verða afgeiddir á þessum fundi til síðari umræðu í bæjarstjórn og þeim vísað til skoðunarmanna, en löggilt endurskoðun hefur þegar farið fram.

Að lokinni vinnu skoðunarmanna verður boðað til fundar í bæjarstjórn Vestmannaeyja og þar munu reikningarnir hljóta fullnaðarafgreiðslu eins og samþykktir Vestmannaeyjabæjar gera ráð fyrir.”

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Ólafur Lárusson (sign.)

Frávísunartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1997:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 683.017.857
Rekstrartekjur umfram gjöld kr. 41.392.416
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 63.959.321
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 80.649.118
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.121.165.317
Eigið fé alls kr. 390.269.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn.
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1997:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 125.276.885
Tap ársins kr. 120.529.187
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.089.054.729
Eigið fé alls kr. 836.722.207
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1997:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 19.989.006
Tap ársins kr. 18.350.300
Niðurstöðutölur efnahags kr. 211.686.726
Eigið fé, neikvætt kr. 153.593.163
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn.

d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 1997:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 440.377.613
Tap ársins kr. 1.773.857
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.162.241.375
Eigið fé alls kr. 447.099.654
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1997:
Niðurstöðutölur reksturs:
Hækkun á hreinni eign á árinu kr. 598.105
Niðurstöðutölur efnahags kr. 98.072.448
Hrein eign kr. 98.072.448
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til
kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í bæjarstjórn.

5. mál.

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum 23. maí 1998.

Fyrir lá bréf frá Áka Heinz dags. 7. maí ásamt kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga.

Bæjarfulltrúar staðfestu kjörskrána með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.25.

Elsa Valgeirsdóttir

Ólafur Lárusson

Arnar Sigurmundsson

Ragnar Óskarsson

Georg Þór Kristjánsson

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove